Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 13
Reuter
HELMUT Schlesinger (t.v), fyrrum bankastjóri þýska seðlabank-
ans, á blaðamannafundi með Theo Waigel,
fjármálaráðherra Þýskslands.
isstofnunarinnar, EMI og fram-
kvæmdastjórnar ESB meta í samein-
ingu EMU-aðild hvers lands.
Pólitísk markmið í fyrirrúmi
Sú kynslóð evrópskra leiðtoga, sem
nú er að hverfa af sjónarsviði stjórn-
og efnahagsmála er mörkuð reynslu
seinni heimstyrjaldarinnar og það er
sú reynsla, sem er undirstaðan undir
hugmyndum um Evrópusamrunann.
Sjálfur var Schlesinger hermaður í
þýska hemum í tvö ár. í grein sinni
nefnir hann að þó hagfræðingar geti
fundið ýmis mótrök gegn EMU sé
myntsambandið annað og meira en
bara hagfræðidæmi. í huga hans
kynslóðar er takmark Evrópus-
amrunans pólitískt, markað minning-
um um að Evrópa hefur um aldir
verið blóðugt átakasvæði. Helmut
Kohl Þýskalandskanslari minnir stöð-
ugt á að takmarkið sé evrópskt
Þýskaland. Kynslóð Schlesingers
vonar að reynsla stríðsáranna gleym-
ist ekki, þó hún geri sér grein fyrir
að reynsla erfist ekki.
Evrópusamruninn hófst eftir
efnahagsleiðum með Kol- og stál-
sambandinu 1952, síðan tók við
Efnahagsbandalag með sex löndum
og smám saman hefur verið bætt
við sviðum og löndum. Samhliða
hefur svo verið lagt inn á braut hins
pólitíska samruna. Hin upphaflega
Evrópusýn, sem þýskir, franskir og
ítalskir hugsuðir settu fram eftir
stríð var sameinuð Evrópa í einhvers
konar sambandsríki. Norrænir
stjórnmálamenn halda því gjarnan
fram að sú sýn hafi dáið drottni sín-
um á undanförnum áratug. Vísast
liafa hvorki Schlesinger, Kohl né
aðrir leiðandi Mið-Evrópubúar í
Jiuga stofnun evrópsks sambands-
lýðveldis í mynd hins þýska né
Bandaríkjanna, en Evrópusýnin er
enn sem fyrr grundvölluð að sam-
annjörvuðu þjóðabandalagi, sem enn
hefur ekki séð dagsins ljós, sem
enginn veit hvernig muni líta út, en
sem er eina sannfærandi markmið
Evrópusamrunans. Núverandi
skipulag er skissan að framtíðar-
skipulaginu, en henni er enn margt
áfátt, meðal annars að leikreglum
lýðræðis, sem allir ábyrgir Evr-
ópubúar hallast að, sé haldið til
streitu.
Þeir eru margir, sem reyna að spá
í fínteikningu skissunnar og sitt sýn-
ist hveijum. Leiðir EMU til pólitísks
samruna, eins og Kohl hefur haldið
fram, er pólitískur samruni forsenda
fyrir EMU eins og Schlesinger sagði
í ræðu sinni er hann tók við sem
aðalbankastjóri 1991 eða eru hinn
pólitíski samruni og EMU tvær
óháðar stærðir eins og Kenneth
Clarke fjármálaráðherra Breta held-
ur fram? Hinn pólitíski samruni hef-
ur mjög hægt á sér síðan 1991,
meðan EMU flýtir fyrir efnahagsieg-
um samruna ef svo heldur fram sem
horfir. Meðan tómarúm millibils-
ástandsins ríkir dugir skissukennd
uppbygging og viljinn, en þegar til
lengri tíma er litið getur hagfræð-
ingur varla hugsað sér seðlabanka
og myntkerfi án öflugs pólitisks
kerfis, þó Hans Tietmeyer láti sér
nægja að tala um óuppleysanlegt
bræðralag.
Reynsluna af ERM má túlka á
margvíslegan hátt. Sumir segja hana
dæmi um að samtenging gjaldmiðla
gangi ekki upp, svo EMU stefni lönd-
unum í ógöngur. Sjónarmið Bundes-
bankamanna er fremur að ERM sýni
að meira þurfi til. Það var óþolandi
ástand að þýska markið væri þung-
amiðja kerfisins, því um leið vakti
þýsk peningastjórn sífellda spennu
í samskiptunum við hin löndin.
