Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANGT ÚTHALD OG EINANGRUN ÞRÍR ÞINGMENN Alþýðubandalagsins, Bryndís Hlöð- versdóttir, Sigurður Hlöðversson og Steingrímur J. Sig- fússon hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd er geri úttekt á aðbúnaði og starfsumhverfi skipverja um borð í íslenzkum fiskiskipum. Bryndís mælti fyrir tillögu sinni á þriðjudag, en í henni er gert ráð fyrir að nefndin skili tillögum eigi síðar en 1. júlí 1997. Nefndinni er falið að gera tillögur til úrbóta, er taki til öryggismála og alls aðbúnaðar í íbúðum um borð og við störf, möguleika skipverja til líkamsræktar og tómstundaiðk- unar með tilliti til þess tíma, sem veiðiferð tekur, möguleika skipveija á að hafa samband við umheiminn og þá sérstak- lega fjölskyldur sínar, Iengd útilegu og hvenær slíkt sé í síðasta lagi ákveðið, lengd dvalartíma í landi milli veiðiferða og hvenær hann sé ákveðinn og vaktafyrirkomulag og hvíld- artíma. Flutningsmenn segja, að í umræðum um veiðar, t.d. í Smugunni og á fleiri fjarlægum miðum, hafi mest farið fyr- ir deilum um hafréttarmál og fréttum af aflabrögðum. Minna hafi farið fyrir umræðu um einangrun lengst úti í hafi, vik- um og mánuðum saman, á skipum, sem bjóða ekki upp á aðstöðu til afþreyingar eða líkamsþjálfunar. Þetta hafi vald- ið fjölda sjómanna alvarlegum skaða. Andleg og líkamleg vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvíg eru meðal þeirra afleiðinga sem úthafssjómenn og læknar, sem hafa fengið þá til með- ferðar, lýsa, segir í fylgiskjali með frumvarpinu. Nú er auðvitað alveg ljóst, að hinn ytri aðbúnaður í íslenzk- um fiskiskipum hefur gjörbreytzt til hins betra og mörg þessara skipa eru mjög vel búin, svo að ekki sé meira sagt. En góður ytri aðbúnaður dugar skammt, ef langt úthald á fjarlægum miðum og í mikilli einangrun hefur neikvæð áhrif á sálarlíf sjómanna. Þegar margar ábendingar hafa borizt um, að í þessum efnum sé ekki allt sem skyldi, geta menn ekki lokað augunum fyrir þeim. Þingsályktunartillaga þing- mannanna þriggja er til þess fallin að beina athyglinni að þessu sérstaka vandamáli, sem finna verður lausn á. SAMEINING VIÐ EYJAFJÖRÐ SEX SVEITARSTJÓRNIR við utanverðan Eyjafjörð hafa rætt möguleika á auknu samstarfi og/eða sameiningu. Bæjarstjórnir Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um sameiningu, ef það mætti verða til þess að flýta fyrir gerð jarðganga, sem tengdu Siglufjörð betur Eyjafjarðarsvæðinu og sameiningarferlinu. Sjávarútvegsfyrirtæki í Ólafsfirði og Siglufirði hafa og þeg- ar með sér nokkurt samstarf og Þormóður rammi í Siglu- firði hefur keypt 20% hlut í Sæbergi í Ólafsfirði, sem er stærsta atvinnufyrirtækið þar. Jarðgangagerð á Vestfjörðum styrkir ótvírætt atvinnulíf og byggð í fjórðungnum, m.a. með því að auðvelda og flýta fyrir samstarfi og sameiningu fyrirtækja og sveitarfélaga. Sú yrði og raunin með jarðgangagerð sem tengdi Siglufjörð um Héðinsfjörð við Eyjafjarðarsvæðið. Það á og að vera forsenda þess að landssjóður og skattborgarar standi undir kostnaðarsömum framkvæmdum af þessu tagi, að þær séu í raun fjárfesting í atvinnulífi og skili sér með tíð og tíma til baka í stærri og sterkari einingum fyrirtækja og sveitarfé- laga, samnýtingu og ódýrari yfirstjórn. Bæjarstjórinn í Siglufirði segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að