Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 31 LISTIR Stofnfund- ur og fyrirlestur STOFNFUNDUR samtaka myndskreyta er starfa munu innan FÍT, Félags íslenskra teiknara, verður haldinn laug- ardaginn 30. nóvember kl. 14 í Gerðubergi. „Samtökin munu leitast við að vera vettvangur skoðana- skipta um stöðu myndskreyta í dag og hagsmunamál þeirra. Upplýsingar um sýningar, nám- skeið og samkeppni verða að- gengilegri og reynt verður að auðvelda myndskreytum að koma sér á framfæri. Með sam- stöðu verður unnið að því að bæta metnað og hag mynd- skreyta og auka skilning á mik- ilvægi myndskreytinga," segir í kynningu. Stofnfundurinn verður hald- inn í Gerðubergi en þar stendur nú yfír sýning á myndskreyting- um í norrænum bamabókum. Fundurinn hefst með því að Sigurborg Stefánsdóttir heldur fyrirlestur um íslenskar bóka- kápur. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður fundur mynd- skreyta í beinu framhaldi af honum. Sínum augum lítur hver ... BOKMENNTIR Itarnasaga STEINMÚSIN Höfundur: Jenny Nimmo. Teikning- ar: Helen Craig. Þýðing: Arni Amason. Umbrot: Edda Harðardótt- ir. Filmu- og myndvinnsla: Prenthönnun ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Bókband: Flatey hf. Útgefandi: Bamabókaútgáfan, 1996.62 síður. „SÍNUM augum lítur hver á silfr- ið“, segir gamalt spekiyrði, og því fær steinmús að kynnast í þessari sögu. Blíðuorðum og strokum hafði hún kynnst hjá eiganda sínum, Maríu, undi því glöð við sitt. En María þurfti að bregða sér af bæ, og fær frændfólk sitt, hjón með börn sín, Ellu og Jonna, að gæta húss og katta. Ella, sólskinssál, kom strax auga á hver gersemi „músin“ var, þær urðu stöllur og röbbuðu margt saman. Slíkt þótti Jonna, í krumlu reiði og þrjózku, yfirmáta heimskulegt. Þetta var sko engin mús, heldur steinvala, líktist engu öðru, mýs hafa jú skott! Því er ami í drengnum að dálæti systur sinnar á grjótinu, - barnaskapnum, leggur sig allan fram um að fela þessa ímyndun fyrir henni. Það tekst hon- um sannarlega. Já, myrkrið í sál hans gerði honum dvölina alla að hreinni martröð. Þá er það, að kett- irnir hennar Maríu, Moss og Minní, koma „mýslu" til hjálpar, vekja samvizku drengsins, og eftir að foreldrar snáðans fengu að vita orsök kuldans í honum, breytist allt: Þau bjóða í heimsókn vini snáð- ans, sem samstundis breytist í sól- skinssál, eins og systirin; steinmús- in úr „barasta gijóti" í virðulegt leikfang í músarmynd. Dæmisaga um, hvernig birta bijóstsins varpar ljósi á viðfangsefni og braut. Vel gert hjá höfundi. Þýðing ágæt, þó orð sem ekkert erindi átti í setningu læðist inn „ ... heill hrærigrautur af röddum." (9), en slík mistök eru hrein undantekning. Myndir mjög góðar og prentverk vel unnið. Sig. Haukur Nýjar bækur Ur djúpunum eftir Wilde ÚR DJÚPUNUM eftir Oscar Wilde í þýðingu Yngva Jóhannessonar hefur verið endurútgef- in. Bókin kom út áður 1926. Oscar Wilde var þekkt leikrita- og ljóð- skáld. Skáldsagan hans Myndin af Dorian Gray hefur komið út í ís- lenskri þýðingu. Hann þótti óviðjafnanlega fyndinn og orðheppinn. í kynningu segir: „Árið 1895 þegar Oscar Wiide stóð á hátindi ferils síns var hann ákærður fyrir kynvillu og dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir siðferðisbrot. Fangavistin hafði mikil áhrif á hann og tvö verka hans tengjast henni. Úr djúpunum, sem hann skrifaði í fangelsinu og Kvæð- ið um fangann." Þessi nýja útgáfa bókarinnar Úr djúpunum er gefin út til minningar um þýðandann Yngva Jóhannesson, sem hefði orðið 100 ára 16. ágúst Oscar Wilde Yngvi Jóhannesson sl. ef hann hefði lifað. Eysteinn Björnsson ritar formála um Oscar Wilde. Gils Guðmundsson ritar eft- irmála, Aldarminning Yngva Jó- hanjiessonar. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Útlit og hönnun bókarinnar, sem er 149 bls., annaðist Halldór Þorsteinsson, Oddi hf. Prentvinnsla er unnin af Odda hf. Listastefna í Berlín Listastefna var nýlega haldin í Berlín og þótti tíðindum sæta. Hjálmar Sveinsson fór á listastefnuna og kynnti sér málið. Svæðið liggur í hring og gallerí- unum skipað eftir stafrófsröð. Eg geng hringinn rangsælis. Fyrsta galleríið á vinstri hönd heitir Nic- olai Werner, eftir eigandanum sem er frá Kaupmannahöfn. Nicolai er varla nema 24 ára og mig minnir að ég hafi lesið einhverstaðar að hann þyki mjög snjall í sínu fagi. Sýningarbásinn er kannski 12 fer- metrar og þar er hvítur Mercedes Benz með tveimur gjallarhornum þar sem einhver talar arabísku og er mikið niðri fyrir. Á gólfinu í vinstra horni bássins stendur sjón- varpsskermur og þar getur að líta ungan mann sem er kannski