Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• BARNABÓKIN Furðulegt
ferðalag er eftir Aðalstein Ás-
berg Sigurðsson.
í Furðulegu
ferðalagi segir
frá skógarpúk-
anum Pansjó
sem fær Börk
og vini hans til
að hjálpa sér við
að bjarga tiján-
um. „En hvem-
ig eiga venju-
iegir krakkar og
skógarpúki að
bjarga risastór-
um trjám? Ekki geta tré gengið
eða hlaupið — eða geta þau það?
Ekki er allt sem sýnist og þau
lenda í ótrúlegum ævintýrum á
sannarlega Furðulegu ferðalagi.“
Bókin er prýdd fjölda mynda
eftir Brynju Dís Björnsdóttur.
Sagan kemur jafnhliða út á hljóð-
bók hjá Hljóðbókaklúbbnum.
Útgefandi er Dimma. Furðulegt
ferðaiag er 102 bls., unnin íPrent-
smiðjunni Grafík. Kápumynd er
eftir Brynju Dís Björnsdóttur.
Bókaútgáfan Bjartursér um dreif-
ingu. Verð 1.490 kr.
• HALLÓ! Er nokkur þarna?
er ný barnabók eftir norska höf-
undinn Jostein Gaarder, mynd-
skreytt af Reid-
ar Kjelsen.
1 Söguhetjan
er Jóakim, átta
ára, sem fær
geimveruna
Mika í heimsókn
og kennir henni
ýmislegt um
jörðina, um-
hverfið og stað-
reyndir lífsins.
Hilmar Hilmarsson þýddi söguna
sem gefín er út af Máli og menn-
ingu. Hún kemur út samtímis í
mörgum löndum enda er höfundur-
inn heimsþekktur eftir að heim-
spekisaga hans, Veröld Soffíu, sló
í gegn. Bókin er 140 bls., skreytt
litmyndum og kostar 1.880 kr.
• JÓLAASKJAN eftir banda-
ríska rithöfundinn Richard Paul
Evans í íslenskri þýðingu Guð-
brands Gíslason er komin út.
í kynningur segir: „Bókin á sér
sérstæðan bakgrunn að því leyti
að það var aldrei ætlun höfundar-
ins að hún yrði gefin út. Söguna
samdi hann og sagði þremur ung-
um dætrum sínum sem voru svo
heillaðar af henni að Evans komst
ekki hjá því að segja hana fleir-
um.“
Sagan fjallar um ung hjón sem
annast húshald fyrir roskna ekkju
og flytja inn til hennar ásamt ungri
dóttur sinni. Uppi á háalofti rekst
húsbóndinn á fallega öskju sem
hefur að geyma nokkrar gulnaðar
arkir, leyndardómsfull og afar ein-
læg sendibréf.
Útgefandi erFróði. Bókin er
112 bls. Kápuhönnun annaðist
Helgi Sigurðsson. Bókin er prent-
unnin hjá Steinholti hf. og bundin
hjá Flatey hf. Verð 1.980 kr.
m/vsk.
• MILLI vina er skáldsaga eftir
breska rithöfundinn Joanna
Trollope í íslenskri þýðingu
Björns Jónssonar.
Þetta er fyrsta bók Trollope sem
kemur út hérlendis en allt frá því
að hún sendi frá sér fyrstu bókina
árið 1988 hefur hún notið mjög
mikilla vinsælda í Bretlandi og
bækur hennar hafa verið þýddar
á Ijölmörg tungumál. Þá hafa ver-
ið gerðir sjónvarpsþættir byggðir
á sögu hennar.
Milli vina er örlagasaga tveggja
fjölskyldna sem eiga heima í borg-
inni Whittingboume.
Útgefandi er Fróði. Bókin er
232 bls. og prentunnin íPrent-
smiðjunni Ódda. Verð 2.490 kr.
m/vks.
Jostein
Gaarder
Aðalsteinn
Ásberg
Sigurðsson
BðKMENNTIR
Ljóðabök
Á LEIÐ TIL TIMBÚKTÚ
Ferðaljóð eftir Jóhönnu Kristjóns-
dóttur. Prentvinnsla Oddi. Fróði
1996 - 64 síður.
