Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FÖSTÚDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 53 LÁRUS HJÁLMARSSON Lárus Hjálmarsson er fæddur á Seyðisfirði þann 15. nóvember 1946. Hann er yngsta bam hjónanna Hjálmars Vilhjálmssonar frá Há- nefsstöðum, sýslumanns og síðar ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Sigrúnar Helgadóttur frá Kirkjubæjarklaustri. Lárus bjó hjá foreldrum sínum, fyrst á Seyðisfírði og síðan í Reykjavík fram á unglingsár en fluttist þá austur að Sól- heimum í Grímsnesi, þar sem hann bjó og starfaði í öruggu skjóli Sesselju Sigmundsdóttur í rúm tuttugu ár. Lárus hélt mikið uppá Sesselju og kallaði hana Persónuna. Hafa engir aðrir náð þeirri stöðu hjá Lárusi að hann hafí rætt um þá með sömu lotningu og Sesselju og ber hann þó virðingu fyrir öllum sem hann umgengst. Það leið ekki langur tími frá því að Sesselja féll frá að Lárus kvaddi Sólheima og fluttist heim til foreldra sinna í Drápuhlíð 7, þar sem hann var ætíð ókrýndur prins og ættarsómi. Fáum árum síðar flutti hann í sambýlið í Sigluvogi 5, þar sem hann býr enn. Lárus, móðurbóðir minn, var leik- félagi okkar frændsystkinanna á upp- vaxtarárunum. Fyrst man ég eftir honum með svarta læknistösku með allskyns áhöldum. Myndugleikinn var slíkur að ég þorði ekki annað en að láta hann hlusta mig, skoða uppí mig og banka í mig á hinum og þessum stöðum, allt í þágu læknavísindanna. Sigrún systir var líka oft með í leikn- um í gervi hjúkrunarkonu, þannig að ég hef örugglega ekki komist upp með neitt múður. Líkt og læknisstarf- ið hefur preststarfið líka oft verið Lárusi hugleikið og ekki man ég svo eftir nýrri dúkku eða gæludýri í fjölskyldunni að Lalli hafí ekki gefíð því nafn með tilheyrandi viðhöfn. Ófáa fugla höfum við líka jarðsungið, allt undir forystu Lárusar sem gengur að þessum embættisverkum með einstöku æðruleysi og virðuleika, enda er hann embættismaður fram í fingurgóma. Lárus er vinamargur og ræktarsamur við vini sína og frændfólk. Hann er glöggur og ættfróður og kann skil á frænd- fólki sínu í báðar ættir í margar kyn- slóðir. Hann hefur haldið skrá yfír frændfólk sitt, aðsetur þeirra og síma- númer. Lárus hefur alla tíð haft yndi af skýrsluhaldi og allskyns grúski. Vel man ég eftir þeim vinunum, Lár- usi og Jóni Líndal, er þeir ráku saman lögfræðiskrifstofu í Sveinalundi á Sól- heimum. Þar voru þeir bókstaflega á kafí í pappír og sáu vart út úr augum fyrir verkefnum. Lárus er afskaplega hrifnæmur og mikil tilfinningavera. Hann er sjarmör fram í fíngurgóma og hrífst af umhverfínu hraðar en nokkur annar sem ég þekki. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp sem leikfélagi „besta frænda" en það kallar hann okkur frændur sína þegar við eigum það skilið. Elsku besti frændi! Innilegar ham- ingjuóskir á afmælisdaginn. Megi dagurinn í dag og vinafundurinn, sem þú býður til af svo miklum myndar- skap, veita þér sömu hamingju og gleði og þú hefur veitt okkur sem erum svo lánsöm að þekkja þig. Þinn frændi Oskar Bergsson. FRÉTTIR Málþing um sjúkra- þjálfun FYRSTA málþing um sjúkraþjálfun verður haldið á vegum Félags ís- lenskra sjúkraþjálfara laugardaginn 16. september á Hótel íslandi. Yfír- skrift málþingsins er Sjúkraþjálfun í nútíð og framtíð. Á málþinginu verður fjallað um stöðu sjúkraþjálfunar innan heil- brigðiskerfisins, kröfur til sjúkra- þjálfara og framtíðarsýn. Framsögu- erindi á málþinginu flytja María Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari, en hennar erindi nefnist Sjúkraþjálfun í fortíð, nútíð og framtíð, Eyþór Kristjánsson, sjúkraþjálfari, fjallar um sérstöðu sjúkraþjálfara innan heilbrigðiskerfisins, Kalla Malm- quist, sjúkraþjálfari, fjallar um fag- legt sjálfstæði sjúkraþjálfara, Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari, fjallar um framtíðarsýn og Nanna Hauksdóttir, sjúkraþjálfari, fjallar um kröfur til sjúkraþjálfara í framtíðinni. Á málþinginu verða einnig um- ræðuhópar sem fjalla munu um of- angreind efni og í lok þingsins er gert ráð fyrir pallborðsumræðum. Málþingið hefst kl. 9.15 og er opið öllum sjúkraþjálfurum. Snyrtifræðingar og hárgreiðslu- meistarar í Perlunni FÉLAG íslenskra snyrtifræðinga og Hárgreiðslumeistarafélag íslands halda keppni og sýningu í Perlunni helgina 16.