Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 47
J
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 47
i
urtryggjenda og miðlara og veit ég
Iað hans er þar sárt saknað. Bragi
hafði til að bera það djúpa innsæi
og dómgreind, byggða á reynslu og
þekkingu, sem eru svo nauðsynlegir
eiginleikar hveijum góðum vátrygg-
ingamanni. Hann fékk ekki glýju í
augun af háum iðgjöldum heldur
leit fyrst og fremst á áhættuna, vó
hana og mat og síðan var hægt að
ræða um verð. Fyrir honum var hið
j faglega mat, byggt á áratuga
reynslu og þekkingu, það sem ráða
Iátti úrslitum um verð, samþykki eða
synjun. Fyrir marga vátrygginga-
menn er það hin mesta háðung og
uppgjöf að neita að tryggja ein-
hveija tiltekna áhættu og þá gjarn-
an gabbast að þeim gætnu og þeir
sakaðir um kjarkleysi og sagt sem
svo að hafa þá iðgjaldið bara hærra.
Skoðun Braga var hins vegar sú að
svo vond gæti áhætta verið að upp-
1 hæð iðgjalds skipti engu máli. Á
| seinni árum kom það fyrir að sjónar-
a mið hans urðu að víkja í einstökum
J tilvikum þar sem síðar hefur komið
í ljós að ábendingum hans hefði
betur verið sinnt.
Ég hef ekki minnst á tjónaupp-
gjörsmanninn Braga en þar réði
hið sama faglega mat aðstæðnanna
og við töku trygginga. Ávallt skyldi
sýnd sanngirni, vafi túlkaður tjón-
( þola í hag, en brugðist við með
I festu og ákveðni sem ekkert fékk
( haggað þegar óréttlæti var beitt
j af mótaðila og ósanngjarnar og
" stundum vísvitandi rangar kröfur
fram settar. Þá sóttu engir gull í
greipar vátryggingamannsins,
gamla togarajálksins og farmanns-
ins, Braga Lárussonar.
Vinátta okkar Braga hefur varað
í rúm þijátíu ár og þótt ég hefði
gert mér fulla grein fyrir því síð-
4 ustu mánuðina að styttast færi í
*l samveru okkar er það alltaf jafn
( sárt þegar stund endalokanna renn-
j ur upp. Þess vegna varð mér orða
' vant þegar Berglind dóttir hans
kom til mín árla dags þann 7. nóv-
ember síðastliðinn, þar sem ég lá
á sjúkrastofnun, og tilkynnti mér
lát föður sins. Bið ég hana afsökun-
ar á því hve fátt ég gat sagt við
hana því mér var tregt um mál
fyrst á eftir.
Margar ánægjustundir höfum
f við Lilja átt með þeim Braga og
j Sólveigu á heimilum hvors um sig
i þegar við höfum tekið á móti er-
lendurn góðvinum okkar en sú hefð
hafði skapast að við skiptumst á
um að bjóða þeim heim þegar tæki-
færi gafst. Og þá var beitt sömu
faglegu vinnubrögðunum og við
vandað áhættumat. Ekkert látið
tilviljunum eftir heldur haldnir
fundir þar sem ráðslagað var um
matseðil kvöldsins og enn frekar
1 um valið á eðalvínum en Bragi var
( frábær smekkmaður á mat og vín
< og þar var ekkert til sparað.
Það er til marks um vináttu
Braga að fyrir fáeinum vikum lagði
hann það á sig, sárþjáður, að heim-
sækja mig á sjúkrahús þar sem ég
lá eftir lífshættulega aðgerð og fæ
ég það seint fullþakkað.
Áð síðustu verð ég að geta eins
sem við Bragi áttum sameiginlegt,
til viðbótar öllu öðru, en það var
1 ást okkar á köttum. Margar stund-
I ir ræddum við um eðli og gáfur
| þessara ferfættu vina okkar, ég um
síamskettina okkar og Bragi um
nágrannaköttinn sem hann gjarnan
skenkti fiskbita eða mjólkurlögg
þegar svo bar undir. Ég hef oft
sagt að það vantaði í fræga ræðu
sem haldin var fyrir rúmum tvö
þúsund árum, ákvæði þess efnis
að þeim sem elski ketti skuli ætluð
l vís vist á þeim stað sem við gjarn-
an nefnum hinn betri. Það er samt
1 von mín og trú að einhvern tíma í
| blámóðu framtíðarinnar munum við
Bragi ganga saman með gengnum
ferfættum vinum okkar um hinar
eilífu veiðilendur manna og dýra
handan þess sem er.
