Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 46

Morgunblaðið - 16.11.1996, Page 46
46 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ARNLA UGSSON Guðmundur Arnlaugsson fæddíst í Reykjavík 1. september 1913. Hann lést á Land- spítalanum 9. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 15. nóv- ember. Kveðja frá Menntaskólanum við Hamrahlíð gefið verður út fljót- lega í tilefni af 30 ára afmæli skólans á þessu ári. Við í Menntaskólan- um við Hamrahlíð kveðjum með söknuði leiðtoga og félaga til margra ára og vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Amlaugs- sonar. Fyrir hönd starfs- manna og nemenda MH, Látinn er fyrsti rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, Guðmundur Amlaugsson. í 30 ára sögu MH er hann sá maður sem mest hefur mótað stefnu skólans og hugsjónir. Þegar MH var stofnaður 1966 var ljóst að skólanum var ætlað að leita nýrra námsleiða og nýjunga í skóla- starfí. Það var mikil gæfa fyrir MH að Guðmundur Amlaugsson skyldi veljast fyrsti rektor skólans. Hann var skipaður rektor ári áður en skólastarf skyldi hefjast og nýtti Guðmundur sér undirbúningstím- ann vel. Var hann strax frá upp- hafí með ýmsar hugmyndir að nýj- ungum sem hann vildi koma á í samstarfí við kennara og nemendur. Hann reyndist afar snjall og var virtur stjómandi. Hann skildi þá gullvægu reglu stjómandans að eigi að ná fram breytingum verður að gera þær í samstarfí og samstöðu við sem flesta sem hlut eiga að máli. Skólaþróunin í MH undir stjóm Guðmundar var því ekki unn- in með valdboði rektors. Menn fóra sér í engu óðslega. Hugmyndir vora . skoðaðar vandlega af kennuram og fengu þar með nauðsynlega kjöl- festu í skólanum. Þama er trúlega um að ræða einn helsta kost Guðmundar sem stjóm- anda: samstarf á breiðum grand- velli. Má segja að vinnubrögð af þessu tagi hafí fest í sinni starfs- manna MH allt fram á þennan dag og séu í rauninni hluti af starfshátt- um og menningu skólans. En hveijar vora helstu nýjungar í skólastarfí sem komust á að fram- kvæði og undir leiðsögn Guðmundar Amlaugssonar? Fyrst ber að nefna afnám bekkja- kerfísins. Guðmundi var ljóst að innan þess var ekki sá sveigjanleiki sem nauðsynlegur var ætti skólinn að geta komið til móts við breytileg- ar þarfír ört vaxandi hóps nemenda á framhaldsskólastigi. Lausn skól- ans var að leggja niður bekkjakerf- ið 1972 og koma á alveg nýju náms- skipulagi sem nefnt var áfangakerfí. Ekki síður mikilvæg var sú hug- mynd Guðmundar að gefa fullorðnu fólki kost á því að ljúka stúdents- prófí eða ná sér í þekkingu með kvöldnámi. Öldungadeild var stofn- uð við skólann 1972 og kom strax í ljós hin mikla þörf sem var fyrir nám af þessu tagi. Nýstárleg var jafnframt sú hug- mynd Guðmundar að nemendur skólans skyldu eiga kost á því að „ syngja í kór sem gæfí einingar til stúdentsprófs. Hann réð kórstjóra að skólanum 1967 og hefur kór- starf við skólann staðið með miklum blóma alla tíð síðan. Hér að ofan era aðeins nefndar þijár nýjungar í skólastarfi sem Guðmundur beitti sér fyrir og sem hafa verið teknar upp í fleiri skól- um. Má hiklaust telja Guðmund Arnlaugsson einn mesta framkvöðul í skólamálum á íslandi. Þótt Guðmundur hætti stjómun- arstörfum í MH 1980 hvarf hann þó aldrei alveg frá skólanum. Hann 1 kenndi um skeið efstu áfangana í stærðfræði og var oft kallaður til fyrirlestrahalds í stærðfræði, bæði vegna þekkingar í greininni og hæfni sem kennari. Síðasta verkefni Guðmundar fyrir skólann