Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 44
44 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVERRIR
G UÐMUNDSSON
+ Sverrir Guðmundsson
fæddist í Reykjavík 14.
febrúar 1914. Han lést í Land-
spítalanum 14. október síðast-
liðinn og fór útför hans fram
frá Neskirkju 24. október.
Elsku pabbi, nú ert þú farinn í
ferðina löngu, eftir 4 mánaða bar-
áttu við krabbamein. Þú varst ósátt-
ur við þessi örlög. Við öll áttum svo
erfitt í vanmætti okkar, gátum ekk-
ert að gert, þótt erfíðast hafí það
verið þér, pabbi minn. Þú kvartaðir
aldrei, gerðir allt til að létta þessa
bið.
Þú tókst í hönd mína þann 1.
júní 1949 og leiddir mig fyrstu
skrefín. Jafn yndislega og fallega
tókstu í hönd bamanna minna og
því handtaki slepptir þú aldrei.
Handtak þitt var líka þétt og
innilegt, er ég fékk að leiða þig þær
stundir er þú glímdir við veikindi
þín. Ég fann að þú varst þakklátur
fyrir það litla sem ég gat gert fyrir
þig-
Kveðjustundin rann svo upp.
Ferðalag þitt hófst yfír á annað til-
verustig. Annarslags ferðalag hafð-
ir þú ætlað þér að fara, ferðalag
með þinn trygga og yndislega lífs-
föranaut þér við hlið, ferðalag sem
var árvisst hjá þér og mömmu og
vinum ykkur, „litla sumarfríið" til
sólarlanda.
Elsku pabbi. Mamma og við
syrgjum þig sárt, en vitum að þar
sem raunum þínum er lokið, líður
þér vel.
Finnir þú leið úr vanda vel að leysa,
vemdi þig guð og bamahópinn þinn.
Ástvinur þinn þér rétti hönd að reisa,
reyndar er horfinn okkur nú um sinn.
Veit ég það bjarg er bifað fáum ekki,
berist skært ljós í framtíð vinur minn.
Sárin þau gróa ég ekki annað þekki,
opna þú drottinn skráða veginn þinn.
Líknsami faðir léði krafta þína,
lætur þig njóta dyggða og vinaþel.
Astvina þinna arma rétti sína,
af öllu hjarta með þér gleðjast vel.
Seinna ég kem og fer í vinafundinn,
fyUir þú hóp er tekur móti mér.
Leiði þig guð í ljúfan vinalundinn,
minn lífsfömnautur sem að farinn er.
(Guðriður Snorradóttir)
Við viljum koma á framfæri okk-
ar þakklæti til hjúkranarfólks á
deild 32-A á Landspítalanum, sem
sýndi pabba einstaka umönnun,
sem og læknar. Þakklæti sendum
við Jóni Eyjólfí lækni, sem annaðist
hann af slflcum kærleika og ástúð,
að pabbi gat sætt sig betur við sitt
hlutskipti. Ástarþakkir til allra
þeirra góðu vina sem heimsóttu
hann og léttu honum stundimar og
styrktu okkur um ieið og umvöfðu
okkur í ástúð og kærleika á okkar
erfiðu stundum. Megi guð vera með
ykkur öllum.
Þín dóttir,
Sjöfn.
Okkar kæri afí er farinn úr þess-
um heimi. Allt of fljótt og ekki tilbú-
inn, svo margt átti hann eftir og
við að gera saman. Við afabömin
þijú höfum misst mikið, því hann
unni okkur öllu framar. Minningar
hrannast upp og allar era þær svo
fallegar og skemmtilegar. Afí
keypti bflstól fyrir okkur, svo við
kæmumst með honum í sunnudags-
bfltúrana. Öll umferðarskiltin er við
komum auga á, kölluðum við afa-
skilti og pylsuvagninn góði var líka
eignaður honum afa.
