Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TT
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á aðalfundi LILI
Ekki er hægt að líta
framhjá misskiptingu
ÉG er alveg farinn að sjá þetta Hvati minn, en ég held að það sé borin von með hann
Kristján, með lepp fyrir öðru og hitt blint af tárum . . .
Hermami Jónasson hótaði fyr-
irvaralausri órsögn úr NATO
HERMANN Jónasson hótaði því
skömmu eftir myndun vinstri
stjórnarinnar undir forsæti hans
árið 1956, að íslendingar segðu
sig úr Atlantshafsbandalaginu
(NATO) „á einni klukkustund“,
ef stjórnvöld fengju ekki aðgang
að trúnaðarupplýsingum banda-
lagsins.
Ismay lávarður, framkvæmda-
stjóri NATO, hafði hætt við að
senda slíkar upplýsingar til íslands
vegna þess, að Sósíalistaflokkur-
inn átti aðild að vinstri stjórninni.
Þetta kemur fram í nýrri bók
Vals Ingimundarsonar sagnfræð-
ings, „I eldlínu kalda stríðsins",
sem fjallar um samskipti íslands
og Bandaríkjanna á fimmta og
sjötta áratugnum og kemur út hjá
Vöku-Helgafelli.
Andstaða Bandaríkjamanna
Bandaríkjamenn voru einkum
mótfallnir því að stjómin fengi
aðgang að hernaðarskjölum aðild-
am'kja bandalagsins meðan Sós-
íalistaflokkurinn hefði áhrif á
stjómarstefnuna. Þeir vildu ekki
eiga á hættu, að sósíalistar fengju
upplýsingar um hemaðaráætlanir
NATO. Ráðherrar Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks neituðu að
sætta sig við þessa mismunun og
gerðu þá kröfu, að íslensk stjórn-
völd fengju aðgang að öllum skjöl-
um bandalagsins.
Hins vegar kom Hans G.
Andersen, fastafulltrúi íslands
hjá NATO, þeim skilaboðum
áleiðis til framkvæmdastjóra
bandalagsins, að hann gæti treyst
því, að trúnaðarupplýsingum
bandalagsins yrði haldið frá al-
þýðubandalagsráðherrunum
tveimur, Lúðvík Jósepssyni og
Hannibal Valdimarssyni.
Bandaríkjamenn beygðu sig
ekki í málinu fyrr en það náði
suðupunkti. Ottuðust aðrar
NATO-þjóðir, að íslensk stjómvöld
mundu frekar segja sig úr banda-
laginu en una því að verða útilok-
uð frá hemaðarsamstarfi þess.
Það var ekki að ófyrirsynju, því
að Hermann Jónasson hótaði í
samtali við Andrew Gilchrist,
sendiherra Breta á íslandi, að ís-
lensk stjórnvöld segðu sig úr
bandalaginu.
Deila um keisarans skegg?
Þótt deila þessi hafi verið komin
á mjög alvarlegt stig, heldur Valur
því fram í bók sinni, að hún hafi
í raun verið um keisarans skegg.
íslendingar hefðu fengið að sitja
áfram við sama borð og aðrar
bandalagsþjóðir NATO, en þeir
hafi látið sig öryggismál þeirra
litlu varða. Viðkvæðið hafi verið
það, að varnir íslands væru byggð-
ar á vamarsamningnum við
Bandaríkjamenn fremur en sam-
eiginlegum skuldbindingum
NATO. Eftir að Bandaríkjamenn
féllust á að aflétta takmörkunum
á upplýsingaflæði bandalagsins til
íslands, tjáðu íslensk stjórnvöld
framkvæmdastjóra NATO, að þau
mundu ekki taka virkari þátt í
NATO en áður. Þannig hafi ís-
lensk stjórnvöld gert kröfu um að
njóta sömu réttinda og aðrar
NATO-þjóðir án þess að hafa
áhuga á því að nýta sér þau rétt-
indi.
Guðbergur kjörinn aksturs-
íþróttamaður ársins
REYKVÍKINGURINN Guðbergur
Guðbergssonn var kjörinn akst-
ursíþróttamaður ársins á lokahófi
Landsambands íslenskra aksturs-
íþróttamanna á föstudagskvöld.