var að skrifa um það tíma- bil, sem hann sat sem rektor við skólann í afmælisrit skólans sem Sverrir Einarsson rektor. Góður vinur og lærimeistari, Guð- mundur Amlaugsson, er kvaddur með þökk og mikilli virðingu. Sú kemur tíð að einhver yerður til þess að rekja skólasögu íslend- inga á síðari helmingi 20. aldar. Þar mun koma fram að á þeim áratugum hafí orðið einhver mesta umbylting sem um getur á því sviði. Margra verður að sjálfsögðu minnst fyrir brautryðjendastörf en einn hinna fremstu verður áreiðanlega fyrsti rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð, einn hugmyndasmiðanna og framkvædastjóri áfangakerfisins í íslenskum framhaldsskólum, upp- hafsmaður öldungadeildanna, hvatamaður að stofnun og æ síðan vemdari Hamrahlíðarkóranna, fóstri ,skákskólans“ við Hamrahlíð, stærðfræðingur með ágætum, snjall kennari, vel ritfær — og eins og títt er um stærðfræðinga: einn ljúfasti húmanisti síns tíma. „Að stjóma stóra ríki er eins og að sjóða smáa fiska" er gjama haft eftir kínverskum meistara og ekki allir á einu máli um merkinguna. Ef það er rétt að þama sé til þess tekið að sú stjóm verði best sem lætur lítið yfír sér, held ég megi fullyrða að Guðmundur Amlaugs- son hafí skilið þetta spakmæli til hlítar og fylgt því betur en aðrir menn sem ég hef kynnst. Ríki hans við Hamrahlíð hafði að vísu byijað smátt og svo sagði Guðmundur mér að það hefðu verið þyngstar áhyggj- ur hans þegar skólastarf var ákveð- ið að aldrei fengjust nógu margir nemendur í hinn nýja menntaskóla. Þær áhyggjur reyndust ástæðu- lausar og ríkið varð senn allmiklu stærra en honum þætti gott, en samt tókst honum að stýra því þann- ig að tök hans merktust varla, hversu styrk sem þau vora. Sumpart fólst stjómviska Guð- mundar í því að gefa kennuram og nemendum býsna lausan taum. Þannig vora hvers konar tilraunir ekki aðeins heimilar heldur var til þeirra hvatt. Oft bryddi þá á þeim skilningi utan skólans að þar væri um of starfað af nýjungagimi og hvatvísi. Þannig dæmdu þeir sem ekki þekktu til og áttu stundum erfítt með að fylgja samtíð sinni. Því agaleysi og stefnuleysi vora fjarri Guðmundi Amlaugssyni og hann naut virðingar allra sem með honum störfuðu. Vitanlega vora stundum gerðar tilraunir og teknar ákvarðanir sem orkuðu tvímælis. Aldrei vissi ég samt Guðmund bregðast sínu sam- starfsfólki. Til dæmis er mér minn- isstætt augnablik þegar ég hafði sem staðgengill hans tekið ákvörð- um sem hann var ekki sammála. Hann greindi mér umbúðalaust frá því, sagðist ekki hefði ráðið með þessum hætti fram úr málum. „En þér bar að taka ákvörðun. Ég fylgi henni eftir.“ Þannig var Guðmundur Amlaugsson. Guðmundur var rektor skóla síns á erfiðum og tætingslegum tímum. Þekkingarsprengingin sem varð á sjöunda áratugnum og hinum átt- unda snerti íslenskt skólastarf að sjálfsögðu mikið. Kröfur hins nýja borgaralega þjóðfélags til aukinnar menntunar urðu til þess að fram- haldsskólastigið þandist hraðar en hinir hófsömustu hefðu kosið. Gríð- arlegir hagsmunaárekstrar ollu átökum um allan hinn vestræna heim. Þá reið á að halda stilling- unni, sveigja öldur nýjunganna með gát að því sem gott var og nytsamt úr eldri hefðum. Þetta gerði Guð- mundur en þó án þess að hvika nokkum tíma frá því húmaníska markmiði sem hann hafði með allri kennslu sinni: Að koma nemendum til þroska, laða fram hið besta í þeim og stuðla að bættum heimi. Þetta var draumur hans og hann skammaðist sín ekki fyrir að halda honum á loft. í fyrstu útgáfu Námsvísis fyrir Menntaskólann við Hamrahlíð setti Guðmundur að kjörorði kunna vísu Stephans G. Stephanssonar: „Þitt er menntað afl og önd / eigirðu fram að bjóða / hvassan skilning, haga hönd / hjartað sanna og góða.