Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Y
M
’ICHAEL Fell er Kanada-
maður frá Vancouver,
ekki þó Vesturíslend-
ingur eins og hann upp-
lýsti þegar blaðamaður fór að leita
eftir rótum þessa áhuga hans og
elju við að kynna umheiminum
merkisrit úr kristnisögu íslendinga.
Hann er af enskum ættum og gekk
í skóla í Bretlandi frá 11 ára aldri
fram að heimsstyijöldinni, er hann
var 16 ára gamall. Þar vakti skóla-
kennari, sem vandi komur sínar til
Helsti predikari
á Norðurlöndum
Stærðfræðiprófessor
þýðir Yídalínspostillu
laxveiða á íslandi, áhuga hans á
íslendingasögum. Hann ákvað að
reyna að fara til íslands, sem ekki
gat þó orðið af fyrr en hann var
orðinn nærri sextugur. „Það blund-
aði í undirmeðvitundinni að ein-
hvem tímann mundi ég endurvekja
áhugann á íslandi," segir hann.
Hann hafði nóg annað um að
hugsa sína starfsævi. Hann er dokt-
or í stærðfræði og liggja eftir hann
þykkar bækur í þeim fræðum, sú
þekktasta tveggja binda verk með
löngu og flóknu nafni, sem við reyn-
um ekki einu sinni að skilja. Þegar
hann sýndi lækninum sínum hana
á sínum tíma las hann titilinn sem
sjúkdóm. Hann var prófessor í
stærðfræði við Pensilvaniuháskóla
í Philadelphíu í 25 ár og áður pró-
fessor í Washintonfýlki á vestur-
ströndinni. „Þetta þýðingarstarf er
því mikil breyting á starfssviði
mínu“, segir hann. Daphne kona
hans er bresk og fluttist fullorðin
til Bandaríkanna. Þau gengu í
hjónaband 1957.
Til íslands komu þau fyrst sem
ferðamenn 1980 og hafa tekið slíku
ástfóstri við landið að þau hafa
komið nærri árlega síðan. Arið 1990
keyptu þau sér ibúð á íslandi og
eftir að hann hætti störfum fýrir
fimm árum fóm þau að dvelja leng-
ur á sumrin og eru þar nú fimm
mánuði á ári og sjö mánuði í húsi
sínu í úthverfi Philadelphíu.
Michael Fell, stærðfræðiprófessor frá
Bandaríkjunum, situr í íbúð sinni vestur á
Granda við að skrífa Krístnisögu á íslandi
og yfír próförkum af þýðingu sinni á Vída-
línspostillu, sem kemur út í New York eftir
áramót. Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar
bíður þýðingar. Elín Pálmadóttir ræddi við
hann um þennan sérstæða áhuga er þau
hjón voru á förum heim að sinni fímm mán-
aða sumardvöl lokinni.
íslenskum bókmenntum.
„Jón Vídalín var nokkuð óvenju-
legur predikari að því leyti að hann
áminnti ríkt fólk og höfðingja, sem
kúguðu hina fátæku, og hann tók
mjög djúpt í árinni. Hann var líka
mikill rétttrúarmaður. Réttrúnaður
er sjálfsagt ekki í tísku núna og
því er hann ekki eins vinsæll nú sem
predikari, en að mínu áliti hefur
hann mikið að segja okkur.“
Dr. Michael Fell kveðst hafa byij-
að á þessu verki fyrir 12 árum, en
gat ekki sinnt því mikið fyrr en
hann settist í helgan stein. Síðan
hefur hann notað allan sinn starfs-
tíma í verkið. Bókarheitið í ensku
útgáfunni er „Whom Wind and
Waves Obey“ og er tilvísun í að
Kristur stillti vatn og vind. „Ég vildi
Michael talar hreina íslensku,
hægt, yfirvegað og kórrétt. „Þegar
við komum hingað 1984, þá hugs-
aði ég að úr því að ég vildi koma
hér aftur og aftur þá væri eins
gott að hafa eitthvað að gera. Ég
er fræðimaður og háskólamaður.
Ef ég tekst á hendur eitthvert starf
þá á það að vera á einhveiju fræði-
legu sviði. Ég leit í kring um mig
og sá að Vídalínspostilla hafði ekki
verið þýdd á neitt erlent tungu-
mál“, segir hann til skýringar á því
að hann réðst í það stórvirki að
þýða þá merku húslestrarbók Jóns
biskups Vídalíns frá því um 1720.
