Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
VIÐSKIPTI
Samruni Skandia og Stats-
hypoteket enn ílausu lofti
Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið.
Branson snýr sér að
plötuútgáfn á ný
London. Reuter.
STJORN Statshyptoket, sænsku
húnæðislánastofnunarinnar, sem
hugðist taka boði tryggingafé-
lagsins Skandia um samruna,
ætlar ekki að segja af sér, þó
Erik Ásbrink fjármálaráðherra
beri ekki lengur traust til hennar.
Óljóst er hvort af samrunanum
verður því stjórn Statshypoteket
segir fyrirtækið hæstbjóðanda til
sölu þó hún álíti enn að samruni
við Skandia fullnægi öllum óskum
sínum.
Sænska ríkið á 34 prósent í
Statshypoteket sem veitir hús-
næðislán. Lengi hefur verið rætt
um að einhver stóru bankanna
keypti fyrirtækið þó slíkt myndi
óneitanlega breyta öllum sam-
keppnishlutföllum á sænskum
lánamarkaði þar sem lána-
stofnunin hefur 30 prósent hús-
næðislánamarkaðarins og hugs-
anlega stangast á við samkeppn-
islöggjöfina. Með samruna við
tryggingafyrirtækið Skandia væri
hins vegar sneitt hjá hugsanleg-
um árekstrum við samkeppnis-
löggjöfina.
Að sögn sérfræðinga, sem
Svenska Dagbladet ræddi við í
gær, þykir andstaða fjármálaráð-
herra gegn samrunanum lítt skilj-
anleg. Almennt þykja viðbrögð
hans óþarflega harkaleg og hafa
sænskir fjölmiðlar látið í ljós
undrun yfir þeim. Ráðherrann
hefur ekki skýrt nákvæmlega
hvers vegna hann sé andsnúinn
samrunanum, en helst látið á sér
skiljast að hann sé mótfallinn
hvernig staðið var að verki, en
síður samrunanum sjálfur.
Samruninn vekur einnig upp
vangaveltur um fyrirætlanir
Skandia. í breska blaðinu Financ-
ial Times var í gær haft eftir
breskum sérfræðingi að erfitt
væri að skilja hvaða hag Skandia
sæi sér í að tengjast Statshypo-
teket þar sem umsvif þess lægju
bæði utan kjarnasviðs Skandia
og utan sviðs þeirra alþjóðlegu
umsvifa sem Skandia hefur lagt
mesta áherslu á að þróa undan-
farið. Erlendir fjárfestar eiga 64
prósent í Skandia. Þar sem Skan-
dia hefur undanfarið lagt áherslu
á að treysta stöðu sína á sviði
fjármála- og tryggingaþjónustu
þykir samruninn við Statshypote-
ket ekki samræmast þeirri
áherslu.
Eins og nú horfir virðist Stats-
hypoteket því bæði leita betra
boðs, en einnig búa sig undir að
ná samþykki hluthafa um sam-
runann við Skandia hvað sem við-
brögðum fjármálaráðherrans líð-
ur. Það er því ekki enn útséð um
hvort áætlanir Skandia og Stats-
hypoteket verða loftbólan ein eða
hvort nýr risi á norrænum trygg-
ingamarkaði sér dagsins ljós.
Handteknir
fyrirað
hóta Coke
Hannover. Reuter.
ÞÝZKA lögreglan handtók nýlega
tvo menn á fertugsaldri fyrir að
reyna að kúga fé af Coca-Cola með
því að hóta að eitra gosdrykki frá
fyrirtækinu.
Nokkrir kassar voru gerðir upp-
tækir þegar mennirnir voru hand-
teknir í bænum Hildesheim í Norð-
ur-Þýzkalandi. Mennirnir höfðu hót-
að að menga Coca-Cola, Fanta og
Sprite gosdrykki víðs vegar í Þýzka-
landi ef fyrirtækið greiddi þeim ekki
nokkrar milljónir marka.
Að sögn Hannoversche Allge-
meine Zeitung telur lögreglan að
aðferðir fjárkúgaranna “ekki verið
mjög fagmannlegar" og að neyt-
endur hafi aldrei verið í verulegri
hættu.
BREZKI kaupsýslumaðurinn
Richard Branson hefur snúið
sér aftur að tónlist með því að
koma á fót nýju plötuútgáfufyr-
irtæki, sem á að keppa við fimm
stórar plötuútgáfur er ráða lög-
um í þessum geira.
