Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
ARNLA UGSSON
RAGNAR JÓNSSON
+ Ragnar Jóns-
son var fæddur
í Nýjabæ á Stokks-
eyri 21. júní 1917.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
5. nóvember 1996.
Foreldrar hans
voru Jón Guð-
brandsson, f. 1872,
d. 1928, og Guðný
Gísladóttir, f. 1882,
d. 1930. Af systkin-
um Ragnars sam-
feðra komust á
legg Ingveldur, f.
1902, Guðbjörg, f.
1903, d. 1996, og Elín, f. 1912.
Alsystur hans eru Ingibjörg,
f. 1914, d. 1977, Sigríður, f.
1920, og Andrea, f. 1923, d.
1991. Ragnar eignaðist dóttur,
Önnu Jónu, f. 18. janúar 1937
með unnustu sinni, Sigrúnu
Jónsdóttur. Þann 22. desember
1940 kvæntist hann Ragheiði
Helgadóttur frá
Húsavík, f. 31. maí
1917, d. 22. júlí
1974. Þeirra börn
eru Jóhanna, f. 13.
júií 1941, Guðný, f.
9. júní 1946, Jón,
f. 23. janúar 1950,
og Helgi Flóvent,
f. 2. ágúst 1951.
Ragnar stundaði
ýmis störf til sjós
og lands, var mat-
sveinn á togurum
frá Akureyri á
stríðsárunum, hót-
elsljóri á Húsavík
um árabil en flutti með fjöl-
skyldu sína tíl Hafnarfjarðar
um 1960. Þar vann hann ýmis
störf meðan heilsan leyfði. Síð-
ustu 11 ár ævi sinnar bjó hann
í Mosfellsbæ.
Útför hans fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
hans á námsefninu og tök hans á
að koma því til skila. Oll framkoma
hans var prúðmannleg og hlýleg.
Hann hélt virðingu og athygli nem-
anda sinna án þess að þurfa nokkru
sinni að beita nokkurn mann hörðu.
Þessir eðliskostir nýttust honum
ekki síður sem skólastjóra. Einnig
í því starfi hafði hann lag á að laða
fram allt hið besta í fari þeirra sem
hann starfaði með, jafnt nemenda
sem kennara.
Að leiðarlokum kveð ég gamlan
vin með þakklæti og virðingu. Konu
hans, vandamönnum og vinum votta
ég samúð. Blessuð sé minning Guð-
mundar Arnlaugssonar.
Ömólfur Thorlacius.
Mér er ógleymanlegur 9. júní
1945, en þá hitti ég Guðmund Am-
laugsson fyrst. Það var sól og blíða
þegar fánum prýdd „Esjan“ lagðist
að hafnarbakkanum í Reykjavík
með um 300 íslendinga, sem voru
að koma frá Danmörku. Stríðinu
var lokið. Ég var 13 ára og var að
taka á móti móður minni sem ég
hafði ekki séð í sex ár. Með Esjunni
var líka Dóra frænka mín ásamt
eiginmanni og tveggja ára syni. Við
vissum lítið meira um eiginmanninn
annað en það að hann héti Guð-
mundur Amlaugsson.
Það varð mitt sumarstarf næstu
ár að gæta bama þeirra hjóna sem
urðu þrjú. Ég varð heimagangur á
heimili þeirra og kynntist Guðmundi
því vel sem heimilisföður og sem
kennara, þegar ég fór í Menntaskól-
ann í Reykjavík og loks sem rektor
Menntaskólans við Hamrahlíð þar
sem flest bömin mín stunduðu nám.
Sambandið milli fjölskyldnanna
rofnaði ekki þótt ég flyttist frá
Reykjavík því ég heimsótti þau hjón
alltaf ef ég var stödd í bænum og
stundum dvaldi ég þar um lengri
eða skemmri tíma. Meðal annars
var ég hjá þeim þegar Spassky og
Fisher háðu einvígi sitt og var það
ævintýri út af fyrir sig. Minn æðsti
draumur var að eignast heimili eins
og þau áttu, þegar ég var ungling-
ur. Síðar hrönnuðust dimm ský yfir
þessu draumaheimili æsku minnar
og er það löngu horfið. Það er önn-
ur saga sem ég hirði ekki um að
rekja.
Ég ætla ekki að rekja ævi Guð-
mundar né þylja upp mannkosti
hans. Til þess era aðrir mér miklu
færari. En eins og sagt var forðum
- jafnan minninst ég hans, er ég
heyri góðs manns getið - og mun
aldrei gleyma honum. Ég og ijöl-
skylda mín sendum öllum aðstand-
endum hans samúðarkveðjur.
Anna Margrét Jafetsdóttir.