að fara út að skemmta sér og dansar villtan dans í herberginu sínu. Hann er vatnsgreiddur, feitur og fölur á svörtum sokkum einum fata. Sennilega er komin meiri gleði í myndlistina en var fyrir nokkrum árum, hugsa ég. En vera má að það sé örvænting í gleð- skapnum. Svona eins og á íslensk- um bar þegar klukkuna vantar ekki nema tíu mínútur í þrjú og farið að hilla undir lok tíunda ára- tugarins, þessa allra allra síðasta áratugar aldarinnar og árþúsunds- ins. Berlín á kortið Listastefnur eru umdeildar. Sumir verða ævir þegar minnst er á þær og segja að kaupahéðnar og víxlarar hafi gert helgidóm list- arinnar að ræningjabæli. Aðrir vilja meina að listastefnur séu heið- arlegri en allar stóru yfirlitssýning- arnar á fínu listasöfnunum. Það komi engir listfræðingar nálægt listastefnum til að klæða listina í einhvern háspekilegan búning. Fólk standi bara frammi fyrir verk- unum eins og þau koma af skepn- unni - og verði um leið að horfast í augu við þá staðreynd að á endan- um snýst næstum allt um kaup og sölu. Liststefnur eru haldnar í Köln, Frankfurt og Basel og nú hefur Berlín bæst í hópinn. Berlín var varla til á landakorti galleríheimsins og allt í einu vilja allir koma hingað. Frést hefur að flótti sé brostinn í lið galleríista í Köln - mikilvægustu galleríborg Evrópu. Enginn vill vera síðastur að yfirgefa sökkvandi skip. í kynn- ingarbæklingi segir að listastefnan í Berlín verði haldin árlega í nóv- emberbyijun og að þangað verði aðeins boðið framsæknum gallerí- um. Já, galleríum sem hjálpa sínu listafólki að vaxa og þróast og hugsa ekki bara um að græða pen- inga. Til að gera langt mál stutt var 130 völdum galleríum frá 16 löndum boðið að sýna á 12.500 fermetra gólffleti. Ljósmyndir og málverk Ljósmyndir eru mjög áberandi; flestar flennistórar og í lit. Þarna eru myndir eftir Þjóðveijann Andr- eas Gusky af hótelum, flugvöllum, bílum og fjöllum. Sjónarhornið er afar vítt í myndum Gurskys og manneskjurnar smáar eins og í málverkum Breugels. Gursky er góður listamaður en það er óþarfi að herma eftir honum. Svo er mik- ið af litglöðum myndum af ungl- ingsstelpum og vonlausri X-kyn- slóðinni. Einhverstaðar hanga fal- legar myndir sem Bandaríkjamað- urinn John Copland tók af eigin kroppi: gömlum, feitum og loðnum. í bás sem tilheyrir Parísargallerí- inu Philippe Rizzi hanga þrjú blá- leit málverk upp á vegg. A einu þeirra er dálítið undarlegt par kviknakið. Hvít vera, sem er eins konar sambland af John Copland og meinlausu norsku trölli, og svört vera með löng kvenleg augnhár FRÁ listastefnunni í Berlín. EITT af þessum stjörnuskotum er Ólafur Elíasson. og flírulegt glott. Ég man ekki hvað myndin heitir en listamaður- inn er enginn annar en Hallgrímur Helgason. íslenzkt, stjörnuskot Listastefnurt geta skipt sköpum fyrir ungt listafólk, því það kemur oft fyrir að mikilvægir sýningar- stjórar, safnstjórar og safnarar uppgötvi þar efnilegar listaspírur. Og þegar það gerist þá getur allt farið af stað. Þörfin fyrir nýtt blóð og frumkrafta eykst í réttu hlut- falli við alla þá ofgnótt myndlistar og myndefnis sem flæðir um heim- inn á vorum dögum. Allt í einu er nýjum nöfnum skotið upp á stjörnuhimininn og þá gerist sjálf- krafa að ekki er haldin ein einasta sýning í allri Evrópu án þessara nafna. Og alltaf sömu nöfnin því þau fá áru í kringum sig og enginn þarf að spyija fyrir hvað þau standa. Eitt af þessum nöfnum, þessum stjörnuskotum er íslend- ingurinn Ólafur Elíasson, „Der Islánder Ólafur Elíasson“, eins og hann er alls staðar kynntur. Ég hitti hann í sýningarbás Berlínar- gallerísins Neugerriemschneider þar sem hann situr við stórt hvítt kúluhús sem minnir á borholuhúsin á íslandi. Hægt er að ganga inn í húsið og þar blikkar ljós eins og í teknódiskóteki og vatnssúla stíg- ur upp í glerhólki. Og þegar ég kem út úr þessu húsi sé ég hvar íjölmargar ljósmyndir af íslenskum fossum standa upp við skilrúm í básnum. Ólafur er með græna baseball-húfu og ég spyr hann auðvitað hverra manna hann sé, eftir að hafa kynnt mig kurteis- lega. Ég er fæddur og uppalinn í Danmörku, segir hann á fallega bjagaðri íslensku, en faðir minn er íslenskur. Ég er auðvitað Dani en líka íslenskur. Annars finnst mér þjóðerni ekki skipta svo miklu máli. Ég get ekki verið annað en sammála Ola og spyr hann hvernig honum lítist á. Tja, ljósmyndin er áberandi, segir hann, en annars fylgist ég nú voða lítið með. Ég er svo niðursokkinn í mína hluti, en nú þarf ég víst að drífa mig. Ég er að fara út að borða með galleríista frá Frankfurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.