Morgunblaðið - 29.11.1996, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Trén fá fætur
Nýi heim-
nrinn
BOKMENNTIR
Barnabók
FURÐULEGT FERÐALAG
eftir Aðalstein Asberg Sigurðsson.
Brynja Dís Björnsdóttir mynd-
skreytti. Dimma, 1996 - 102 bls.
í UPPHAFI sögu hittum við
Börk, níu ára snáða sem rekur
raunir sínar. Hann á að flytja úr
gamla húsinu í grónu hverfi í
Reykjavík og í nýtt
hverfi. Hann er van-
máttugur vegna þess
að enginn vill hlusta á
þótt hann segi þeim
að hann vilji alls ekki
flytja. Og það sem
meira er, nýju eigend-
ur gamla hússins ætla
að breyta því í skrif-
stofur, Ijarlægja öll
gömlu trén og byggja
á lóðinni. Gömlu trén
eru stór og stæðileg
og hafa að sjálfsögðu
sál. En rétt áður en
fjarlægja á trén gerast
undur og stórmerki.
Skógarpúkinn Pansjó
er mættur á staðinn
og hans hlutverk er að hjálpa tiján-
um að flýja á öruggan stað en
hann getur ekki staðið í þessu
einsamall og þarf á hjálp að halda.
Hjálparkokkarnir í þessum ævin-
týralega leiðangri verða Börkur,
vinur hans, Jónsi, og systir Jónsa,
hún Lára litla. 011 ganga þau til
liðs við Pansjó í björgunarleiðang-
urinn. Einnig kemur hjólaviðgerða-
maðurinn Valdi við sögu.
Leiðangurinn gengur út á það
að koma tijánum og þeim lífsanda
BOKMENNTIR
Barnabók
ÓSÝNILEGI VINURINN
Höfundur: Kari Vinje. Myndir: Vi-
vian Zahl Olsen. Þýðendur: Þórdis
Ágústsdóttir og Gyða Karlsdóttir.
Grafísk vinnsla: Fabigraf, Oslo.
Prentun: Nörhaven A/S, Viborg.
Útgefandi: Salt hf. 1996.88 síður.
HÉR segir frá Palla Pimpen sem
nýfluttur er í raðhús við Súru-
bakka. Hann eignast Jónatan
Finkeltop að vini og við það breyt-
ist líf hans allt. Palli hafði sem sé
aldrei heyrt á Jesú eða guð minnst,
ekki það hann mundi, en Jónatan
kunni þeim mun betri skil á, og
móðir hans, frú Finkeltop, hjálpar
sem í þeim blundar til Þingvalla
þar sem þeim er óhætt. En hætt-
urnar eru margar á veginum og
mikla snilld og kjark þarf til að
leysa öll vandamálin. Alls kyns
óvættir leynast á leiðinni. Gjörn-
ingaveður, steinsnararar, eiturguf-
ur og ýmsir aðrir farartálmar verða
á vegi þeirra og tijánum er hætta
búin við hvert fótmál. Ræturnar
eru líka erfiðar að ganga á svona
langa leið.
Sagan er mjög lipurlega skrifuð.
Textinn er leikandi
léttur, sagan spenn-
andi og frásögnin öll
vel ofin, þétt og sann-
færandi. Sagan er sögð
frá sjónarhóli Barkar
og við skynjum allt sem
pirrar hann, t.d. Haf-
liða bróður sem er al-
deilis óþolandi ungling-
ur, skilningsleysi for-
eldranna og spekings-
leg túlkun drengsins á
því hvernig fullorðna
fólkið hugsar yfirleitt.
Við upplifum einnig
spenninginn í drengn-
um þegar erfiðleikarnir
virðast óyfirstíganleg-
ir. Og við getum lika
samglaðst honum yfir því að hafa
komið þeim Eskiláni aski, Ísidíu
ösp, frú Furu, Blíðu björk, Rúbíusi
rifsbeijarunna og Rammgeiri reyni-
viði á öruggan stað jafnvel þótt
Ómar álmur hafi fallið í valinn í
stríðinu. Höfundur tekur skemmti-
lega afstöðu með tijánum og eflaust
munu ungir lesendur horfa á stór,
gömul og virðuleg tré með öðrum
augum eftir að hafa lesið söguna
um furðulega ferðalagið.
Sigrún Klara Hannesdóttir
syni sínum að uppfræða snáðann.