Afi var alltaf að sýna okkur og
fræða um lífíð og tilverana og
fengum við því að kynnast borgar-
lífínu ung. Er við uxum úr grasi
og fóram sjálf að takast á við líf-
ið, var afí alltaf tilbúinn að gefa
góð ráð varðandi bílakaup og ann-
að er átti hug okkar allan eftir
bílprófið. í öllum okkar samræðum
við afa, kom hann alltaf fram við
okkur sem jafningja og skildi vel
okkar bráðlæti, hlustaði á okkur
og virti. Ef honum þótti eitthvað
ekki rétt hjá okkur, setti hann þá
upp margvísleg dæmi fyrir okkur
og ræddi þau á þann hátt að við
urðum að vega og meta sjálf allar
hliðar málsins. Sáum við þá oft
margar vitleysurnar. Gladdi það
t
Ástkær faðir okkar,
BJÖRN LÍNDAL GUÐMUNDSSON
frá Laufási,
lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga þriðjudaginn 12. nóvember.
Börnin.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúö
við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar,
GUNNFRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Hvanneyrarbraut 60,
Siglufiröi.
Fyrir hönd ættingja,
Erna Oddsdóttir,
HannesOddsson,
Ingibjörg Oddsdóttir,
Hafsteinn Oddsson.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
VIGDÍSAR ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR,
Hamraborg 26,
(Holtagerði 9).
Guð blessi ykkur öll.
Oddbjörn Friðvinsson, Sóiveig Ólafsdóttir,
Jón Þór Friðvinsson, Jódfs Gunnarsdóttir,
Lilja Guðný Friðvinsdóttir, Ófeigur Guðmundsson
og barnabörn.
afa mikið ef áformin breyttust til
hins betra hjá okkur.
Við fylgdumst vel með áhuga-
málum afa og ömmu, golfinu. Við
minnumst þess er afi keypti í einni
utanlandsferðinni barnagolfsett,
„púttera" og „grín“ með flöggum
á. Þegar við komum í heimsókn
var golfsettið dregið fram og stof-
an lögð undir þessa íþrótt. Litlar
áhyggjur höfðu afí og amma af
stofupuntinu sínu þegar við slógum
í rangar áttir. Þegar árin færðust
yfír og afí og amma tóku að reskj-
ast, fannst okkur að þau mættu
alveg fara að hægja á sér, því
ekki leist okkur stundum á veðrið
er þau fóra út á golfvöll. En þau
settu það lítið fyrir sig, enda afí
með fullan hug á því að „mala“
strákana, eins og hann orðaði það,
enda var allur fatnaður til taks er
veður versnaði. Merkilegust þótti
okkur stóra regnhlífin hans afa,
enda fóram við systkinin sérferð
út á golfvöll f rigningarveðri, til
að sjá hann nota regnhlífina. Ékki
mátti missa af þegar afí fékk sér
rafmagnsgolfkerruna, enda var
hún honum mikill léttir seinni árin
og naut hann sín þá betur í golfinu.
Afí var í Oddfellów-reglunni og
mikið þótti okkur hann fínn þegar
hann fór á fundi í kjólfötum sínum.
Fyrst héldum við að afí væri að
fara einn á ball, en fengum að vita
að svo var ekki, enda fór afí minnst
án ömmu, þau vora samrýnd og
miklir vinir. En nú stendur amma
án afa, búin að missa sinn lífsföra-
naut og vin. Mikið tóm er í hjarta
hennar, en við munum reyna að
fylla upp í það, því við eigum bestu
ömmu í heimi hér og hún veit að
við munum aldrei víkja frá henni.
Þegar afi, þessi stóri og sterki
maður, fór að kenna sér meins, sem
kom svo í ljós að var hinn skæði
sjúkdómur, krabbamein, sáum við
þann mikla dug og kjark er bjó í
afa, því hann gafst aldrei upp þótt
sjúkdómurinn felldi hann að lokum.
