Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEMT Haldið fram að mistök flugmanns hafi valdið flugslysinu á Indlandi Viðvörun barst nokkrum sekúndum fyrir áreksturinn Nýju Delhi. The Daily Telegraph. FLUGUMFERÐARSTJÓRAR á flugvellinum í Nýju Delhi vöruðu flugmenn flutningavélarinnar frá Kasakstan við nokkrum sekúndum áður en vél þeirra lenti í árekstri við farþegaþotu frá Saudi Arabíu á þriðjudag með þeim afleiðingum að 349 manns létu lífið. Indversk yfírvöld sögðu líklegast að um mistök flugmanns hefði verið að ræða og vörðu öryggisvið- búnað á Indlandi. í gær hófu Ind- veijar opinbera rannsókn málsins og var hæstaréttardómari skipaður til að stjórna henni. H.D. Deve Gowda, forsætisráð- herra, sem fór á slysstað á mið- vikudag, varaði við fljótfærni og sagði að rétt væri að bíða þar til skýrsla um málið kæmi fram. Fyrr væri ekki hægt að slá því föstu að um mistök flugmanna hefðu leitt til slyssins. Yfirmaður öryggismála hjá ind- verska flugfélaginu Indian Airli- nes, S.S. Panesar, var ekki jafn varkár og forsætisráðherrann: „Þetta voru 100 prósent mistök flugmanns. Við gerum stundum mistök." Srikanta Kumar Jena ferða- málaráðherra hafnaði tilgátum um að rekja mætti slysið til úrelts rat- sjárbúnaðar og sagði að jafnt bún- aður sem starfslið uppfylltu alþjóð- leg skilyrði. Flugmálayfírvöld á Indlandi birtu á miðvikudag afrit af sam- skiptum flugstjóra vélanna við flugtum á flugvellinum í Nýju Delhi síðustu augnablikin áður en slysið átti sér stað. Þar kemur fram að flugmaður kasakstönsku vélar- innar spurði: „Segið mér, hvað eru margar mílur í vélina?“ Flugum- ferðarstjóri svaraði að farþegaþot- an nálgaðist og væri í 13 mílna fjarlægð. Nokkrum augnablikum síðar skullu vélamar saman 60 mílum vestur af Nýju Delhi. Afritið sýnir að flugmaður Ily- ushin-76-vélarinnar frá Kazakh Airways hafí fengið fyrirskipanir um að halda sig í 15 þúsund feta hæð í aðfluginu að Indira Gandhi- flugvellinum. Farþegaþotan, sem var að fara á loft, hafði fengið fyrirmæli um að vera í 14 þúsund feta hæð. Flugmenn meðtóku skipanir Samkvæmt frásögnum á mið- vikudag var talið að vélin frá Kas- akstan hefði hafnað ofan á far- þegavélinni í 14 þúsund feta hæð sex mínútum eftir flugtak þeirrar síðarnefndu. Samkvæmt afritum af samtölum úr flugturni höfðu flugmenn beggja véla meðtekið að þúsund fet ættu að vera á milli véla þeirra. „Það kemur skýrt fram á upp- Reuter ÆTTINGJAR leita að eigum skyldmenna, sem fórust í flugslysinu á Indlandi á þriðjudag með þeim afleiðingum að 349 manns létu lífið. Árið 1996 ár flughörmunga London. Daily Telegraph. JAFNVEL fyrir harmleikinn við Nýju Delhí var árið 1996 að verða hið versta í sögunni hvað flugöryggi varðar í a.m.k. ára- tug. Flugslys, sem höfðu dauða í för með sér, voru orðin rúm- lega 30 og manntjónið i þeim meira en 1.100 manna ársmeðal- taliðfrá 1986. Það sem veldur sérfræðingum mestum áhyggjum er, að dauðs- föllin undanfarin þijú ár eru 25% fleiri en 10 ára meðaltalið segir til um. Flugfélög haldaþvi enn fram, að tölfræðilega sé flug öruggasti samgöngumátinn því aðeins verði eitt slys í hverri hálfri milljón flugferða. En þau eru þó meðvituð um, að flugslysum muni fjölga misk- unnarlaust með vaxandi flug- umferð. Farþegafjölgunin nem- ur 6% á þessu ári og búist er við að árið 2008 ferðist tvöfalt fleiri í áætlunarflugi í heiminum en í dag. Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) hefur haldið fram, að „stórslys" gæti átt sér stað 10. hvern dag þegar flugumferðin nær því marki. Myndi það leiða til þverrandi trausts á flugi sem samgöngumáta verði ekki auk- inn kraftur settur í að reyna draga úr hættum á flugslysum. í norðanverðri Ameríku og Evrópu kemur flugferðum til að fjölga jafnt og hægt en því er spáð, að fjölgunin verði mun hraðari í Asíu og á Kyrrahafs- svæðinu. Er þó álagið á óskilvirk og vanþróuð flugsljórnarsvæði á þeim slóðum ærið fyrir. Að mati alþjóðasamtaka at- vinnuflugmanna (IFAPA) eru helstu hættusvæðin í dag yfir miðri Afríku þar sem flugmenn eigi oft í mestu erfiðleikum að ná talstöð varsambandi við flug- stjórnarmiðstöðvar. Svipaðra aðstæðna gæti á vissum svæðum Suður-Ameríku. tökunni af samtalinu að áhafnir beggja véla skildu og staðfestu fyrirmælin," sagði Yogesh Chandra, framkvæmdastjóri ind- versku flugmálastjómarinnar. Chandra sagði að við fyrstu skoðun flugrita virtust mannleg mistök hafa valdið slysinu. Svo virtist sem vélamar hefðu ekki skollið beint saman, enda væri flugstjómarklefí og skrokkur Ily- ushin-vélarinnar í heilu lagi, fram- rúða vélarinnar hefði verið heil og engin merki um bruna væru á lík- um þeirra 38 manna, sem vom um borð í henni. Vélin frá Saudi Arabíu varð hins vegar fyrir sýnu meira tjóni, enda var mun meira eldsneyti í vélinni þegar áreksturinn varð. Tvær tilgátur hafa verið settar fram um orsakir slyssins. Annars vegar er talið að það megi rekja til ófullnægjandi og úrelts ratsjár- búnaðar á flugvellinum í Nýju Delhi og hins vegar að ástæðan sé tungumálaörðugleikar flug- stjóra vélarinnar frá Kasakstan. Lítið svigrúm af „öryggisástæðum" Flugmenn og samtök flugum- ferðarstjóra sögðu að einn þáttur í því að slys af þessu tagi gæti átt sér stað væri að indverski herinn neitaði að veita nægilegt rými fyr- ir flutninga- og farþegaflug um- hverfís Delhi. Höft á flugumferð við borgina hefðu verið sett af óútskýrðum „öryggisástæðum“. í raun liggur ein rás til og frá flugvellinum í Nýju Delhi og sagði flugmaður hjá Indian Airlines að þessi rás annaði ekki vaxandi flug- umferð um alþjóðlega og innan- landsflugvöllinn, sem er skammt frá. Hann sagði að sjö af 27 flug- slysum á Indlandi frá 1966 hefðu átt sér stað á og í grennd við flug- vellina í Nýju Delhi og mætti að miklu leyti rekja til þessarar einu rásar að þeim. Túlkarí flugstjórnarklefum Tungumálaörðugleikar eru tíðir í samskiptum við flugmenn véla frá Sovétríkjunum fyrrverandi og hafa indversk yfirvöld sagt að sennilega sé ástæðuna að finna þar. Embættismenn indversku flugmálastjórnarinnar sögðu, að á undanfömu ári hefði legið við árekstri 10 sinnum vegna sam- skiptavanda. Stjóm flugmála á Indlandi hefði fyrir þessar sakir haldið fund erlendra flugfélaga, flestra frá Sovétríkjunum fyrrver- andi, til að ráða bót á vandanum. Skorað hefði verið á flugmenn frá Samveldi sjálfstæðra ríkja að bæta enskukunnáttu sína og bæta flug- hæfni. Ferðamálaráðherra Indlands, Srikanta Kumar Jena, sagði að verið gæti að flugmaðurinn frá Kasakstan hefði