Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bragi M. Lárus-
son fæddist í
Reykjavík 15. mars
1933. Hann lést á
Landspítalanum 7.
nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Lárus
B. Sigurbjömsson,
sjómaður, f. 17.
desember 1909 á
Höfða í Dýrafirði,
fórst með bv. Ólafi
2. nóvember 1938,
og Sveinsína Jór-
amsdóttir, f. í
Leiru í Gerð-
arhreppi 20. júlí
1909. Eftirlifandi systir Braga
er Valgerður Magnúsdóttir, f.
17.3. 1928.
Hinn 30.4. 1960 kvæntist
Bragi Sólveigu Matthíasdótt-
ur, ljósmóður, og bjuggu þau
í 13 ár í Stigahlíð 28 og síðan
í Efstahjalla 11 í Kópavogi.
Dætur þeirra eru tvær, Sigríð-
ur Björk Bragadóttir, f. 31.10.
Það var fyrir tæpum 15 árum að
hún Sigríður Björk, sem síðar varð
eiginkona mín, kynnti mig fyrir for-
eldrum sínum, þeim Braga og Sól-
veigu, og Berglindi systur sinni. Þar
með hófst nýtt hamingjuskeið í lífi
mínu. Á árunum sem á eftir fylgdu
þróaðist mjög náið samband á milli
okkar allra sem einkenndist af mikl-
um kærieika og gagnkvæmri virð-
ingu. Þegar tengdaforeldrarnir urðu
afí og amma og mágkonan varð
frænka, og það þrisvar sinnum, voru
böndin treyst enn frekar. Amma var
sjálf ljósmóðir bamabarnanna og
afi settist út á svalir með sterkt
kaffi og sparivindil.
Bragi lést eftir erfiða sjúkdóms-
legu 7. nóvember síðastliðinn. Við
taka söknuður og dýrmætar minn-
ingar. Þá fínnur maður til óendan-
lega mikils þakklætis fyrir allar þær
góðu samverustundir sem við áttum.
Sérstaklega þykir mér vænt um
heimsóknir þeirra Braga, Sólveigar
og Berglindar á meðan við hjónin
ásamt bömum bjuggum í París um
1960, maki Sigurð-
ur Grendal Magn-
ússon, þeirra börn
eru Andri, Matthías
Bragi og Sólveig,
og Berglind Braga-
dóttir, f. 3.9. 1967.
Bragi lauk loft-
skeytaprófi 1955,
fimm áfangapróf-
um frá Trygginga-
skólanum 1967-77.
Hann starfaði á
Radíóverkstæði
flugmálastjórnar
1955-56, var loft-
skeytamaður hjá
skipadeild SÍS á
ms. Jökulfelli, Hvassafelli, Dís-
arfelli og Hamrafelli 1956-66.
Hann starfaði hjá Samvinnu-
tryggingum frá 1966 og síðar
hjá Vátryggingafélagi Islands.
Hann sat einnig I stjórn Versl-
unarmannafélagsins um skeið.
Útför Braga verður gerð frá
Hjallakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
eins og hálfs árs skeið fram til loka
síðasta árs.
Bragi var einstaklega heiðarleg-
ur, samviskusamur og áreiðanlegur
maður og þessir kostir hans höfðu
mikil áhrif á mig sem og aðra sem
umgengust hann. Ég mun ekki síður
minnast tengdaföður míns fyrir það
hversu góður afi hann var og fyrir
þá vináttu og virðingu sem hann
sýndi mér, tengdasyni sínum. Það
eiga margir um sárt að binda í fjöl-
skyldunni vegna fráfalls Braga og
engin orð fá lýst þeirri hluttekningu
sem maður ber í brjósti til handa
eiginkonu hans, dætrum og bama-
bömum.
Mér þykir ákaflega vænt um við-
brögð 5 ára gamallar dótturdóttur
hans Braga eftir að ég sagði henni
að afí hennar væri dáinn. „Hann
afí dó af því að það var ekki hægt
að lækna hann en núna er hann
orðinn engill upp í skýjunum og er
alveg batnað." I skýringu barnsins
fólst huggun þess. Góðar minningar
eru auður, yfír þeim getur maður
glaðst aftur og aftur því þær em
eilífar.
Sigurður Grendal Magnússon.
Ég hef stundum velt því fyrir mér,
hvað það er í fari manna, sem ræð-
ur hæfni til starfa. Ég hef ekki
komist að einhlítri niðurstöðu en
Bragi Lámsson var óumdeilanlega
einn af okkar fæmstu vátrygging-
armönnum.
Nú á þeim tímum, sem við siglum
hraðbyri inn í öld sérfræðinga og
prófgráða, þar sem enginn verður
ráðinn til starfa nema hafa eina til
tvær háskólagráður er vert að hug-
leiða hvort prófgráðustefnan skili
þeim markmiðum, sem að er stefnt.
