Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 16
vL appr nr (iriní nsiA-'v i a t
16 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
VIÐSKIPTI
Fimm sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum sameinast
Arsvelta fyrirtækisins
rúmir þrír milljarðar
BÁSAFELL hf. á ísafirði hefur tekið við rekstri
þriggja fyrirtækja, Rits hf. á ísafirði, Togaraút-
gerðar ísafjarðar hf. og Útgerðarfélagsins Slétta-
ness hf. á Þingeyri. Hraðfrystihúsið Norðurtang-
inn hf. á ísafirði mun væntanlega sameinast hinu
nýja fyrirtæki um áramótin. Hið sameinaða fyrir-
tæki verður sjötta stærsta sjávarútvegsfyrirtæki
landsins, sé miðað við kvótaeign, og áætlað er
að velta þess á næsta ári muni nema rúmur þrem-
ur milljörðum króna.
Hluthafafundir í hlutafélögunum fjórum, sem
um ræðir, samþykktu samruna þeirra nær sam-
hljóða nú í vikunni í samræmi við fyrirliggjandi
samrunaáætlun. Hiuthafafundur í hinu sameinaða
félagi verður haldinn næstkomandi föstudag, þar
sem ákvörðun verður tekin um nafn þess og því
valin stjórn.
Ákveðið var að segja upp störfum hinna þriggja
framkvæmdastjóra yfirteknu félaganna á stjórn-
arfundi í Básafelli, sem haldinn var á miðvikudag
eftir að hluthafafundir í fyrirtækjunum fjórum
höfðu samþykkt samrunann. Jafnframt var Arn-
ari Kristinssyni, framkvæmdastjóra Básafells hf.
falið að annast daglegan rekstur hins sameinaða
félags fram að næsta stjórnarfundi, sem haldinn
verður að loknum hluthafafundinum næstkom-
andi föstudag.
Arnar segir að starfsemi hins sameinaða félags
verði að mestu óbreytt næstu daga enda sé það
hlutverk nýrrar stjórnar félagsins að taka ákvörð-
un um framtíðarskipulag þess. Ný stjórn félags-
ins þurfi m.a. að taka afstöðu til fyrirliggjandi
erindis um hvort félagið vilji yfirtaka kaupsamn-
ing um öll hlutabréf í Hraðfrystihúsinu Norður-
tanganum hf.
8.500 þorskígildistonna
kvótaeign
Hið sameinaða félag verður eitt af stærstu sjáv-
arútvegsfyrirtækjum landsins með kvótaeign, sem
nemur um 8.500 þorskígildistonnum. Það verður
þannig sjötta kvótahæsta fyrirtæki landsins á
eftir Granda hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf.,
Fiskiðjunni Skagfirðingi hf, Samheija hf., og
Haraldi Böðvarssyni hf. Stór hluti kvótans er
rækjukvóti. Það mun gera út fimm skip, fjóra
frystitogara og einn ískfisktogara. Jafnframt mun
það starfrækja tvær rækjuverksmiðjur, niður-
suðuverksmiðju og hraðfrystihús. Starfsmanna-
fjöldi er rúmlega 150 manns í landi og 100 manns
á sjó.“
Árnar segir að nú þegar sé Ijóst að félagið verði
skráð á almennum hlutabréfamarkaði fyrir næstu
áramót. Áætlað er að velta félagsins muni nema
rúmum þremur miiljörðum króna á næsta ári.
Olíufélagið með stærstan hlut
Heildarhlutafé hins nýja félags (þ.e. Básafells)
er rúmar 485 milljónir króna og eru hluthafar
um 160 talsins. Stærstu eigendur eru Olíufélagið
með 33,9% hlutafjár,_ Útvegsfélag samvinnu-
manna með 10,7% og Isaijarðarbær með 13,8%.
Þessi skipting mun riðlast eitthvað eftir að Norð-
urtanginn hf. sameinast fyrirtækinu en einhveijir
af núverandi eigendum hans munu væntanlega
eignast hlut í hinu nýja fyrirtæki.