-17. nóvember nk. ís- landsmeistarakeppni beggja félag- anna er m.a. á dagskrá. Einnig mun Félag meistara og sveina í fataiðn halda gestakeppni ásamt tískusýn- ingu. Meðal dagskráratriða á laugar- deginum verður keppni í ýmsum greinum, s.s. litakeppni, gervinagla- setningu_o.fl., tískusýning og dans- sýning. Á sunnudeginum verður ís- landsmeistarakeppni Félags ís- lenskra snyrtifræðinga í dag- og kvöldförðun og tísku- og samkvæm- isförðun. Islandsmeistarakeppni Hárgreiðslumeistarafélags íslands verður einnig haldin þar sem keppt verður í dag- og kvöldgreiðslu, tísku- línu o.fl. Um kvöldið frá kl. 18 verð- ur svo kvöldverður og verðlaunaaf- hendingar fara fram. Kynnir báða dagana verður Heið- ar Jónsson. Námstefna um unglinginn DEILD barnahjúkrunarfræðinga innan FÍH stendur fyrir námstefnu laugardaginn 16. nóvember sem ber yfirskriftina: Unglingurinn. Þar verður fjallað um unglinga og vímu- efni, ofbeldi og andfélagslega hegð- un hjá unglingum, sjálfsvíg unglinga og áfallahjálp. Aðalfyrirlesarar verða Helga Hannesdóttir, barnageðlæknir, Sal- björg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar- fræðingur, Ólafur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur, og Margrét Arnljótsdóttir, sálfræð- ingur. Að auki koma foreldrar og segja frá reynslu sinni af fíkniefnaneyslu og sjálfsvígum unglinga sinna og fulltrúar frá foreldrasamtökunum Vímulaus æska. Námstefnan verður haldin í hús- næði Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga á Suðurlandsbraut 22. Námstefnan hefst kl. 9 að morgni og stendur fram eftir degi. Garðaskóli 30 ára GARÐASKÓLI varð 30 ára 11. nóvember sl. Af því tilefni verður skólinn opinn og til sýnis laugar- daginn 16. nóvember frá kl. 13-16. Kl. 14 verður dagskrá í sam- komusal skólans. Nokkrir fyn-ver- andi nemendur skólans sjá um dag- skrána. Allir bæjarbúar svo og eldri nemendur og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til þess að skoða starfsaðstöðu nemenda og kennara og þiggja veitingar. í fréttatilkynningu segir að í skólanum séu nú um 620 nemendur í 7., 8., 9. og 10. bekk í 5.000 fm skólahúsi. Nemendur og starfs- menn skólans búi við góðar aðstæð- ur í einsetnum skóla við hliðina á íþróttamiðstöð Garðabæjar, Ás- garði. Framkvæmdir í Fríkirkjunni ræddar á fundi BRÆÐRAFÉLAG Fríkirkjunnar verður með hádegisverðarfund laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 12 í Safnaðarheimilinu að Laufás- vegi 13. Fundarefni er staða Frí- kirkjunnar, safnaðarstarfið og framkvæmdir. Að undanförnu hefur m.a. verið gengist í kostnaðarsamar fram- kvæmdir á kirkjunni, aðallega end- urnýjun á rafmagnslögnum sem voru löngu úr sér gengnar og á undanförnu ári hefur verið ráðist í miklar endurbætur á kirkjunni. Frummælendur verða Sigurður E. Guðmundsson, safnaðarformaður, og sr. Cecil Haraldsson, safnaðar- prestur. Þátttökugjald er 800 kr., máls- verður innifalinn. Ap tekið Samanhnrftnr er n Apótekið Iðufelli 14, við hliðina á BÓNUS Sími 577 2600. Læknasími 577 2610 ^pétekiö Farið vandlega vf'ir töfluna hér iyrir neðan en hún birtisf I Morgunblaðinu 13. nóv. og sýnir svo ekki verður um villst að APÓTEKIÐ gætir hagsmuna heimilanna!! Apótekið Smiðjuvegi 2, við hliðina á BÓNUS Sími 577 3600. Læknasími 577 3610 Hvað kosta ' lyfln? © 1 111 *'UI 11 11! -JL.l.-.,- .I...JL.„.J. - 11 • ■ Apótekið Hagkaup Smiðjuvegi lyfjabúð Lvtja hf. Ingólfs- apótek Miannúi cn 215 kr. 229 kr. 264 kr„ 263 kr. | Ibúfen, 20 stk. 124 kr. 129 kr. 169 kr. 156 kr. Pektólín hóstasaft, 150 mi. 259 fcr» 279 kr. 346 kr. 365 kr. f Kódímagnýl, 10 stk. 136 kr. 155 kr. 170 kr. 151 kr. írmoran, ts sik* 2.250 kr.'1 2.250 kr, 3.000 kr. Parködín forte, stílar, 30 stk. 2.137 kr. 2.337 kr. 2.508 kr. 2.850 kr. ; ....................'........................1 Nicorette nikótíntyggjó: 105 stk., 2 mgJ 1.398 kr. 1.560 kr. 1.720 kr. 2.037 kr. - - ' , -" 2. Á kr. 320 Ui elli- og &rorkulíteyristiega *2) Er nú selt með 20% afsiætti at þessu verði .11^.»,.------------------------------------------.............................-........ Þessi tafla er birt með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins ° amSma, <ma mr<Mm itímÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.