Bragi var ráðinn til Samvinnu-
trygginga fyrir 30 ámm, þá nýkom-
inn af sjó. Bragi náði á skömmum
tíma undraverðri færni á sviði
ábyrgðar-, slysa-, sjúkra- og líf-
trygginga svo og sjótrygginga.
Við Bragi störfuðum saman frá
1989 eða frá því ég var fluttur
hreppaflutningum neðan af Lauga-
vegi upp í Ármúla við sameiningu
Brunabótafélags íslands og Sam-
vinnutrygginga. Kynni okkar hófust
þó miklu fyrr, en við höfum kynnst
á sameiginlegum samráðsfundum
félaganna, sem við unnum fyrir.
Við fundum fljótt, að við áttum
samleið, e.t.v. fyrir eðlislæga íhalds-
semi og andstöðu við breytingar á
skilmálum o.fl.
Eftir sameiningu tókust með okk-
ur hin ágætustu kynni og ekki spillti
það fyrir, að Bragi var uppalinn í
Þingholtunum, þar sem ég bjó um
árabil og áttum við oft tal um sam-
ferðamenn okkar í því ágæta hverfi,
sem nú flestir hveijir eru gengnir á
vit feðra sinna og nú Bragi Lárus-
son langt um aldur fram.
Síðustu starfsárin stýrði Bragi
sjódeild Vátryggingafélags íslands
og minnist ég Braga sem skipstjóra,
sem vakinn og sofinn er á vakt
meðan fley hans er ofansjávar enda
stjómtök hans á sjódeildinni áfalla-
laus og farsæl.
Með þessum fátæklegu orðum
færi ég eiginkonu Braga, börnum
og öðrum vandamönnum dýpstu
samúðarkveðjur.
Ingvar Sveinbjörnsson.
Mínir vinir fara ijöld,
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bólu - Hjálmar.)
Við skiptingu Digranessafnaðar
árið 1987 varð til nýr söfnuður,
Hjallasöfnuður. Hjallasöfnuður hóf
starf sitt í Digranesskóla, en þar
var vígt messuheimili í samkomusal
skólans. Allt þurfti að gera frá
grunni. Stóra verkefnið sem beið
var kirkjubygging.
Það var mikil gæfa að í sóknar-
nefnd valdist fólk með margháttaða
reynslu í þjóðfélaginu og samheldni
og góður vilji fékk að ráða. Sam-
staða var því algjör.
Eitt þessara sóknarbarna, Bragi
Lárusson, tryggingamaður, er hér
kvaddur hinstu kveðju með þakk-
læti og virðingu fyrir vel unnin
störf.
Ég hafði kynnst Braga áður, en
hann var starfsmaður Samvinnu-
trygginga g/t og síðar VÍS um
langt árabil.
Vakti það athygli mína hve fram-
koma Braga í starfi var ávallt ljúf-
mannleg og jafnframt gætti hann
hagsmuna félags síns af festu og
sanngirni við uppgjör tjóna og án
tilburða til þess að halla á rétt tjón-
þola. Að þessu leyti var hann því
traustur og fær tryggingamaður,
sem naut virðingar í starfi.
Áður hafði hann stundað sjó í
mörg ár, lengst af sem loftskeyta-
maður. Hafði hann frá mörgu
skemmtilegu að segja frá sjó-
mannstið sinni og brosmildur sögu-
maður var hann.
í sóknamefndinni var Bragi til-
lögugóður og traustur. Hann hafði
sem tryggingamaður margháttaða
viðskiptareynslu og gjörþekkti þjóð-
félagið. Það þótti því sjálfsagt, að
hann tæki sæti í bygginganefnd
Hjallakirkju, þegar undirbúningur
og ráðstöfun fjármuna vegna kirkju-
byggingar hófst árið 1988.
I því starfí reyndist hann hinn
ágætasti liðsmaður. Kirkjan var síð-
an vígð af biskupi Islands, Ólafí
Skúlasyni, á páskadag 1993.
Bygging kirkjunnar var Braga
mikið hjartans mál. Þau hjónin
Bragi og Sólveig Matthíasdóttir
sóttu kirkju reglulega og var ævin-
lega ánægjulegt að hitta þau glöð
og elskuleg.
En skugga bar á. Hin síðari ár
glímdi Bragi við sjúkdóm þann, sem
nú hefur lagt hann að velli.
Bragi mætti örlögum sínum með
kjarki og óttaleysi hins trúaða
manns.
En hann barðist ekki einn, kona
hans, fjölskylda og vinnufélagar
veittu honum þann stuðning, sem
mannlegur máttur getur veitt.