Allt frá sköpunarsögunni til vonar-
innar um endurkomu Krists stiklar
hún í frásögn sinni, og Palli verður
allur annar eftir fræðsluna, engli
líkur í augum móður. Vissulega
velgerð bók, hvergi í neinu sparað
í hinni ytri gerð, og innihaldið, að
dómi heimatrúboðssinna, sjálfsagt
frábært.
Ekki mínum, því þótt tilgangur-
inn sé góður, þá fellur höfundur í
þá gryiju að breyta sögu í predik-
un, og í mínum huga er sagan
miklu betri.
Þýðing er lipur og góð, hnökra-
laus. Myndir velgerðar, - líflegar
-, bókarprýði. Prentverk allt og
ytri gerð bókar útgáfunni til sóma.
Sig. Haukur.
BOKMENNTIR
LjóAabök
NEW ORLEANSÁRLA
MORGUNSí DESEMBER
eftir Þorvarð Hjálmarsson.
40 bls. Andblær 1996.
✓
ÞAÐ er maður á ferð. Hann er
að skoða brot af veröldinni, út-
lendingur í ókunnu landi. Hann
eignast vin sem hann kallar Jo-
hnny Montana, ving-
ast við stúlku með
brotið hár, stúlku sem
á endanum leiðir hann
enn lengra inní hina
nýju veröld og útúr
bókinni - hver slær
líka „hendinni á móti
ástarfundum / í
stjörnuskini eða
mánaglóð á sjálfu /
„Old Man River“?“,
segir í lokaljóði bókar-
innar. „Ekki ég!“,
klikkir ferðamaðurinn
út og er þarmeð etv.
orðinn forframaður í
Nýja heiminum:
Henni Ameríku,
vöggu hins vestræna hugarfars
nútímans. Kom hann heim, er
hann kominn enn? Hann fór útí
óvissuna og virðist óhræddur.
Hvar getur slíkur maður endað
nema heima? Hvar sem „heima“
annars er.
Hér er ekki aðeins ferðast um
stað í Bandaríkjunum, þótt landa-
kortið kunni að halda því fram,
hér er ekki síður ferðast um and-
rúmsloft: Við erum leidd um hug-
arfar, förum um landslag viðhorfa,
ferðumst um vestrænan hugar-
heim. Ferðamaðurinn er, ásamt
lesanda, gestkomandi í eigin hug-
arfari, hann sér með augum gests-
ins en er samt heimamaður. Les-
andi er um leið bæði í nálægð og
fjarlægð við efni þessara ljóða, allt
eftir því sjónarhorni sem hann vel-
ur sér: Hann er í nánd hið innra,
firrð hið ytra.
Það er Janus Jósefsson miðill,
sjáandi og pípulagningarmaður
sem hefur orðið í þessari bók, ljóð-
in eru þankar hans og dagbókar-
brot frá Ameríkuför 1994. Hér er
ekki á ferð hinn dæmigerði heim-
óttarlegi íslendingur í útlöndum,
Janus hefur víða farið, einsog
verður ljóst þegar í öðru ljóði bók-
arinnar þarsem hann gerir saman-
burð á því sem reynist ferðalangi
betra en ekkert á ókunnum stað:
„Ég hef séð það á öllum fínustu
klósettum heimsins, / vandamálið
með veröldina og manninn //
skeytingarleysið, / skortinn á
samúðinni, hræsnina, / fálætið,
heimskuna! // I speglasal í Hong
Kong / á moldargólfi í Búlgaríu".
Og sem fagmaður tekur hann eft-
ir því að pípulögnin er í lagi. En
fátt segir af miðilsstandi Janusar-
Jósefssonar eða sýnum hans úr
handanheiminum - þaðan miðlar
hann engu. Fætur hans eru á þess-
ari jörð, sýnir hans úr þessum
heimi, etv. þó fyrst og
fremst Nýja heimin-
um, í tvennum skiln-
ingi þess hugtaks.
Leiðslubókmenn tir
er orð sem kemur uppí
hugann við lestur
þessarar bókar. Hér
er að vísu ekki farið
um kristilega hugar-
heima einsog í Gleði-
leiknum guðdómlega
eða Sólarljóðum - eða
furðuheima líktog í
Lísu í Undralandi -
heldur hugarheim
hins vestræna nú-
tímamanns. Og
„leiðslan" er staðfest
í lokaorðum hugleiðinga um svert-
ingja í vændishúsi:
Ég ætla ekki að tala um hárkolluna,
•gljáandi gulltennumar, hálsbindið
eða ömurlega silkisloppinn
brassbandið baulandi á götunni
eða apann í búrinu með
hornspangargleraupn
og pípuhattinn
látum leikina liggja milli hluta.