Um leið og ég þakka Braga sam-
fylgdina og alla hans vináttu send-
um við Lilja okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Sólveigar, dætranna
i Berglindar og Sigríðar og fjöl-
skyldu hennar. Megi forsjónin
1 blessa vegferð þeirra í nútíð sem
j framtíð.
Gunnar Sigurðsson.
SIGURJÓN
A UÐUNSSON
+ Sigurjón Auð-
unsson járn-
smiður fæddist á
Yzta-Skála, V-Eyja-
fjöllum, 31. ágúst
1919. Hann andað-
ist á heimili sínu í
Reykjavík 9. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Auðun
Jónsson bóndi, f.
11.7. 1892, d. 15.1.
1959, og Jórunn
Sigurðardóttir, f.
10.8. 1895, d. 11.1.
1983. Systídni hans
þrettán talsins eru: Unnur, f.
22.8. 1918, Sigurður Þórberg,
f. 12.6. 1921, Frímann f. 12.3.
1922, d. 12.3. 1922, Kristinn, f.
16.9. 1923, Guðrún, f. 17.9.
1925, Lijja, f. 21.4. 1927, Elí,
f. 11.11. 1928, Svanlaug, f. 4.3.
1930, d. 5.1. 1995, Sigfús, f.
16.11. 1932, Ólafur, f. 13.7.
1934, Eyrún, f. 28.8. 1935, Auð-
ur, f. 10.3. 1937, og Jón, f. 26.5.
1941.
Hinn 14. október 1950 kvænt-
ist Sigurjón Ólöfu Ólafsdóttur,
f. 20.7. 1923, d. 25.6.1991, dótt-
ur Ólafs Hjartarsonar og Hólm-
fríðar Stefánsdóttur, en þau
bjuggu á Ytra-Álandi í Þistil-
firði. Börn Siguijóns og Ólafar
eru: 1) Ólafur Hjörtur, f. 28.2.
1951, líffræðingur.
Maki Kristin Haf-
steinsdóttir. Börn
þeirra eru Sigurjón
Auðun, Guðrún og
Hafsteinn. 2) Jór-
unn, f. 9.8. 1952,
félagshjúkrunar-
fræðingur. 3) Vil-
berg, f. 17.2. 1954,
vélfræðingur. Maki
Sigrún Andrésdótt-
ir. Börn þeirra eru
Ingibjörg, Ólöf og
Andri. 4) Hólmfríð-
ur, f. 3.5. 1955,
skrifstofustjóri.
Maki Níls Jens Axelsson. Börn
þeirra eru Níls Óskar og Aron.
5) Guðrún Sigríður, f. 8.6.1956,
fjármálafulltrúi. Börn Siguijón
og Arnar Gauti, faðir þeirra
er Óskar Jóhannsson.
Siguijón fór ungur á vertíðir
til Vestmannaeyja og síðar til
náms við Iðnskólann í Reykja-
vík. Hann varð sveinn í vélvirkj-
un 1946 og öðlaðist meistarétt-
indi í iðn sinni 1950. Siguijón
starfaði við járnsmíðar alla tíð
og stofnaði og starfrækti Vél-
smiðjuna Ketil í Súðavogi í yfir
fjörutíu ár.
Siguijón Auðunsson verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn 77 ára að aldri. Kynni okkar
Siguijóns hófust fyrir rúmum 14
árum. Allt frá okkar fyrsta fundi
hefur hann reynst mér afar vel.
Hæglátt og hlýtt viðmót var hans
aðalsmerki. Hann var einstaklega
greiðvikinn og hjálpsamur og vildi
allt fyrir okkur gera en aldrei á
þann hátt að erfítt væri að þiggja
hjálp hans eða hann ætlaðist til
nokkurs sér til handa í staðinn.
Alltaf var hægt að treysta því að
Siguijón væri boðinn og búinn að
leysa hvers manns vanda.
Siguijón virtist hafa einstakt lag
á börnum og skriðu þau upp í fang
hans hvenær sem færi gafst og
hans hægláta fas og æðruleysi sef-
aði margan óstýrilátan ungann.
Siguijón sinnti starfí sínu af mik-
illi trúmennsku og vandvirkni. Það
var fjarri honum að kasta til hönd-
unum við nokkurt verk.
Siguijón var einkar heimakær
og mikill fjölskyldumaður. Fyrir
rúmum_ fimm árum lést eiginkona
hans, Ólöf Ólafsdóttir, og var sá
missir Siguijóni afar þungbær.
Að leiðarlokum þakka ég tengda-
föður mínum góð kynni, ást og
umhyggju í okkar garð og barn-
anna.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fógur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
fijóvgar og blessun færir.
(Jónas Hallgr.)
Genginn er góður maður.
Kristín Hafsteinsdóttir.
