Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tilboðsdagar vegna stærri Kringlu Skíðagallar 15-25% afsl. Leðurskíðahanskar 30% afsl. AUir íþróttaskór á 10-40% afsl. SPORTKRINGLAN "OI\IDA" Verðdæmi; " ONDA" frá Bohemia Crystal: 6 stk. líkjörsglös (öll glösin) Kr. 2.375,- 6 stk. Kampavín (öll glösin) Kr. 2.550.- 6 stk. Ölglös (öll glösin) Kr. 2.400,- \__________________________—--- * Kynntu þér önnur ótrúlegri tilboð. * Falleg glös fyrir heimilið þitt. ^ÍKRISTALL KRINGLUNNI - Við höfum stækkað FAXAFENI - Stór og glæsileg - meiriháttar tilboð - ÍDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á helgarskákmótinu á Bíldu- dal í sumar. Haraldur Baldursson (1.920) _yar með hvítt, en Friðrik Orn Egilsson (1.770) hafði svart og átti leik. 22. Dc4-a6? var síðasti leikur hvíts. 22. - cxd4! 23. Bxf8? (Það mátti 8 ekki hleypa svarta hróknum 7 upp á aðra línuna. 6 Reyna varð 23. Hacl) 23. - Hc2 s 24. g3 - Rxg3! og hvítur gafst 4 upp. Þessi skák er fengin úr nýju og 2 sérlega efnism- iklu tölublaði 1 tímaritsins Skák- ar. í blaðinu eru m.a. þijár greinar eftir Guðmund Arnlaugs- son, sem lést þ. 9. nóvem- ber sl. Lausnarleikur skákdæm- is eftir Eyjólf Ó. Eyjólfsson sem birtist í gær er 1. Hg7! Svartur er þá í leikþröng og verður mát í næsta leik. Unglingameistaramót íslands fyrir 20 ára og yngri fer fram um helgina og hefst í kvöld kl. 19.30 í Skákmiðstöðinni Faxa- feni 12. c d • f g h SVARTUR á leik. BRIDS Umsjðn Guömundur Páll Arnarson í LEIK íslands og Tælands í riðlakeppni ÓL vann Aðal- steinn Jörgensen sex spaða sem fóru tvo niður á hinu borðinu. Menn vildu fá að vita hvað hafði gerst. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 9 V ÁKD97 ♦ Á632 + K65 Vestur ♦ ÁKDG32 V 10 ♦ G108 ♦ Á98 Austur ♦ 108654 V - ♦ K9754 ♦ D74 Suður ♦ 7 ♦ G865432 ♦ D ♦ G1032 Á öðru borðinu opnaði Jón Baldursson í norður á sterku laufi og Sævar Þor- björnsson afmeldaði með einum tígli. Vestur stökk þá beint í fjóra spaða og austur síðan í sex spaða við úttektardobi Jóns. Það var doblað. Útspilið var hjarta- ás. Sagnhafi trompaði, tók einu sinni tromp og spilaði tígultíu. Jón lét lítinn tígul og Sævar fékk slag á drottninguna. Hann notaði innkomuna til að spila laufi, svo_ spilið fór tvo niður. Á hinu borðinu ákvað Tælendingurinn í suður að spila póker gegn þeim Aðal- steini Jörgensen og Matthí- asi Þorvaldssyni: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 hjörtu 4 grönd! 5 spaðar 6 lauf Pass 6 hjörtu 6 spaðar Dobl Allir pass Tvö hjörtu Matthíasar í austur sýndi spaða og láglit. Suður sá í hendi sér að AV myndu ekki spila minna en flóra spaða og ákvað að reyna að kaupa samninginn í fímm eða sex hjörtum ódobluðum með því að spyija um ása og láta eins og hann ætti allan heiminn. Ekki bar sú áætlun árangur. Sami spilari hafði spurt um ása með eyðu í spilinu á undan og Aðalsteinn þorði ekki ann- að en að tryggja sig með því að „fóma“ í sex spaða. Eftir hjartaásinn út, tók Aðal- steinn eitt tromp og spilaði tíguláttu að heiman. Niður- staðan hefði líklega orðið sú sama og á hinu borðinu ef norður hefði látið lítinn tíg- ul, en það gerði hann ekki. Með orðum Aðalsteins: „Norður gaf mér illt auga, rauk upp með tígulásinn og þrasaði út laufkóng. Hann bjóst við að makker sinn ætti eitthvað í pokahominu fyrir flóram gröndum." VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Hafa skal það sem sannara reynist FYRIR nokkra birtust hér í Velvakanda upplýs- ingar frá Sigurði Inga Ragnarssyni um mynd frá stríðsáranum, sem einnig birtist í Velvak- anda. Missagnir vora í klausunni frá Sigurði og hann sendi eftirfarandi athugasemd auk viðbót- arapplýsinga um þessa athyglisverðu mynd: „Mig langar til að leið- rétta misritun í frásögn- inni „Meira um myndina" frá_ 7. nóvember sl. í síðustu málsgrein hefði átt að standa: „Þetta var sýnt í tilefni þess að 40 ár vora liðin frá því ísland var her- numið.