Morgunblaðið - 16.11.1996, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Sýn stækkar
útbreiðslu-
svæðið
Sjónvarps-
stöðin Sýn
mun á næstu
vikum
stækka
dreifikerfi
sitt til norð-
urs og suðurs þannig að
stöðin mun nást á Akureyri
og nágrenni, Selfossi og
nágrenni og í Vestmanna-
eyjum, auk núverandi út-
breiðslusvæðis sem nær yfir
höfuðborgarsvæðið, Akra-
nes og Suðumes.
í fréttatilkynningu segir
að samið hafi verið við Póst
og síma um ljósleiðaraflutn-
ing á dagskrá Sýnar til Ak-
ureyrar og Selfoss en þaðan
verði dagskráin send á ör- __
bylgju til Vestmannaeyja. Á
Selfossi og í Vestmannaeyj-
um verði Sýn send út á
UHF-rásum og áhorfendur
þurfa engan viðbótarútbún-
að til að ná útsendingum.
Þegar hafi verið pantaðir
sendar og annar tæknibún-
aður fyrir Selfoss og Vest-
mannaeyjar og stefnt er að
því að útsendingar á þessum
svæðum hefjist eftir 6-8
vikur.
Einnig segir í tilkynningu
að ekki sé hægt að tímasetja
nákvæmlega hvenær út-
sendingar hefjist á Akureyri
og nágrenni þvi beðið sé
svars frá samgönguráðu-
neytinu varðandi afnot af
VHF-rás. Verði það svar
jákvætt þurfa Akureyringar
engan viðbótarútbúnað til að
ná útsendingum Sýnar en að
öðrum kosti þrufí notendur
að koma sér upp UHF-loft-
neti. Frá því að svar sam-
gönguráðuneytis liggur fyrir
líða 6-8 vikur þangað til
útsendingar hefjast.
Hollenzk
gervihnatta
stöð
Hilversum. Reuter.
HOLLENZK gervihnatta-
stöð er tekin til starfa og
sjónvarpar til 600.000 hol-
lenzkumælandi fólks utan
Hollands og Belgíu.
Rásinni stjórnar heimsút-
varpið Wereldomroep
Zomer TV, deild hollenzka
ríkissjónvarpsins Neder-
landse Omroep Stichting
(NOS). Fréttum og hol-
Ienzku efni verður sjónvarp-
að dag hvem.
Hægt er að horfa á hol-
lenzku einkasjónvarpsstöðv-
arnar RTL4 and RTL5 um
gervihnött i nokkrum Evr-
ópulöndum.
Akureyri
VHF-rás fyrir
staðbundið
sjónvarp
FJÓRIR sóttu um að fá út-
hlutað VHF sjónvarpsrás á
Akureyri, samkvæmt frétt
fram samnönguráðuneytinú.
Að athuguðu máli hefur
ráðuneytið ákveðið að rásin
verði til afnota fyrir opið
staðbundið sjónvarp á Akur-
eyri, og segir í fréttinni að
í samræmi við það hafí sam-
gönguráðuneytið falið Fjar-
skiptaeftirliti ríkisins að sjá
um að svo verði gert.
Færri Norðmenn
lesa dagblöð
preyting (%)1 iestri 16 „1(7
stærstu blaðanna milli -2,2“
1994/95 og 1995/96 Ji'
‘VjU
-3,3
-3,4
Bergens Avisen
Aften Aften
Aften Mrg.
Verdens Gang
Stavenger Aft.
DT/BB
Dagens Næringsliv
AR/R Blad
Fædrelandsvennen
Adresseavisa
Várt land
Nordlys
Bergens Tidende
Dagbladet
Arbeiderbladet
Sunnmorsposten
SEXTÁN stærstu dagblöð Noregs
hafa samtals misst nær 250 þúsund
lesendur á einu ári. Þetta er niður-
staða nýrrar neyslu- og fjölmiðla-
könnunar sem Gallup í Noregi hefur
gert og norska blaðið Dagens Nær-
ingsliv greindi frá fyrr í haust.
Könnunin mældi breytingar á
dagblaðalestri frá því í ágúst 1995
þar til í júlí í ár. Hlutfallslega hefur
dagblaðalesendum fækkað um 4,7%
á því tímabili. Ekki er talið að könn-
unin veiti vísbendingu um að
ákveðnar tegundir dagblaða verði
fyrir barðinu á samdrættinum öðrum
fremur.
Mælt í fjölda lesenda hafa Dag-
bladet og VG tapað mestu, lesendur
þess fyrrnefnda eru nú 66.000 færri
og lesendur VG 50 þúsund færri en
fyrir 12 mánuðum.
