Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Diescu náðar sex með- reiðarmenn Ceausescus Búkarest. Reuter. ION Iliescu, forseti Rúmeníu, lét það verða eitt sitt síðasta embættis- verk að náða sex fyrrverandi valda- menn úr kommúnistaflokknum. Ili- escu lætur af embætti í þessari viku eftir að hafa verið sjö ár við völd. Forsetinn gagnrýndur „Tilskipun Iliescus markar lokin á hinni svokölluðu andkommúnísku byltingu,“ sagði Ticu Dumitrescu, forseti samtaka fyrrverandi pólití- skra fanga, í samtali við Reuters- fréttastofuna. „Fyrrverandi komm- únistar á borð við Iliescu, sem stjórnaði í sjö ár, höfðu í raun enga ástæðu til að setja fyrrverandi starfsbræður sína í fangelsi." Greint var frá því í rúmenska Sviptur borsrara- rétti Jerúsalem. Daily Telegraph. ÍSRAELSKUR lyftingakappi,_ Vac- islav Ivanovsky, sem keppti á Ólymp- íuleikunum í Atlanta sl. sumar, var sviptur ríkisfangi í fyrradag og gef- inn frestur þar til í dag, að koma sér úr landi. Ivanovsky er sagður hafa falsað skjöl varðandi umsókn um ríkisborg- ararétt. Reyndist hann hafa logið því til, að hann væri kvæntur ísraelskri konu. Sú tilgreinda er vændiskona er situr í fangelsi. Um 600.000 gyðingar frá Sovét- ríkjunum fyrrverandi hafa flust til ísraels á undanförnum árum og kom Ivanovsky þangað 1995. Samkvæmt ísraelskum lögum um heimkomu gyðinga, verða innflytj- endur frá gömlu Sovétríkjunum að hafa átt gyðing að afa eða maka til þess að öðlast sjálfkrafa borgararétt í ísrael. Leikur oft vafi á uppruna þeirra sem þangað sækja og margir innflytj- endur, einkum rússneskir, hafa gripið til þess ráðs að falsa skilríki sín. Það sem af er ári hefur ríkisborg- araréttur á annað þúsund manns verið afturkallaður. ríkissjónvarpinu að ákveðið hefði verið að náða mennina, sem voru meðal nánustu aðstoðarmanna Nic- olais Ceausescus, fyrrverandi leið- toga Rúmeníu, sem tekinn var af lífi ásamt konu sinni þegar veldi kommúnista í Austur-Evrópu hrundi. Einn þeirra var Dumitro Popescu, hugmyndafræðingur Ceausescus, sem hafði verið sekur fundinn um fjöldamorð og valdníðslu á tímum kommúnistastjórnarinnar. Popescu mótaði stefnu einræðisherrans síð- ustu ár hans í valdastóli og var uppnefndur „Guð“ vegna einstreng- ingslegra sjónarmiða sinna. Hin voru Lina Ciobanu, Nicolae Const- antin, Constantin Olteanu, Gheorg- HÓPUR Tíbeta efndi til aðgerða í Nýju-Delhí í gær þar sem mót- mælt var meðferð Kínverja á þjóð þeirra; pilturinn í munka- kufli í búri er tákngervingur he Oprea og Gheorghe Pana, sem öll sátu í stjórnmálaráði kommún- istaflokksins. Frestað að greina frá náðun Náðunartilskipanirnar voru und- irritaðar í síðustu viku, en ekki greint frá þeim fyrr en nú. í ríkis- sjónvarpinu voru nöfn mannanna lesin upp án frekari útskýringa. Fólkið, sem var náðað, hafði allt verið dæmt fyrir að reyna að bijóta á bak aftur mótmæli gegn Ceaus- escu árið 1989. Sexmenningarnir höfðu verið látnir lausir af heilsu- farsástæðum á undanförnum fjór- um árum ásamt tíu öðrum, sem sæti áttu í stjómmálaráðinu og sátu inni fyrir svipaðar sakir. þjóðar í fjötrum