Morgunblaðið - 16.11.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER 1996 41 _
HESTAR
ANGI er fyrsti stóðhesturinn af Laugarvatnskyni sem hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en ekki sá síðasti ef að líkum lætur. Hér
situr Þorkell Anga við verðlaunaafhendingu á fjórðungsmótinu í sumar með ættgarðinn að baki.
Ræktunarmaður ársins ’96
Þorkell og syn-
ir með besta
árangur ársins
Þorkeli Bjamasyni var í gær veitt nafnbótin
ræktunarmaður ársins á uppskeruhátíð
hestamanna á Hótel Sögu. Var þar verið
að verðlauna góðan árangur í ræktun Laug-
arvatnshrossanna sem Þorkell hóf fyrir um
fjörutíu árum með hryssum, Fjöður frá
Tungufelli og Hrefnu frá Snartarstöðum.
Frá þeim eru bestu hross ræktunarinnar
komin og fjallar Valdimar Krístinsson hér
um árangur af starfí Þorkels af þessu tilefni.
EN ÞAÐ eru fleiri sem koma við
sögu í ræktun Laugarvatnshross-
anna því í dag hafa synir Þorkels
að mestu tekið yfir ræktunina en
þeir eiga allir hryssur út af þessum
formæðrum. Þorkeli sjálfum fannst
eðlilegt að einn sona hans tæki við
viðurkenningunni þar sem þeir hafi
borið hitann og þungann af starfinu
um langt skeið en vafalítið var hann
einn um þá skoðun. Vel fór á því
að hann kæmi fram fyrir hönd sona
sinna að þessu sinni enda frumkvöð-
ullinn að þessu öllu.
Afburða undirstöður
Laugarvatnsræktunin stendur orð-
ið styrkum fótum og það í tvennum
skilningi. Fyrst er að nefna að íjórar
hryssur, Fjöður, Sjöfn, Sif og Glíma
og einn stóðhestur, Angi, hafa hlotið
heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Svo
er að nefna að Laugarvatnshrossin
hafa öðrum hrossum betri fótagerð
og óhætt að segja að þau beri þar
ægishjálm yfir önnur hross.
Tilnefningin í gær byggist á ár-
angri Laugarvatnshrossanna á kyn-
bótasýningum á árinu. Ber þar hæst
heiðursverðlaun Anga og Glímu fyr-
ir afkvæmi, á fjórðungsmótinu á
Gaddstaðaflötum. Þá komu fram á
árinu sex stóðhestar frá Laugarvatni
eða af þessum meiði með einkunn
yfir átta. Tekið skal fram að sum
hrossanna eru kennd við Þórodds-
staði þar sem Bjami sonur Þorkels
býr nú en jörðin hefur verið lengi í
eigu fjölskyldunnar.
IJnurnar saman
í tveimur hestum
Af þessum stóðhestum vakti
mesta athygli fjögra vetra hestur í
eigu Bjarna, Hamur frá Þórodds-
stöðum sem fram kom á héraðssýn-
ingu á Gaddstaðaflötum í vor. Hlaut
hann í einkunn 8,23 sem er jafn-
framt hæsta einkunn sem fjögra
vetra hross hlaut á árinu. í þessum
hesti blandast línumar frá Hrefnu
og Fjöður. Faðir Hams, Galdur frá
Laugarvatni er sonur Glímu dóttur
Sjafnar sem er undan Slaufu sem
var undan Fjöður frá Tungufelli.
Móðir Hams er Hlökk dóttir Sifjar
sem er aftur undan Heru, dóttur
Hrefnu frá Snartarstöðum. Inn í
blandast svo stóðhestamir Faxi frá
Árnanesi, Hrafn frá Holtsmúla,
Dreyri frá Álfsnesi og Stígandi frá
Sauðárkróki. Hamur er með 8,26
fyrir byggingu, hæst fær hann 9,2
fyrir hófa og 8,5 fyrir fótagerð.
Fyrir hæfileika fær hann 8,21, hæst
8,5 fyrir tölt og fegurð í reið.
Þá má geta stóðhestsins Frama
frá Ragnheiðarstöðum sem er af
Laugarvatnskyni í báðar ættir. Móð-
ir hans Krás frá Laugarvatni var
seld fylfull en faðir hans Gumi er
sonur Glímu og Pás frá Laugar-
vatni. Frami stóð sem kunnugt er
efstur fimm vetra hesta á fjórðungs-
mótinu í sumar með 8,24 í einkunn.
Frami er eins og Hamur kominn út
af Hrefnu og Fjöður.
Þeir Laugarvatnsfeðgar hafa ver-
ið áhugasamir um ræktun hrossa
sinna í gegnum tíðina enda ætíð
verið með hross í fremstu röð. Á
þessum tímamótum þegar ræktun
þeirra stendur á toppi má ætla að
ræktun Laugarvatnshrossanna muni
greinast á næstu árum. Synir Þor-
kels eru sumir famir að rækta hver
á sínum staðnum. Bjami eins og
áður sagði á Þóroddsstöðum þar sem
nú em aðalbækistöðvar ræktunar-
innar og hafa verið. Gömlu hryssum-
ar í stofninum em hafðar á Þórodds-
stöðum og verða þar til endadæg-
urs. Guðmundur Birkir er fluttur til
Húsavíkur þar sem hann heldur
hross á jörðinni Saltvík skammt frá
Húsavík. Þorkell yngri er fluttur að
Sóleyjarbakka í Hmnamannahreppi,
Gylfi býr á Selfossi og Hreinn flutt-
ur að Flúðum í Hmnamannahreppi.
Fætur, hófar og prúðleiki
Þeir feðgar hafa alltaf gert miklar
kröfur til þeirra hrossa sem þeir
hafa notað í ræktunarstarfið, sér-
staklega á það við um fótgerð, hófa
og prúðleika. Hvað hæfíleikum við-
kemur þykja Laugarvatnshrossin
hafa góðan vilja, mikið rými og vera
afar hreingeng. Aðspurður um hvað
þyrfti að bæta í hrossunum sagði
Bjami á Þóroddsstöðum að Laugar-
vatnshrossin mætti létta, mýkja bak
og enn væri hægt að bæta fram-
bygginguna. Að öðm leyti snerist
starfið um að festa góðu eiginleikana
i sessi. Útkoma Laugarvatnshross-
anna á árinu er mjög góð, talsvert
betri en hjá öðmm ræktendum og
full ástæða til að óska þeim feðgum
til hamingju með árangurinn.
mts.
bragð .J?
féiirvinir
Alltaf tilbúnir í fjörið!
■-----------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
ÖÓumu
tískuverslun
mm V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 k
TUJBOÐ
QjóswyncJaslofa
Qunuars úugimaresotiar
Suðurveri, sími 553 4852
Tilboð á hreinlætistækjum
WC með stút
í vegg eða gólf
með setu.
Verð frá
■. 9.364
Verð fra
LEjEES
Baðkör upp í
190 cm
II RAOCREfÐSLUR
Verslið þar sem úrvalið er mest!
Verð frá
Blöndunartæki í
miklu úrvali
MitastimtæKi Verð frá
Mikið úrval af sturtuklefum,
sturtuhornum og hurðum.
Athugaðu verðið!
Verð f rá
Handlaugar, 17 gerðir
á vegg og borð
Opið 10-16 í dag
VATNS VIRKINN HF.
Ármúla 21, símar 533 2020 og 533 2021
Grænt númer 800 4020