“ — Þama var í einföldu máli komin menntastefna Guðmundar Am- laugssonar. Það var ekki nóg að hafa hvassan skilning og haga hönd ef hjartað fylgdi ekki. Þar átti hann samleið með mörgum glæstustu menntafrömuðum allra tíma og fyr- ir þann boðskap eigum við, sam- ferðafólk hans að íslenskum skóla- málum um lengri eða skemmri tíma, þökk að gjalda. Það kom í hlut minn að vera nánasti samverkamaður Guðmund- ar Amlaugssonar síðustu misseri hans í rektorsstarfí. Erfíð mál höfðu komið upp og varðaði miklu að hægt væri að sigla skólanum inn á lygnari sjó. Við þær aðstæður var lærdómsríkt að starfa með Guð- mundi Amlaugssyni, því í erfíðleik- unum kynnumst við hvert öðra best. Löngu síðar varð það svo verkefni mitt að vinna með Guðmundi að afmælisriti Menntaskólans við Hamrahlíð sem innan tíðar mun koma út. Hafði Guðmundur að kalla má lokið að fullu sínum þætti í rit- inu áður en hann félli frá. Þetta vora góðir endurfundir og það var gott að fínna á ný sama hvassa skilninginn og sömu högu höndina og hvemig að baki sló hjartað sanna og góða. Þannig mun ég minnast Guðmundar og þannig veit ég nem- endur hans og samkennarar hugsa um hann með virðingu og þökk. Þórsnesingar fögnuðu látnum ætt- ingjum sínum í Helgafelli. í þeim heimi sem Guðmundur Amlaugsson gistir nú hygg ég hafí verið haldin góð hátíð þegar skóla- og skákbræð- ur hans fögnuðu honum og munu nú lögð á ráðin um nýjar menntastofnan- ir og skemmtilegar hugarglímur við skákborðið. Ástvinum og aðstandend- um Guðmundar Amlaugssonar votta ég samúð um leið og ég minnist þess hve gott er að hafa fengið að kynn- ast slíkum manni. Heimir Pálsson. Þegar leiðir okkar Guðmundar Amlaugssonar hafa legið saman á undanfomum áram hafa oft leitað á mig hugleiðingar um vísindin, hlutverk þeirra og eðli. í þeirri bylgju nytjahyggjunnar sem nú gengur yfir verður mörgum starsýnt á nytjagildi vísindanna. Hitt vill þá hverfa í skuggann að vísindi era einnig nátengd forvitni mannsins og þekkingarþrá. Er raunar áleitin spuming hvort þessir þættir í eðli mannsins hafi ekki einmitt mikið nytjagildi þegar grannt er skoðað. Enn er annað sem gleymist oft þegar íjallað er um vísindi, en það er þáttur þeirra í menningunni. Er kannski gleggst að vísa til Fom- grikkja um dæmi þess hvemig vís- indi era nátengd heimspeki, bók- menntum og öðra því sem okkur er tamt að telja til menningar. Af- rekum í vísindum svipar um margt til listaverka enda er hvort tveggja tengt sköpunargáfu mannsins. Og vísindi þjóðar eins og okkar Islend- inga nú á dögum era nátengd menn- ingu okkar að öðra leyti, ekki að- eins verkmenningu heldur einnig bókmenningu hvers konar, tungu okkar og sögu. Guðmundur Amlaugsson helgaði krafta sína að veralegu leyti eflingu vísinda. Þótt hann ynni kannski ekki eiginleg vísindastörf í þrengstu merkingu era áhrif hans á íslensk vísindi mikil og varanleg. Með minn- isstæðri kennslu í menntaskólum og háskóla laðaði hann fólk að vísind- um einmitt vegna forvitninnar sem tengist þeim og vegna menningar- gildisins. Hann skrifaði kennslubækur með áherslu á þessi sömu atriði auk skýrleika og vönd- unar. Hann skrifaði og þýddi bækur fyrir almenning sem vöktu áhuga ungmenna um allt land á vísindum. Hann átti sinn þátt í að efla