Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
☆☆☆V* s.v. Mbl
☆ ☆☆Vl M.K. DV
☆ ☆☆ Ó.H.T. Ré> 2
☆☆☆ M.R. D«fl>IJó>
☆ ☆☆☆*.E.Hf
☆ ☆☆ U.M. Dagur-Tlmlnn
stórmvnd eftin Friörik Þór Friðriksson
SYND I A-SAL KL. 5, 7, 9 og 11 í THX.
ATH! gegn framvísun stúdenta-
korta fá allir nemar miðann á
300 kr. á ítölsku verðlauna-
myndina Bleika húsið.
Sýnd ki. 5.10 og 9.10.
AMERIKA
7 og 11.
Nýjar plötur
Oðurum
íslenska
náttúru
Fyrír skemmstu kom út geisladiskurinn
íðir sem á er að fínna hyllingri íslenskr-
ar náttúru. Höfundur verksins er Rósa
Ingólfsdóttir sem segist vera að þakka
móðurjörðinni fyrir gott uppeldi
með plötunni.
RÓSA Ingólfsdóttir hefur í meira
en nógu að snúast jafnan, hún er
teiknari Sjónvarpsins, er vinsæll fyr-
irlesari og baráttukona fyrir íslensku
handverki og listiðnaði, leikur aðal-
hiutverk í Gullna hliðinu, er blaða-
maður í hjáverkum og pistlahöfundur
aukinheldur sem hún heldur sitt
heimili og þess má geta að hún held-
ur 1. desemberræðu hjá félagi ís-
lenskra námsmanna í Ósló. Til við-
bótar þessu semur hún lög og texta
og sendi fyrir skömmu frá sér geisla-
diskinn Iðir, sem á er að fínna fjögur
lög úr safni hennar, útsett sem óður
um íslenska náttúru, útsett fyrir
hljóðfæri en engan söng.
Rósa segir að á plötunni, sem
heitir Iðir, eins og áður er getið, sé
sagt frá árstíðunum íslensku, vori,
I iBorsÁmíc I
AKUREYRI
AÐDÁANDINN
Sýnd kl. 9 og 11.15
sumri, hausti og vetri,
en hún segist tileinka
verkið dætrum sínum og íðum,
menningarfyrirtæki hennar þar sem
hún sé að standa vörð um íslenskt
handverk og listiðnað. „Verkið er
óður um íslenska náttúru, við bytjum
á vorinu þar sem farið er inn í yndis-
leik vorsins og síðan yfir í það þegar
allt líf er að kvikna og vakna, síðan
förum við yfir í sumarið þar sem
glettni sumarsins tekur við og meiri
hraði, þá er það haustið með
tregablæ sínum, laufin eru tekin að
falla og hrím sest í fjöll og dala-
læðan skríður fram í dalnum þar sem
sveitabærinn stendur í stórkostlegum
frostbláma íslenskrar náttúru, og
loks endum við í drunum og dynkjum
vetrarins. Segja má að verkið sé
klassík útfærsla íslenskrar veðráttu.
Inn í þetta blöndum við Vilhjálmur
Guðjónsson, sem stjórnaði upptökum
og útsetti verkið af stakri snilld, is-
lenskum náttúruhljóðum. Úr hans
safni komu íslensk fuglahljóð garg
og tíst, rok og vind er einnig að finna,
en hann þurfti að búa til vetrarhljóð-
in, skriðjökla- og snjóflóðadrunur.“
Til vibótar tónum og áhrifshljóðum
orti Rósa líka Ijóð og þau eru prent-
uð með í bæklingi geisladisksins á
ensku og íslensku.
