Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 29

Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 29 Islenzkir bassar í Covent Garden TVEIR íslenzkir bassasöngvarar hafa sungið í Covent Garden síðustu dag- ana, Tómas Tómasson og Guðjón Ósk- arsson. Báðir hafa fengið lofsamlega dóma. Guðjón syngur nú II Commend- atore í Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart og mun í fímm sýn- ingum, hinni síðustu 5. desember. í Times segir að frammistaða Guð- jóns hafi staðfest að söngur hans í konsertfiutningi á fyrsta þætti Val- kyijunnar eftir Richard Wagner í Barbican Centre nýverið hafí ekki ver- ið tilviljun. í Evening Standard er söngur hans sagður hafa verið fallegur og gagnrýnandi Financial Times er þeirrar skoðunar að Guðjón hafí verið öryggið uppmálað í hlutverki sínu. Sýningar Covent Garden á Don Giovanni hafa staðið um hríð en reglu- lega er skipt um áhöfn á sviðinu. Annar íslenskur bassasöngvari, Tómas _ Guðjón Tómas Oskarsson Tómasson Tómasson, var í áhöfninni sem Guðjón og félagar leystu af hólmi. Fór hann með hlutverk Masettos og fékk að sögn Óperublaðsins lofsamlega dóma í dagblöðum. Tómas og Guðjón voru báðir að þreyta frumraun sína í Covent Garden. Nýmæli í myndbandaútgáfu Til íhugunar eftir Sigurbjörn biskup TVÖ myndbönd undir heitinu Til íhugunar I og II, þar sem dr. Sigur- bjöm Einarsson biskup flytur fjórtán íhuganir sínar, era komnar út. Sigurbjöm Einarsson er einn áhrifamesti kennimaður íslendinga. Margar ræður hans og íhuganir hafa áður birst á prenti, síðast í bókinni Haustdreifar sem kom út 1992, en nú kemur hann í fyrsta sinn fram á myndbandi. Hér er reyndar um algert ný- mæli að ræða á íslandi. í kynningu segin „íhuganir Sigur- bjöms era fjölbreyttar að efni til og taka til margra þátta trúarlífs og mannlegrar reynslu. Sem dæmi má nefna eftirtaldar íhuganir: Hver þekk- ir sjálfan sig? - Þú átt heima í eilífð Guðs - Brauð og bikar lífsins - Þeg- ar Guð heilsar - Samleið með Guði - Aldrei áður, aldrei aftur. Sigurbjöm biskup flytur einnig eina jólapredikun á mynd- bandinu." Skálholtsútgáfan gefur út. Til íhugunar I og II eru tvö myndbönd sem eru samtals 360 mínútur að lengd. Þau eru seld saman á 2.980 kr. Tónlist á myndband- inu er flutt af Herði Áskelssyni organista Hallgrímskirkju. Hvata- menn að þessari útgáfu voru þeir sr. Valgeir Ástráðsson og Helgi EUasson og höfðu þeir jafnframt umsjón með henni. Stöð 2 sá um upptökur, Gísli B. Björnsson hannaði kápu og Berg- vík ijölfaldaði. Myndböndin fást í öllum bókaverslunum landsins og í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31. Samkórinn Björk sækir Eyfirðinga heim Blönduósi. Morgunblaðið. SAMKORINN Björk úr Austur-Húna- vatnssýslu ætlar að leggja land undir fót og skemmta Eyfirðingum með söng og hljóðfæraleik næstkomandi laugardag. Kórinn mun halda tvenna tónleika, þá fyrri í Laugarborg í Eyja- ijarðarsveit kl 16 og seinni í Glerár- kirkju kl. 20:30. Á tónleikum kórsins verður boðið upp á fleira heldur en kórsöng. Ungt tónlistarfólk mun leika á klarinett og þverflautur, Bjarkarkvartettinn tekur nokkur lög og dúettinn Tromp mun flytja nokkur lög af nýútgefnum geisladiski sínum. Samkórinn Björk hefur starfað í þrettán ár og að sögn formanns kórs- ins, Kristófers Kristjánssonar, verða verkefnin mörg í vetur. Stærsta verk- efni kórsins verður án nokkurs vafa söngupptökur á vormánuðum en fyr- irhugað er að gefa út geisladisk næsta haust. í samkómum Björk em um íjöru- tíu söngfélagar og er Peter Wheeler tónlistarkennari_ söngstjóri. Einsöngv- ari er Halldóra Á. Gestsdóttir og aðal- undirleikari er Thomas Higgerson úr Varmahlíð. LISTIR KÓR Menntaskólans á Laugarvatni. Aðventu- tónleikar í Skálholts- dómkirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20.30. Þar koma saman margir tónlistarmenn og flytja aðventulög og sálma, en einnig tónlist sem sjaldnar heyrist. Flytjendur eru Barnakór Bisk- upstungna, Kór Menntaskólans að Laugarvatni, en hann frumflytur á tónleikunum nýjan sálm, Barnið í Betlehem, eftir Hafliða Vilhelms- son skáld og rithöfund, Monika Abendroth leikur á hörpu, Eyþór Jónsson leikur á orgel, einnig Mikl- os Dalmay, en hann hlaut í ár