stærð- fræði, raungreinar og verkfræði við Háskólann og leggja þannig grann- inn að raunvísindadeild. Og era þá ótalin störf hans til dæmis fyrir Vísindasjóð um áraraðir. Þannig er bæði forvitnilegt og fróðlegt að hugleiða hvem skerf Guðmundur lagði til vísinda í land- inu. Við eram mörg sem eram nú komin um og yfír miðjan aldur en áttum því láni að fagna á yngri áram að hafa hann sem kennara eða drekka í okkur rit hans. Þau áhrif sem við urðum fyrir af honum era óafmáanlega rannin okkur í merg og bein. Mörgum hefur von- andi tekist að ávaxta þetta pund og endurgjalda Guðmundi í þeirri mynt sem hann kunni að meta. Svo mikið er víst að hann var tíður aufú- sugestur hér á háskólalóðinni alveg fram undir það síðasta. Og fátt gleð- ur hjarta gamalla nemenda meira en að eiga gott samstarf við slíkan öðling úr hópi fyrri kennara. Þegar kennarinn þiggur aðstoð og ráð nemendanna með því lítillæti sem Guðmundi var lagið er eins og gald- urinn við framvindu þekkingar og hugsunar ljúkist upp á óskastund. Það var sannarlega ekki að ástæðulausu sem raunvísindadeild Háskólans ákvað fyrir tæpum tveimur áram að kjósa Guðmund heiðursdoktor við deildina. Sú ákvörðun var tekin af heilum hug og studd þeim rökum sem hér hafa verið rakin. Hygg ég að deildinni hafí ekki síður verið heiður að því en Guðmundi, en vona þó að það hafí orðið honum til verðskuldaðrar gleði. Við fráfall Guðmundar vilja verk- fræðideild og raunvísindadeild Há- skólans þakka farsælt samstarf sem staðið hefur í hálfa öld. Ég flyt aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur frá þessum tveimur deild- um. Þótt Guðmundur sé genginn mun orðstír hans lifa. Þorsteinn Vilhjálmsson. Guðmundur Arnlaugsson er lát- inn í hárri elli. Aðalsmerki hans var skýr hugsun og yfírveguð fram- koma. Hvort tveggja fylgdi honum til hins síðasta. Allt lífshlaup hans var með þeim hætti að hann gat „glaður með góðan vilja “ og sáttur „beðið heljar “. Guðmundur átti óvenju starfsama ævi, fram til síðustu stundar var hann sívinnandi. Hann var virtur af öllum þeim sem kynntust honum á lífsleiðinni. Kunnastur er Guð- mundur af kennslustörfum sínum í MR, MH og HÍ , störfum sínum að skólamálum sem fyrsti rektor MH, ritstörfum og útvarpsþáttum sem og störfum sínum fyrir íslensku skákhreyfínguna og afrekum sínum við hið sextíu og fjögurra reita borð. Hann átti þann óvenjulega eigin- leika að geta verið glaðvær og alvar- legur í senn, traustur maður og hlýr í framkomu, athugull og ævinlega vora tillögur hans, ábendingar og athugasemdir með þeim hætti að mönnum fannst hann hafa einmitt sagt það sem máli skipti og þurfti að segja. Sumir menn eru miklir af auði sínum, sumir af völdum sínum og sumir af ætt sinni. Guðmundur Arnlaugsson var eins og Hrútur forðum mikill af sjálfum sér. Guðmundur var á yngri áram sterkur skákmaður. Segja má um hann eins og hann reyndar sagði sjálfur um Guðmund Pálmason : „Hann lét skákina aldrei tefja sig.“ Hann var skákmeistari Norðlend- inga árið 1946, tefldi oft í landsliðs- flokki og varð skákmeistari íslands árið 1949. Hann tefldi fyrir íslands hönd á fímm Ólympíuskákmótum, árin 1936, ’39, ’52, ’54 og ’56. Á námsáram sínum tefldi Guðmundur talsvert í Danmörku og náði þeim einstæða árangri að vera valinn bæði í Ólympíulið Dana og íslend- inga árið 1939. Hann kaus að sjálf- sögðu að tefla með íslendingum og var í sveit íslendinga sem sigraði í B-úrslitum í Argentínu það ár. Guð- mundur sat íjöjmörg ár í stjóm Skáksambands