Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 15 Nánast öll verkin á sýningunni séldust og það kom listamanninum mjög á óvart. Árið 1988 heldur Guðrún svo aðra einksýningu, að þessu sinni i Nýhöfn, og síðan hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum auk þess sem hún hefur haldið tíu einkasýningar á þessum árum, bæði hér heima og erlendis. í Nor- ræna húsinu árið 1992 sýnir hún fyrst lágmyndir sínar. Guðbjörg Lind spyr Guðrúnu hvernig hún hafi unnið verkin og hvort hafi verið einhverjir sérstakir áhrifa- valdar að þeim? „Ég hafði verið að vinna þessi láréttu málverk, allt upp í sex metra löng málverk. Mig langaði að losa formið frá striganum. Leyfa fjöllunum að vera frjálsari, línum að lifa einum. Þetta var tilraun til þess. Áhrifin eru vafalaust naum- hyggjan sem þarna hefur verið sterk um alllangt skeið og ég hreifst af.“ „Málarðu með orð eða hugtök að leiðarljósi? Ertu meðvitað að reyna að ná fram einhverri hug- mynd eða hugtaki, spyr Eyjólfur Kjalar. „Nei, það geri ég ekki,“ segir Guðrún. „Ertu viss,“ spyr Eyjólfur og er ýMnn. ;[#Það eru fleiri áhrif sem koma tií.og þau eru mun víðtækari og hafa vissa skírskotun til tilfinning- anna,“ segir Guðrún. „Myndirnar þínar eru mjög klín- ískar, hefur það eitthvað með hjúkr- unarfræðinginn að gera og stund- um virka þær jafnvel kuldalega,“ segir Hannes. „Ég er ekki sammála þessu,“ segir Eyjólfur Kjalar. „Guðrún not- ar mikið náttúruliti og í mörgum mýndunum koma fram sterkar til- fipningar þó að naumt sé skammt- að. Þar er heldur aldrei að finna væmni.“ „Þetta eru afar áþreifanlegar myndir sem hafa sterka skírskotun til landslagsins," segir Hannes. Það kemur fram í máli Guðrúnar aðr þegar hún vinnur myndir sínar tekur hún gjarnan ljósmyndir, legg- ur þær á gólfið á vinnustofunni og vinnur eftir þeim formum sem hún sér þar. Einnig hefur hún tekið videómyndir sem hún nýtir í sama tilgangi. Tilheyrir engxi sérstöku gengi „Hvernig var að koma fram með náttúrumyndir á sínum tíma?“ Guðrún svarar þessu ekki beint en segist ekki hafa tilheyrt neinu sér- stöku gengi þegar hún var að byija sinn feril. Guðbjörg Lind skýtur hér inn í: „Þó að Guðrún hefði farið þessa hefðbundu leið í námi efast ég samt um að hún hefði farið út í hugmynd- alist því hún er mjög hrifin af strangflatarmálverki og óhlut- stæðri list eins og myndum eftir Nínu Tryggvadóttur.“ „Þegar ég kynntist krökkum í Myndlista- og handíðskólanum á áttunda áratugnum þá fannst mér eins og allir ættu sér þann draum að mála landslagsmyndir og þegar leyfi kom frá útlöndum upp úr 1990 ruku allir til og fóru að mála lands- lagsmyndir," segir Eyjólfur Kjalar. Guðrún er spurð um ýmsa aðra áhrifavalda, eins og aðra málara. Hún segir að aðrir listamenn hafi haft tiltölulega lítil áhrif á sig. „Ég er ekki ein af þeim sem skoða söguna og vinn út frá því,“ segir hún. „Mér finnst þó ég eigi að vissu leyti andlega samleið með listamönnum sem voru að vinna á sjötta áratugnum.