Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þorsteinn rassskellir
yfirmenn og útgerð
Sklpstjómaimenn
og útweflsmenn
bera hófuAábyrgð á
þvf aA flskl sá hent I
sjólnn. VerAur sA
Svona Stjáni minn, það er nú óþarfi að bleyta leppinn líka, ég er nú með silkihanskana..
STÖÐVARHÚS og kæliturnar Bjarnarflagsvirlgunar séð frá Jarðbaðshólum. Tölvuunnin ljósmynd
úr frummatsskýrslu.
Áhrif nýrrar virkjunar
í Bjarnarflagi metin
SKIPULAG ríkisins athugar nú mat
á umhverfisáhrifum 2x20 megavatta
og sjö holu jarðvarmavirkjunar í
Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi,
Suður-Þingeyjarsýslu, og 132 kíló-
vatta háspennulínu þaðan að Kröflu-
virkjun.
Jarðvarmavirkjunin á að rísa und-
ir vesturhlíðum Námafjalls, sunnan
hringvegar um Námaskarð, og um
150 metra austan Krummaskarðsm-
isgengis. Svæðið vestan þess er enn
að jafna sig eftir Kröfluelda, sam-
kvæmt frummatsskýrslu.
Ráðgert er að nýta áfram tvær
af borholunum sem knýja núverandi
jarðvarmavirkjun í Bjamarflagi og
eitthvað af gufulögnum en boraðar
verða sjö nýja holur. Affallsvatni frá
virkjuninni verður veitt niður í jarð-
hitageyminn um borholu í jaðri hita-
svæðisins og rafmagn flutt um jarð-
streng norður fyrir þjóðveg og áfram
norður fyrir varmaskiptastöð Hita-
veitu Reykjahlíðar.
Þaðan er áformað að reisa raflínu
meðfram Námafjalli að byggðalínu
við Norðurhnjúka og síðan samsíða
byggðalínu að Kröfluvirkjun. Þá er
fyrirhugað að taka niður 11 kílóvatta
Reykjahlíðarlínu frá Kröfluvirkjun
að Kísiliðjunni. Verður reynt að
draga úr áhrifum á ásýnd svæðisins
með því að fella ný mannvirki að
landslagi og nýta þau sem fyrir eru.
Náttúruverndarsvæði
Sérlög um náttúruvernd frá árinu
1974 gilda um Skútustaðahrepp og
Laxá og samkvæmt þeim er hvers
konar mannvirkjagerð og jarðrask
óheimiit innan svæðisins nema með
leyfi Náttúruverndarráðs. Mývatn og
næsta umhverfi ásamt Laxá eru tal-
in eitt fegursta náttúrusvæði lands-
ins og lífríki þess einstakt á norðlæg-
um breiddargráðum, sem laðar að
sér bæði ferða- og vísindamenn.
Bjarnarflag er innan vatnasviðs Mý-
vatns sem er mjög stórt. Vatnsfar-
vegir eru að mestu neðanjarðar og
gætir áhrifa frá jarðhitasvæðinu í
Námafjalli í volgum lindum Ytriflóa.
Um frummatsskýrslu kemur fram
að umhverfisáhrifum virkjunarinnar
megi skipta í tvennt, það er vegna
framkvæmda og á rekstrartíma. Á
framkvæmdatíma verða áhrifin eink-
um vegna borunar, vegagerðar og
línulagnar en huga þarf að massa-
töku úr jarðhitakerfi og mengun
grunnvatns á rekstrartíma. Þá getur
reksturinn valdið aukinni loft- og
hljóðmengun og breytt ásýnd svæðis-
ins.
Frummatsskýrsla liggur frammi
til kynningar frá 27. nóvember 1996
til 2. janúar 1997.
Nýráðinn framkvæmdastjóri Trausta
Lagaleg staða
sendibílsljóra
mjög á reiki
Eyrún Ingadóttir
EYRÚN Ingadóttir
sagnfræðingur
skipti um starfs-
vettvang fyrir skemmstu.
Um síðustu mánaðamót hóf
hún störf sem fram-
kvæmdastjóri Trausta, fé-
lags sendibílstjóra. Eyrún
segir að þetta séu harla ólík
störf en bæði mjög áhuga-
verð. Félagsmenn í Trausta
eru um 370 talsins en um
500 manns vinna við sendi-
bílaakstur.
Hver eru helstu verkefn-
in hjá Trausta?
„Það eru mörg verkefni
aðkallandi. Það má segja
að félagið sé hálft í hvoru
í sárum því það hefur ný-
lega tapað dómsmáli sem
það höfðaði gegn sendibíl-
stjórum sem ekki voru með
leyfi á stöð. Það er allt að
opnast í þessari atvinnugrein
vegna EES samningsins. Það þarf
ennþá leyfi en lagaleg staða sendi-
bílstjóra er mjög á reiki. Það vant-
ar reglugerð sem treystir þeirra
stöðu. Á sama tíma eru margir
aðilar að koma inn á þennan mark-
að, eins og t.d. flutningamiðstöðv-
amar, t.d. Samskip og Eimskip.