Elsku afi, við komum saman
bamabörn þín til þess að rifja upp
margar góðar stundir sem við áttum
með þér.
Alltaf var hlýtt og notalegt að
koma inn í Grundargerði, þar sem
öll fjölskyldan kom saman og átti
góðar stundir, sem í hjarta okkar
allra em ómetanlegar. Afi var
gæddur þeim mannkostum að vera
rólegur og yfirvegaður þótt mikið
gengi á og allir sem þekktu hann
munu vera sammála um að hér var
á ferðinni einstakur maður.
Afí var mjög verklaginn, hann
gat smíðað hvaða hluti sem er og
á verkstæðið var alltaf spennandi
að koma í heimsókn og sjá afa vinna
við stóm vélarnar.
Oft á sumrin fórum við með afa
og ömmu í afasveit að bænum Ysta-
Skála, þar sem við fengum að kynn-
ast sveitalífi, fómm í sund og
gönguferðir.
Þrátt fyrir veikindin hélt hann
alltaf virðingu og lífsvilja sínum,
enda þótt að hann væri mikið kval-
inn.
„Það var allt svo hreint, tært og
bjart sem hún sagði og gerði,“ sagð-
ir þú um ömmu eftir andlát hennar
og eiga þessi orð einnig vel við þig,
elsku afi. Huggum við okkur við
það að nú emð þið saman á ný og
haldist hönd í hönd.
Mikið munum við sakna þín og
viljum við að þú vitir að þú munt
eiga stað í hjarta okkar allra um
ókomna tíð.
Siguijón, Ingibjörg, Ólöf, Níls Ósk-
ar, Siguijón Auðun, Gauti, Guðrún,
Andri, Aron og Hafsteinn.
Mig langar til að festa nokkui
orð á blað í minningu Siguijóns
Auðunssonar, en hann var eigin-
maður móðursystur minnar, Ólafar
Ólafsdótttur, er lést þann 25. júní
1991, og helga ég þessi skrif einn-
ig minningu hennar.
Margar bemskuminningar mínar
em tengdar þessum elskulegu hjón-
um og börnum þeirra, en þau em:
Ólafur Hjörtur, Jómnn, Vilberg,
Hólmfríður og Guðrún Sigríður.
Fyrstu minningamar af frændfólk-
inu í Grundargerði 21 em sveipaðar
dýrðarljóma sem gjaman myndast
af fólki í fjarlægð, er síðan hefur
tilhneigingu til að fölna við nánari
kynni. Það merkilega er að þetta
frændfólk mitt hefur staðist það
próf sem nálægðin og nánari kynni
skapa. Eftir að ég kom til Reykja-
víkur, þá feiminn og óframfærinn
unglingur, fékk ég að reyna það
að dýrðarljóminn var engin tálsýn,
einungis ekki eins ævintýralegur
og hann hafði verið í bamshugan-
um. Vegna kynna minna af Sigur-
jóni, Lólu frænku, eins og við köll-
uðum hana og frændsystkinunum
fimm, veit ég hver er rétt merking
orðanna frændrækni, heiðarleiki,
hjálpsemi og ég gæti haldið áfram.
En ekki er ætlunin að skreyta með
fögmm orðum — það var ekki þeirra
stíll, verkin vom látin tala. Veit ég,
að þó Siguijón og Lóla gerðu mér
margan greiðann, þá var þeim það
svo eðlislægt, að ég er ekki viss
um að þau hefðu áttað sig á hvað
ég væri að fara hefði ég þakkað
þeim. Því koma þessar síðbúnu
þakkir nú, frekar en aldrei.
Siguijón og Lóla komu sér upp
fallegu heimili þar sem þau hefðu
átt að fá að njóta efri áranna með
böm sín og bamaböm sér við hlið,
laus við strit undangenginna ára.
Með öðmm orðum, mér finnst þau
hefðu átt að verða allra manna og
kvenna elst. En þessar hugsanir
mínar em þó langt frá þeirra eigin
hugsunarhætti. Þau gerðu ekki
kröfur fyrir sig sjálf, heldur vom
vakin og sofin yfir velferð sinna
nánustu. Þau höfðu útbúið böm sín
og bamaböm það vel, að þau búa
að því alla tíð.
Áð endingu langar mig til að
láta hér fylgja með grein úr Bók-
inni um veginn, sem mér datt strax
í hug er ég settist niður til að lýsa
manninum Siguijóni Auðunssyni
sem hans nánustu ástvinir trega
sárt um þessar mundir.
„Góður göngumaður þyrlar ekki
upp ryki. Góður ræðumaður segir
ekkert sem að verður fundið. Góður
reikningsmaður þarf engar töflur.
