Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Skiphellir sem skjól Fagridalur - Skiphellir er stór hellir sem er rétt austan við bæinn Höfðabrekku í Mýrdal, en á Höfðabakka er rekið myndarlegt hrossaræktarbú með ferðaþjónstu sem aðalbú- grein. Hross sem ekki eru í tamningu hafa Skiphelli sem skjól á köldum vetrardögum og er þeim gefið þar rúlluhey eftir þörfum. Hellirinn er mjög stór og hefur lengi verið notað- ur fyrir hluta búfénaðar og hey bæjarins. AUt fram til árs- ins 1660 var útræði við Skip- helli þar sem sagnir herma að skip hafa verið geymd. í Kötlu- gosi 1660 lagðist útræði við Skiphelli af, en þá bar mikinn sand og möl vestur með Höfða- brekku, Fagradals- og Víkur- hömrum og hafa gos verið að stækka land síðan. Nú eru u.þ.b. 2 km frá Skiphelli að sjó. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GRÍMUR Gíslason ásamt eiginkonu sinni Ástu Maríu Ástvalds- dóttur, en þau reka Veisluþjónustuna. VEISLUBORÐIÐ við opnun Veisluþjónustunnar var skreytt með erni og fiski sem höggnir voru úr klakastykkjum. Sýning opnuð á Akranesi Fjallið okkar - Akrafjall FRIÐÞJÓFUR Helgason, Hrönn Eggertsdóttir og Helgi Daníelsson opna málverka- og ljósmyndasýn- ingu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugardaginn 30. nóve- mer kl. 14. Þau nefna sýninguna Fjallið okkar - Akrafjall og sýna um 90 myndir af Akrafjalli og tengdar því. í sýningarskrá er að finna ýmsar upplýsingar um þetta ein- stæða fjall, sem að margra mati er fjalla fegurst, s.s. lýsingu á því og þjóðsögur tengdar þvi. Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri flytur ljóðið í Akraijalli eftir sjálf- an sig við opnun sýningarinnar auk þess sem ung söngkona, Helma Yr Helgadóttir, syngu*- nokkur lög við undirleik á hörpu. Hrönn sýnir málverk sem flest eru máluð á síðustu vikum. Frið- þjófur sýnir svarthvítar ljósmynd- ir, flestar nýlegar, en Helgi sýnir ljósmyndir í lit. Þetta er sölusýn- ing. Hrönn Eggertsdóttir er 45 ára, myndlistarkennari á Akranesi, en hún mam við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og lauk þaðan Veisluþjónustan í Eyjum færir út kvíarnar Vestmannaeyjum - Veisluþjónust- an, sem er í eigu hjónanna Gríms Gíslasonar matreiðslumeistara og Ástu Maríu Ástvaldsdóttur, var opn- uð í nýstandsettu húsnæði við Faxa- stíg 26 í Eyjum fyrir skömmu. Grímur hefur rekið Veisluþjón- ustuna undanfarin fjögur ár í íhlaupavinnu og hefur verið með aðstöðu í 16 fermetra herbergi í kjall- ara húss síns. I sumar festi hann kaup á húsnæðinu við Faxastíg og hefur unnið að breytingum á því síð- an. Þar hefur hann nú komið upp fullkomnu eldhúsi, með frysti og kæligeymslum í 120 fermetra hús- næði. Fram til þessa hefur starfsemi Veisluþjónustunnar einungis falist í að sjá um ýmsar veislur, fyrir ein- staklinga og félagasamtök, en nú á að auka starfsemi fyrirtækisins. Veisluþjónustan mun verða með heit- an mat í hádeginu atla virka daga og verður maturinn seldur í verslun- inni Vöruval en einnig hefur Grímur kannað áhuga fyrirtækja á að starfs- menn þeirra fái mat á vinnustaðinn í hádeginu. Segist hann hafa fengið jákvæð viðbrögð við því og vonast til að fá einhver viðskipti út á það. Hann segist stefna að því að verða með fjölbreyttan og góðan mat í hádeginu á sanngjömu verði. Auk þessa stefnir hann á að fara út í framleiðslu á fisk- og kjötréttum í neytendapakkningar. „Ég hef und- anfarin ár verið að prófa mig áfram með rétti sem ég tel að ég geti sett á markað í neytendapakkningum. Það hefur lengi verið draumur minn að koma þessu í framkvæmd og nú sé ég fram á að geta látið verða af þessu,“ sagði Grímur. Hann segist einnig