Ég vil fyrir hönd allra fyrrver-
andi og núverandi sóknarnefndar-
manna Hjallakirkju svo og starfs-
manna kirkjunnar senda eiginkonu
hins látna og skylduliði, samúðar-
kveðjur á erfiðum tímamótum í lífi
fjölskyldunnar og bið þeim Guðs
blessunar.
Góður drengur er genginn.
Hilmar Björgvinsson.
í dag er kvaddur Bragi Lárusson,
vátryggingamaður. Hann átti um
langt árabil sæti í skilmálanefnd
Samsteypu íslenskra fiskiskipa-
trygginga, en nefndin er eins konar
faglegur samstarfsvettvangur um
ýmis málefni er varða vátryggingar
fiskiskipa yfír 100 rúmlestir. Þau
félög sem stunda þessar vátrygging-
ar tilnefna hvert sinn fulltrúa í
nefndina og var Bragi fyrst fulltrúi
Samvinnutrygginga gt. en síðar
Vátryggingafélags íslands hf. Það
sem fyrst og fremst einkenndi störf
Braga í nefndinni var mikill fagleg-
ur metnaður og ákveðnar skoðanir
hans um viðfangsefni þau sem til
umfjöllunar voru hveiju sinni. Það
kom honum vel í starfi að hafa á
yngri árum verið til sjós, m.a. með
Sverri Þór, skipstjóra, sem síðar
varð lærifaðir hans í sjótryggingum
og forveri hans í skilmálanefndinni.
Bragi lagði sig í líma um að fylgj-
ast vel með á vátryggingasviðinu
og þá ekki einvörðungu á sviði sjó-
trygginga. Hann hafði um nokkurt
árabil mikil afskipti af slysatrygg-
ingum, fijálsum ábyrgðartrygging-
um og líftryggingum og var fulltrúi
félaga sinna í því sameiginlega
starfi sem var milli félaganna um
þessar vátryggingar svo og í
fræðslumálum. Það var ávallt gagn-
legt að rökræða við hann um álita-
efni í vátryggingamálum og skipti
ekki máli hvort skoðanir færu sam-
an eða ekki og venjulegast opnaði
hann nýtt sjónarhorn að kjarna
álitaefnisins.
Við samnefndarmenn hans þökk-
um að leiðarlokum gifturíkt sam-
starf við góðan félaga og vottum
fjölskyldu hans innilega samúð.
Bjarni Þórðarson.
Ég vil með örfáum orðum kveðja
góðan og traustan samstarfsmann,
Braga Lárusson, nú þegar komið
er að leiðarlokum og langri og erf-
iðri baráttu hans við illvígan sjúk-
dóm er lokið. Þrátt fyrir alla tækni
og þekkingu læknisfræðinnar, bjart-
sýni, vilja og kjark Braga til að tak-
ast á við sjúkdóminn, varð hann að
lokum að láta undan síga. Öllum
sem þekktu Braga og fylgdust með
hetjulegri baráttunni, viljakraftin-
um sem gerði honum kleift að hugsa
um starf sitt, framtíðina og mæta
til vinnu þegar flestir aðrir hefðu
gefist upp hlýtur að verða hugsað
með virðingu og þökk fyrir að hafa
átt samleið með honum í lífí eða
starfí.
Fyrstu kynni mín af Braga voru
eftir að hann hafði starfað við vá-
tryggingar í mörg ár og ég var í
hlutverki viðskiptavinarins. Hvor-
ugur okkar vissi þá að síðar ættum
við eftir að starfa saman við trygg-
ingar og takast sameiginlega á við
spennandi viðfangsefni.
Bragi var traustur vátrygginga-
maður. Hann bjó yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu af vátryggingamál-
t
Ástkær móðir okkar,
ÓLAFÍA ÞORVALDSDÓTTIR,
Freyjugötu 47,
andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 13. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þórunn Sigurðardóttir,
Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
ÞORBJÖRG RAGNA PÁLSDÓTTIR,
Ðyggðarholti 37,
lést í Landspítalanum 5. nóvember.
Jarðarförin hefur fariö fram.
Sonja Geirharðsdóttir,
Guðmundur H. Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur ómetanlegan vinar-
hug, stuðning og samúð við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
LOGA SNÆDAL JÓNSSONAR
skipstjóra,
Boðaslóð 16,
Vestmannaeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Halla Gunnarsdóttir,
Jón Snædal Logason, Berglind Kristjánsdóttir,
Sigrún Snædal Logadóttir, Þorsteinn Waagfjörd,
Sæbjörg Snædal Logadóttir,
Halla Björk Jónsdóttir.
BRAGIM.
LÁRUSSON
um eftir áratuga starf á því sviði,
enda voru honum falin ábyrgðar-
störf og mannaforráð sem hvoru-
tveggja fór honum vel úr hendi.
