Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 19

Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 19 ERLENT STUTT Norsk ferja strandaði NORSK ferja strandaði skammt frá höfninni í Strom- stad í Svíþjóð á fimmtudags- kvöld. Mikið hvassviðri var þegar skipið strandaði. 33 far- þegar voru um borð og seint i gær hafði þeim öllum verið bjargað frá borði ásamt 11 af 22 manna áhöfn. Rússar fagna lausn njóns- ara RÚSSAR fögnuðu í gær lausn Vladímírs Galkíns, fyrrverandi njósnara sovésku leyniþjón- ustunnar KGB, sem var hand- tekinn við komuna til Banda- ríkjanna 29. október þótt hann hefði tekið fram í umsókn um vegabréfsáritun að hann hefði stundað njósnir. Galkín var gefið að sök að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um stjörnustríðsáætlun Banda- ríkjamanna árið 1991. Mál þetta hefði getað haft slæm áhrif á samskipti Bandaríkja- manna og Rússa, en nú hefur það verið látið niður falla. Vilja herða öryggi í flugi BANDARÍSKA flugumferðar- stjómin (FAA) hefur lagt til að settar verði nýjar reglur um eldvara og þrýstikerfi í flutningarými allra farþega- flugvéla. Stjómin hyggst einn- ig banna flutning oxunarefna eins og vom i, hylkjum, sem vom um borð í farþegaþotu flugfélagsins ValuJet, sem hrapaði í Flórída í maí. Refsivert að kvænast múslima SAMTÖKIN Amnesty Inter- national lýstu yfir því í gær að mál kristins manns, sem hefur verið dæmdur til að vera húðstrýktur í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum í dag fyrir að kvænast múslimskri konu, væri mikið áhyggjuefni. Elie Dib Ghalib, þrítugur Líbani, var handtekinn í des- ember 1995 og var dæmdur til að hljóta 39 svipuhögg og komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hjónaband hans væri ógilt og samband hans við konuna siðlaust. Hann á yfir höfði sér ár í fangelsi. Loftbólur sem sökkva BRESKIR vísindamenn glíma nú við eina helstu gátu drykkj- arfanga: Hvers vegna loftból- ur í dökkum Guinness-bjór sökkvi til botns í glösum í stað þess að rísa upp á yfirborðið? Þjóðardrykkur íra verður settur undir smásjá vísnda- manna við York-háskóla á Norður-Englandi og verður leysigeisla beitt til að fylgjast með loftbólunum. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar geti skipt máli um það hvernig bjór er geymdur og bruggaður. Wiupptm Mótmæla- fundur í Manila NOKKUR hundruð vinstri- manna komu saman í fjármála- hverfi Manilaborgar á FOipps- eyjum í gær tíl að mótmæla ráðstefnu, sem þar er haldin á vegum Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja. Sögðu þeir, að unnið væri að því leynt og ljóst að eyðUeggja lífsaf- komu bænda og fiskimanna í vanþróuðum löndum. TVLEM Utisena 40 ljósa m. straumbreyti Kr. 869,- ■ 25 jolakort 1 pakka Kr. 499,- Nú er allt komið á fulla ferð í Jólalandinu. Undraveröld fyrir böm á öllum aldri. Líka á Akureyri Grenilengjur 4,75 m kr. 1090 2,70 m kr. 699,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.