Á LEIÐ til Timbúktú er fyrsta
ljóðabók Jóhönnu Kristjónsdóttur
og eru öll ljóðin ferðaljóð eins og
fram kemur í undirtitli. Ekki þarf
að segja lesendum blaðsins að Jó-
hanna er víðförul og hermir oft frá
fjarlægum löndum, en þetta skýrist
allt í inngangsljóðinu sem er sam-
nefnt bókinni. í því segir að skáldið
sé á leiðinni til Timbúktú, en hygg-
ist koma fyrst við í Kambódíu, reka
nefið inn í Líbanon og taka svo
svifnökkvann til Zanzibar. Þar með
er ekki allt talið því að Laos, írak,
Búrma, Japan og Mósambik eru líka
áfangastaðir á þessari leið.
Ferðaljóð eru vitanlega ekki öll
eins, að þeim er ekki til algild upp-
skrift. Hvert skáld setur sinn svip
á gerð ljóða af þessu tagi sé allt
eins og það á að vera. Ferðaljóð
Jóhönnu Kristjónsdóttur eru í opn-
um stíl, frásagnir, athuganir, brot
úr dagbókum, minningar. Efni
sumra ljóðanna hefur áður orðið
tilefni blaðagreina. Það sem úrslit-
um ræður er að ljóðin séu annað
og meira en venjuleg ferðasaga.
Andlit lítillar stúlku
Stríð og minningar um stríð setja
svip á ljóðin. Óhugnað-
ur, afskræming eru orð
sem geta lýst efni
nokkurra þeirra. í ljóði
frá Kambódíu sem
nefnist Á Blóðvöllum
eru pússaðar hauskúp-
ur í aðalhlutverki
„lakkaðar sumar í lit-
um“: „Brúnelda frá ít-
alíu biður mig að taka
mynd af sér/ grátandi
að skoða hauskúpur/
„Ég er svo mikil tilfinn-
ingavera,“ segir hún/
þegar ég hef smellt af.“
Um kvöldið gægjast
krakkar inn um glugga
á veitingasal hótelsins:
þá sá ég þau
eymalaus
búið að stinga úr þeim augun
svart gljáandi hár hefur verið rifið af höfðun-
um
andlit lítillar stúlku verður að hauskúpu
ég reyni af alefli að strekkja hold yfír beinin
finna brún augu og setja þau á sinn stað
og festa þykkt svart hár á litla kollinn
Þótt kaldhæðni eða tvísæi bregði
fyrir í þessum ljóðum er þó kímnin
meira áberandi og ádeilubroddur
víða, einkum í garð þeirra sem
hagnast á stríði og
eymd.
Friðargæslumenn- •
irnir „friðargæslugæj-
ar“ í Phnom Penh hafa
meiri áhuga á að
gamna sér en vernda
mannfólkið. Ferða-
mennirnir em „for-
framaðir“ eftir að hafa
litið pyndingabúðir og
blóðvelli og að loknum
skoðunarferðum að sjá
afskræmt fólk. Allt
þetta fær rúm í ljóðinu,
en þó er eins og tvær
línur segi meira. Þær
verða til að næturlagi
við Mekong og túlka
lærdóma dagsins: „það flaug
sprengja í gegnum hjartað á mér/
ég fann ekki sársaukann fyrr en
hún var farin hjá“.
Litla frúin, ljóð frá Víetnam, er
dæmi um kaldhæðni, en fyrst og
fremst er það raunsæislegt ljóð.
Sama er að segja um Kalysnikov
kynslóðina, frá Líbanon. í þessum
ljóðum lýsir sjónarvottur reynslu
sinni og setur sig í spor innfæddra
sem lifðu hörmungar af.
Hlæjandi krókódíll
Enginn skyldi þó halda að bókin
spegli einungis svartnætti. Gáski
og gleði þekkist líka á framandi
stöðum. í Búrkina Fasó er sest á
bak „hlæjandi" krókódíl og í Tógó
er dansað í skógarijóðri. I
Grikklandi er gengið á vit minninga
í Díafani og haldin veisla. En
„krakkarnir em horfnir Jökull sást
ekki“.