Góður vörður þarf hvorki lása né
slagbranda, en enginn getur opnað
þar sem hann lokar. Sá, sem bindur
best þarf engra reipa né hnúta við,
en enginn getur leyst það sem hann
bindur. Á sama hátt er vitur maður
jafnan fær um að liðsinna félögum
sínum, og hann misvirðir engan.
Honum er jafnan sýnt um að gæta
hlutanna, og hann lítilsvirðir ekk-
ert. Hann er sem hjúpað ljós fyrir
alla.“
Góður Guð veiti frændsystkinum
mínum og fjölskyldum þeirra styrk
í sorginni.
Jónína Stefanía Sigurðardóttir.
Ein er sú ferð, sem allir verða
að fara. Þá ferð nefnum við ævi.
Nú hefur Siguijón Auðunsson lokið
þessari ferð og þeir sem urðu hon-
um samferða lengri eða skemmri
spöl sakna hans nú mjög.
Siguijón var mjög vel búinn and-
legu og líkamlegu atgervi til þessar-
ar farar og samferðafólkið naut
óspart góðs af því. Ef einhveiju
okkar varð örðug för átti sá vísa
hönd hans sterka og hlýja. Skáldið
Jónas A. Helgason hefur gefið okk-
ur skýra mynd af því, hvers virði
það er að rétta hönd sína til hjálpar
og samstarfs, þar sem hann segir
í einu kvæða sinna:
í framsókn lífsins eitt er boðorð æðst,
sem allir skyldu muna, virða og rækja,
og setja jafnan öllu háu hæðst.
Vor heimur þangað lausnarmátt skal sækja.
Það hljóðar svo: Ef hendi styður hönd
og hugur veitir fæti brautargengi,
má breyta sandi og urð í akurlönd
- í átt til sólar klífa hátt og lengi.
Læknirinn og rithöfundurinn J.A.
Cronin segir á einum stað eitthvað
á þá leið, að gætum við lifað eftir
boðorðum Fjallræðunnar mundu öll
vandamál leysast og erfiðleikar
hverfa.
Siguijóni Auðunssyni var eðlilegt
að lifa og starfa eftir þeirri fyrir-
mjmd, sem þar er gefin. Og nú
þegar hann er ekki lengur sýnilegur
meðal okkar, sem enn höldum ferð-
inni áfram, enginn veit nær vegur-
inn endar, viljum við segja: Hafðu. -
þökk fyrir samfylgdina. Vonandi
höfum við eitthvað af þér lært. Og
kannske tekst okkur að miðla ein-
hveiju af því til annarra. Þannig
þokumst við nær markinu, sem all-
ir þrá, og getum þá sagt:
Bráðum rís dagur Drottins himni frl
Dýrðlegur bjarmi skín um okkar brá
Ómfagur söngur aftur hljómar þá.
Eilifur friður ríkir jörðu á.
Guðrún Ólafsdóttir.
t
Faðir okkar,
ÁSGEIR HARALDUR
GRÍMSSON,
lést mánudaginn 28. október síðast-
liðinn.
Útförin hefur þegar farið fram.
Kort Sævar Ásgeirsson,
Stefanía Ósk Ásgeirsdóttir,
Pálína Erna Ásgeirsdóttir,
Bryndís Hulda Asgeirsdóttir.
t
Ástkær faðir minn, tengdafaöir, afi og langafi,
ÞORSTEINN GUÐLAUGUR MAGNÚSSON,
Vitabraut 5,
Hólmavík,
er andaðist í Sjúkrahósi Hólmavíkur 8. nóvember sl., verður jarð-
sunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 16. nóvemberkl. 14.00.
Adda V. Þorsteinsdóttir, Jónatan Sigurðsson,
Vilborg Birgisdóttir, Unnsteinn Marvinsson,
Eygló Birgisdóttir, Auðunn Leifsson,
Guðrún Birgisdóttir, Eyjólfur Ólafsson,
Sigurbjörg Birgisdóttir,
Steinlaug Birgisdóttir
og langafabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GARÐAR SIGURÐUR
ÞORSTEINSSON
frá Flateyri
Gullsmára 8,
Kópavogi
lést í Landspítalanum miðvikudaginn
13. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elfsabet Sara Guðmundsdóttir,
Guðmunda Ólafsdóttir,
Guðmunda Júliusdóttir,
Þorsteinn Garðarsson, Helga Guðmundsdóttir,
Lilja E. Garðarsdóttir, Haraldur Gunnarsson,
Sigurður H. Garðarsson, Carol Speedie,
Rúna Ó. Garðarsdóttir,
Ingvi Hrafn Óskarsson, Erla Skúladóttir
og barnabörn.