Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 3
Mál og menning
Laugavegi 18 • Sími: 552 4240
Síöumúla 7-9 • Sími: 568 8577
Lifandi
frásagnargáfa
Einar Kárason, höfundur Djöflaeyjunnar, er einn vinsælasti
sagnamaður okkar, ekki síst vegna frábærra hæfileika sinna
til að skapa minnisstæðar og sérkennilegar persónur. í þessari
bók eru bæði fyndnar sögur og grátbroslegar, svipmyndir og
lengri smásögur sem allar eiga það sameiginlegt að birta okkur
ógleymanlega íslendinga.
„Einar Kárason spinnur af þeirri frásagnargleði sem
lætur stóran hluta danskra bókmennta líta út eins og
hann sé skrifaður af durtum."
Det fri aktuelt, 1996
„Það verður ekki af Einari skafið að hann er drepfyndinn
þegar honum tekst upp.“
Oddgeir Eysteinsson, Helgarpóstinum
Fley og fagrarárar er skrifuð í svipuðum anda og hin vinsæla
bók Thors Vilhjálmssonar, Ftaddir í garðinum. Hér kallar eitt
atvik á annað, ein mannlýsing kveikir aðra og ólíkir staðir
lifna fyrir augum lesandans. Saman fer kunnur stílgaldur
höfundar, skáldlegt auga sem ekki á sinn líka og
frásagnargleði mikils sagnamanns.
Leikurinn berst víða: Róm árið 1968, Vestmannaeyjar 1973,
England 1947, Japan 1984 eru meðal fjölmargra staða sem
við sögu koma og textinn er hafsjór af frjóum athugunum,
glöggum mannlýsingum og skemmtilegum sögum.
Thor Vilhj^sson
SKáidiegup
minningaspuni