Sett upp sem hlutfall af út-
breiðslu er útkoman ekki jafn slá-
andi, a.m.k. ekki hjá útbreiddasta
blaði landsins, VG; sem hefur tapað
3% lesenda sinna. Útkoman er verri
hjá Dagbladet. 8,1% lesenda hafa
snúið baki við blaðinu.
VG missir nú færri lesendur en í
síðustu könnun, öfugt við Dagblad-
et, en sífellt stærri hópur lesenda
þess heltist úr lestinni.
Niðurstaðan könnunarinnar er
hins vegar sú að iesendum hvers
tölublaðs hafi ekki fækkað jafn mik-
ið og sem nemur samdrætti í upplög-
um þessara tveggja blaða. Sá hópur
sem les VG og Dagbladet er enn
stærri en hann var fyrir fimm árum
síðan og staða blaðanna tveggja er
enn talin sterk samanborið við stöðu
sambærilegra blaða (tabioid) í öðrum
Evrópulöndum.
Aftenposten stendur best
Þau blöð sem fæstum lesendum
hafa tapað eru Bergens Avisen og
Aftenposten, hvort sem litið er til
morgun eða síðdegisútgáfu þess
blaðs.
Ef hægt er að tala um sigurveg-
ara í þessari könnun er það helgar-
útgáfa Aftenposten. Lesendum
blaðsins á laugardögum hefur fjölg-
að um 8.000, eða 1,2% en á sunnu-
dögum er aukningin um 2%, eða 10
þúsund manns.
Hins vegar tapa Dagbladet og
VG einnig lesendum um helgar frá
síðustu könnun. 24.000 Norðmenn
eru hættir að lesa Dagbladet á laug-
ardögum (2,2% lesenda) og lesend-
um sunnudagsblaðs Dagbladet hefur
fækkað um 13.000 (2,5%). 9.000
færri lesa VG á laugardögum, sem
er 0,6% samdráttur, og á sunnudög-
um lesa 10 þúsund færri en áður
blaðið.
Könnunin mældi einnig stöðuna á
markaði tímarita og vikublaða. Þar
er útlit ölllu bjartara. Lesendum 15
stærstu tímaritanna hefur fjölgað
um 0,8% milli ára. Best gekk hjá
Se og Hor sem fékk 59 þúsund nýja
lesendur og hefur aukið útbreiðslu
sína um 4,1% milli ára.
Aftenposten hunsar hæstarétt Noregs
Neita að afhenda lög-
reglu ljósmyndir
Aðalritstjóri norska dagblaðsins Aftenposten,
Einar Hanseid, neitar að verða við kröfu hæstarétt-
ar landsins um að ljósmyndir, sem teknar voru
af mótorhjólabullum í miðborg Óslóar, verði af-
hentar yfirvöldum vegna rannsóknar á morðmáli.
Hanseid telur að réttur fjölmiðla til að vernda
heimildir sínar sé í veði
LÖGREGLAN telur að myndirnar
geti komið að gagni við að upplýsa
morð á liðsmanni eins mótorhjóla-
gengisins í Ósló fyrir nokkru en
Hanseid segir að vandleg íhugun
liggi að baki ákvörðun hans sem
hafi verið erfíð. Um sé að ræða
grundvallaratriði í afstöðunni til
starfa fijálsra fjölmiðla en einnig
skipti öryggi starfsmanna blaðsins
máli í þessu sambandi. Hann skýrði
lögreglustjóranum í Ósló frá niður-
stöðu sinni á mánudag. Ekki er enn
Ijóst hvað lögreglan hyggst gera.
Ingelin Killengren lögreglustjóri
sagðist í viðtali við Aftenposten á
þriðjudag ekki vilja tjá sig um ljós-
myndamálið, það væri í athugun.
„Málið er svo alvarlegt, það getur
nefnilega verið að myndirnar kunni
að varpa ljósi á það sem gerðist á
undan morðinu, þess vegna verða
að vera mjög mikilvæg rök fyrir því
að afhenda þær ekki,“ segir Han-
seid. „Ég tel að margar slíkar ástæð-
ur séu fyrir hendi.“ Hanseid telur
að reglur um verndun heimilda eigi
við um allt efni sem ekki hefur ver-
ið birt, hvort sem um sé að ræða
krot blaðamanns í blokk eða filmur
ljósmyndara í vélinni.
„Allir eiga að geta verið vissir um
að efni sem ritstjómin hefur undir
höndum sé ekki afhent óviðkomandi
aðilum. Þetta er sjálfur kjarni þess
trausts sem almenningur ber til
blaðsins, auk þess má aldrei líta svo
á að blaðaljósmyndarar séu einhvers
konar aðstoðarmenn lögreglu. Fólk
á að geta treyst því að ljósmyndar-
inn starfi eingöngu að verkefnum
fyrir biaðið. Væri þetta ekki svo
myndi það einnig gera starf ljós-
myndarans hættulegra. Lögreglan
hlýtur fyrst og fremst að biðja um
siíkar myndir þegar þær hafa verið
teknar við hættulegar aðstæður,"
segir Hanseid.