“ Myndin sem birtist í ónefndu dönsku blaði á stríðsáranum, er upphaf- lega stutt myndskeið (eða rammi) úr breskri (eða fransk/breskri) fréttakvikmynd er sýnir breskt herlið ásamt bún- aði þess á íslandi sumar- ið 1940. Báðar bresku fallbyssumar á Seltjam- amesi sjást þar frá tveimur sjónarhornum. Kvikmyndin ber titil- inn „First Pictures of Britain’s Iceland Army“ og neðanundir „Gaumont British News“. Upphaf og búta úr þessari fréttakvikmynd er meðal þess efnis sem sjá má í fyrsta þætti mynda- flokksins „Stríðsárin á íslandi“ er gerður var af Ríkissjónvarpinu í umsjón Helga H. Jónssonar fréttamanns. Þættimir, sem alls era sex, vora framsýndir sumarið 1990 í tilefni þess að 10. maí sama ár, vora liðin 40 ár frá hemámi íslands.” Með morgunkaffinu ÞVO andlitið? Hvað á and- litinu viltu að ég þvoi? Yíkverji skrifar... FRÉTTIR af mannskæðum flug- slysum hafa verið býsna al- gengar í heimsfréttunum á þessu ári og oft virðist þar hafa verið um að kenna ófullnægjandi öryggiseft- irliti eða jafnvel viðhaldi flugvéla. Nú síðast fórust 350 manns þegar tvær flugvélar rákust á yfir Indlandi. Önnur flugvélin var flutn- ingavél frá fyrrum sovétlýðveldinu Kazakhstan og þegar leitað er að orsökum hefur meðal annars verið bent á að flugöryggismál séu í al- gerum ólestri í mörgum af fyrrum sovétlýðveldum og það skýri tíð slys og óhöpp sem þeim tengjast. í Morgunblaðinu í gær er rifjað- ur upp stuttur kafli hrakfallasögu sovéskbyggðra flugvéla. í júní hrapaði úkraínsk vél niður á mark- aðstorg í Zaire og 350 manns fór- ust. í ágúst fórst rússnesk vél við Belgrad með 10 manna áhöfn. í apríl hrapaði rússnesk flugvél á Kamtsjatka með 12 manna áhöfn. í október hrapaði flutningavél á Ítalíu og í ágúst fórst rússnesk flugvél á Svalbarða og 140 manns fórust. Bandaríska flugmálastjórnin sagði eftir það að rússnesk flugfé- lög stæðust varla öryggiskröfur. Og í gömlu Sovétríkjunum er rekstur flugfélaga yfirleitt sagður í skötulíki og vegna fjárskorts og samkeppni sé viðhald flugvéla lítið og flugáhafnir ofkeyrðar. Þetta eru hrollvekjandi lýsingar og menn fá það á tilfinninguna að flugfarþegar geti í raun átt von á hveiju sem er þegar þeir ferðast á áætlunarleiðum í Evrópu. Þetta minnir raunar á auglýsingarnar þar sem ökumenn eru hvattir til að sýna stöðuga aðgæslu því þeir geti á hverri stundu átt von á að mæta versta ökumanni landsins. Og menn spyrja sig, hvort ströng- ustu öryggiskröfur sem íslensk flugfélög uppfylla, gætu reynst lít- ils virði þegar flugmenn og flugvél- ar af því tagi sem lýst var hér að ofan, koma fyrir hornin á æ fjöl- farnari þjóðvegum loftsins. etta rifjar upp fyrir Víkverja, að það sem vakti athygli hans í einni af hans fyrstu utanlands- ferðum, var að við hlið íslenzku flugvélarinnar við flugstöðina á Kastrupflugvelli stóð vél frá sovézka flugfélaginu Aeroflot. Þá voru aðrir tímar en nú og sovézk flugvél vakti sérstaka for- vitni. Ekki vegna þess að hún væri einhver önnur flugvél - þarna gat að líta fjöldann allan af öðrum flugvélum frá ýmsum flugfélögum og mörgum löndum öðrum - heldur vegna þess að hún var frá Sovét- ríkjunum og hafði á leiðinni til Kaupmannahafnar flogið yfir þá stærstu hindrun, sem Víkveiji vissi um; landamæri frelsis og fanga- vistar. Þau landamæri eru nú sem bet- ur fer liðin tíð í lofti sem á láði. En einhveijar aðrar hindranir virð- ast enn standa eftir á loftvegum gamla Sovétríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.