Kínveija. Mót- mælin áttu sér stað nokkrum stundum áður en Jiang Zemin, forsætisráðherra Kína, kom í opinbera heimsókn til Indlands. Rúmlega þúsund menn voru drepnir í Rúmeníu fyrir sjö árum. Ilieseu, sem var aðstoðarmaður Ce- ausescus, heldur því fram að þessir atburðir hafí verið raunveruleg bylt- ing. Þvf hefur hins vegar einnig verið haldið fram að Iliescu og fylgis- menn hans hafí staðið að tjaldabaki og lagt á ráðin að steypa Ceausescu til að geta sölsað undir sig völdin. Ýmsar persónur, sem voru ekki jafnþekktar, voru einnig náðaðar og sömuleiðis tveir blaðamenn, sem dæmdir höfðu verið fyrir meiðyrði. Emil Constantinescu tekur í dag við embætti af Iliescu, sem hélt sinn síðasta blaðamannafund í forseta- stóli á þriðjudag og minntist þá hvergi á náðanimar. Fokker ekki bjargað Haag. Reuter. SVO virðist sem dagar Fokker-flug- vélaverksmiðjanna í Hollandi séu endanlega taldir eftir að einn af helstu birgjum þeirra ákvað að hætta viðskiptum við þær. Varð það til þess, að viðræðum um hugsanlega yfirtöku Samsung-fyrirtækisins í Suður-Kóreu var hætt. Mikið tap hefur verið á rekstri Fokker, sem eru með elstu flugvéla- verksmiðjum í heimi, og virðist nú fátt geta komið í veg heldur óvirðu- leg endalok, að það verði selt sund- urhlutað tii þeirra, sem best bjóða. Viðræðunum við Samsung var hætt þegar Short Brothers í Belfast tilkynnti, að það væri að smíða vængi á Fokker-flugvélamar en fyrirtækið er hluti af Bombardier Incof Canada. Skipaðir tilsjónarmenn, sem hafa rekið Fokker síðan það var lýst gjald- þrota í mars sl., sögðu, að haidið yrði áfram að framleiða upp í þær pantanir, sem fyrir lægju, en þær eru meðal annars fyrir KLM, Viet- nam Airlines og Ethiopian Airlines. Daimler Benz Aerospace, DASA, keypti Fokker 1993 og í gær sögðu talsmenn þess, að þótt þeir vonuðu, að fyrirtækinu mætti bjarga, þá væru þeir reiðubúnir að láta hér stað- ar numið. Evrópusambandið ÉSBherð- ir afstöð- una gagn- vart Kúbu Brussel. Reuter. E VRÓPU S AMB ANDIÐ hefur ákveðið að herða afstöðu sína gagn- vart mannréttindabrotum kommún- istastjórnar Fidels Castros á Kúbu og er fuilyrt að þetta geti aukið enn deilurnar milli Kúbverja og Spán- veija. Ný stjórn hægrimanna á Spáni hefur gagnrýnt mjög stefnu Castros að undanförnu og hafa Kúbveijar sagt að um sé að ræða óviðurkvæmilega íhlutun í innan- málefni landsins. Kúbustjórn hefur neitað að sam- þykkja nýjan sendiherra Spánar í Havana. Á miðvikudag ítrekuðu Kúbveijar að þeir myndu aldrei láta undan hótunum og breyta stefnu sinni vegna þeirra. „Evrópusambandið mun leita leiða, af jafnvel enn meira kappi en fyrr, til að minna kúbversk stjórnvöld opinberlaga og með öðr- um hætti á grundvallaratriði mann- réttinda og ábyrgð þeirra í þessum efnum, einkum mál- og funda- frelsi," segir í nýrri stefnuyfirlýs- ingu Evrópusambandsins sem gert er ráð fyrir að taki gildi nk. mánu- dag. Lögð er áhersla á það í yfirlýs- ingunni að ekki verði reynt að nota þvinganir. Bandaríkjamenn hafa deilt hart á sambandið fyrir að beita sér ekki fyrir lýðræði og mannréttindum á Kúbu. Samkvæmt svonefndum