Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR C i i i i i i i i Nutiniinn og stjornun heilbrigðismála 5ama góða verðið Stuttir kr. 7.900 Millisíðir kr. 9.900 5íðir kr. 11.900 StTdUítlClT; tískuverslun, Litir: Svart og beige Laugavegi 55, stmi 561 8414. TILEFNI þessara skrifa eru grein eftir Áma Björnsson, lækni, og viðtal við Sverri Bergmann, for- mann Læknafélags íslands, sem birtust í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar eru störf hjúkrunar- fræðinga og þá sér- staklega stjómunar- störf þeirra í heilbrigð- iskerfínu gerð tor- tryggileg. Mín fyrstu viðbrögð eftir lestur greinanna voru að spyija hvað byggi að baki slíkra skrifa. Fleiri stéttir en læknar hafa þekkingu á heilbrigðismálum. Rekstur sjúkrastofnana og stjórn- un þeirra er samstarfsverkefni margra aðila með mismunandi sérþekkingu. Samstarf, samvinna og teymisvinna eru nútímavinnu- brögð sem sjúklingar, þ.e. þiggj- endur þjónustu okkar, gera kröfu til og hafa rétt á. Þar taka læknar þátt eins og annað heilbrigðis- starfsfólk og stýra læknisfræði- legri meðferð þó þeir séu ekki sjálfsagðir stjórnendur teymisins. Stjórnunarhlutverk hjúkmnar- fræðinga er ekkert nýtt fyrirbæri. Hjúkrunarfræðingar hafa starfað að skipulagningu og stjórnun á sjúkrastofnunum allt frá því að Florence Nightingale endurskipu- lagði umönnun hermanna í Krím- stríðinu 1854 og lækkaði þannig dánartíðni þeirra um 40%. Úr ís- landssögunni er nærtækast að minna á að hjúkrunarfræðingar hafa verið í fararbroddi að koma á fót stórum heilbrigðisstofnunum, svo sem Landspítalanum, Farsótt o.fl. Konur hafa allar götur axlað ábyrgð, gert áætlanir og fram- kvæmt þær þó að ekki hafi þær haft völd eða laun í samræmi við ábyrgð né hrópað á torgum um vinnu sína. En nú eru breyttir tímar. Ef menn hafa ekki heyrt af jafnréttisumræðu nútímans þá vil ég benda á nýútkomna jafn- réttisáætlun Reykjavíkurborgar. Margrét Tómasdóttir Stjórnun er sér- þekking en ekki með- fæddur eiginleiki. Stjórnun hefur verið hluti af grunnnámi hjúkrunarfræðinga í áratugi og fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sérmenntað sig í stjórnun í heil- brigðiskerfínu. Hjúkrunarfræðingar hafa bent á nauðsyn þess og stutt það mjög að læknar taki stjórnunarlega ábyrgð á sínum störf- um. Því er það fagn- aðarefni að læknar finni hjá sér þörf til að mennta sig á þessu sviði. Vonandi tekur það ekki langan tíma að sannfæra kennara læknadeildar um nauðsyn þess að bæta einu stjórnunarnámskeiði við námskrá læknanema. Varðandi stjórnskipulag stof- nafna, t.d. SHR, þá hefur staða yfírlækna breyst. Yfírlæknir var áður efsta stjórnunarstaða lækna en nú eru komnir yfír þá lækninga- forstjóri og forstöðulæknar. Þessi breyting var gerð til þess að gera stjómun á læknaþætti skilvirkari og var þá litið til góðrar reynslu hjúkrunar af þessu kerfí. I dag eru því hjúkrunardeildarstjórar og yfirlæknar og hjúkrunarfram- kvæmdastjórar og forstöðulæknar og hjúkrunarforstjóri og lækn- ingaforstjóri jafnhliða í stjórn- skipulagi. Þetta eru þrjú stig, þ.e. mjög flatur stjórnunarpíramídi miðað við önnur fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Rétt er að minna á að stóru sjúkrahúsin í Reykjavík eru með stærstu fyrirtækjum landsins, þar sem starfsmanna- fjöldi er talinn í þúsundum, velta í milljörðum og þeir sem jijónustu- staðir í tugþúsundum. Ásamt al- hliða rekstri sinna eininga, þ.e. hjúkrunarþáttar og læknaþáttar, leiða fagstjórnendur fagþjónustu. Kjami hjúkrunar er umhyggja fyr- ir skjólstæðingnum og markmiðið er að veita hjúkran á faglegan og ábyrgan hátt. Á þeirri hugmynda- G0C Attalus plasthúðun • Fjölbreytt vandaö úrval af efnum • Fullkomnar plasthúöunarvélar • Vönduö vara - betra verö J.RSMHDSSONHF. Skipholti 33.105 Reykjavík. simi 533 3535. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gn KERFISÞRÓUN HF. 04 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka ÞP &co Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 -128 REYKJAVlK SÍMI553 8640 / 568 6100 I € € Blað allra landsmanna! -kjarnimálsim! Læknastéttin verður, segir Margrét Tómas- dóttir, að vinna í sátt og samstarfí við aðrar heilbrigðisstéttir. fræði byggist hjúkrunarstjórnun. Þar með er stefnt að stöðugu mati á skipulagningu og gæðum hjúkrunar með markvissu umbóta- starfí. Hjúkrunarfræðingum er skylt að tryggja gæði hjúkrunar sem veitt er og rækja starf sitt innan marka fjárveitinga og mönnunnar. Það er nauðsynlegt að heil- brigðsstéttir og aðrir starfsmenn heilbrigðiskerfísins starfi saman. Við höfum öll það markmið að bæta líðan skjólstæðinga okkar og bestum árangri náum við með samvinnu. Hjúkrunarfræðingar vinna með læknum og öðrum heil- brigðisstéttum með það að leiðar- ljósi að tryggja velferð og öryggi sjúklinganna. Það er mín bjarg- fasta trú að það sé heillavænleg- ast fyrir læknastéttina að vinna í samstarfi með öðrum heilbrigðis- stéttum að framgangi heilbrigðis- mála í landinu. Höfundur er MSN hjúkrunarframkvæmdastjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. 0úle9a buðín ® opnuð i stærri Kringlu Allar vörur á sama verði b. 198 íf °'<tu Opið alla virka daga frá kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-18 Brúðhjón Allur boióbúnaöui Glæsileg ijjafávara Bníöai hjöna listar X^/Vv\\l\V VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. A \ '^4 j 7 DAGUR iSLENSKRAR TUNGU „Móðurmálið mittgóða u 16. nóvember, fæðineardagur Jónasar Hallgrímssonar, er dagur íslenskrar tungu. í tengslum við daginn hefur menntamálaráðuneytið beitt sér fyrir átaki í þágu móðurmálsins. Fjölmargir aðilar, skólar, stofnanir og fjöimiðlar hafa þegar lagt málinu iið í vikunni sem nú er að líða og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir þátttökuna. OPIN SAMKOMA í LISTASAFNI ÍSLANDS í DAG KL. 17.00 Við þetta tækifæri mun menntamálaráðherra m.a. í fyrsta sinn veita verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Fífilbrekkuhópurinn og Gratuale-kór Langholtskirkju flytur lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Allir velkomnir. MEÐAL ÞESS SEM BRYDDAÐ VERÐUR UPP Á í DAG, 16. NÓVEMBER: Kl. 11.00 íslensk málnefnd: Málræktarþing - staða íslenskrar tungu (í Háskólabíói). Kl. 13.00 Lestu betur - Iðnskólinn í Reykjavík: „Bókaþjóð í vanda“ fyrirlestur Guðna Kolbeinssonar. Kl. 13.00 Orðabók Háskólans: Opið hús í tilefni dags íslenskrar tungu. Kl. 13.00 Amtsbókasafnið á Akureyri: Dagskrá helguð Jónasi Hallgrímssyni. Kl. 14.00 Stofnun Árna Magnússonar: Sýning á eiginhandarritum Jónasar Hallgrímssonar. Kl. 14.00 Bókasafn Gnúpverja: Opið hús. Kl. 14.00 Bókasafn Kópavog s: Lesið úr-verkum Jónasar Hallgrímssonar. Kl. 15.00 Bæjarbókasafh Dalvíkur: Dagskrá tileinkuð Jónasi Hallgrímssyni. Kl. 15.00 Landsbókasafh - Háskólabókasafn: „Halldór Laxnes og móðurmálið“, dagskrá í tiláfni dags íslenskrar tungu. Kl. 16.15 Bókasafh Reykjanesbæjar: Hátíðardagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu. Kl. 17.15 Leikfélag Akureyrar og tónlistarskólinn á Akureyri: Ég bið að heilsa“, dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu. Kl. 20.30 Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Afmælishátíð Leikfélags Fljótsdalshéraðs (Valaskjálf). Kl. 21,20 Framhaldsskólinn á Laugum: Dagskrá við Framhaldsskólann á Laugum. SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER Kl. 14.00 Grunnskólinn á Fáskrúðsfirði: Dagskrá í tilefni dags íslenskrar tungu. Kl. 17.00 Hið íslenska biblíufélag: Kynning á nýrri biblíuþýðingu í Dómkirkjunni í Reykjavík og Akureyrarkirkju samtímis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.