Jökull hf. býð-
ur út 20 millj-
óna hlutafé
Aætlað að tap af reglulegri starfsemi
nemi 13 milljónum í ár
JÖKULL hf. á Raufarhöfn hefur
boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði
20 milljónir króna. Gengi bréfanna
verður 5,0 bæði á forkaupsréttar-
tímabili og í almennri sölu, þannig
að heildarsöluandvirði þeirra nemur
100 milljónum króna.
Núverandi hluthafar hafa for-
kaupsrétt að hlutabréfunum fram til
29. nóvember en að því búnu verða
óseld bréf boðin á almennum mark-
aði. Hluthöfum er heimilt að fram-
selja forkaupsrétt sinn að hluta eða
öllu leyti.
Jökull gerir út ísfisktogarnn
Rauðanúp, fjölveiðiskipið Arnarnúp,
togbátinn Sléttunúp og rækjubátinn
Öxarnúp. Þá á Jökull rækjuvinnsl-
una Geflu á Kópaskeri og meirihluta
í Fiskiðju Raufarhafnar á Raufar-
höfn. Á liðnu ári störfuðu samtals
120 manns hjá Jökli og dótturfyrir-
tækjum.
Tilgangur útboðsins er að styrkja
eiginfjárstöðu og fjölga hluthöfum.
Hlutabréf Jökuls er að finna á Opna
tilboðsmarkaðnum en sótt verður um
skráningu fyrir félagið á Verðbréfa-
þingi Islands þegar hluthafar eru
orðnir 200 talsins.
Tap af reglulegri
starfsemi
Fyrstu átta mánuði yfirstandandi
árs varð um 23 milljóna tap af reglu-
legri starfsemi Jökuls, en 8 milljóna
tap þegar tekið hefur verið tillit til
hlutdeildar minnihluta í tapi dóttur-
félaga. Á síðasta ári var um 34
milljóna hagnaður var af reglulegri
starfsemi og 59 milljóna hagnaður
eftir að tekið hafði verið tillit til hlut-
deildar minnihluta í tapinu. Hlut-
deild minnihluta er nær eingöngu
hlutur Raufarhafnarhrepps í Fisk-
iðju Raufarhafnar, en hreppurinn á
40,6% hlut í Fiskiðjunni.
Eigið fé Jökuls í lok ágúst nam
um 100 milljónum, en nánari upplýs-
ingar um rekstur og efnahag félags-
ins er að finna á meðfylgjandi töflu.
I rekstraráætlun Jökuls og dótt-
urfyrirtækja er gert ráð fyrir 13
milljóna króna tapi af reglulegri
starfsemi í ár, en 22 milljóna hagn-
aði að teknu tilliti til hlutdeildar
Jökull hf.
Samstæðurrekstrarreikningur
Helstu tölur úr samstæðu-
rekstrarreikningi fyrir árin 1994-1995
og fyrstu átta mánuði ársins 1996.
1. Jan.-
31. ág. Jan.- des.
Rekstrarreikningur MHijónir krona 1996 1995 1994
Rekstrartekjur 705 953 547
Rekstrargjöld (652) (814) (481)
Rekstrarhagn. (tap) án fjármagnsliða 4 82 29
Fjármagnsgjöld (27) (48) (26)
Hagn.(tap) af reglulegri starfsemi (23) 34 3
Hagnaður tímabitsins -8 59 ! -2
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/8 '96 1995 1994
1 Eionir: |
Veltufjármunir 333 169 125
Varanlegir rekstrarfjármunir 783 594 360
Eignir samtals i 1.326 974 I 523
1 Skuidir oo eioið té: 1 í
Skammtímaskuldir 500 295 142
Langtímaskuidir 752 578 277
Eigið fá 100 104 |\ 74
Skuldir og eigið fé samtals 1.326 974 { 523
Kennitölur 31/8'96 1995 19 94
Eiginfjárhlutfall 7,S%
Veltufjárhlutfall 0,67 ] ) "
Veltufé frá rekstri Milljönir króna -18 ! 76 i 33
minnihluta í tapi í dótturfélaga, að
því er fram kemur í útboðslýsingu.
Áætlanir gera ráð fyrir 46 milljóna
hagnaði af reglulegri starfsemi á
næsta ári.