Angurværð þessa ljóðs og eins
ljóðanna Stefnumót í Hong Kong
og Regnhlífarlaus í Singapúr dýpka
bókina með afar varfærnum hætti.
Einnig má bæta við írakljóðinu Til
vinar míns þar sem gamall vinur í
Bagdad finnst eftir ærna fyrirhöfn:
„augu hans vom jafn stór og brún
og áður/ en ekki lengur djúp eins
og hafið“.
Ferðaljóð þurfa að vera annað
og meira en bara tækifærisljóð.
Þetta sýnist mér Jóhönnu
Kristjónsdóttur hafa tekist að hafa
að leiðarljósi um leið og hún
bregður upp myndum úr framandi
heimi þar sem hjörtum svipar þó
saman. Frjálslegur rabbkenndur
ljóðstíllinn er hvergi
viðvaningslegur, en að því mætti
leiða líkur að ydda hefði þurft betur
á stöku stað án þess að ljóðin
glötuðu eðlilegu, blátt áfram
tungutaki sínu.
Jóhann Hjálmarsson
Hvar er Búrkina Fasó?
Jóhanna
Kristjónsdóttir
Bréf Pasternaks
og Kiplings á uppboð
ÁSTARÆVINTÝRIÐ í sögu Boris
Pastemaks um Dr. Zhivago, heill-
aði ekki aðeins lesendur um allan
heim, það átti sér raunverulega
fyrirmynd, samband Pasternaks
við Olgu Ivinskaju. Bréf hans til
hennar verða seld á uppboði í
London í lok nóvember og er búist
við að um 50 milljónir ísl. kr. fáist
MYNPOST
Gallerí Listakot
GRAFÍK
Margrét Guðmundsdóttir. Gallerí
Listakot: Opið kl. 12-18 virka daga,
kl. 10-14 laugard. til 18. nóvember;
aðgangur ókeypis
SÝNINGIN sem nú stendur yfír í
Listakoti við Laugaveg byggist að
mestu á þeirri tækni grafíklistarinnar
sem nefnist karborundum og hér er
afraksturinn öðru fremur afar dökk-
ar ímyndir. Með vissum hætti má
segja að það eigi vel við, þar sem
yfírskriftin er „Haustsýning" og má
m.a. skilja _sem sýningu tileinkaða
haustinu. Á þeim árstíma fínnst
mörgum landið og náttúran vera í
sinni drungalegustu mynd og sá
drungi endurspeglast I mörgum
myndanna hér.
Margrét útskrifaðist frá grafíkdeild
MHÍ 1993 og hefur verið dugleg við
fyrir þau. Þá eru boðin upp í mán-
uðinum bréf og handrit breska rit-
höfundarins Rudyards Kiplings.
I bréfunum staðfestir Pastemak
að hann og ástkona hans séu fyrir-
myndirnar að Zhivago og Löm og
fullvissar Olgu um ævarandi ást
sína. Þau vom löngum aðskilin,
hann í Tblisi, hún í Leníngrad og
Drunga-
legt haust
sýningarhald frá þeim tíma, bæði með
einkasýningum og þátttöku í samsýn-
ingum. Auk svartlistarinnar hefur
hún unnið í ýmsa aðra miðla, t.d.
myndbandalist og tölvu-grafík og á
síðasta ári hélt hún m.a.. sýningu á
trúarlegum verkum í Listhúsi 39, þar
sem hún er einn rekstraraðilanna.
Hér sýnir Margrét tæplega tuttugu
grafíkmyndir, sem flestar mótast af
dökkum lit prentunarinnar, þar sem
fijálst spil lína og forma fylla nær út
í yfirborð flatanna. i stöku verkum
kemur fram annað litaspil; einkum
má benda á „Sóldreka“ (nr. 2) og
„Sólborg" (nr. 9) í því samhengi, þar
sem rauður litur vetrarsólarinnar
kemur inn í myndimar.