Nú um sinn skilur með okkur
Guðmundi Arnlaugssyni, eftir 75
ára ljúfa samfylgd, þótt oft bæri
raunar leiti á milli, framan af. Sú
samfylgd hófst er ég flutti 1920
með foreldrum mínum er þau
byggðu norðan við kirkjugarðinn
við Suðurgötu, en þá bjó Guðmund-
ur með foreldrum sínum í Akur-
gerði, sunnan við „Nýja-túnið“,
sem þá var óbyggt frá kirkjugarðin-
um vestur að Asi og Hofi og var
leiksvæði barnanna. „Stóru strák-
arnir“ voru bræðurnir í Ási, en við
Guðmundur auðvitað meðal litlu
strákanna. Leiksvæðið var harla
rúmgott fyrst, en á fáum árum
spratt Sólvallahverfið úr grasi á
ótrúlega skömmum tíma og foreldr-
ar Guðmundar byggðu þá við Ljó-
svallagötuna, alveg við kirkjugarð-
inn.
Skólagangan tók nú við, en þar
lágu leiðir okkar Guðmundur saman
er við settumst í 1. bekk Mennta-
skólans haustið 1927. í öðrum bekk
var Guðmundur kosinn í íþökunefnd
er sá um bókasafn nemenda. Hann
hlutaðist til um að ég yrði kosinn í
hana líka. Það dró dilk á eftir sér.
í bókasafninu var þó nokkuð úrval
af skákbókum upp á gamla vísu og
ég datt í þær. Guðmundur trúlega
líka, og í 4. bekk fór hann í skák-
mót í Taflfélagi Reykjavíkur og sigr-
aði í neðri flokknum. Árið eftir fór
skólabróðir okkar, Eyþór Dalberg,
sömu leið og í 6. bekk 1933 fór ég
sömu leið. Við höfðum gran um, að
„kallamir“ sem við nefndum svo,
af því að þeir voru fullorðnir, litu
það óhýra auga að skólastrákarnir
væra að Ieggja undir sætin upp í
efri flokkinn.
Eftir stúdentspróf hóf Guðmundur
nám við háskólann í Kaupmannahöfn
og hvarf þaðan um stund að loknu
fyrrihlutaprófi 1936 til kennslu við
Menntaskólann á Akureyri. Á áran-
um þremur í Kaupmannahöfn tefldi
Guðmundur allmikið og var talinn
meðal sterkustu manna þar. Hann
tefldi með íslensku skáksveitinni í
Munchen 1936 og svo aftur í skák-
sveitum í Buenos Aires 1939. Guð-
mundur gat ekki teflt í úrtökumóti
fyrir þá keppni, en samkomulag var
um að hann fengi sæti í sveitinni.
Honum hefði efalaust staðið til boða
sæti í dönsku sveitinni, sem ég ekki
á von á að hann hefði þegið. í B-
keppninni, eftir undanrásir, urðu ís-
lendingar sigurvegarar. Jón Guð-
mundsson á þriðja borði og Guðmund-
ur í varamannssæti („5. borði") fengu
verðlaun fyrir bestan árangur í sínu
sæti. Snemma mótsins í Buenos Aires
braust heimstyijöldin út og varð
heimferðin svo sem vænta má nokkuð
ævintýraleg, en Guðmundur lét það
ekki raska sinni fyrirætlun um að
þuka háskólanáminu í Kaupmanna-
höfn, svo hann varð þar eftir er við
hinir héldum heim. Náminu lauk hann
1942, en kenndi svo við danska
menntaskóla til stríðsloka. Er hann
kom heim kenndi hann fyrsta vetur-
inn á Akureyri en síðan við MA þar
til Hamrahlíðarskólinn var stofiiaður
og hann tók við stjóm hans.
Guðmundur tók nokkum þátt í
skákmótum eftir stríðið og varð ís-
landsmeistari 1949, en hann var
fyrst og fremst fagurkeri í skák-
inni, en ekki sérstaklega áhugasam-
ur keppnismaður, en fagurkeri var
hann á öllum sviðum eins og ritsmíð-
ar hans fyrr og síðar, um margvís-
leg efni, sýna. Maður gat haft á
tilfinningunni að hann hefði ekki
sérstakan áhuga á að vinna skák,
en það er nú augljóslega til þess sem
refimir era skomir. Guðmundur var
einnig góður „húmoristi" og í því
sambandi er mér minnisstætt uppá-
tæki, er ég 1938 tefldi í skákmóti
á Akureyri. Guðmundur tefldi ekki
á skákmótinu (enda komið fram í
október og hann á kafi í kennsl-
unni). Það kom til orða að við tefld-
um fjöltefli í skólanum en aðsóknin
var svo mikil að 50 mættu til leiks
og menn vildu auðvitað tefla við
okkur báða, svo við tókum það ráð
að tefla sinn leikinn hvor, þannig
að sá sem lék annan leikinn byijaði
þegar hinn var kominn hálfan hring-
inn og svo koll af kolli. Þetta stytti
heildar tímann mikið og allir fengu
að tefla við okkur báða. Það geta
verið skemmtilegar hliðar á skák-
inni.