Hann var valin úr hópi níu manna
sem höfðu verið tilnefndir. Á
lokahófinu voru 32 meistaratitlar
afhentir, þ.á m. eignarbikar til
handa feðgunum Rúnari Jónssyni
og Jóni Ragnarssyni sem urðu
meistarar í rallakstri þriðja árið
í röð.
Þá voru fyrstu heimsbikartitl-
arnir í torfæru afhentir þeim
Gunnari Pálma Péturssyni frá
Hornafirði og Haraldi Péturssyni
úr Ölfusi.
Akstursíþróttamaður ársins,
Guðbergur Guðbergsson, hefur
lengi keppt í akstursíþróttum,
byijaði í motokross, en hefur síð-
an m.a. keppt í rallakstri, á vél-
sleðum, í torfæru og bílkrossi.
Hann varð íslandsmeistari í bíl-
krossi þriðja árið í röð í ár á
Porsche og hefur auk þess staðið
að rekstri keppnisbrautar við
Hafnarfjörð. I hófinu fékk hann
farandbikar sem gefinn var fyrir
nokkrum árum til minningar um
rallökumanninn Jón S. Halldórs-
son sem var besti vinur Guð-
bergs. Hann lést í umferðarslysi.
Kona Guðbergs, Kristín Birna
Garðarsdóttir, hefur einnig
keppt í bílkrossi og varð meistari
1993.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Guðbergnr Guðbergsson.
Syngur 20 lög á geisladiski
íslensku söng-
lögin eru mikill
fjársjóður
KOMIN er út geisla-
plata með 20 ís-
lenskum sönglög-
um sem Elísabet F. Eiríks-
dóttir sópransöngkona
syngur og gefur út sjálf.
Undirleikari hennar á
píanó er Elín Guðmunds-
dóttir. Upptökur fóru fram
í Fella- og Hólakirkju í
haust og stjómaði þeim
Sigurður Rúnar Jónsson.
Þær Elísabet og Elín ætla
að flytja öll lögin á diskin-
um á tónleikum í Norræna
húsinu í Reykjavík næst-
komandi þriðjudagskvöld,
19. nóvember, kl. 20.30.
En hvað kom til að ráðist
var í þessa útgáfu?
„Þetta þróaðist nú bara
smám saman en hugmynd-
in kviknaði í umræðum
milli manns míns og móður Elín-
ar fyrir rúmlega ári. Okkur
fannst við nánari skoðun að þetta
gæti verið raunhæft og hófum
undirbúning, völdum lög og réð-
umst í upptökurnar."
Var val á sönglögum erfitt?
„Já, íslensku sönglögin em
hreinn fjársjóður og þar á ég
bæði við lög og texta og þar er
vissulega um auðugan garð að
gresja. Þótt sönglagahefð okkar
sé ekki nema 100 ára gömul eru
til um þijú þúsund lög svo það
var erfitt að velja aðeins 20. Ég
hefði getað sungið miklu fleiri lög!
Ég ráðfærði mig náttúrlega við
Elínu og við reyndum að finna
blöndu af þekktum og óþekktum
lögum eftir núlifandi og gengin
tónskáld en það er auðvitað ekki
til nein ákveðin uppskrift í þess-
um efnum. Þarna eru til dæmis
tvö lög eftir Jón Ásgeirsson, sem
ég frumflutti á afmæli Kennara-
háskólans á sínum tíma, lag eftir
Loft Guðmundsson sem er lítið
þekkt og sömuleiðis lag eftir
Emil Thoroddsen. Mörg þessara
laga hafa ekki komið út á diski
eða plötu áður. Af öðrum tón-
skáldum má nefna Jórunni Viðar,
Þórarin Guðmundsson og Bjama
Þorsteinsson og textar eru meðal
annars eftir Halldór Laxness,
Stephan G. Stephansson og Dav-
íð Stefánsson."
Elísabet F. Eiríksdóttir segist
hafa sungið frá barnæsku, m.a.