Lausnin sé EMU.
Mótbárur hagfræðinga
Því fer íjarri að allir hagfræðing-
ar séu á einu máli um ágæti EMU.
í augum bandarískra hagfræðinga
eins og Paul Klugmann er EMU leið-
in til að festa í sessi verstu einkenni
evrópskra hagkerfa eins og ósveigj-
anleika þeirra. Alvarlega þenkjandi
evrópskir hagfræðingar eins og
Schlesinger hafa tilhneigingu til að
taka hæfilegt mark á bandarískum
háskólahagfræðingum, sem séu oft
á tíðum ekki einu sinni læsir á ann-
að en hagfræðirit á ensku. Gegn
hugmyndum eins og þeim frá Klug-
mann benda þeir einnig á að Frakk-
land sé gott dæmi um að Evrópu-
samstarfið geti einmitt hnikað lönd-
um á rétta braut. Franskur áætlun-
'arbúskapur og ríkisafskipti hafi vik-
ið fyrir hugmyndum um samkeppni
og sveigjanleika.
f grein sinni nefnir Schlesinger
að margir hafi áhyggjur af að EMU
leiði til atvinnuleysis, en tekur ekki
á þeim áhyggjum, heldur segir að
tekið sé mið af þessu í EMU-áætl-
ununum. Sænski hagfræðingurinn
Assar Lindbeck hefur áhyggjur af
að EMU geti leitt til stórfellds at-
vinnuleysis og Eddie George banka-
stjóri breska seðlabankans hefur
einfaldiega stungið upp á að at-
vinnuleysisforsendur verði teknar
með í Maastricht. Uppástunga Ge-
orges kemur of seint, því viðbætur
í Maastricht eru vart framkvæman-
legar. Seðlabankamenn benda einn-
ig á að baráttan við atvinnuleysi
liggi utan þeirra verkahrings og
lendi því heldur ekki á verkefnaskrá
EMU. Hér verði stjórnmálamenn
að grípa til sinna ráða. Áhyggjur
Lindbecks eru á góðum rökum reist-
ar, því margir sjá fyrir að á EMU-
svæðinu geti myndast atvinnuleys-
issvæði, en slík svæði eru þegar til
í Evrópu og á sumum hefur tekist
vel til. Það er ekki langt síðan að
írland virtist vonlaust dæmi, en
þróunin þar hefur snúist við. Innan
ESB eru öflugir uppbyggingar- og
svæðasjóðir, sem stjórnmálamenn
geta notað til að takast á við at-
vinnuleysissvæðin.
Langtíma afleiðingar EMU:
samruni skatta og gjalda
Síðasta setningin í grein Schles-
ingers lýtur að langtíma áhrifum
EMU. Þar segir hann að myntsam-
band steypi löndunum saman í
óuppleysanlega heild og muni held-
ur ekki láta ósnortin þau stefnu-
svið, sem áður hafi verið umráða-
svið þjóðríkjanna, án þess að segja
hver þau séu. Fyrr í grein sinni
talar Schlesinger um að innan
myntsambands verði ekki aðeins
keppt um verð og gæði, heldur
muni sú samræming sem fylgir í
kjölfar myntsambands leiða til sam-
keppni milli hagkerfa einstakra
landa. í framhaldi af því nefnir
hann að félagstryggingar á Norður-
löndum hafi numið 33 prósentum
af þjóðarframleiðslu 1993, 31 pró-
senti í Þýskalandi og Frakklandi og
28 prósentum í Bretlandi, en hlut-
fallið sé lægra í Suður-Evrópu. Án
þess að nefna nein lönd segir hann
að erfitt sé fyrir stjórmálamenn að
grípa hér inn, sé það nauðsynlegt,
í mörgum löndum.
Það er því freistandi að álíta að
með niðurlagsorðum sínum vísi hann
meðal annars til skattlagningar.
Áhrif ESB á skattlagningu er til
dæmis stórmál í Svíþjóð og þegar
Alexander Lamfalussy yfirmaður
evrópsku gengisstofnunarinnar,
EMI var nýlega á ferð þar sagði
hann að skattlagning yrði eftir sem
áður einkamál hvers lands. Það má
vera að svo verði enn um árabil, en
með þá samkeppni í huga, sem
Schlesinger nefnir virðist óhjá-
kvæmilegt að löndin verði til dæmis
að samræma virðisaukaskatt sinn.