tón- listarverðlaun Ríkisútvarpsins og Sigrún Hjálmtýsdóttur syngur nokkur einsöngslög, en kemur að auki fram með kórunum tveimur. Stjórnandi Barnakórs Biskups- tungna og Kórs Menntaskólans að Laugarvatni er Hilmar Örn Agn- arsson, organisti í Skálholtskirkju. Aðgangur er ókeypis. ------»■♦■ ♦---- Englaveisla í Galleríi Smíðar og skart í GALLERÍI Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16a, verður opnuð samsýniningin „Englar og bjöllur" laugardaginn 30. nóvember kl. 14. I sýningunni taka þátt Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Guðbjörg Káradótt- ir, Guðný Hafsteinsdótitr, Hekla Björk Guðmundsdóttir, Sara Vil- bergsdóttir, Sigríður Anna Nikul- ásdóttir, Svanhildur Vilbergsdótt- ir, Þórdís Jóelsdóttir og fleirí. Einnig mun Guðrún G. Berg- mann lesa úr nýútkominni bók sinni Engladagar. Sýningin stend- ur til 20. desember. AÐALBJÖRG sýnir handmál- að silki í ýmsu formi á Ný- Iendugötunni á morgun. Opið hús á vinnustofu Að- albjargar OPIÐ hús verður á vinnustofu Aðalbjargar Erlendsdóttur fata- hönnuðar á Nýlendugötu 13 (bak- hús) á morgun, laugardag, kl. 12-18. Þar verður til sýnis og sölu hand- málað silki í ýmsu formi, s.s. slæð- ur, bindi, toppar og efni ætlað í föt. ------» » ♦ Art-Hún „Við bjóðum þér upp“ „VIÐ bjóðum þér upp“ er yfir- skrift tveggja daga opnunarhátíðar Art-Hún hópsins í nýjum vinnu- stofum og galleríi í Stangarhyl 7. Art-Hún hefur verið starfrækt í Stangarhyl 7 sl. átta ár og hefur nú verið flutt upp á aðra hæð húss- ins, í bjartara og betra húsnæði. Dagana 30. nóv og 1. des. verða þessar nýju og glæsilegu vinnu- stofur til sýnis og einnig gefst fólki kostur á að kynna sér þá fjöl- breyttu tegundir listmuna og mynda sem prýða gallerí lista- kvennanna sjö. Opnunarhátíðin, Við bjóðum þér upp, hefst kl. 14, laugardaginn 30. desember og er öllum opin. Ljósmyndasýn- ing á Siglufirði BJÖRN Valdimarsson og Sveinn Hjartarson opna ljósmyndasýningu í Aðalgötu 8 á Siglufirði laugar- daginn 30. nóvember kl. 14. Sýn- ingin verður opin næstu tvær helg- ar. Á sýninguni eru litmyndir og svarthvítar myndir, flestar teknar síðustu 2-3 árin á Siglufirði og víðar. Þetta er í annað skipti sem Björn og Sveinn sýna ljósmyndir en þeir héldu einkasýningar í Ljós- myndamiðstöðinni Myndási í Reykjavík fyrr í haust. -----♦ ♦ ♦---- V atnslitamynd- ir í Stöðlakoti SÝNINGU á vatnslitamyndum Gunnlaugs Scheving í Stöðlakoti lýkur nú á sunnudag, 1. desember. Verkin á sýningunni eru öll úr einkasafni dr. Gunnlaugs Þórðar- sonar og hafa ekki verið sýnd áð- ur. Nú í ár eru liðin sjötíu ár frá fyrstu sýningu Gunnlaugs Schev- ing hér í borg en myndirnar sem sýndar verða í Stöðlakoti eru flest- ar málaðar á fyrstu árum listferils hans, árunum 1933-1943. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. VERK eftir Ebbu: „Frost og funi“. Glerlist í Spari- sjóðnum í Garðabæ EBBA Júlíana Lárusdóttir heldur sýningu á glerverkum sínum í Sparisjóðnum í Garðabæ, Garða- torgi, dagana 30. nóvember til 9. desember. Sýningin verður opnuð á laugar- dag kl. 14 til 17 og verður opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins, nema um helgar, þá verður hún opin frá kl. 14-17. .... ♦ ♦ ♦---- Sögustund KAFFIGALLERÍ Amma í Réttar- holti, Þingholtsstræti 3, býður yngstu kynslóðinni í sögustund á morgun. „Þar mæta til leiks Sigrún Eldjárn, Illugi Jökulsson og Bergljót Arnalds og lesa úr nýútkomnum barnabókum sínum. Sögustundin stendur á milli kl. 14-15 og í gangi verða sérstök sögutilboð fyrir áhorfendur, heitt súkkulaði með ijóma og kleina,“ segir í fréttatil- kynningu frá Kaffigalleríi Ömmu. Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast Nú getur þú talað í friði án þess að hafa áhyggjur af svimandi háum símareikningum. Ný tækni og þróun símamála markar endalok einokunar símafyrirtækja. Símkostnaður má ekki hindra samskipti okkar og framgang fslands sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari slmaþjónustu. Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. c e & Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavlk, sími 552 2000, www.peace.is/2000 'xA / spatar allt a5 kosfnabar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.