Þetta er allt ímyndun hvort sem er.
Kannski var þessi ferð aldrei
farin um lendur landabréfanna -
hið ytra. En hvar sem ferð Janusar
var farin, heldur hún áfram. Ein-
sog rómverski guðinn með sama
nafni, situr hann á tímamótum og
snýr annarri ásjónu sinni til fortíð-
ar, hinni til framtíðar - til Gamla
heimsins og þess Nýja. En ólíkt
Janusi hinum rómverska, er í Jan-
usi Jósefssyni fullt af nútíð. Þess-
vegna mun ferð hans halda áfram
í lesandanum.
Það er einhver undirtónn í þess-
ari bók Þorvarðar, hann heyrist
kannski ekki vel ef hlustað er eft-
ir laglínu, er frekar einsog bassa-
tónninn: Maður finnur hann í bein-
unum.
Kjartan Árnason
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson
Palli kynnist Jesú
Þorvarður
Hjálmarsson
BÓKMENNTIR
Fcrðasögur
UPP Á LÍF OG DAUÐA
eftir Björgvin Richardsson. 206 bls.
Útg. Skjaldborg. Prentun: Oddi hf.
Reykjavík, 1996. Verð kr. 3.290.
SJALDAN líður svo mánuðurinn
að björgunarsveitir séu ekki kallaðar
út. Þær eru því oft í fréttunum. Björg-
vin Richardsson er fjallagarpur sem
þekkir allar hliðar þeirra mála. Og
þar sem hann er líka ritfær í besta
lagi lá beinast við að hann kæmi
reynslu sinni á framfæri með þessum
hætti — í bók. Heiti bókarinnar, Upp
á lífog dauða, ber óneitanlega nokk-
um keim af æsifréttastfl. Við lestur-
inn kemur á daginn að það á bara
vel við. Björgvin kann að dramatísera
söguefni sín. Fjallgöngumeon mega
oft leggja sig í lifshættu. Og starf
þeirra er nú einu sinni
að bjarga öðmm sem í
lífsháska rata.
Spyija má hvers
vegna ungir menn leggi
þetta allt á sig fyrir litla
eða ef til vill enga um-
bun. Svarið er í raun
að fínna á síðum þessar-
ar bókar. Þeir njóta þess
að ferðast, skoða landið,
reyna krafta sína og
láta gott af sér leiða.
Frelsi og víðátta
óbyggðanna heillar. Þar
mætir auganu mikilleiki
og fegurð sem ekki er
annars staðar að finna.
Líkamlegt erfiði bætir
heilsuna, styrkir sjálfstraustið og
veitir um leið nauðsynlega slökun frá
amstri daglega lífsins í fjölmenninu.
Það skerpir drættina í sjálfsmyndinni
að finna sig vera mann til að takast
á við örðug viðfangs-
efni. Margur sækist
eftir spennu og tilbreyt-
ingu. Og hún veitist í
ómældum skammti í
leiðöngrum björgunar-
sveita. Björgun út-
heimtir jafnan ýtrustu
samhæfíngu og treystir
því öðru fremur sam-
kenndina og vináttu-
böndin. Að siðustu má
svo nefna hina miklu
tæknivæðingu sem ljær
starfseminni talsverðan
glæsibrag.
Ætla má að Björg-
vin segi frá völdum
atvikum og ferðir hans
hafi ekki allar verið jafn ævintýra-
legar og þær sem hann segir frá í
þessari bók. Sumar ferðirnar voru
reyndar ekkert ævintýr, síður en
svo! Björgvin heldur í heiðri þá fornu
reglu að nokkuð skuli bera til sögu
hverrar; fjölyrðir lítt um aðdraganda
og önnur aukaatriði en staldrar þeim
mun rækilegar við sögulegu andar-
tökin. Björgunarsveitarmenn verða
einatt að halda sér í þjálfun. Fjall-
ganga venjulegs borgara líkist að
engu leyti glímu þeirra við náttúru-'
öflin. Isklifur er t.d. sérhæfð íþrótt
sem kallar ekki aðeins á ýtrasta
þrek heldur iíka á æfingu og leikni.