Við systkinin voram oft fjarver-
andi, vegna vinnu úti á landi og í
námi erlendis meðan á þessu stríði
stóð, en fylgdumst vel með afa og
var það okkur huggun að vita af
móður okkar við hlið ömmu og afa
í þessum erfiðleikum þar til yfír lauk.
Við systkinin viljum koma á
framfæri okkar þakklæti til hjúkr-
unarfólks og lækna á deild 32-A á
Landspítalanum og allra þeirra er
styrktu okkur á þessum erfiðu tím-
um.
Nú er hljótt og birtan fyrir bí
bærist dagur, ljósið ris á ný.
Af öllu hjarta fagna vil því vel,
verður birta dagsins næst ég tel.
Sverrir, Sigríður
og Ingimar Þór.
STEINUNN G.
BLÖNDAL
+ Steinunn G.
Blöndal fæddist
á Melum á Kjalar-
nesi 5. júní 1908.
Hún lést á Héraðs-
sjúkrahúsinu á
Blönduósi 4. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Stein-
unnar voru Guð-
mundur Brynjólfs-
son, f. 3.4. 1867, d.
11.4. 1949, og Guð-
björg Jónsdóttir, f.
27.5. 1879, d. 1979.
Steinunn átti tvær
hálfsystur, Viktor-
íu Guðmundsdóttur og Stein-
unni Guðmundsdóttur. Al-
systkini Steinunnar: Guðmund-
ur, látinn, Valgerður, látin,
Siguijón, látinn, Brynjólfur,
látinn, Bergþóra, látin, Davíð,
Njáll, látinn, og Rósa.
Eiginmaður
Steinunnar var Ás-
geir Kristjánsson
Blöndal frá Gils-
stöðum í Vatnsdal,
f. 13.7. 1908, d. 1.2.
1968 á Blönduósi.
börn eru:
8.1.
d. 20.12.
Guðrún
Birna, f. 5.1. 1941,
Jósefína Elín, f.
19.11. 1942, Þor-
valdur, f. 11.1.
1944, d. 22.5. 1944,
og Jóhanna Rósa,
f. 14.2. 1947. Barnabörn Stein-
unnar eru fjórtán og barna-
barnabörn þrjátíu.
Útför Steinunnar G. Blöndal
fer fram frá Blönduóskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Nú er hún amma mín gengin
veginn á enda. Hún var fædd 5.
júní 1908 svo að leiðin var orðin
nokkuð löng. Þó svo að þetta sé leið
okkar allra kemur það kannski alitaf
svolítið óvænt og innst inni eram
við ekki alveg tilbúin að taka slíkum
fréttum. Svo þegar þær berast leita
minningar á hugann og maður fær
örlítinn sting í hjartað og þyngsli
fyrir bijóstið. Hugurinn leitar aftur
í sveitin á Blöndubakka í A-Húna-
vatnssýslu þar sem amma mínn bjó
þegar ég fór að muna eftir mér.
Ásgeir afi minn er þama líka þó ég
muni ekki eins sterkt eftir honum
en ég var bara fímm ára þegar hann
dó. Þá vora yngsta dóttir hennar
og tengdasonur tekin við búskapn-
um en amma settist í homið hjá
þeim um tíma. Þessi tími er mér svo
minnisstæður því þá var ég oft lang-
dvölum í sveitinni. Sérstaklega er
mér minnisstætt þegar við sátum
saman á síðkvöldum og hún kenndi
mér ýmis spil og ég held við höfum
notið þess jafnt báðar tvær.
Eins man ég þegar skyggja tók
á haustin hvað ég var oft myrkfæl-
in og þá var lítið barnshjarta af-
skaplega fegið að amma hafði þann
sið að lesa við ljós langt fram eftir
og þá bankaði maður á dymar og
bað um að fá að hafa opið inn.
