Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 46
46 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
HTTP://WWW.
THE ARRIVAL.COM
KLIKKAÐI PROFESSORINN
TTsiteaoa páiía í
Tlh® BsOiwifífy
[ppisfessoií1
fártoda,,
œns/máíisia ®d
Q^ir<S>aa
§p®rtm9a
★★★
A.I.MBL
Mynd sem hfgar
uppá tilveruna.
H.K. DV
SHANGHAI
TRIAD
SHANGHAI GENGIÐ
FRUMSYNING: ALLT I GRÆNUM SJO
*
-
• V.
r ★% ★' ★'. '
Á.Þ'. Dágsljos
Nýasta mynd meistara
Zhang Yimou
(Rauði lampinn)
Sýnd kl. 7.
Sýndkl. 5. ísl.texti.
E,,.r52rl \ ) KsjaFffil
KlUáuil’' .._J v. . f^T^TÍwniJ
Sagt er að hörðustu brimbrettagæjar heims séu i suður-Englandi.
Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast suður til að kljúfa
stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt
er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með
Ewan McGregor úr Trainspotting i aðalhlutverki.
Heppnir gestir sem kaupa miða á Blue Juice fá gefins Stuzzy bol
eða derhúfu frá Xtra á Laugavegi 51.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. i2ára
Harðsviraöur málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem
hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla i suður Flórída. Aðalhlutverk
Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The
Crow), Diane Venora (Heat)
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára.
BRIMBROT
SHEEN
★ ★★
Taka 2
TIIH APRRIMIL
Sýnd kl. 3 og 11.15.
GUNNLAUGUR Helgason, Hallur Helgason, Kolbrún Ýr Gísla-
dóttir og Björn Björnsson.
MAGNÚS og Jóhann ásamt Pétri Hjaltested í miðið.
Skífan
20 ára
SKÍFAN hélt upp á 20 ára afmæl-
iðmeð glæsilegri afmælisveislu
í Operukjallaranum um síðustu
helgi. Starfsmenn fyrirtækisins,
velunnarar þess og fjöldi lista-
manna mættu í hátíðarskapi,
þáðu veitingar og nutu skemmti-
atriða. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins var í veislunni.
Morgunblaðið/Halldór
SÖNGKONAN Diddú tekur
lagið.
'N°7
Notfærðu þér tilboðið og gerðu að vana að nota hreinsi, andlits-
vatn og dag/næturkrem.
Þú færð ráðleggingar hjá No7 útsölustöðum í betri snyrtivöru-
verslunum og apótekum.
Unnur Arngrímsdóttir hefur lifað annasömu lífi. Unglegt útlit
hennar og falleg húð er sönnun þess að það borgar sig að hugsa
ætíð vel um húðina. Það er aldrei of seint að byrja, No7 gefur
eingin fölsk loforð um eilífa æsku en vörurnar virka fljótt og
vel og innihalda allt það sem húðin þarfnast í 24 tíma á dag alla
daga ársins. Umönnun sem tekur aðeins nokkrar mínútur, kostar
ekki milljón og dugar fyrir lífstfð.
TILBOÐ
2 fyrir 1 í krem- og hreinsilínu
Vegvísir til frekari afreka
Bjarni Arason
TONLIST
Gcisladiskur
MILLIMÍN OGÞÍN
Geisladiskur Bjarna Arasonar. Söng-
ur: Bjami Arason, Björgvin Halldórs-
son í einu lagi, Sigríður Beinteins-
dóttir í einu lagi. Hfjóðfæraleikarar:
Jon Kjell Seljeseth hljómborð, hljóm-
borðsforritun. Grétar Örvarsson
hljómborð, Hantmondorgel. Friðrik
Karlsson gítar. Jóhann Ásmundsson
bassi. Gunnlaugur Briem trommur.
Óskar Guðjónsson saxófónn. Jón EIv-
ar Hafsteinsson gítar. Sigrún Eð-
valdsdóttir fíðla. Bakraddir: Edda
Borg, Jóhann Helgason, Grétar Örv-
arsson, Magnús Þór Sigmundsson,
Erna Þórarinsdóttir. Yfírumsjón:
Grétar Örvarsson. Utsetningar: Jon
Kjell Seljeseth og Grétar Örvarsson.
Hljóðblöndun: Óskar Páll Sveinsson
og Grétar Örvarsson. Upptökumenn:
Birgir J. Birgisson. Gunnar Smári
Helgason, Nick Catheart-Jones, Ólaf-
ur Halldórsson og Óskar Páll Sveins-
son. Utgefandi: Bara. Dreifing: Spor.
41:03 mín. 1.999 krónur.
ÞEGAR ég heyrði Bjarna Arason
syngja í fyrsta skipti, lagið Að slá
í gegn í Látúnsbarkakeppni Stuð-
manna hér um árið, var ég sann-
færður um að þessi ungi piltur
myndi sjálfur slá í gegn sem söngv-
ari, fyrr eða síðar. Reyndar gerðist
það seinna en ég hafði búist við því
sannleikurinn er sá að Bjarni lenti
í ákveðnum mótbyr fyrstu árin.