íslands. Hann var fyrsti íslendingurinn sem öðlaðist titilinn alþjóðlegur skákdómari og var mjög virtur sem slíkur á alþjóða- vettvangi. Hann var aðstoðardómari í heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys 1972, dómari í heims- meistarakeppni Karpovs og Korc- hnois í Meranó 1982 og dómari í einu áskorendaeinvíginu 1977. Hann var oftsinnis fararstjóri og liðsljóri íslensku ólympíusveitanna í skák. Hann ritaði mikið um skák í blöð og tímarit. Tvær bækur skrif- aði hann um skák og ein er tilbúin í handriti. Kunnur var hann fyrir útvarpsþætti sína um skák. Guðmundur Amlaugsson átti óvenjulega rödd. Þegar hann talaði var eins og einhver seiðmagnaður hljómur drægi athygli hlustenda að sér. Nemendum hans er þetta sér- lega minnisstætt og sagt er að jafn- vel fólk sem ekkert vissi um skák hafí setið og hlustað á skákþætti hans vegna þess hversu hann gat gert það lifandi og áhugavert sem hann sagði frá. Guðmundur Am- laugsson var heiðursfélagi Skák- sambands íslands. Skákhreyfingin sér nú á bak einum af sínum traust- ustu og bestu félagsmönnum. Hann átti þátt í að efla skák á íslandi og rækta þann jarðveg og skákgrann sem hreyfíngin nú stendur á. Guð- mundar Amlaugssonar verður lengi minnst fyrir margra hluta sakir og meðan skák er tefld á íslandi verður nafn hans varðveitt á blöðum ís- lenskrar skáksögu. Skáksamband íslands sendir Öldu Snæhólm, böm- um hans og öðram ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Skáksamband íslands, Guðm. G. Þórarinsson. Hann var ekki á því að gefast upp fyrir hinum illvíga sjúkdómi krabbameini né heldur elli kerlingu. Það vakti undran og aðdáun þeirra er sáu hann á gangi, léttan og rösk- an. Áttatíu og þriggja ára varð Guðmundur hinn 1. september sl. Æðrulaus tókst hann á við veik- indi og erfíðleika, án þess að kvarta. Hann mun allt frá bernskuáram hafa tamið sér vinnusemi og að gefast ekki upp, heldur að mæta því sem að höndum bar með sigur- vissu, án uppgjafar. Enda varð hann afreksmaður á mörgum sviðum, sem vísindamaður í stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði og stjörnufræði, afreksmaður í skólamálum og skák- íþrótt. Þannig varð líf hans allt. Ékki sat hann iðjulaus eftir að hann lét af störfum rektors við Mennta- skólann við Hamrahlíð heldur fengu ritstörf og þýðingar meira rúm í lífi hans, auk margra annarra starfa. Guðmundur var ættrækinn og lét sig varða systkini og frændur því að hann var mikill mannvinur og rétti hlýja hjálparhönd þar sem hann mátti koma því við. Þannig fékk vinátta okkar nýjan og dýran streng er konan mín, Hanna Amlaugsdótt- ir, átti við veikindi að stríða en hún var yngst systkina Guðmundar. Það var fagurt fordæmi sem stóri bróðir gaf þá með reglubundnum heim- sóknum og að gefa sér tíma til þess að lesa úr bókum fyrir systur sína. Það vora ávalt fagnaðarstundir. Margir munu þeir vera sem nota bækur Blindrabókasafnsins er þekkja rödd Guðmundar sem lesara á bókum safnsins. Um áraraðir las hann bækur þar. Mér er ljóst að fjölmargir munu rita kveðjugreinar í Morgunblaðið og ætla ég því að- eins að hafa þetta fá -kveðju- og þakkarorð. Ég vil votta Öldu Snæholm og bömum Guðmundar og tengdaböm- um og bamabömum einlæga samúð mína, svo og systkinum hans. Stórt er skarðið, sem ekki verður fyllt. Ég þakka Guði fyrir að ég fékk að njóta samfylgdar Guðmundar. Drottinn blessi okkur öllum minninguna um góðan og mikilhæfan mann. Bjarni Ólafsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.