Við höfum nú báðir lokið hinstu
skákinni að heita má, en svo lengi
sem verða má verður Guðmundur
Arnlaugsson minnisstæður vegna
ljúfmennsku sinnar og leiftrandi
huga.
Samúðarkveðjur sendi ég fjöl-
skyldu Guðmundar.
Baldur Möller.
Mikill mannvinur og fræðari er
fallinn frá eftir langan og farsælan
starfsdag. Kynni mín af Guðmundi
Arnlaugssyni takmörkuðust við tvo
síðustu áratugi ævi hans. Ekki gat
mér þó dulist að þar fór afburða-
greindur atorkumaður sem átti sér
þá hugsjón að uppfræða landa sína.
Við það starfaði hann í meira en
sextíu ár.
íslensk skákhreyfing naut mjög
velvilja og áhuga Guðmundar. Hann
heillaðist ungur af skáklistinni og
tók skjótum framföram. Á náms-
áram sínum í Kaupmannahöfn
bauðst honum að tefla fyrir hönd
Dana á Ólympíuskákmótinu í Buen-
os Aires 1939. Hann kaus fremur
styrlq'a sveit íslands og var það
vel, því þrátt fyrir reynsluleysi sigr-
uðu þeir félagar í B flokki og unnu
forsetabikarinn, öllum að óvörum.
Guðmundur tefldi með landsliðinu
í 20 ár, frá 1936 til 1956. Hann
varð skákmeistari íslands árið 1949.
Þótt hann hætti keppni sjálfur varð
áhuginn síst minni. Guðmundur
varð okkar fyrsti alþjóðlegi skák-
dómari árið 1972. Hann var dómari
við tvö heimsmeistaraeinvígi, árið
1972 og 1981, og þrívegis við mikil-
væg áskorendaeinvígi.
Guðmundur hafði einstakt lag á
því að miðla fróðleik sínum til ann-
arra, bæði í ræðu og riti. Bækur
hans „Skáldskapur á skákborði “
og „Skák í austri og vestri“ era
sérlega skemmtilegar aflestrar,
jafnt fyrir nýgræðinga og lengra
komna. Um árabil flutti hann skák-
þætti i Ríkisútvarpið, sem hann
náði að gæða sérstöku lífi, þótt sá
miðill sé ekki sérlega hentugur til
umfjöllunar um tafl.
Hin síðari ár ritaði hann fjölda
góðra greina í tímaritið Skák og þar
leyndi sér aldrei dálæti hans á við-
fangsefninu. Auk þess skildi hann
eftir sig handrit, sem vafalaust
verða gefin út á næstu áram.
Sérsvið hans var skáksagan og
snilld gömlu meistaranna. Hverful
þrætubókarfræði lét hann að mestu
lönd og leið en lagði áherslu á undir-
stöðuna. Skrif hans um skák era
því sígild. Það var líka sérstök unun
að hlýða á Guðmund þegar hann fór
meira en hálfa öld aftur í tímann
og sagði frá samferðamönnum sín-
um hér heima og erlendis og að-
stæðum þeirra þá.
í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð, þar sem Guðmundur var rekt-
or, áttum við ungir skákmenn okkur
griðastað. Ég og félagar mínir nut-
um þess á menntaskólaáranum að
geta farið nokkrar keppnisferðir
erlendis á hveijum vetri, án þess
að loka öllum dyram í náminu.
Hin síðari ár var Guðmundur mér
iðulega innan handar þegar fróðleik
og upplýsingar skorti, enda var
minni hans við brugðið. Hann veitti
líka vinsamlegar og vel þegnar
ábendingar varðandi ritun skák-
dálks Morgunblaðsins.
Árið 1994 sýndi íslendingafélagið
í Kaupmannahöfn okkur stórmeist-
uram í skák þann sóma að fá okkur
til að tefla útifjöltefli á 50 ára af-
mæli lýðveldisins þann 17. júní. Þau
Guðmundur og Alda vora með í för
og vora fyrst heiðursgestir á árshá-
tíð stórmeistarafélagsins. Hátíðis-
daginn var síðan kvöldsamkoma í
Jónshúsi. Þar var Guðmundur einnig
staddur 50 áram áður og hélt hann
við þetta tækifæri magnaða og
ógleymanlega ræðu.
Jafnvel á dánarbeði var Guð-
mundi skáklistin ofarlega í huga.