Þá kemur fram að niðurstöður
átta mánaða uppgjörsins eru ekki
fyllilega lýsandi fyrir þann rekstrar-
árangur sem vænta má fyrir árið í
heild, þar sem tvö skipa Jökuls voru
tímabundið frá veiðujn fýrr áj árinu.
Arnarnúpur var þijjá mánuði frá
veiðum vegna breytinga og Rauði-
núpur tvo mánuði vegna viðhalds.
Stærstu hluthafar Jökuls er Rauf-
arhafnarhreppur með 82,5% hlut og
Sjóvá-Almennar með 7,92% hlut.
Umsjón með j útboðinu hefur
Kaupþing Norðurlands hf., en auk
þess annast Kaupþing sölu bréfanna.
Ríki og Reykjavíkurborg ákveða nýtt fyrirkomulag á einkavæðingu Skýrr hf.
*
Oskað eftir tilboðum
í 51 % hlutafjáríns
RÍKIÐ og Reykjavíkurborg hafa
horfið frá þeirri hugmynd að hefja
einkavæðingu Skýrr hf. með sölu
30% hlutafjárins á almennum mark-
aði á föstu gengi fyrir áramót. Þess
í stað verður óskað eftir tilboðum í
51% hlutafjárins, bæði innanlands
og utan, með það fyrir augum að
selja einum aðila meirihlutann í
fyrirtækinu. Þá er gert ráð fyrir að
bjóða starfsmönnum að kaupa 5%
hlut, en selja afganginn á almennum
markaði til almennings að ákveðnum
tíma liðnum.
Steingrímur Ari Arason, fulltrúi
fjármálaráðherra í Einkavæðingar-
nefnd ríkisstjórnarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að innlend-
um og erlendum aðilum yrði gefinn
kostur á að gera tilboð í 51% hluta-
bréfanna.
Aðspurður um ástæður fyrir hinu
breytta fyrirkomulagi sagði Stein-
grímur Ari, að úttekt á stöðu fyrir-
tækisins og möguleikum á sölu hefði
ekki legið fyrir þegar fyrst var
ákveðið að selja 30% hlut. „Þegar
úttektin lá fyrir tóku eignaraðilar
þá ákvörðun að óska eftir tilboðum
í hlutabréfin í stað þess að auglýsa
þau til sölu á ákveðnu verði til al-
mennings. Það var talið ráðlegt að
fara þessa leið með það fyrir augum
að fá eignaraðila sem getur lagt eitt-
hvað af mörkum til reksturs fyrir-
tækisins. Þar með má segja að það
sé rökrétt að óska eftir tilboðum í
meirihluta bréfanna."
Nú verður ráðist í að setja saman
útboðslýsingu, bæði á ensku og ís-
lensku, en síðan þarf stærsti við-
skiptavinur fyrirtækisins, ríkið, að
ákveða hvaða samskiptareglur muni
gilda. „Þetta kallar á aðeins meiri
undirbúning, en einnig þarf að liggja
fyrir hvenær afgangurinn verður
seldur. Ef þau bréf verða boðin í
dreifðri sölu, þá er 51% hlutur trygg-
ing fyrir yfírráðum viðkomandi aðila
yfir fyrirtækinu. Það er eðlilegt að
gera ráð fyrir því að eitt, tvö eða
þijú ár líði frá fyrri áfanganum, því
almenningur vill væntanlega fá að
vita hvernig nýr meirihlutaeigandi
stendur sig og hvaða stefnu og
markmið hann setur.“
75% hlutur í Datacentralen í
Danmörku seldur einum aðila
Eins og fram kom í viðskiptablaði
Morgunblaðsins í gær seldi danska
ríkið 75% hlutafjár í Datacentralen
í sumar til bandaríska stórfyrir-
tækisins Computer Science Corpor-
ation. Datacentralen annast tölvu-
þjónustu fyrir danska ríkið á sama
hátt og Skýrr fyrir það íslenska.
Þar varð niðurstaðan sú að minni
hlutur en 50% gæti varla talist við-
unandi fyrir huganlega kaupendur.