meginröksemdin fyrir þessum jarðgöngum þar nyrðra sé stækkun eininga og tenging við Eyjafjarðarsvæð- ið. „Jarðgöngin myndu skapa grundvöll fyrir liðlega 5.000 manna sveitarfélagi,“ sagði bæjarstjórinn, „og með Akur- eyri og öðrum byggðum Eyjafjarðar yrði hér 23.000 til 25.000 manna byggðarlag, sem ég sé fyrir mér að verði að einu sveitarfélagi innan fárra ára. Þetta yrði næststærsta sveitar- félag landsins og langöflugasti byggðakjarninn utan höfuð- borgarsvæðisins." Augljóst er að átök eru framundan á milli Norðlendinga og Austfirðinga um hvar næstu jarðgöng verða byggð. Hér er um svo kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða að gera má ráð fyrir að það taki næstu tvo áratugi að byggja jarð- göng í báðum landshlutum. Þess vegna verður undirbúning- ur að vera vandaður og rök fyrir framkvæmdum augljós og skýr. Samvörður 97, almannavarnaæfing friðarsamstarfs NATO Morgunblaðið/Ámi Sæberg LIÐSFORINGJAR og embættismenn frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins og níu friðarsamstarfsríkjum báru saman bækur sínar í Borgartúni 6 í gær. Undirbúningur er kominn vel á veg Undirbúningsráðstefna fyrir almannavama- æfíngu friðarsamstarfs NATO, Samvörð ’97, * stendur nú yfír hér á landi. Olafur Þ. Steph- ensen segir frá undirbúningi þessarar um- fangsmestu björgunaræfíngar hér á landi. RAÐSTEFNUSALIR ríkisins í Borgartúni voru einna líkastir herstjórnarmið- stöð í gær, en þar var sam- an kominn á ráðstefnu fjöldi foringja úr heijum Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess í Austur- og Mið-Evrópu, sem grúfðu sig yfir landakort og skjöl. Þarna var hins vegar ekki um skipulagningu hern- aðaraðgerða að ræða, heldur undir- búningsráðstefnu fyrir fyrstu al- mannavarnaæfingu Friðarsamstarfs NATO, Samvörð ’97 (Cooperative Safeguard ’97), sem fram fer hér á landi næsta sumar. Undirbúningur- inn er nú kominn vel á veg og byij- að að skýrast hvert verður framlag hvers ríkis til æfingarinnar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hafði frumkvæði að því í fyrra innan Atlantshafsbandalagsins að æfíng af jiessu tagi yrði haldin hér á landi. Á meðal markmiða Friðar- samstarfsins, sem 43 ríki eiga aðild að, er að auka samstarf ríkjanna á sviði leitar- og björgunaraðgerða vegna náttúruhamfara. Æfingin á íslandi verður fyrsta sameiginlega almannavarnaæfing friðarsam- starfsríkjanna. Hún er söguleg af fleiri ástæðum, t.d. þeirri að hún er fyrsta marghliða friðarsamstarfsæf- ingin, sem Rússland tekur þátt í. Rússneskir embættismenn ---------- eru því staddir hér á landi til skrafs og ráðagerða ásamt herforingjum og embættismönnum frá tólf __________ öðrum ríkjum, alþjóðlegu ” starfsliði NATO og íslenzkum emb- ættismönnum. Af NATO-ríkjum eiga Bandaríkin, Danmörk og Noregur fulltrúa á ráð- stefnunni. Af friðarsamstarfsríkjum komu fulltrúar frá Finnlandi, Aust- urríki, Lettlandi, Litháen, Ungveija- landi, Tékklandi, Rússlandi, Rúmen- íu og Úkraínu. Gera má ráð fyrir Suðurlands- skjálfti settur á svið að nokkur ríki til viðbótar taki þátt í æfingunni, til dæmis Eistland og Svíþjóð. Suðurlandsskjálfti sviðsettur Ráðstefnan, sem lýkur á morgun, er ein af þremur undirbúningsráð- stefnum fyrir Samvörð ’97. Fyrsta ráðstefnan fór fram í Belgíu síðast- liðið vor og sú síðasta verður hér á