misskilið fyrir- mæli flugtums. „Mér hefur verið sagt að flugmanninum frá Kas- akstan hafí verið skipað að halda sig í 15 þúsund fetum, en hann hafí haldið áfram að lækka flug- ið,“ sagði Jena. Ajit Singh, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flugmannasam- bands Indlands, sagði að flugmenn frá Sovétríkjunum fyrrverandi hefðu oft túlk til aðstoðar í flug- stjómarklefanum. Margir ættu erf- itt með að átta sig á flughæð og leiðum, sem flugumferðarstjórar segðu þeim að fylgja. Ekki minnk- aði vandinn við það að þessir flug- menn reiknuðu fjarlægðir í metmm en ekki fetum. BBC setur sér víðtækar siðareg-lur Ströng ákvæði um kynlíf og ofbeldi London. The Daily Telegraph. BBC, breska ríkisútvarpinu, hafa verið settar nýjar og strangar reglur varðandi of- beldi, kynlíf og klúrt orðbragð í sjónvarpi og starfsmönnum þess hefíir verið skipað að gæta fyllsta hlutleysis enn betur en áður. Sir Christopher Bland, yfír- maður BBC, segir, að nýju reglurnar séu „víðtækustu siðareglur fyrir hljóðvarp", sem settar hafi verið, en þær koma á sama tíma og Vigin- ia Bottomley þjóðmenningar- ráðherra hefur boðað til fundar með forsvarsmönnum sjónvarpsstöðva í Bretlandi. Þar verður rætt hvernig dregið skuli úr ofbeldi í sjón- varpi. í nýju reglunum er frétta- mönnum til dæmis bannað að greiða vitnum í glæpamál- um fé fyrir að segja sögu sína og er það að gefnu tilefni, réttarhöldunum yfír Rose- mary West. Þá er sérstakur kafli um börn og hvers skuli gæta þegar þau koma fram i sjónvarpsmyndum og nýjar og strangari reglur eru um friðhelgi einkalífsins. Vaxandi áhugi á friðhelgi einkalífsins Will Wyatt, aðalfram- kvæmdastjóri BBC-útvarps- ins, segir, að raunar hafi afstaða almennings breyst mikið og fólk kippi sér ekki lengur upp við kynlífslýsing- ar. „Fólk hefur samt alltaf haft áhyggjur af ofbeldi og nú hefur áhugi flestra á frið- helgi einkalífsins aukist mik- ið. Fólk er líka miklu við- kvæmara fyrir því hvernig konum er lýst en það var fyrir 15 eða 20 árum,“ sagði hann. Um kynlífslýsingar á skjánum segir, að þær megi ekki slíta úr samhengi við þær siðferðilegu spurningar, sem kynlífínu fylgja í daglega lífínu, og sagt er, að kynlífs- lýsingamar eigi ekki aðeins að tengjast eða snúast í kringum kynþokka viðkom- andi persóna. Þá segir einnig, að framleiðendur verði að hafa í huga, að stór hluti áhorfenda hafí ímugust á ástaleikjum samkynhneigðra. Um leið er minnt á, að sam- kynhneigðum sem öðrum minnihlutahópum verði að sýna fyllstu virðingu. Föstudaginn 15. nóvember kynnum við hina frábæru netþjéna frá IBM sem nú fara sigurför um allan heim. Við kynnum mismunandi gerðir netþjéna, með áherslu á þær gerðir sem fslensk fyrirtæki hafa tekið í þjónustu sína. Sérfræðingar Nýherja veita ráðgjöf varðandi val á netþjónum □ g tengdum búnaði i samræmi við þarfir hvers fyrirtækis. Nýherji býður nú viðskiptavinum sínum til sérstakra frœðslustunda alla fðstudega frá kl. 13:00-18:00. Á hvarjum föstudegi verður tekið fyrir ákveðið svið i tengslum við tölvu- og skrifstofubúnað. Gestum gefst tækifæri til að kynnast helatu nýjungum og ræðe við sériræðinga Nýherja á viökomandi sviði. Skaftahlíð 24 - Simi 569 7700 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.