í seinni tíð, eftir að við vorum
báðar fluttar suður til Reykjavíkur,
þar sem hún bjó síðustu tuttugu
árin, og ég var farin að búa sjálf,
kom það fyrir að við áttun notaleg-
ar samverastundir og gripum við
þá gjaman í spil. Kom þá bamssál-
in upp í mér og notalegar tilfínning-
ar æskuáranna bærðu á sér.
Eitt var það sem mér fannst
amma hafa algera sérstöðu með,
en það var hversu mikið af vísum
og orðatiltækjum hún kunni. Stund-
um fannst mér hún geta svarað
hveiju sem var með vísu, og var
þá gjaman stutt í glettnina. Sýnir
það best hversu minnug hún var
og nákvæm, og síðsutu árin sóttu
einmitt margar minningar á hana
og talaði hún mikið um æskuárin.
Það var ekki fyrr en snemma í
vor að amma afréð að snúa aftur
norður, en fram að því bjó hún i
íbúðinni sinni vð Barónsstíg. Hún
hefur líklega fundið á sér að hvetju
stefndi og þegar ég hugsa um það
fínnst mér notalegt að vita að hún
fær að hvíla nálægt sínu fólki.
Elsku amma mín, takk fyrir sam-
fylgdina.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Eiríka Ólafsdóttir.
SAMOLINA
PÉTURSDÓTTIR
+ Samolína Pétursdóttir var
fædd 6. apríl árið 1909 á
Kirkjubóli vestra í Múlasveit í
Austur-Barðastrandarsýslu.
Hún lést 6. nóvember á Sjúkra-
húsi Akraness. Hún var dóttir
hjónanna Kristínar Samúels-
dóttur og Péturs Jónssonar
sem bjuggu á Kirkjubóli. Sam-
olína átti eina systur, Ólínu.
Útför Samolinu fer fram frá
Grindavíkurkirkju i dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Á kveðjustund koma oft margar
minningar upp í hugann. Sérstak-
lega á það við þegar maður hefur
átt samleið með þeim látna mikinn
hluta ævinnar. Það flugu því
margar minningar um huga minn
þegar ég heyrði af andláti Sömmu,
en það var hún jafnan kölluð. Þeg-
ar ég kom að Firði á Múlanesi
árið 1938 var Samma þar heimilis-
manneskja en hún hafði dvalið þar
nokkur ár í skjóli tengdaforeldra
minna, Bergljótar Einarsdóttur og
Þórðar Jónssonar. Það varð þvf
eins og sjálfsagt að þegar við
Óskar tókum við búinu og þau
fluttu suður að Samma varð heim-
ilismanneskja hjá okkur.
Samma hafði fengið lömunar-
veikina í æsku og fylgdi það henni
alla ævi. Hún náði aldrei eðlilegum
þroska og átti erfítt með mál. Hún
hafði þó verið í nokkur ár í Mál-
leysingjaskólanum í Reykjavík
áður en hún kom að Firði en alla
tíð háði málið henni mikið.
Samma fór ekki víða. Hennar
aðal áhugamál var að fara til
messu eins og það var kallað í
sveitinni. En engin kirkja var í
sókninni og þvi messað á bæjunum
til skiptis. Samma hafði gaman
af ef gest bar að garði og vildi
ekki að fólk biði lengi eftir kaffínu.
Árið 1975 bragðum við hjónin
búskap á Firði og fluttum til
Grindavíkur og fylgdi Samma okk-
ur þangað. Hún fór þó fljótlega á
elliheimilið að Fellsenda í Dala-
sýslu þar sem hún dvaldi til ævi-
loka. Þar leið henni vel og undi
hag sínum vel við gott atlæti
starfsfólksins þar.
Ég vil færa öllum þeim er
önnuðust Sömmu að Fellsenda
bestu kveðjur með miklu þakk-
læti. Sérstakar þakkir fær þó
Kristín Guðmundsdóttir frá mér
og fjölskyldunni frá Firði í Múla-
sveit.
Blessuð sé minning Samolinu
Pétursdóttur.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.