Morgunblaðið - 15.11.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 25
Gastilræðin í neðan-
jarðarlestum Tókýó
Meintir
tilræðis-
menn gefa
sig fram
Tókýó. Reuter.
TVEIR af eftirlýstum forsprökkum
sértrúarsafnaðar, sem er sakaður
um mannskætt gastilræði í neðan-
jarðarlestum i Tókýó, komu úr fel-
um í gær og gáfu sig á vald lög-
regiu eftir 18 mánaða flótta.
Mennirnir tveir, Koichi Kitamura
og Zenji Yagisawa, eru á meðal sjö
félaga í söfnuðinum Aum Shinri
Kyo (Söfnuði æðsta sannleika) sem
lögreglan hefur leitað út um allt
landið síðustu mánuði. Lögreglan
segir að Kitamura, sem er 28 ára,
hafi verið á meðal tíu manna sem
komu taugagasi fyrir í fimm neðan-
jarðarlestum í Tókýó 20. mars í
fyrra. Tólf manns létu lífið í tilræð-
inu og 6.000 veiktust.
Yagisawa, 34 ára, er grunaður
um að hafa komið fyrir búnaði til
að dreifa eiturgasi á salerni versl-
anamiðstöðvar í Tókýó 5. maí í
fyrra, en ræstingakona fann búnað-
inn og lögreglan íjarlægði hann.
Talið er að þúsundir manna gætu
hafa beðið bana ef tilræðið hefði
tekist.
„Ég er of þreyttur"
Yagisawa birtist skyndilega í lög-
reglustöð í Tókýó, hélt á spjaldi
með auglýsingu um eftirlýsta félaga
í söfnuðinum og benti á mynd af
sér. „Ég er of þreyttur," sagði hann
og vísaði lögreglunni á félaga sinn.
Fimm félaga í söfnuðinum er enn
leitað. Réttarhöld eru þegar hafin
yfir leiðtoga þeirra, Shoko Asahara,
sem er sakaður um morð og fleiri
glæpi og á dauðadóm yfir höfði
sér. Alls hafa rúmlega 100 manns
verið sóttir til saka vegna starfsemi
safnaðarins.
------»-»• ...—
Samið um
leysivopn
í Boeing
747þotur
Washington. Reuter.
NOKKUR flugvélafyrirtæki, undir
forystu Boeing, hafa tryggt sér
samning við Bandaríkjaher um
hönnun leysivopna sem komið verð-
ur fyrir í farþegaþotum af gerðinni
Boeing 747 og eiga að geta grand-
að eldflaugum á flugi.
Fyrirtækin fá 1,1 milljarða dala,
jafnvirði 72 milljarða króna, fyrir
hönnun vopnsins. Gert er ráð fyrir
að fyrsta vopnið verði sett í þotu
eftir sex ár til að rannsaka hvort
það geti brennt skammdrægar og
meðaldrægar eldflaugar eftir að
þeim er skotið á loft.
Ronald Fogelman hershöfðingi,
yfirmaður bandaríska flughersins,
kynnti samninginn á blaðamanna-
fundi í bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu. Hann sagði að leysivopna-
tæknin gæti gerbreytt afstöðu hers-
ins til varna gegn eldflaugum.
Vopnin eiga að verja hermenn og
herstöðvar fyrir eldflaugum sem
bera kjarna-, efna- eða sýklaodda
eða hefðbundnar sprengihleðslur.
Reynist vopnið vel gætu flugvéla-
fyrirtækin samið um smíði fleiri
slíkra vopna fyrir sem svarar hundr-
uðum milljarða króna. Stefnt er að
því að tilraunir verði gerðar með
vopnið árið 2002 og að það geti
grandað eldflaugum í allt að 100
km fjarlægð.
Snjóþungt
í New
York
MIKIÐ hefur snjóað í norð-
austurhluta Bandaríkjanna
undanfarna daga. A stóru I
svæði í vesturhluta New York-
ríkis og Pennsylvaníu mældist
jafnfallinn snjór á miðvikudag
30 sentimetrar og hélt áfram
að snjóa í gær. Hér sést Don
nokkur Olson hreinsa snjóinn
af sendiferðabíl sínum í Jam-
estown í New York.
Italskur glæsileiki!
Sófasett í sérflokki!
Sýning í HP-húsgögnum um helgina.
Við höfum fengið sendingu af
glæsilegum, ítölskum sófasettum
í sérflokki. Þar sameinast kjör-
viður og fagurlega unnið leður í
einstöku, listrænu handbragði.
Þetta eru húsgögn fyrir pá sem sætta
sig aðeins við pað allra besta!
Aðeins nokkur sett.
Opið laugardag frá kl. 10 til 16
og sunnudag frá kl. 13 til 16.
húsgögn
Ármúla 44
sími 553 2035