Yfírgripsmikii þekking hans kom
víða að góðum notum, enda var
Bragi meðal leiðbeinenda á vegum
Tryggingaskóla SÍT, þar sem
reynslu og þekkingu er miðlað til
starfsmanna vátryggingafélaganna.
Það er hveiju fyrirtæki og ekki
síður samstarfsmönnum styrkur að
hafa í sínum hópi þá mannkosti sem
Bragi var búinn. Hann ávann sér
með störfum sínum og framkomu
vináttu og virðingu samstarfs-
manna. Öllum sem áttu við hann
viðskipti var ljóst að þar fór maður
sem hafði fullt vald á viðfangsefnum
sínum, hvort sem um var að ræða
einstaklinga eða fyrirtæki í trygg-
ingaviðskiptum eða erlenda endur-
tryggjendur.
Ég er þakklátur fyrir kynni mín
af og samstarf við Braga og hve
örlátur hann hann var á að miðla
mér af reynslubrunni sínum þegar
á þurfti að halda. Um leið og ég
votta eiginkonu hans, Sólveigu, og
fjölskyldunni allri samúð okkar
hjónanna bið ég þeim Guðs blessun-
ar og að þeim gefist styrkur til að
takast á við ástvinamissinn.
Blessuð sé minning Braga Lárus-
sonar.
Axel Gíslason.
Kynni okkar Braga hófust þegar
hann, ungur loftskeytamaður af
flaggskipi okkar íslendinga, Hamra-
fellinu, kom til starfa í Afgreiðslu-
deild Samvinnutrygginga g.t. síðla
vetrar 1966. Þegar ég tók við stjóm
deildarinnar á haustdögum það sama
ár urðu kynni okkar enn nánari og
snerust fljótlega upp í nána vináttu
sem entist meðan báðir vom uppi.
Ég hefí oft hugleitt síðustu daga,
þegar minningamar um liðna tíð leita
óneitanlega sterkar á hugann en
dagsdaglega, hve Bragi, uppalinn í
umhverfi gersamlega ólíku skrifstof-
unni, var fljótur að aðlagast. Og
ekki aðeins það, heldur laga um-
hverfíð að sínum eigin hugmyndum
og reynslu. Bragi hafði siglt um
heimsins höf allt frá unglingsámm.
Fyrst sem háseti á norsku fragt-
skipi, síðar á íslenskum togumm og
fragtskipum, og Iengi sem loft-
skeytamaður og þar með einn af
yfírmönnum. Hann hafði tileinkað
sér tvennt sem allstaðar kemur að
gagni. Annars vegar að gefa skýr
og klár fyrirmæli og sjá um að eftir
þeim sé farið og hins vegar að taka
við fyrirmælum og fylgja þeim eftir.
Bragi hóf snemma afskipti af og
sérhæfði sig í svonefndum fijálsum
ábyrgðartryggingum og slysatrygg-
ingum. Hann náði fljótlega afburða-
tökum á þessum flóknu vátrygg-
ingagreinum og var vakinn og sof-
inn í því að afla sér sífellt meiri
þekkingar, með lestri erlendra
fræðibóka, íslenskra dóma svo og
nánu samneyti við fræðimenn inn-
lenda. Verður þar til að nefna þann
sem Bragi vitnaði oftast til þegar
mikið lá við, en það var Kr. Guð-
mundur Guðmundsson. Hans orð
voru lög. Var haft að orði að aldrei
gengi Bragi til hvílu nema að und-
angengnum lestri í iðgjaldaskrá og
skilmálum fijálsra ábyrgðartrygg-
inga enda lægju gögn þessi ætíð á
náttborðinu.
Bragi beitti sér fyrir ýmsum nýj-
ungum á íslenska vátrygginga-
markaðnum svo sem tryggingum á
greiðslu erlends sjúkrakostnaðar
ferðamanna og á hans vegum var
farið í fyrsta sjúkraflug héðan til
erlends ríkis til þess að ná í veikan
ferðamann. Einnig átti hann stærst-
an þátt í því að innleiða í slysatrygg-
ingar launþega sérstaka reiknireglu
til hagsbóta þeim sem mikla varan-
lega örorku hljóta.
Síðar tók hann við yfírstjóm sjó-
trygginga og líftrygginga ásamt
fyrrgreindum vátryggingagreinum
og þar fór hann inn á ný svið er
kröfðust mikillar þekkingar sem
aflað var með lestri fræðirita og á
námskeiðum, einkum erlendis.
Bragi var afburða vátrygginga-
maður sem ávann sér virðingu
kollega, ekki aðeins hér heima held-
ur og ekki síður erlendis meðal end-