Branson varð fyrst frægur
fyrir að gefa út plötur og V2
Music Group, hin nýja plötu-
útgáfa hans, er fyrsta til-
raun hans á þessu sviði síð-
an hann seldi Virgin Rec-
ords risanum Thorn EMI
fyrir 560 milljónir punda
fyrir fjórum árum.
Branson sagði að
salan hefði verið
óhjákvæmi-
leg, því að
hann
hefði
þurft
fjármuni
í rekstur
flugfélags-
ins Virgin
Atlantic, en
kvaðst hafa séð
eftir öllu saman
nánast frá byijun.
Keppir við
fimm risa
Fyrirtæki Bran-
sons, Virgin Group,
spannar vítt svið frá
ferðamálum til fjár-
málaþjónustu og með
stofnun V2 stefnir
hann að því að sam-
eina kosti óháðra
plötuforlaga fyrir
óháða listamenn og
fjárhagslegt bolmagn
risanna í greininni.
„Öll góðu, óháðu
vörumerkin hafa
verið seld... það sem
er eftir eru fimm
risastórar fyrir-
tækjasamsteypur,
risafyrirtæki,"
sagði hann.
Heildarsala á
tónlistarefni í heiminum nemur
40 milljörðum dollara og
risarnir fimm - EMI, Poly-
Gram, Sony, Warner og Bert-
elsmann - selja fyrir 70% þeirr-
ar upphæðar.
V2 hefur fengið til liðs við
sig tvær óþekktar brezkar
hljómsveitir, en líka
komizt að samkomu-
lagi við nokkur óháð
fyrirtæki. Kerfi með
aðild eignatengdra
fyrirtækja erlendis
er einnig í mótun.
Virgin Records
gerði fyrsta
samning sinn á
áttunda ára-
tugnum við
MikeOldfi-
eld. A næsta
áratug á
eftir komu í
kjölfarið
hljómsveitir
eins og Cult-
ure Club.
Þegar Virgin
i var selt gaf fyr-
irtækið út efni
með skemmti-
kröftum eins og
Janet Jackson og
Rolling Stones.
Branson skýrði
frá því að hann
hefði gert tilboð í
bandaríska rokk-
sveit, R.E.M., fyrr
á þessu ári. R.E.M.
samdi nýlega við
Warner um um
gera fimm albúm
fyrir 80 milljónir
dollara.
„Við viljum sanna
okkur með nýjum
hljómsveitum,“ sagði
Branson, „og ef til
vill fáum við nokkr-
ar af helztu hljóm-
sveitunum í lið með
okkurinnan sex
mánaða.“
JlúlaMmtur,
gjafir úgyföndur
Uppskriftir, heimsóknir,
jólasiðir, konfektgerð,
föndur, pakkar og margt fleira
er í 64 stðna blaðauka
sem fylgir Morgunblaðinu
nk. sunnudag, 1. desember.
- kjarni málsins!
Pearson
kaupir for-
lag af MCA
London. Reuter.
PEARSON fjölmiðlafyrirtækið, eig-
andi Penguin bókaútgáfunnar, hefur
skýrt frá þeirri fyrirætlun sinni að
koma á fót útgáfustórveldi með því
að kaupa Putnam Berkley forlagið
í Bandaríkjunum fyrir 336 milljónir
dollara.
Þar með munu vinsælir höfundar
eins og Tom Clancy, Patricia Cornw-
ell og Kurt Vonnegut bætast við fjöl-
marga eldri höfunda og bókatitla,
sem Penguin gefur út.
Pearson í Bretlandi, sem á meðal
annars blaðið Financial Times og
framleiðanda áströlsku sápuóper-
unnar Neighbours, keypti Putnam
Berkley af MCA Inc, skemmtiiðnað-
arármi Seagram Co í Kanada.
Að sögn Pearsons mun fyrirtækið
hagnast á kaupunum þegar á fyrsta
ári. Þar með verður Penguin annar
mesti útgefandi fagrita á ensku í
heiminum og sá þriðji mesti í Banda-
ríkjunum U.S. þar sem markaðshiut-
deild forlagsins mun tvöfaldast úr
6%.
Þar sem Penguin USA og Putnam
eru áiíka stór eru miklir möguleikar
á sparnaði að sögn tilvonandi for-
stjóra Penguin Group, Michaels
Lyntons, sem áður ar forstöðumaður
Disney-fyrirtækisins Hollywood
Pictures.