„Ég og kona mín höfum bæði
mikinn áhuga á kristinni trú. í
Bandaríkjunum erum við í Biskupa-
kirkjunni, en hér er ég lúterstrúar-
maður. í grundvallaratriðum er
ekki mikill munur á því, að mínu
áliti. Ég vildi því gera eitthvað í
tengslum við kristindóminn. Þess
Morgunblaði/Árni Sæberg
DR. Michael Fell og Daphne kona hans í íbúð þeirra við Boðagranda i Reykjavík
vegna fékk ég mikinn áhuga á
Vídalínspostillu. Ég byijaði að þýða
hana til að vita hvort ég hefði nægi-
legan áhuga til að halda áfram.
Og fann að svo var. Lítill markaður
er fyrir bók eins og Vídalínspostillu,
jafnvel hér. Hvað þá á ensku. Ég
hafði í huga að nokkrir Vesturís-
lendingar, sem eru hættir að tala
Allt fyrir GLUGGANN
Úrval, gæði, þjónusta.
✓ Trérimiagluggatjöld smíðuð eftir máli.
✓ Margar viðartegundir.
✓ Einnig 50 mm álrimlagluggatjöld.
✓ Mikið úrval lita.
Síðumúla 32 • Reykjavík • Sími: 553-1870 / 568-8770
Tjarnargötu 17 • Keflavík • Sími: 421-2061
Glerárgötu 34 • Akureyri • Sími: 462-6685
íslensku, gætu haft
áhuga á Vídalínspost-
illu. En áhugaverðust
væri svona þýðing fyrir
lærða menn í guðfræði
á sviði predikunar, eink-
um sögu predikunar á
Norðurlöndum. Vídalín
var á sínum tíma einn
helsti predikari á Norð-
urlöndum.
Prófessorinn, sem
skoðaði handrit mitt og
var útgefanda til ráðu-
neytis um hvort væri
ómaksins vert að gefa
þetta út í Bandaríkjun-
um, er prófessor í lút-
erskum prestaskóla.
Hann hafði áhuga á því
og kvað það vera mjög
gagnlegt fyrir rann-
sóknir á sögu lúterskrar
kirkju á Norðurlöndum
beina því til nútíma-
fólks að þá voru öll
náttúruöfiin á valdi
guðs. Það er erfiðara
fyrir nútímafólk að
trúa því, því við tölum
um að náttúruöfl hlíti
lögmálum eðlisfræð-
innar, sem er að sjálf-
sögðu satt. En það er
erfitt að koma því heim
og saman við hefð-
bundna kenningu
kirkjunnar."
JÓN Vidalín bisk-
up. Vatnslita-
mynd sem talin
er vera eftir séra
Hjalta Þorsteins-
son í Vatnsfirði.
Skrifar Kristnisögu
á íslandi
og fyrir guðfræðinga í enskumæl-
andi löndum. Mér þykir líka vænt
um að geta sagt að Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra hefur ver-
ið sammála um þetta og veitti mér
íjárstyrk. Útgefandinn, Peter Lang
í New York, vildi gefa bókina út,
en vegna þess hve markaðurinn er
lítill krafðist hann einhvers útgáfu-
styrks. Hann vissi að þetta yrði
ekki metsölubók," segir Michael
Fell og hlær við.
Hann sýnir mér handritið sem
er komið úr prófarkalestri og hann
er að fara yfir. Þetta er stór bók,
um 400 blaðsíður að stærð. Það er
vel viðeigandi að hún komi út nær
280 árum eftir að hann skrifaði
hana á árunum 1718-1720. Þetta
er eina guðfræðiritið í lausu máli
sem öðlast hefur varanlegan sess í
ir að hann kemur út. Hefur með
sér bækur og skjöl. Hann kveðst
ekki hafa fundið útgefanda að
Kristnisögu á íslandi á ensku enn-
þá.
Sjálfsævisaga
eldklerksins.
Þótt Vídalínspostilla
sé rétt ókomin út læt-
ur Michael Fell ekki
deigan síga. Hann er
á kafi í að skrifa á
ensku Kristnisögu á
Islandi. „Ég veit að
eftir tvö ár kemur hér út Kristni-
saga íslands í fjórum bindum, sem
er í vinnslu. Ég hefi stundum velt
því fyrir mér hvort ég ætti að bíða
eftir henni og þýða á ensku. Ég
ákvað þó að frumsemja af því að
enskumælandi fólk mundi ekki vilja
lesa jafn ítarlega frásögn sem Is-
lendingar. Þetta er merkileg saga,
en í henni eru mörg erfið viðfangs-
efni. Erfiðast er að skrifa um 20.
