Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 4

Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekið á 16 ára pilt Morgunblaðið/Ingvar SEXTÁN ára piltur varð fyrir bíl á Breiðholtsbraut um hálffimmleytið í gærdag. Hann var talinn axlarbrotinn og með heilahristing, að sögn lögreglu, auk þess sem hann hlaut skurði í andliti. Bíllinn var á leið upp Breiðholtsbraut og var keyrt á piltinn rétt austan við gatnamótin við Stekkjarbakka að sögn lögreglu. Ekki var vitað um tildrög slyssins en pilturinn var fluttur á Slysadeild. Hæstiréttur staðfestir for- gangsrétt kvenna til starfa Veður tafði innan- landsflug NOKKRAR tafir urðu á innan- landsflugi um Reykjavíkurflugvöll í gær vegna slæmra veðurskilyrða. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum gekk seint og illa að ryðja flugbrautina í gærmorgun sökum hvassviðris, hálku og frosts við jörðu. Um hádegisbilið þurfti að beina tveimur vélum Flugleiða frá Isafirði og Egilsstöðum sem lenda áttu á Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur og Islandsflug frestaði flugi til Egilsstaða, Bíldudals og Flateyrar um tvo tíma á meðan verið var að bera sand á flugbraut- ina. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að tafirnar orsökuðust eingöngu af óhagstæðum veður- skilyrðum og hefðu ekkert með ástand flugbrautarinnar sjálfrar að gera. HÆSTIRÉTTUR telur að lögin um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna yrðu þýðingarlítil nema meginreglur laganna séu skýrðar svo, við núverandi aðstæður, að veita skuli konu starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin að því er varðar menntun og annað sem máli skiptir og karlmaður sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur. Þetta kemur fram í dómi sem kveðinn var upp í gær þess efnis að lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna hafi verið brot- in þegar samstarfsráð heilsugæslu- stöðva i Reykjavíkurlæknishéraði og stjórn Heilsuverndarstöðvar Reylqavíkur veittu stöðu starfs- mannastjóra fýrir stofnanirnar frá 1. febrúar 1991. Með dóminum var ríkið dæmt til að greiða konu sem sótti um stöðuna, Jennýju S. Sigfús- dóttur, 850 þús. kr. í bætur með vöxtum frá árinu 1991. Staða starfsmannastjórans var stofnuð í kjölfar þess að ábyrgð á rekstri heilsugæslustöðva var flutt yfir til ríkisins með breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Átta sóttu um starfið, 6 karlar og tvær konur. Einum karlanna var veitt starfið. Áður hafði skrifstofa Heilsu- vemdarstöðvarinnar verið rekin sem stjómsýsluskrifstofa fyrir heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Jenný var deildarstjóri á þeirri skrif- stofu. Hún taldi að gengið hefði verið fram hjá sér við veitingu stöð- unnar og að sér hefði verið mismun- að sem starfsmanni vegna þess að hún hafði í deildarstjórastarfi sínu gegnt starfi sem var sambærilegt við starf starfsmannastjórans og jafnverðmætt því en engu að síður hafi hún átt að búa við mun lakari launakjör. Jafnréttislög annars þýðingarlítil Hæstiréttur telur að Jenný og karlinn sem starfið hlaut hafi bæði verið hæf til að gegna starfinu og ekki hafi verið efni til að gera mun á þeim að því leyti. Hins vegar hafi borið að ráða Jennýju í starfið þar sem lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna yrðu þýðingarlítil nema meginreglur þeirra yrðu skýrðar svo við núver- andi aðstæður að konu skuli veita starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin er varðar mennt- un og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu em fáar konur. „Ber að leggja þá skýringu hér til grundvallar,“ segir Hæstiréttur, sem taldi nægilega í ljós leitt að borið hefði að ráða Jennýju í stöð- una og tók til greina þá kröfu henn- ar að veiting stöðunnar hafi verið ólögmæt. Þær meginreglur sem vísað var til að ofan eru t.d. markmið jafn- réttislaganna um og koma á jafn- rétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum; að tryggja körlum og konum jafna möguleika til at- vinnu og menntunar; lýsa mismun- un eftir kynferði óheimila aðra en tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna; og loks að atvinnu- rekendur skuli vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja og stofnana og stuðla að því að störf flokkist ekki í