hugsa sér að fara út í krydd- blöndun sem hann ætli síðan að markaðssetja fyrir neytendur. Grímur hefur á undanfömum árum sérhæft sig í sjávarréttahlaðborðum og hafa hlaðborð hans vakið mikla athygli. Hann segir að mikil eftir- spum sé ávallt eftir sjávarréttahlað- borðunum bæði í Eyjum og eins hafi hann farið í nokkur skipti upp á land og séð þar um sjávarréttahlaðborð. Hann segist reikna með að þau hjónin vinni tvö við Veisluþjónustuna til að byija með og er bjartsýnn á framhaldið. „Við bjóðum áfram upp á sömu þjónustu og hingað til og sjáum um bæði stórar og smáar veisl- ur, leigjum út leirtau og áhöld en heiti maturinn í hádeginu, framleiðsla rétta í neytendapakkningar og fleira er viðbót við það og aukning á starf- semi fyrirtækisins," segir Grímur. FRIÐÞJÓFUR, Hrönn og Helgi. prófi árið 1974. Hún hefur sl. 20 ár kennt myndlist á Akranesi auk tveggja ára á Húsavík. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar á Akranesi og víðar, auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýning- um. Hún á og rekur Gallerí Grund á Akranesi. Friðþjófur Helgason er 43 ára og starfar sem kvikmyndatöku- maður við fréttastofu Sjónvarps- ins. Hann starfaði sem ljósmyndari við ýmis blöð og tímarit, eins og t.d. Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Vísi, DV og Nýtt líf um tveggja áratuga skeið. Hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Helgi Daníelsson er 63 ára og starfar sem yfirlögregluþjónn hjá RLR. Hann hefur verið áhugaljós- myndari til margra ára. Hann hef- ur haldið eina einkasýningu og verið með í einni samsýningu ásamt Friðþjófi. Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-18 til 15. desember. Aðgengi að áfengi mun auðveldara Stykkishólmi - Áfengisvarnaráð boðaði til fundar með aðilum á Snæfellsnesi og í Dalasýslu, sem vinna að forvörnum og öðrum vímuefnamálum þriðjudaginn 26. nóvember sl. Fundurinn var hald- inn í Stykkishólmi og var mæting góð. Frá Áfengisvarnaráði komu þeir Jón K. Guðbergsson og Alex- ander Alexandersson. Á fundinum kom fram að á síð- ustu árum hefur aðgengi fólks að áfengi orðið mun auðveldara og eru nú tvær áfengisverslanir á Snæfellsnesi og 12 vínveitinga- staðir. Ástandið í áfengismálum er hér hvorki betra né verra en annars staðar á landinu. Aðal- áhyggjur fólks eru þær að neysla vímuefna færist alltaf neðar hjá unglingum. Það er mjög mikilvægt ef hægt er að fresta því um nokk- ur ár að unglingur byrji að neyta vímuefna, því á þessum árum eru unglingar að þroskast og afleiðing- ar neyslu vímuefna geta haft miklu skaðlegri áhrif, en þegar þau verða eldri. En hvaða ráð eru til? Þess- ari spurningu var reynt að fá svör við. Því miður er ekkert einfalt svar til og þarf að hyggja að mörg- um þáttum og margt er hægt að gera. Fundarmenn töldu að hægt væri að laga ástandið sérstaklega í svona litlum samfélögum eins og hér eru. Það er miklu auðveldara en fyrir nokkrum árum fyrir ungl- inga að nálgast vímuefni, ef áhugi er fyrir hendi. Fjarlægðarvernd er horfin. Því þarf að aukna fræðslu fyrir unglinga og foreldra og breyta viðhorfinu til þessara mála. Þá þurfa foreldrar að sýna börnum sínum aukið aðhald og einnig þarf að koma á meiri samvinnu foreldra sjálfra þar sem þeir væru betur meðvitaðir um ábyrgð sína og áhrif. Tómstundastörf eru forvarn- ir. Aðstaða fyrir unglinga til að stunda sín tómstundamál þarf að vera fyrir hendi þar sem þeir geta komið saman á heilbrigðan hátt. Fundurinn var gagnlegur og kom margt fram sem hægt er síð- an að nota í baráttunni við að gera æskuna vímulausa. ) > > > > I I i l i i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.