Heildarsvipurinn er hins vegar
hvað eftir annað lýsir Pasternak
þeirri ósk sinni að þau geti verið
saman. En það var hægara sagt
en gert á Stalínstímabilinu.
Arið 1957 hlaut Pasternak
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Sovésk yfirvöld neyddu hann til
að hafna þeim og beittu hann og
Olgu ýmsu harðræði. Hann var
ofsóttur og hún var tvívegis dæmd
til vistar í Gúlaginu vegna sam-
bandsins við hann. I síðasta bréfi
sínu, í maí 1960, lýsir Pasternak
kvalafullu dauðastríði sínu, hann
kveðst ekki geta haidið á rakvél
sinni vegna nístandi sársauka í
öxlinni. Nokkrum vikum síðar lést
hann, úr hjartaáfalli.
Bréfin fundust á síðasta ári, er
Olga Ivinskaja lést í hárri elli.
Þrátt fyrir að sérfræðingar
Christie’s uppboðsins viðurkenni
að illmögulegt sé að þýða hluta
bréfanna og Ijóð Pasternaks, bú-
ast þeir við að tugir milljóna fáist
fyrir þau enda séu ástarbréfin til
Olgu „gullfalleg".
Bréf Kiplings seld
Áður óbirt bréf og handrit sem
ritari Rudyards Kiplings stal frá
honum, verða einnig seld á upp-
veikur að þessu sinni. í dökkum flöt-
unum er unnið með óhlutbundnum
hætti að því að fylla yfírborðið, sem
fyrir vikið virkar ofhlaðið og án dýpt-
ar. Tilvísanir í haustið og myrkur
þess verða til þess að auka á þann
formlausa drunga, sem hvílir yfir
þessum litlu myndum, og örlítil litun
á stöku stað breytir þar litlu um. í
þessu samhengi virka þijár myndir
án titils (nr. 15-17) nánast sem að-
skotahlutir, en þar leikur listakonan
sér lítillega með reglulegt línumynst-
ur í flötunum.
Það er helst að tvær eldri myndir
(frá 1993) dragi að sér athyglina,
enda er þeim raðað niður sem upp-
hafí og endi sýningarinnar. „Fijálst
er í fjallasal" (nr. 1) og „Fýkur yfir
hæðir" (nr. 18) eru stærri en önnur
verk á sýningunni og í þeim er að
fínna gott flæði og kröftugar línur,
sem fá vel notið sín í rúmum fletin-
um. Þetta rými skortir í öðrum mynd-
um og þær líða fyrir það,
Eiríkur Þorláksson
boði í nóvember. Gefa bréfin ein-
stæða sýn á verk Kiplings en litlu
mátti muna að þeim yrði hent, er
þau fundust í sveitasetri sem sett
hafði verið á sölu.
I þeim kemur m.a. fram að Kipl-
ing hafði megnustu skömm á
Booth, stofnanda Hjálpræðishers-
ins, honum var meinilla við að verk
hans væru sviðsett og hann leyfði
ekki refaveiðar á landareign sinni
vegna þess að hann óttaðist land-
spjöll. I skjalabunkanum er einnig
að finna leiðréttar útgáfur af ýms-
um sögum Kiplings, sem verða
fræði- og námsmönnum án efa
mikils virði, og óbirtar smásögur.
Nýjar bækur
• BÓNUSLJÓÐ er heiti á ljóða-
bók sem komin er út.
„Ljóðin lýsa guðdómlega gleði-
legu ferðalagi
gegnum undra-
veröld nútíma
stórverslunar.
Bónusljóð eru ís-
lensk framleiðsla
fyrir Bónus og
voru sett saman
í ljóðasmiðju
Andra Snæs
Magnasonar, “
segir í kynningu.
Bókin skiptist í þijár deildir. Ald-
ingarðinn, Niflheim niður og
Hreinsunareldinn.
Útgefandi er Bónus ogprentun
annaðist Grafík. Bókin fæst í versl-
unum Bónus og í tilefni dags ís-
lenskrar tungu verðurhún á sér-
stöku kynningarverði 399 kr.
PASTERNAK og Olga. Búist er við að tugir milljóna fáist fyrir
bréf hans til hennar.