Og sömuleiðis á kjark og áræði, að
sjálfsögðu. Ennfremur verða björg-
unarsveitarmenn að læra á landið
svo þeir geti ratað sem víðast og
varast að lenda sjálfir í villum þegar
öðrum þarf að bjarga. Kalli verða
þeir að gegna hvenær sem er. Og
af sjálfu leiðir að þeir verða oft að
starfa við verstu hugsanleg skilyrði.
Sumir leiðangrarnir reyna ekki hvað
síst á sálarþrekið.
Vant er að gera upp á milli þátt-
anna ellefu í bók þessari. Sögulegust
mundi teljast ganga þeirra félaganna
á McKinley í Alaska 1989. Það er
hæsta fjall í Norður-Ameríku, nærri
sex þúsund og tvö hundruð metra
hátt, oft kallað kaldasta fjall jarðar.
Ahættunnar virði
Björgvin
Richardsson
Nýjar bækur
• VINIR og kunningjar.
Óvenjulegar frásagnir af
venjulegu fólki er eftir Þráin
Bertelsson.
„í bókinni er brugðið upp
mannlífsmyndum úr friðsömu
samfélagi
okkar ís-
lendinga þar
sem órói
brýst um í
hverri sál og
átök geisa
undir hveij-
um steini.
Þráinn Bert-
elsson fer
með þennan
viðkvæma efnivið af einstakri
hlýju, skoðar hann af glögg-
skyggni og býður okkur að
horfa á hann með sínum aug-
um,“ segir í kynningu.
Vinir og kunningar eru safn
frásagna úr samnefndum út-
varpsþáttum sem Þráinn flutti
síðastliðið sumar.
Útgefandi er Dægradvöl.
Bókin er 224 bis. ogerleið-
beinandi verð 2.950 kr.
0 Bessas ta ðabæk urnar e ru
komnar út. Gunnar Smári
Egilsson bjó til prentunar.
í kynningu segir: „Bessa-
staðabækurnar eru dagbækur
forseta lýðveldisins hveiti-
brauðsdaga hans í embætti, _
fyrstu eitt hundrað dagana. í
þeim sveiflast hann milli van-
máttar gagnvart embættinu og
stórmennskudrauma um frama
á alþjóðavettvangi. Svona á sig
kominn reynir forsetinn að öðl-
ast viðurkenningu þjóðar
sinnar, fínna embættinu eftir-
tektarverð verkefni og skapa
sér verðugan sess í sögunni."
Útgefandi er Dægradvöl.
Bókin er 128 bls. ogerleið-
beinandi verð 1.950 kr.
0 MÁLSVÖRN mannorðs-
morðingja - Eða ánægjuleg-
ar minningar úr píslagöngu
minni nefnist fyrsta skáldverk
Gunnars Smára Egilssonar.
„í bókinni ægir saman
ljúfsárum bernskuminningum
og eldheitum
predikunum,
harðri ádeilu
og sögum af
bráð-
skemmtilegu
fólki,“ segir
í kynningu
og einnig að
„þrátt fyrir
alvarlegan
undirtón
geysist frásögnin fram af hug-
myndauðgi og kímni.“
Útgefandi er Dægradvöl.
Bókin er 320 bls. ogerleið-
beinandi verð 3.450 kr.
Þar er jafnan umferð mikil. Og marg-
ur lætur þar líf sitt. Minnisstæðari
finnst mér samt vera þáttur sem
höfundur nefnir Þrettán á ferð. Þar
segir frá æfíngaleiðangri á Eyjafjalla-
jökul. Allir vita hvað »þrettán« merk-
ir í þessu sambandi. Og trúin fór
eftir. Ohappið lét ekki á sér standa.
Einn hrasaði á gilbarmi, flaug stjórn-
laust niður flughálann frerann og
staðnæmdist ekki fyrr en jökullinn
hafði bæði brotið hann og marið.
Hafí maður ekki vitað það fyrr
má gerst fræðast um það af bók
þessari að björgunai-starf er alls ekk-
ert frístundasport heldur sérgrein
sem einungis lærist með ströngu
námi. Bók þessi skírskotar auðvitað
til annarra björgunarsveitarmanna
fyrst og fremst. Hinn venjulegi ferða-
maður — sá sem er einatt að sjá
björgunarsveitunum fyrir verkefnum
— mun þó hafa af henni full not.
Og hinn, sem sækist eftir áhættu til
að sanna karlmennsku sína, ætti að
ganga í þennan skóla Björgvins áður
en lagt er af stað í næstu ferð.
Erlendur Jónsson