Traust almennings
Ritstjórinn segist láta eigin sann-
færingu og samvisku ráða ferðinni
í þessu máli. „Sem almennur borg-
ari vil ég gjarnan aðstoða við að
upplýsa alvarleg glæpamál og sem
ritstjóri á ég erfitt með að hunsa
úrskurð hæstaréttar. Traust al-
mennings til blaðsins og öryggi
starfsmanna í þeim verkefnum sem
þeim eru falin hljóta samt, þegar
öllu er á botninn hvolft, að vega
þyngst," segir hann.
Samtök norskra ritstjóra og
norska dagblaðasambandið styðja
Hanseid eindregið í málinu. Per
Edgar Kokkvold, framkvæmdastjóri
dagblaðasambandsins, leggur
áherslu á að málið fjalli um heimilda-
verndun og sjálfstæði fjölmiðla.
Fjölmiðlar megi ekki vera fulltrúar
lögreglu eða dómskerfis.
„Það má aldrei leika nokkur vafi
á því hvort við séum á vettvangi sem
fulltrúar blaða eða annarra aðila.
Samfélagið hefur ekki efni á því að
blöðin deili hollustu sinni“, segir
Kokkvold.
Hann minnir auk þess á að hæsti-
réttur hafi áður skilgreint vandlega
hvað átt sé við með verndun heim-
ilda. Þar komi fram að gera megi
ráð fyrir að hún valdi því að betur
gangi en ella að fletta ofan af ýmsu
sem sé gagnrýnivert.
Hagnaður News Corp
minni en spáð var
Sydney. Reuter.
HAGNAÐUR News Corp fyrir-
tækis Ruperts Murdochs minnkaði
um 8,1% á fyrsta fjórðungi fjár-
hagsársins 1996/97, þótt sérfræð-
ingar hefðu spáð því að hagnaður-
inn mundi aukast verulega.
Nettóhagnaður News Corp á
þremur mánuðum til september-
loka minnkaði í 283 milljónir ástr-
alskra eða 223 milljónir banda-
nskra dollara úr 308 milljónum
Ástralíudala á sama tíma í fyrra.
Skýringin er sögð minni af-
rakstur af bandarísku sjónvarpi,
áströlskum dagblöðum og bókaút-
gáfu. Sérfræðingar höfðu spáð
nettóhagnaði upp á 320-330 millj-
ónir Ástralíudala, eða um 15%
aukningu.
Murdoch sagði í síðasta mánuði
að þótt ekki hefði
gengið eins vel á fjórð-
ungnum og vonað
hefði verið væri hann
visds um að hagnaður
mundi aukast um 20%
á árinu í heild.
Þriðja söluhæsta
kvikmyndin
News kvað hagnað-
inn aðallega stafa af
vinsældum kvik-
myndarinnar Inde-
pendence Day, brezkra
blaða fyrirtækisins og
bókaútgáfu. Independ-
ence Day hefur aflað
rúmlega 670 milljóna Bandaríkja-
dala og hafa aðeins tvær aðrar
kvikmyndir aflað meiri
tekna í sögunni.
Rekstrarhagnaður
brezkra blaða News
Corp jókst um 18% á
tímabilinu. The Sun,
The Times og The
Sunday Times skiluðu
öll auknum tekjum.
Auk þess kveðst
Nedws hafa notið góðs
af lægra verði á dag-
blaðapappír.
Á móti kom verri
rekstrarafkoma sjón-
varps í Bandaríkjun-
um, blaða í Ástralíu
og bókaútgáfu. Áfram
varð tap á gervihnattasjónvarpinu
STAR TV í Asíu.
Rupert
Murdoch
*
Israel ber til
baka frétt um
Murdoch
Tel Aviv. Reuter.
ÍSRAELSKT tekjuskattaráð hef-
ur borið til baka þá frétt blaðs-
ins Sunday Business í London
að gefin haf i verið út tilskipun
um að handtaka fjölmiðlajöfur-
inn Rupert Murdoch vegna rann-
sóknar á skattsvikum.
Lögfræðingur fyrirtækis
Murdochs í ísrael, News
Datacom Research Ltd (NDR),
bar einnig fréttina til baka.
Blaðið íLondon hermdi að
yfirvöld í ísrael kynnu að sækja
um heimild til að handtaka
Murdoch í Bandaríkjunum, þar
sem hann hefur ríkisborgara-
rétt.
ísraelsk skattyfirvöld sögðu
að þar sem engin heimild til
handtöku Murdochs hefði verið
gefin út stæði ekki til að fara
fram á að bandarísk yfirvöld
framseldu hann.