Og þar sem einstaklingsskattar eru
hluti af rekstrarumhverfi fyrirtækja
er vísast óhjákvæmilegt að þeir verði
fyrir þrýstingi. Með öðrum orðum
þá koma þjóðkerfin til að keppa
hvert við annað og í slíkri sam-
keppni verður skattlagningin ekki
stikkfrí.
Nýlega kom út kver eftir Otmar
Issing aðalhagfræðing Bundes-
bank, þar sem hann mótar nánar
þær hugmyndir, sem Schlesinger
og hann sjálfur hafa sett fram um
mikilvægi pólitísks samruna. Þar
spyr hann hvort kjarkmikil peninga-
stefna og feimnislegt hik á stjórn-
málasviðinu fari saman. Svarið
hlýtur að vera nei. Kynslóð Schles-
inger hafði kjark til að byggja upp
rústað Þýskaland eftir stríð og
leggja drög að Evrópusamruna til
að auka öryggi komandi kynslóða.
Spurningin er hvort kjarkurinn er
enn til staðar hjá þeim sem yngri
eru og þá um leið hugurinn til að
halda áfram í þessa átt.
BROTHD BLAÐ í LUNDÚNAFERÐUM MEÐ SÉRKJÖRUM HEIMSKLÚBBSINS:
Auslurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564
Vissirðu, að London er mesta
heimsborgin, fjölbreyttasta, vin-
sælasta og ódýrasta verslunar-
borg Evrópu, samkvæmt nýlegri
könnun NEWSWEEK?
- Hvers vegna að leita
þá annað?
Hversu vel þekkirðu London? Fjöldi
íslendinga fær einhæfa mynd af
London og hefur aldrei kynnst
borginni fyrir utan hótel í lægri
kantinum, nokkrar verslunargötur
og krár og gerir sér ekki grein
fyrir hve mögnuð borgin er
og afbragð annarra borga.
Hér bætir Heimsklúbburinn um betur með 4 daga
frábærri skemmti-, menningar- og verslunarferð, þar
sem búið er á ROYAL GARDEN, einu fallegasta hóteli
Lundúna. Dagskráin undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, sem
gjörþekkir borgina, er hreint jóla-ævintýri.
í/ ölaskapi á ekki sinn lika
y -12.-15. des.,
12. des. Flug Flugleiða að
morgni til Heathrow flugvallar og
flutningur til hins glæsilega
ROYAL GARDEN við Hyde Park,
sem er nýopnað eftir gagngerar
breytingar og endurnýjun hólf í
gólf. Sumar bestu verslanir
Lundúna í næsta nágrenni. Um
kvöldið stórtónleikar Phil-
harmonia hljómsveitarinnar í
Royal Festival Hall með vin-
sælustu verkum Tchaikowskys
og Rachmaninoffs með stjörnu-
píanista undir stjórn frægasta
hljómsveitarstjóra Rússa.
13. des. Kynnisferðum
London undir leiösögn
Ingólfs, sem kynnir þér
borgina frá mörgum hliðum,
sem þú vissir varla að væru
til, frá dögum Rómverja til
nútímans, gegnum London
Hinriks 8., Shakespeares,
Dickens, Churchills og ótal
annarra. Um kvöldiö
stendur til boða hin vinsæla
ópera Puccinis, Turandot í
einu besta óperuhúsi heims-
ins, COVENT GARDEN.
14. des. Frjáls dagur í London,
þar sem jólastemmningin er í
algleymingi. Ensk jólaveisla með
kalkún og tilheyrandi um kvöldið,
einnig söngleikir, leikhús.
15. des. Eitt merkasta listasafn heimsins meö
verkum meistaranna, NATIONAL GALLERY á
dagskrá kl. 11-13.30. Síðan frábærir jólatón-
leikar í BARBICAN meö vinsælustu tónlistinni
eftir Bach, Handel o.fl. Heimflug um kvöldið.
FA SÆTI LAUS! Pantanir teknar á
kynningunni á Hótel Sögu kl. 14 í dag
Ferðir Heimsklúbbsins eru ný viðmiðun á ferðalögum á verði
sem er annars óþekkt. Til dæmis má nefna að gistiherbergi
á Royal Garden í eina nótt á almennu verði
kostar
næstum
eins mikið
og öll
feröin.
FERÐASKRIFSTOFAN
H
HEIMSKLUBBUR INGOLFS