Þar þótti það góður kostur bæði fyr-
ir fyrirtækið og viðskiptavini að
tengjast stórum aðila sem gæti ekki
aðeins fært fyrirtækinu fjármagn,
heldur miklu frekar möguleika til að
fylgja tækniþróun og nýrri þekkingu.
mrx a TCTT/iTnqrm
MORGUNBLAÐIÐ
Húsnæðisstofnun
ríkisins
Vaxtalækk-
un á hluta-
verðtryggð-
um lánum
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkis-
ins hefur lækkað vexti á hluta-
verðtryggðum lánum úr Bygg-
ingarsjóði ríkisins, sem veitt
voru á tímabilinu júlí 1974 til
apríl 1978 úr 9,75% í 6%.
Alls er um að ræða 14.775
hlutaverðtryggð lán hjá um
7.440 lántakendum að því er
fram kemur í frétt frá Hús-
næðisstofnun. Lækkunin tekur
gildi á gjalddaganum 1. maí
1996 og kemurtil framkvæmda
1. maí 1997. Stofnunin áætlar
að vaxtalækkunin muni lækka
greiðslur til hennar um 45 millj-
ónir króna en vegið meðaltal
lánstíma, sem eftir er á öllum
lánunum, er rúm átta ár.
Hlutaverðtryggðu lánin voru
undanfari fullrar verðtrygging-
ar samkvæmt byggingarvísitölu
og lánskjaravísitölu. Þau voru
veitt upphaflega til 26 og 33
ára en á síðustu árum hefur
komið í ljós að þau eru lántak-
endum óhagstæð á síðari hluta
lánstímans, og þá sérstaklega
þeim sem hafa yfirtekið lánin.
Ráðstefna um
pappírslaus
viðskipti
„EDI-viðskipti í nútíð og fram-
tíð - hvernig er staðan á ís-
landi í dag?“ er yfirskrift opinn-
ar ráðstefnu um stöðu og fram-
vindu staðlaðra, pappírslausra
viðskipta (EDI). Ráðstefnan
verður haldin að Hóteli Sögu á
þriðjudag kl 14. ) \
í frétt frá aðstandendum ráð-
stefnunnar segir að þan verði
) fiallað um hvað sé að görast í
EDI-málum einstakra fyrir-
tiækja og stofnana, svo og hvaða
\ möguleikar þéu á þes|su sviði á
næstu misserum. Þá mun
Reiknistofa Ibankanna kýnna
níiöguleikg, sem eru áð opnast
á sviði svonefndrar leyndarkóð-
unar, rafræijnar undirskrift^r
og lytláskipta í bánkakerfínuj.
Á ijáðstefnunni verður einnig
fjallað u|m pappírsíaus viðskipti
með tilliti til uppjýsing4stefnu |
stjórhvajlda. Þá Verður fjallað
um papþírslaus yiðskipti á al- j
netinu dg hvernig þau hafi nýst
og hvaða möguleika þau hafi í i
för með sér hjá ýmsum, opinber-, /
um fyriítækjum og stofnunum1
og einkafyrirtækjum.
Pípugerðin hf.
FjögHr tilboð
bárust
FJÖGUR tilboð bárust í hluta-
bréf Reykjavíkurborgar og Afl-
vaka hf. í Pípugerðinni hf. en
Borgarráð og stjórn Aflvaka hf.
samþykktu fyrr á þessu ári að
selja öll hlutabréfin ef viðunandi
tilboð fengist að undangengnu
útboði. Tilboðin voru opnuð í
gær að viðstöddum tilboðsgjöf-
um hjá Landsbréfum hf.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar
og Aflvaka munu væntanlega
tilkynna í næstu viku hvort og
þá hvaða tilboði verði tekið að
sögn Lofts Ólafssonar, verð-
bréfamiðlara hjá Landsbréfum.
Hlutafé Pípugerðarinnar hf.
nemur nú 45 milljónum króna
og eigið fé 75 milljónum. Fyrir-
tækið var áður í eigu Reykjavík-
urborgar en árið 1993 var því
breytt í hlutafélag og síðan
hefur 95% hlutafjárins verið í
eigu borgarinnar en 5% í eigu
Aflvaka hf.