sér- stök kvenna- og karlastörf. Fram kom í málinu að 14 manns, 4 karlar en 10 konur, hafí starfað á viðkomandi skrifstofu. í hópi æðstu starfsmanna, forstjóra, framkvæmdastjóra, skrifstofu- stjóra og starfsmannastjora, hafí skrifstofustjóri verið eina konan en af því leiðir að þrír fjögurra karla í starfsliðinu töldust til yfírmanna. „Stefndi hefur ekki leitt líkur að því, að skipan stjómunarstarfa inn- an stofnana á hans vegum, er helst mætti taka til samanburðar við stöðu starfsmannastjórans, hafí verið mjög á annan veg farið, þann- ig að jafnræðis milli kynja væri þar betur gætt,“ segir í dómi Hæsta- réttar. Jennýju voru einnig dæmdar skaðabætur, sem miðuðust við þann mun sem voru á launum hennar og deildarstjórans, þá fímm mánuði sem hún starfaði á skrifstofunni og síðan næstu fimm mánuði eftir að hún hafði sagt upp störfum. Alls var þar um að ræða 850 þúsund krónur sem bera vexti frá árinu 1991. Tveir fimm dómenda í Hæsta- rétti skiluðu séráliti og vildu sýkna ríkið af kröfum Jennýjar. Pöllum við kirkju stolið ÞJÓFNAÐUR á vinnupöllum við Langholtskirkju uppgötv- aðist síðdegis í gær, en talið er að þeir hafí verið fjarlægð- ir um liðna helgi. Endurbætur hafa staðið yfir á kirkjunni að undanförnu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en hún hefur verið í nokkurri niðurníðslu. Um klukkan 16 í gær upp- götvaðist að búið var að hafa á brott vinnupalla á þremur hæðum sem hafa verið notað- ir við endurbæturnar, og er verðmæti þeirra metið á nokk- ur hundruð þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er búist við að RLR fái þjófnaðinn til með- ferðar. Gullinbrú lokuð um helgina UMFERÐ yfir Gullinbrú verð- ur stöðvuð í kvöld klukkan 19 vegna viðgerða við vatnsveitu og er búist við að brúin verði lokuð fram til klukkan 20 á sunnudagskvöld. Hægt verður að aka eftir Víkurvegi inn í Grafarvog í staðinn. Ljóst er að lokunin mun valda röskun á umferð, til dæmis strætisvagna, og munu vagnar sem aka um Grafarvogshverfi fara eftir Víkurvegi. Um er að ræða leiðir 8, 14, 15 og 115 og munu tímasetningar væntan- lega raskast við þetta. Boðið verður upp á aukaferðir en ekki verður hægt að treysta á samtengingar, til dæmis við leiðir 10 og 110. Leita að manni í úlpu RANNSÓKNADEILD lög- reglunnar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af manni sem var farþegi í strætisvagni á Fjallkonuvegi föstudaginn 15. nóvember sl., rétt fyrir klukk- an tíu um kvöldið. Þar er talið að ungir piltar hafí ógnað strætisvagnastjóra með hnífí. Lögregla óskar eft- ir að ná tali af manninum sem var klæddur í rauða skíðaúlpu og fór úr vagninum við hjúkr- unarheimilið Eir við Brekku- hús. Meimtaskólinn að Laugarvatni Tuttugu nemendum vísað úr skóla á önninni TUTTUGU nemendum hefur verið vísað tímabundið úr Menntaskólan- um að Laugarvatni vegna agabrota það sem af er þessari önn. Um er að ræða þijár stúlkur og 17 pilta úr öllum árgöngum skólans og var sex nemendum vísað úr skóla í síð- ustu viku vegna áfengisneyslu. Nemendur í skólanum eru 210. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ölvun hefði sést á þremur nemendum skólans á tón- leikum í íþróttahúsi að kvöldi mánu- dagsins 18. nóvember. Auk þess hefðu fjórir nemendur verið staðnir að heimsókn í óleyfí inn á aðra heimavist aðfaranótt þriðjudags. Reyndust þrír þeirra einnig undir áhrifum. Var umræddum nemend- um því vísað úr skóla fram að próf- um, sem hefjast 2. desember að sögn skólameistara. Agabrot tengjast vínneyslu „Við höfum, því miður, á þessari önn talið okkur þurfa að grípa til harðra áminninga vegna agabrota, sem einkum tengjast vínneyslu inn- an skólans. Ekki hefur verið um brottvikningu að ræða, heldur hefur nemendum verið gert að víkja um stundarsakir," segir Kristinn. Hann segist ekki kunna skýring- ar á því hvers vegna agavandamál séu meira áberandi á þessari önn og að vínbann hafi ævinlega verið í gildi við skólann. „Það má ef til vill segja að þetta hafí gefíð skóla- stjóm vísbendingu um að þörf væri á harðari viðurlögum við brotum af þessu tagi. En það væri rangt að gera of mikið úr því. Ég held að þetta sé einungis tímabundið og að það gangi yfir. Ef fólki fínnst þetta í harðara lagi, hefur það áhrif,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.