landi í marz á næsta ári. Tilgangur ráðstefnunnar, sem nú stendur yfir, er í fyrsta lagi að safna saman upp- lýsingum frá þátttökuríkjunum í æfingunni um það hvað þau hyggist leggja af mörkum til æfingarinnar; hversu fjölmennt lið þeirra verði og hvaða búnað þau hafi með sér. I öðru lagi eru þátttökuríkjunum veitt- ar upplýsingar um aðstæður hér á landi, aðbúnað sveita þeirra og fleira af því tagi. í þriðja lagi er farið í smáatriðum yfir það hvernig fjar- skipti, boðleiðir og stjórnkerfi æfing- arinnar muni virka. Loks er rætt um skipulag fjölmiðlatengsla og móttöku ýmissa gesta, t.d. stjórnmálamanna, hershöfðingja og hátt settra embætt- ismanna, sem munu koma hingað til lands að fylgjast með æfingunni. í Samverði ’97 verður sviðsett að yfir Suðvesturland hafi riðið öflugur jarðskjálfti, með upptök á Hengils- svæðinu og að styrkleika um 7'/2 á Richter. Hundruð manna hafi farizt, tugir þúsunda séu heimilislausir og samgöngur og fjarskipti í lamasessi. Islenzk stjóm- völd sendi Atlantshafsbandalaginu beiðni um neyðarhjálp og það komi til aðstoðar ásamt friðarsamstarfs- ríkjunum. Æfingin verður haldin dagana 25.-27. júlí á næsta ári og verður æft stíft frá hádegi á föstudegi og til sunnudagskvölds. Liðsflutningar til landsins hefjast 19. júlí og brott- flutningi sveita þátttökuríkjanna verður lokið 31. júlí. Umfangsmesta almannavarnaæfingin Samvörður ’97 verður umfangs- mesta almannavarnaæfíng, sem haldin hefur verið hér á landi. Gera má ráð fyrir að bróðurpartur varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, um 2.000 manns, taki virkan þátt í henni, auk nokkurra hundruða her- og björgunarmanna, sem koma frá Bandaríkjunum, um 400 manna liðs frá friðarsamstarfsríkjunum í Evr- ópu og hundruða íslenzkra björgun- arsveitarmanna. Þótt æfingin sé að hluta skipulögð af herforingjum, verður meirihluti liðsins, sem sent verður hingað til lands, úr borgara- legum björgunarsveitum. Nú þegar hefur verið ákveðið að norskt varðskip og björgunarþyrla taki þátt í æfingunni. Bandaríkin munu senda öflugar þyrlur og Rúss- land sendir þyrlu og flutningaflug- vél, auk 40-50 björgunarmanna. Þá mun Litháen leggja til þyrlu, svo dæmi séu nefnd. Ónnur ríki senda björgunar- og læknalið, sum senda jeppa og önnur farartæki og þannig mætti áfram telja. Þátttökuríkin munu sjálf greiða kostnað við flutninga hingað til lands, en gert er ráð fyrir að Atlants- hafsbandalagið standi straum af mestöllum kostnaði við æfinguna sjálfa. Aðalframkvæmdastjóri æfingar- innar fyrir hönd íslenzkra stjórnvalda er Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins. Hún er fyrsti borgaralegi stjórn- andi æfíngar á vegum Friðarsam- starfsins. Almannavarnir eiga nána samvinnu við þau ríki, sem þátt taka í æfíngunni, fyrir milligöngu varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins og varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Almannavarnir annast alla undirbúningsvinnu fyrir þau verk- efni, sem hið fjölþjóðlega björgunarl- ið mun þurfa að takast á við. Al- mannavörnum til aðstoðar við það verkefni eru Björgunarsveitin Ingólf- ur í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Þegar æfingin sjálf hefst munu síðan björgunarsveitir víðs vegar af landinu streyma til höfuð- borgarsvæðisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.