öldina, hún er ókannað land, því
enginn hefur enn tekið þær heimild-
ir saman. Um fyrri aldir get ég
stuðst við aðrar bækur, svo sem
Kristnisögu á íslandi eftir Jón
Helgason biskup. Ég er búinn að
safna nær öllu efni. Efnið liggur
fyrir, en ég á eftir að skipuleggja
það og stytta,“ segir Michael. Hann
getur því haldið áfram verkinu eft-
Þessi mikli áhugamaður ætlar
ekki að láta þar staðar numið.
Hann er að búa sig undir að þýða
Ævisögu Jóns Steingrímssonar,
sem hann hefur áhuga á. „í fyrra
fórum við að Kirkjubæjarídaustri
og presturinn sýndi okkur þann
sama kaleik, sem Jón Steingríms-
son notaði þegar hann fór í húsvitj-
anir til sóknarbarna sinna. Það var
mjög athyglisvert. Ævisaga séra
Jóns er mjög skemmtileg bók og
gefur góða hugmynd um kristin-
dóminn á hans dögum. Og spenn-
andi að lesa lýsingu hans á eld-
messunni 1783 í Skaftáreldum og
hvernig hraunstraumurinn stöðv-
aðist spölkorn frá kirkjunni. Eldrit
hans hefur verið þýtt á ensku af
Kenevu Kuns og ég hefi fengið að
sjá þá þýðingu, sem er ókomin út.“
Michael Fell kveðst ætla að þýða
Ævisögu séra Jóns, sem er talin
eitt merkasta lausamálsrit 18. ald-
ar og góð heimild um aldarfar og
hugsunarhátt þess tíma, þar sem
hörmungar sem yfir mennina
ganga eru taldar eðlileg refsing
fyrir syndir þeirra. Hann kvaðst
vera byijaður, búinn með fyrstu
fjóra kaflana, en þetta séu stuttir
kaflar, svo verkið er rétt hafið.
„Séra Sigurbjörn Einarsson hef-
ur veitt mér mikinn stuðning til
þessara verka. Við erum góðir vin-
ir. Hann hefur uppörvað mig og
gefið mér ráð,“ segir hann.
Daphne kona hans bætir við að
þau eigi hér vini og íslendingar séu
einstaklega vinsamlegir. Þótt
Michael sé önnum kafinn við skrift-
ir ieiðist henni ekki. Þykir gaman
að fá tækifæri til að vera hér, seg-
ir hún. Næsta sumar ætla þau að
halda upp á 40 ára brúðkaupsaf-
mæli sitt á íslandi með börnum
sínum og tengdasyni. Mágarnir
fást við ljármál, en dóttirin er pró-
fessor í trúarbragðafræðum og
kennir við Barnard College. Sér-
svið hennar er hindúismi. „Við
tölum saman sitt úr hverri áttinni.
Ég er rétttrúaðri en hún. Samt sem
áður eigum við margt sameigin-
legt“, segir hann.
Michael og Daphne Fell eru trú-
að fólk og kirkjurækin heima í
Bandaríkjunum. Hvað finnst þeim
um íslendinga, eru þeir trúaðir?
„Þeir eru sjálfsagt ekki mikið gefn-
ir fyrir kirkjusókn. Það þýðir þó
ekki að þeir séu alls ekki trúaðir.
Vegna trúaráhuga míns eru vinir
okkar hér að mestu leyti trúað
fólk, svo ég á erfitt með að mynda
mér skoðun á því. Ég hefi lesið bók
eftir Pétur Pétursson prófessor,
þar sem hann fjallar um könnun á
skoðunum íslendinga í trúarlegum
efnum. Hann kemst að þeirri niður-
stöðu að þótt kirkjusókn sé lítil á
íslandi, þá séu íslendingar samt
sem áður að nokkru leyti trúaðir.
Þeir trúa á guð, en trú þeirra er
nokkuð óákveðin og veik. Við höf-
um tekið eftir því að jafnvel fólk
sem sækir kirkju ekki mikið ber
virðingu fyrir kirkjunni og vill ekki
að kirkjunni sé spillt eða sýnd
óvirðing."
Meðan við tölum saman hefi ég
verið að dáðst að þeim tökum sem
dr. Michael Fell hefur á íslensku
máli, beygingum þess og orða-
forða. Kannski kemur færni hans
í stærðfræði þar til góða, en áður
en hann tók að læra íslensku lærði
hann sanskrít. Þegar hann hafði
náð tökum á því skrýtna máli sneri
hann sér að því næsta — íslensk-
unni.
I
t
I
tr
t
I
I
I
1
i