Helms-Burton lögum í Bandaríkj- unum má sækja erlend fyrirtæki til saka fyrir að eiga viðskipti við Kúbu og hafa Evrópusambandsrík- in og fleiri ríki gagnrýnt Banda- ríkjamenn harkalega fyrir þessi lög, sagt að þau brytu í bága við alþjóða- samninga um fijáls heimsviðskipti. „Þetta mun sýna jafnt Kúbveij- um sem Bandaríkjamönnum að við ætlum að gera eitthvað í málum Kúbu,“ sagði stjórnarerindreki eins af aðildarríkjum sambandsins í gær. Reuter Þakkar- gjörðar- stemning HÁTÍÐLEGT var í New York í gær er 70. þakkargjörðargang- an, sem kennd er við Macy’s- verslunarhúsið, var farin um breiðgötur borgarinnar. Alls kyns fígúrur settu mikinn svip á gönguna, m.a. þessi kalkúnn. Fyrir miðju á vagninum situr blúsgitaristinn Bo Diddley. Vona að brátt komi blóð- prufa í stað leg*vatnsástungu VÍSINDAMENN í Svíþjóð og Bandaríkjunum vonast til að blóðprufa geti innan fárra ára komið í stað legvatnsástungu til að kanna heilbrigði fósturs. Leg- vatnsástungu fylgir ákveðin hætta á fósturláti og blóðprufa kæmi því í góðar þarfír. í dagblaðinu Svenska Dagblad- et í fyrradag kom fram að vlsinda- mönnunum hefði tekist að finna leið til að bera kennsl á litninga- galla með þessari tækni og bæri þar helst að nefna Downs-heil- kennið. í nýjasta tölublaði tímarits- ins Nature Geneticser einnig greint frá því að greina megi arfgenga sjúkdóma með einni blóðprufu. Sænski vísindamaðurinn og læknirinn The-Hung Bui, sem starfar við Karolinska-sjúkrahús- ið, fer fyrir sænsku vísindamönn- unum. Hann kveðst vona að þessi tækni muni á næstu árum koma í stað legvatnsástungu hjá flestum konum. Helsti vandinn er að greina frumur fósturs frá frumum móður ur úr móðurblóði“, en varar við of mikilli bjartsýni. Mörg óleyst vandamál Svíarnir hafa i samstarfi við starfsbræður sína í Bayiore- læknaskólanum í Houston í Texas greint mörg hundruð blóðsýni verðandi mæðra. Um leið hafa konurnar farið í legvatnsástungu til að kanna hvort samræmi væri milli niðurstaðna og að sögn Buis er fylgnin mikil. „Yfírleitt hefur greiningin staðist," segir hann. Helsti vandinn við þessa tækni er að greina frumur fósturs frá frumum móður. Með því að merkja rauðu blóðkornin úr fóstr- inu í blóði móður hefur þeim tek- ist að einangra þau. Hildur Harðardóttir, læknir og sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum, segir að það sé „framtíðarsýnin að fá fósturfrum- „Fyrir fimm árum sögðu lækn- ar að þessi tækni væri í sjón- máli eftir nokkur ár,“ sagði Hild- ur og bætti við að hún teldi að mörg ár mundu líða þar til blóðprufa kæmi í stað legvatns- ástungu. Hún sagði að leysa þyrfti ýmis vandamál. Til dæmis hefði komið í ijós að hvít blóðkorn frá fyrri meðgöngum fyndust í blóði móð- ur. Einnig væri mjög erfitt að finna fósturfrumurnar i blóði móður, hlutfallið væri 1 á móti 30.000. Hins vegar væri mjög þarft að leysa legvatnsástunguna af hólmi. Að sögn Hildar er hættan á fósturláti vegna legvatnsástungu í Bandaríkjunum 1 á móti 200 til 1 á móti 300. Reuter Tíbetar mótmæla i I i > í > i ) íi I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.