“ Spyrlunum verður tíðrætt um þá leið sem Guðrún hefur fetað milli raunsæis og abstraktlistar. „Guðrún hefur alla tíð sveiflast milli andstæðra póla, milli raunsæis og abstrakts, milli einhvers konar rannsókna og persónulegrar tján- ingar,“ segir Hannes. „Ertu nokkurð haldin þrá- hyggju," spyr Eyjólfur' Kjalar og kímir. „Eru ekki allir listamenn haldnir þráhyggju," svarar Guðrún. „Áttar þú þig á hvað þú ert að þráast við?“ „Ef ég vissi það væri ég búin að afgreiða þetta og væri farin að lesa í bók. Meðan ég veit ekki út á hvað þráhyggjan gengur þá held ég áfram þessu prívat stríði,“ segir Guðrún. „Pabbi sagði eitt sinn við mig að ég væri eins og lítill bátur með allt of stóran mótor.“ Hún brosir. SIEMENS S4-P0WER Góður farsími—enn betri! S4-P0WER er ný og betri útgáfa hins vinsæla farsíma S4 frá Siemens. Hann hefur m.a. nýja rafhlöðu með 70 klst. viðbragðstíma og alltað lOklst. taltíma. Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt ýmsum öðrum símabúnaði. Njótið faglegrar ráðgjafar og þjónustu hjá okkur. hafiu iiiiirii! SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 LISTIR Leyndardómur fiðlunnar leystur? SKOSKUR fiðlusmiður fullyrðir að hann hafi komist að því í hveiju leyndardómurinn að baki hljómi Stradivarius-fiðlunnar liggur. Álan Bewitt fullyrðir í samtali við Scotland on Sunday að hann hafi þróað tækni sem líki eftir þeim breytingum sem verða á viðinum í fiðlunni eftir því sem aldimar líða, og að það taki aðeins nokkra daga. Sérfræðingar era ekki á því að málið sé svo ein- falt, þó þeir vísi fullyrðingum Bew- itts ekki algerlega á bug. Bewitt kallar uppgötvun sína „rakaferli“ og segir hana hafa orðið fýrir algera tilviljun. Hann komst að því að breytingar urðu á fiðlum á verkstæði hans, þrátt fyrir að lítið sem ekkert væri leikið á þær, en al- mennt er talið að tónn fiðlu breytist eftir þvi sem spilað er meira á hana. Bewitt beindi fljótlega sjónum sínum að áhrifum raka á hljóðfærin og komst að því að þau vora umtals- verð. Hefur hann þróað tækni sem byggist á því að gufu af kalíumklór- íði er úðað inn í nýsmíðaða fiðlu. Þá er fiðlan geymd í miklum raka í fimm daga og að því búnu í miklum þurrki í aðra fimm daga. Þetta ferli er end- urtekið sex sinnum og segir Bewitt það gera fiðlumar hljómmeiri. ALAN Bewitt fiðlusmiður tel- ur að rakabreytingar séu lyk- illinn að leyndardómi bestu fíðla heims. 890.000.- Meðal afborgun pr.m. kr 22.600.- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán.<< FIAT CINQUECENTO 1.1 SPORTING FIAT HEFUR ÖRUGGLEGA RÉTTA BÍLINN bílasýning í dag sunnudag FRÁ KL 10 -17 FLAT bifreiðar eru með ABS bremsukerfi, öryggispúða (Airbag), bílbeltastrekkjara og þjófavöm sem staðalbúnað. Reynsluakstur segir meira en mörg orð. Við hvetjum þig því til að heimsækja okkur í Garðabæ um helgina. 1.298.000.- Meðal afborgun pr.m.32.300.- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán." FIAT PUNTO SMIÐSBÚÐ 2 GARÐABÆ SÍMI: 565 6580 > 1.366.000.- Meðal afborgun pr.m.34.500.- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bílalán."' FIAT BRAVO 1,4 SX ístraktor 1.072.000.- Meðal afltorgun pr.m. kr 27.000,- Miðað við 25% útborgun og 36 mánaða bflalán." Einkaumboð fyrir Siemens á Islandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.