í skólakórum og síðar Pólýfón-
kórnum og að þar hafi kviknað
áhugi á frekara námi í söng:
„Eg fór aðallega í Söngskólann
til að verða betur hæf sem kórfé-
lagi og ég vildi gjarnan læra
meira í músík en ég ___________
hafði lært dálítið á gít-
ar sem barn. Ég fór
fyrst fyrir forvitni sak-
ir því Rut Magnússon,
sem var raddþjálfari okkar í Pólý-
fónkórnum, kenndi líka við Söng-
skólann og ég fór svo í söngkenn-
aranámið af fullri alvöru. Rut
kenndi mér fyrstu tvö árin en
síðan Þuríður Pálsdóttir. Eftir að
ég lauk prófinu tók ég að mér
kennslu við Söngskólann og hefur
það verið aðalstarfið fyrir utan
að koma fram á tónleikum og í
óperusýningum.“
Fyrsta stóra hlutverk Elísabet-
ar í óperu var í Grímudansleik í
Þjóðleikhúsinu þar sem hún söng
eitt aðalhlutverkið á móti Kristj-
áni Jóhannssyni. „Ég fór í prufu-
söng þrátt fyrir að vera komin
nokkra mánuði á leið með yngsta
bamið því ég gerði hreint ekki
Morgunblaðið/Kristinn
Elísabet F. Eiríksdóttir
► Elísabet F. Eiríksdóttir er
fædd í Reykjavík 16. júní 1946.
Eftir stúdentspróf og kennara-
próf kenndi hún við Melaskól-
ann í Reykjavík og hóf nám í
Söngskólanum í Reykjavík.
Lauk hún söngkennaraprófi
þaðan 1980 og hefur síðan
kennt við Söngskólann. Jafn-
framt hefur hún haldið ein-
söngstónleika, komið fram sem
einsöngvari með kórum og í
óperuhlutverkum í Þjóðleik-
húsinu og íslensku óperunni.
Maður hennar er Þórleifur
Jónsson og eiga þau þrjú börn.
ráð fyrir að fá hlutverkið. Eftir
prufusönginn var hringt úr Þjóð-
leikhúsinu áður en ég var komin
heim og mér boðið þetta hlut-
verk. Mér varð svo mikið um að
ég bað um sérstakt viðtal við
Gísla Alfreðsson sem þá var þjóð-
leikhússtjóri og hitti hann nokkr-
um dögum seinna og hafði ég af
þessu öllu miklar áhyggjur. En
það var óþarfi því hann var ekk-
ert nema elskulegheitin og við
fundum út að ég gat verið með
á nokkrum æfingum þarna um
vorið og byijað síðan á fullu að
haustinu en dóttirin fæddist í
júní. Þetta lánaðist allt mjög vel
og mætti ég miklum skilningi og
hjálp bæði í leikhúsinu og fjöl-
skyldunni."
Ertu ánægð með árangurinn á
geisladiskinum?
„Ég er sjálfsagt aldrei ánægð
og geri reyndar lítið að þvi að
hlusta á eigin upptökur. En ég
hafði góðan tónlistarráðunaut,
Unni Jensdóttur, og treysti mati
________ hennar og Sigurðar
Rúnars. Það er hins
vegar allt annað að
syngja fyrir upptökur
en fólk í tónleikasal -
manni finnst vanta eitthvert líf
og einhver viðbrögð - en við
erum ánægðar með útkomuna."
Nafn disksins er Um undra-
geim, hvaðan kemur það?
„Það er úr kvæði Benedikts
Sv. Gröndal, Gaman og alvara,
en Sigfús Einarsson notaði hluta
þess í lag sem hann samdi. Mér
fannst þetta viðeigandi heiti -
við erum á ferð um undrageim
tónlistar og ljóðlistar, sagði Elísa-
bet að lokum og má bæta því við
að allir textar fylgja diskinum
ásamt enskri þýðingu Rutar
Magnúsdóttur.
Þær Elísabet og Elín hafa þeg-
ar haldið útgáfutónleika á Ólafs-
firði og Akureyri.
ÁnægAar með
útkomuna