Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 22

Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 22
22 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR veikra barna verða að liggja á dýnum á gólfinu hjá börnum sínum. ÁÆTLANIR eru um að selja land Ríkisspítala við Vífílsstaði til þess að fjármagna byggingu bamasp- ítala Landspítalans að hluta til, auk þess sem þegar er til í sjóði, sem Kvenfélagið Hring- urinn hefur safnað, á annað hundrað milljónir króna. Alls mun byggingin kosta um 800 millj- ónir króna og tals- verðan hluta verðs- ins fær ríkið aftur í formi ýmiss konar skatta. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur sagt að hún hafi ekki verið mikill talsmaður byggingar- framkvæmda en við nánari athugun ekki séð annað fært en ráðast í þessa byggingu. „Á síðustu árum hefur orðið hugarfars- breyting varðandi umönnun veikra bama. Nú er lögð áhersla á að for- eldrar hafi tækifæri til að dvelja hjá veikum börnum sín- um, en áður má segja að foreldrar hafí afhent læknum og hjúkranarfólki veik börn sín og farið heim meðan verið var að lækna þau. Húsnæði barn- aspítala Hringsins tekur mið af þess- um gömlu viðhorf- um,“ sagði ráðherr- ann í viðtali við Morgunblaðið. Stefnan að efla dagdeildina Það hefur komið fram að samhugur ríkir innan Ríkisspítala um þá ákvörðun að láta byggingu barnaspítala ganga fyrir öðrum framkvæmdum sem era taldar bráðnauð- LÍTIÐ rými er til að sinna örsmáum sjúklingum vökudeildar. Komið hefur fram í fréttum að til standi að reisa barnaspít- ala við Landspítalann á næst- unni. Mjög þröngt hefur verið um starfsemi barnaspítalans og ekki raunhæfur möguleiki að leysa úr húsnæðisvandræð- unum nema með nýbyggingu. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti bamaspítala Land- spítalans til þess að kanna hvernig aðstæður þar em. synlegar. Þegar gengið er um húsnæði barnaspítala Landspítalans, sem tók til starfa árið 1957, er hveijum manni auðséð að þörf er brýn fyrir stærra húsnæði. Sam- kvæmt upplýsingum Ásgeirs Haraldssonar yfirlæknis deildarinnar leggjast tæplega 3.000 börn inn á spítalann til rannsókna og/eða meðferðar ár hvert. Um 4.000 börn koma á bráðmóttöku spítalans, af þeim eru um eitt þúsund lögð inn en hin geta farið heim að rannsókn og meðferð lokinni. Ás- geir kvað stefnuna vera þá að stækka dag- deildina en ekki fjölga legurúmum að ráði, ekki verði því þörf fyrir mikið fleira starfs- fólk þegar hinn nýi spítali rís en nú er. Stækkun dagdeildar telja forráðamenn spít- alans að henti vel við núverandi aðstæður. Ásgeir segir að stærri og fullkomnari dag- og göngudeild skapi möguleika fyrir fleiri börn að koma á spítalann til meðferðar vegna sjúkdóms en vera heima milli heim- sókna þangað. Auðvitað eru þó alltaf mörg börn sem verða að liggja á deild. Aðstaðan fyrir for- eldra þeirra bama er sannarlega ekki öf- undsverð eins og er. Þeir liggja á dýnunum á gólfinu hjá rúmum barna sinna og á dag- inn er dýnunum troðið í hillu og rúmfötun- um vöðlað saman í aðra hillu. Þetta er kannski í lagi ef um er að ræða skamman tíma en varla boðlegt ef um er að ræða aðstandendur langveikra barna. Nú eru þau viðhorf uppi að best sé fyrir veik böm að hafa foreldra sína hjá sér eins mikið og unnt er meðan á sjúkleika þeirra stendur. Greinilega er gert allt sem unnt er af hálfu barnaspítalans til þess að koma á móts við þessar þarfir. Háskólanemar hornrekur Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Ekki era þó nemendur í læknisfræði ofsælir af þeirri aðstöðu sem_ þeim er boðið upp á hjá barnaspítalanum. í gluggalausu skoti einu, sem er nánast ekkert nema brattar tröppur og snagar á veggjum, hafa þeir afdrep. Þar er varla pláss fyrir fatnað af mörgum nem- um, hváð þá að þeir geti sjálfir hafst þarna við með námsbækur sínar ef nauðsyn krefði. Hinir ungu sjúklingar deildarinnar eru margir hveijir skólaskyldir og eru á hinum ýmsu stigum grunnskólans. Ekki er aðstað- an til þess að kenna þeim þægileg. Eitt lít- ið herbergi á neðri hæð barnadeildar er ætlað til þessara nota og er þar þröng á þingi. Ásgeir kvað heppilegra að hafa slíka stofu rétt utan við deildina, það væri á ýmsan hátt betra fyrir langveik börn að fara til skólastarfs utan við það umhverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.