Kannski var hann sjálfur ekki tilbú-
inn í slaginn, enda ungur að árum
og hann var að syngja dálítið öðru-
vísi tónlist en þá, sem jafnaldrar
hans hlustuðu mest á á þeim tíma.
í þeirra huga þótti hann dálítið
gamaldags og samlíkingin við Elvis
háði honum. En Bjarni hefur þrosk-
ast og smám saman hefur fólk, á
öllum aldri, gert sér ljóst, að hér
fer söngvari í sérflokki. Bjarni sló
svo sannarlega í gegn á stórsýning-
unni Bítlaárin á Hótel íslandi og
hljómplatan, sem hann hefur nú
sent frá sér, Milli mín og þín, er
líkleg til að auka enn á hróður hans.
Það er margt sem gerir þessa
plötu afar áheyrilega. Það er ekki
aðeins að rödd Bjarna njóti sín vel
á þessari plötu heldur er öll vinnsla
á henni, hljóðfæraleikur, útsetning-
ar og upptaka í sérflokki og greini-
legt að hér hefur verið vandað vel
til verka. Þar eiga þeir Grétar Örv-
arsson og Jon Kjell Seljeseth sjálf-
sagt mestan heiður, en þeir eru
ábyrgir fyrir út-
setningum
auk þess sem
Grétar hafði yf-
irumsjón með
gerð plötunnar.
Það er of al-
gengt í íslenskri
hljómplötuút-
gáfu að menn
kasti til höndun-
um þegar kemur
að frágangi og
fullvinnslu efn-
isins, en hér hef-
ur greinilega
verið nostrað við
hvert smáatriði.
Og útkoman er
líka í samræmi
við það, stórgóð.
A þessari nýju
plötu er Bjarni í
rólegri kantin-
um og eflaust
finnst einhveij-
um að það mætti
vera meira
„stuð“ á henni.
Bjárna lætur
hins vegar ákaflega vel að syngja
rólegar, en um leið átakamiklar,
ballöður og sá hæfileiki hans kemur
vel fram á þessari plötu. Rödd
Bjarna er ívið hærri í flestum þess-
ara laga en maður á að venjast frá
honum og það liggur við að maður
sakni dálítið hinnar þróttmiklu,
djúpu fyllingar, í anda Elvis, sem
Bjarni hefur svo oft brugðið fyrir
sig á liðnum árum. Þetta undirstrik-
ar hins vegar hversu vítt raddsvið
hans er og hann verður ekki lengur
sakaður um að „vera fastur" í
söngstíl rokkkóngsins sáluga.
Milli mín og þín inniheldur 10
lög, þar af þtjú íslensk eftir Grétar
Örvarsson, Friðrik Karlsson og Jó-
hann Helgason. Lag Jóhanns er
reyndar hið gamalkunna lag Karen
við texta Björns Björnssonar, sem
áður hefur verið gefið út á safn-
plötu, en hin eru Tómarúm, eftir
Grétar við texta Stefáns Hilmars-
sonar, og Hugarflug, eftir Friðrik
við texta Ingibjargar Gunnarsdótt-
ur. Um Karen þarf ekki að fjöl-
yrða, en það hefur verið ein helsta
skrautfjöður Bjarna í seinni tíð og
þótti álitlegur kostur í Evrópu-
söngvakeppninni hér um árið. Lög
þeirra Grétars og Friðriks eru hins
vegar „melódísk" og grípandi popp-
lög, sem í sjálfu sér skilja ekki
mikið eftir, en falla þó ágætlega
að heildarsvip plötunnar. Bestu lög-
in á plötunni eru að mínu mati í
örmum þér (In Your Productive
Hands) og Allt annað líf (Öppna
din dör), sem bæði eru róleg og
hugljúf við ágæta texta Ingibjargar
Gunnarsdóttur og Friðriks Sturlu-
sonar. Eins finnst mér Okkar líf
(The Sadness In Your Eyes,) við
texta Ingibjargar, ágætt uppbrot á
lagavali plötunnar með sínu
„reggae-ívafi“ og mögnuðum undir-
tóni. Björgvin Halldórsson og Sig-
ríður Beinteinsdóttir eru gesta-
söngvarar í sitt hvoru laginu og
leysa sitt verk vel af hendi eins og
við var að búast. Þó finnst mér lag-
ið sem Sigríður syngur með Bjarna,
Enn koma jól, dálítið á skjön við
annað efni á plötunni og hefði lík-
lega sómt sér betur á jólasafnplötu.
Hljómgæði plötunnar eru áber-
andi og afrakstur hinna vönduðu
vinnubragða sem áður er getið.
Umslag er aðgengilegt með textum
og upplýsingum um flytjendur. Eftir
að hafa hlustað á þessa plötu hef
ég á tilfinningunni að timi Bjarna
Arasonar í íslenskri dægurtónlist sé
runninn upp. Hann getur allavega
verið mjög sáttur með útkomuna því
þessi plata er góður vegvísir til frek-
ari afreka á tónlistarbrautinni.
Sveinn Guðjónsson