Sendibílstjórar eiga mjög erfítt
með að keppa við slík fyrirtæki
því þeir þurfa að greiða alls kyns
gjöld sem aðrir þurfa ekki að
greiða. Sendibílstjórar með gjald-
mæli greiða t.d. 30% álag ofan á
þungaskattinn. Ég veit að á Akur-
eyri er sendibílastöð sem er hrein-
lega að leggja upp laupana vegna
verkefnaleysis. Flutningamið-
stöðvarnar eru búnar að taka yfir
flest öll þeirra verkefni. Samdrátt-
ur í verkefnum á þessari stöð er
um 30% á tveimur til þremur árum.
Svipuð staða er uppi hjá félags-
mönnum Trausta," segir Eyrún.
Hvernig er hægt að snúa þróun-
inni við?
„Mitt verkefni er eiginlega að
þjappa félagsmönnum saman. Þeir
hafa ekki sýnt mikla samstöðu og
kannski tapað á því í gegnum tíð-
ina. Það hefur ekki verið fram-
kvæmdastjóri í félaginu síðustu
mánuði og mitt fyrsta verk var
að gefa út fréttabréf. Ég hvet
menn til þess að fýlkja liði og vinna
að hagsmunamálum sínum af full-
um krafti. Það sem brennur helst
á þeim eru atvinnuleyfin og sam-
keppnisstaðan gagnvart skipafé-
lögunum og Pósti og síma. Póstur
og sími er farinn að seilast inn á
svið sendibílstjóra. Fyr-
irtækið keyrir út pakka
frá einum stað til ann-
ars og við höfum grun
um að það sé jafnvel
án þess að hann komi
nokkum tíma inn á
pósthús. Þetta er grátt svæði.
Póstur og sími er ekki með gjald-
mæla í sínum bílum og þarf því
ekki að greiða álag á þungaskatt-
inn eins og félagsmenn í Trausta.
Einnig er mikil samkeppni frá svo-
kölluðum „sjóræningjum", þeim
sem stunda sendibílaakstur án
þess að vera á stöð. Það hefur líka
færst í vöxt að fyrirtæki eru með
eigin bíla í akstri í stað þess að
semja við sendibílstjóra. Sendibíl-
stjórar eiga erfítt með að mæta
samkeppni þegar þeir þurfa að
greiða hærri gjöld en aðrir. Sam-
keppnisstaða bílstjóra er því mjög
slæm,“ sagði Eyrún.
Hefur verið leitað eftir áliti
Samkeppnisstofnunar á þessu?
„Já, í febrúar síðastliðnum sendi
félagið bréf til Samkeppnisstofn-
unar, ríkisskattstjóra og sam-
gönguráðuneytisins, sem fjallaði
► EYRÚN Ingadóttir tók við
starfi framkvæmdastjóra
Trausta 1. nóvember síðastlið-
inn. Hún er fædd á Hvamms-
tanga 26. september 1967. Hún
útskrifaðist frá Háskóla íslands
1993 með BA próf í sagnfræði
en útskriftarverkefni hennar
var ritun sögu Húsmæðraskóia
Reykjavíkur sem kom út sama
ár. Hún er gift Yngva Páli Þor-
finnssyni rafmagnsverkfræð-
ingp. Þau eiga fjögurra ára
gamla dóttur.
um aðför skipafélaganna að starfs-
grundvelli sendibílstjóra á vinnu-
svæði Trausta, sem er Reykjavík-
ursvæðið. Samkvæmt lögum þarf
ekki að greiða virðisaukaskatt af
sjóflutningum en landflutningar
eru skattskyldir. Skipafélögin
bjóða mönnum að flytja vöruna
heim að dyrum. Þannig geta þau
flutt heilan gám frá Reykjavíkur-
höfn að Selfossi, svo dæmi sé tek-
ið, og ef engin innsigli eru rofín
telst þessi flutningur vera sjóflutn-
ingur og því ekki virðisaukaskatt-
skyldur. Þetta er ekki sama sam-
keppnisaðstaðan. Einnig hafa
skipafélögin boðið flutning heim
að dyrum án endurgjalds en við
höfum grun um að kostnaðurinn
sé tekinn inn í sjóflutningnum svo
ekki þurfi að greiða skatta af land-
flutningnum," segir Eyrún.
Hafið þið fengið svör frá opin-
berum aðilum?
„Það hefur ekkert svar borist
enn. Kerfíð hefur reynst
okkur þungt í vöfum og
við erum núna að fá
þingmann til liðs við
okkur til þess að leggja
fram fyrirspumir á Al-
þingi. Það þarf að skera
úr um hveijir mega stunda sendi-
bílaakstur og hveijir ekki,“ segir
Eyrún.
Hvernig hafa sendibílstjórar
tekið þér?
„Þeir hafa tekið mér afar vel.
Ég hef farið í heimsóknir á stöðv-
arnar og hlýtt á þeirra sjónarmið.
Eg vil reyna að leiðrétta þá stöðu
sem er komin upp. Stjórnvöld hafa
dregið lappirnar í því að taka á
þessum málum. Mér skilst reyndar
að í EES löndunum sé þessi stétt
alls ekki til í sama skilningi og
hér er. íslenskir sendibilstjórar eru
flestir einyrkjar en erlendis starfa
þeir flestir hjá flutningafyrirtækj-
um. Auk þess eru þeir í mikilli
samkeppni sín á milli. Það hefur
reynst mjög erfitt að finna sam-
starfsgrundvöll. Ég þarf því að
efla trú félagsmanna á félagið
sitt,“ segir Eyrún.
íslenskir
sendibílstjór-
ar eru flestir
einyrkjar