Rósa segist hafa samið lögin fjög-
ur fyrir um það bil fimmtán árum
og átt þau á bandi, en á liðnum árum
hefur hún sankað að sér þó nokkru
af lögum sem hún segist taka upp
jafnóðum og þau verða til, en það
gefíst svo sjaldan tími til að vinna
þau áfram. „Mér fannst því tími til
kominn að útbúa eitthvað svona, að
þakka móðuijörðinni fyrir gott upp-
eldi með þessari plötu og sýna henni
virðingu mína.“
Listin, lífið og ástin
Rósa segist ekki hafa samið lögin
á sínum tíma með þessa útfærslu í
huga, „þegar ég sem lögin mín er
þetta bara tilfínning, vegna þess að
Morgunblaðið/Kristinn
Rósa Ingólfsdóttir
listin, lífíð og ástin eiga það allt sam-
eiginlegt að vera fyrst og fremst til-
fínning. Ég gef mér aldrei neina sér-
staka ástæðu til að semja, þetta bara
kemur þegar andinn kemur yfir mig
og tónar fara að raða sér saman, ég
kemst í stuð, raða saman hljómum
og læt það síðan flæða. Síðan fer
ég yfír lögin og raða saman eftir á.
Lögin fjögur sem mynda íðir valdi
ég vegna þess að mér fannst þau
hæfa meginstefínu."
Rósa segir að heyra megi á lögun-
um að þó hún sé afskaplega þjóðleg
hafí hún afskaplega gaman af suður-
amerískri tónlist og sveiflu, suðræn-
um hita. „Ég hef alla tíð blandað
þessu saman og lært mest af þeim
Sergio Mendes og Burt Bacharach,"
segir Rósa og því sé mikið um slík
áhrif i tónlistinni.
Rósa segist ekki hafa velt því fyr-
ir sér að hafa lögin fleiri eða verkið
lengra á plötunni. „Ég vildi alls ekki
hafa það of langt, en árstíðirnar eru
líka fjórar og því áttu lögin aldrei
að verða fleiri en fjögur. Ég vildi líka
fara nýjar leiðir til að opna fyrir
nýjum straumum, það er svo margt
líkt að koma út að mér fannst þörf
á að fara nýjar leiðir. Það er skylda
listamanna að fara nýjar leiðir til að
endumýja listina."
íðir er fýrsta plata Rósu síðan
1973, þegar SG hljómplötur gáfu út
plötuna Rósa, en hún segir sú breið-
skífa sé væntanleg á geisladisk innan
tíðar. „Margir hafa spurt mig um þá
plötu, sem er vitanlega löngu upp-
seld, en þess má geta til gamans að
Páll Óskar Hjálmtýsson fékk að nota
eitt lag af henni á nýju plötuna sína
og notar uppmnalega útsetningu.“
Rósa segir að hún hugsi íðir sem
balletttónlist fýrst og fremst. „Ég á
eftir að gera myndband þar sem verk-
ið er fært yfir í ballett og lýsi eftir
danshöfundi, en við hæfi væri ef kona
tæki að sér að semja dansa við verkið.“
■3ICBCE
SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384
NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin
FRUMSYNING: AÐDAANDINN
rívf|J
SAMBtOÍ
Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide,
True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum i
maqnaðri túlkun sinni á geðveikum aðdáanda sem tekur ástfóstri
vio skærustu stjörnuna i boltanum. Spennan er nánast óbærileg
oa hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!!
Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Weslev Snipes, Ellen Barkin,
Benecio Del Toro og lohnleguizamo.
Sýnd kl. 5 og 7.
. i ’ >" r?T . l '. * f~.-T rrn
ROCKY í kröppum dansi í hnefaleikahringnum.
Rocky á frímerki
Í TILEFNI af því að á næsta ári
eru 20 ár frá frumsýningu fyrstu
„Rocky“-myndarinnar, eftir
Sylvester Stallone, hafa ríkin
Ghana, Gambia, Grenada, Ug-
anda og St. Vincent ákveðið að
gefa út frímerki með myndum
af söguhetjunni, Rocky Balboa.
Nú er bara að bíða og sjá hvort
fleiri ríki feti í þeirra fótspor
og sýni myndinni viðlíka virð-
ingu.