Ungur að áram nýtti hann sér skák-
bókasafnið á Landsbókasafninu sem
Daníel Willard Fiske stofnaði til.
Honum var mjög umhugað um að
því safni verði haldið við og steig
sjálfur stórt skref í þá átt. Vonandi
gera aðrir slíkt hið sama.
Það er huggun harmi gegn þegar
slíkur öðlingur er kvaddur að hann
skilur eftir sig djúp spor og eftir
hann liggur mikið. Þeir era margir
íslendingarnir sem hafa notið af því
góðs að hafa haft hann sem kenn-
ara, samstarfsmann, vin eða kunn-
ingja. Guðmundi fylgdi ávallt mikil
ró og yfirvegun. Þótt hann væri
hógvær maður hlutu eiginleikar
hans ávallt að skipa honum í for-
ystu þar sem hann kom. Betri fyrir-
mynd ungra manna er erfitt að
hugsa sér.
Það var ánægjulegt að sjá hversu
þau Guðmundur og Alda Snæhólm
nutu sín vel saman síðustu árin.
Missir hennar er mikill. Ég og félag-
ar mínir vottum henni, börnum
Guðmundar og öðram aðstandend-
um, okkar innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Margeir Pétursson.
• Fleirí minningargreinar um
Guðmund Amalugsson bíða birt-
ingarogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér
þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér?
Hvað er það ljós, sem ljósið gerir bjart
og lífgar þessu tákni rúmið svart?
Hvað málar „ást“ á æskubrosin smá
og „eilíft líf“ á feiga skörungs-brá?
Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von,
sem vefur faðmi sérhvem tímans son?
Guð er það Ijós.
Hver er sú rödd, sem býr í bijósti mér
og bergmálar frá öllum lífsins her -
sú fóðurrödd, er metur öll vor mál,
sú móðurrödd, er vermir líf og sál -
sú rödd, sem ein er eiliflega stillt,
þótt allar heimsins raddir syngi villt -
sú rödd, sem breytir daufri nótt í dag
og dauðans ópi snýr í vonarlag?
Guð er sú rödd.
Hver er sú hönd, sem heldur þessum reyr
um hæstan vetur, svo hann ekki deyr -
sú hönd, sem fann hvar frumkom life míns svaf
sem fokstrá, tók það upp og líf þvi gaf -
sú hönd, er skfn á heilagt sólarhvel,
og hverrar skuggi kallast feikn og hel -
sú hönd, er skrifar lífsins lagamál
á liljublað sem ódauðlega sál?
Guð er sú hönd.
(Matth. Jochumsson.)
Hvíl í friði, elsku afí.
Úlfhildur, Sigrún,
Jóhannes og Ólafur.
GUÐRUN
HÓLMFRÍÐUR
ÁRNADÓTTIR
+ Guðrún H.
Árnadóttir var
fædd í Kvíslarhóli á
Tjömesi 20. apríl
1913. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
vikur 1. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Arni Sörenson og
Björg Sigurpáls-
dóttir. Þau eignuð-
ust þrettán böra og
eru tveir bræður
eftirlifandi, Ólafur
og Jón. Guðrún
giftist 1951 Runólfi
Bjarnasyni prentara, f. 22. ág-
úst 1908, d. 25. ágúst 1973, og
eignuðust þau eina dóttur,
Eddu, maki Einar Sigurþórsson
og eiga þau þijár dætur.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin kl. 15.
Mig langar til að kveðja Guðrúnu
stjúpu mína með nokkram orðum.
Guðrún var seinni kona föður
míns og var ég orðin 17 ára þegar
þau eignuðust eina barn sitt, Eddu.
Mikil var gleði mín yfir
að eignast loksins syst-
ur þó töluverður ald-
ursmunur væri. Og ég
eignaðist ekki bara
systur heldur reyndist
Guðrún stjúpa mín mér
sem besta móðir og
vinkona gegnum árin.
Ekki hefði ég heldur
getað hugsað mér betri
ömmu fyrir bömin mín,
en hún var með af-
brigðum barngóð. Guð-
rún var full af lífi og
aldrei nein lognmolla í
kringum hana. Hún var
hreinskiptin og hjálpsöm og sérlega
myndarleg húsmóðir. Allt lék í
höndum hennar. Hún hafði bætandi
áhrif á umhverfí sitt.
Síðustu árin var hún á Elli- og
hjúkrunardeild Landakotsspítala
þar sem hún fékk frábæra umönn-
un._
Ég veit að hún hefði ekki viljað
langa lofræðu um sig nú þegar hún
er öll og læt ég því staðar numið
um leið og ég þakka henni samver-
una. Far þú í friði, elsku Gunna mín.
Sólveig og fjölskylda.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur-
gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.