Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 35
34 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RANNSOKNIR OG EINKAFRAMTAK RANNSÓKNARFYRIRTÆKIÐ „íslenzk erfðagreining“ er tekið til starfa í Reykjavík. Rannsóknastofur þess verða búnar fullkomnasta tækni- og tölvubúnaði, sem þekkist í heiminum til erfðarannsókna. Tugir íslenzkra vísindamanna fá störf hjá fyrirtækinu og er áætlað að starfsmenn verði um fjörutíu um næstu áramót. Fé til starfseminnar kemur frá bandarískum fjárfestum, sem taka áhættu af því, að erfðarannsóknirnar muni leiða til þróunar lyfja þannig að fjárfesting þeirra verði arðbær. Þegar hafa um 800 milljónir króna verið lagðar í fyrirtæk- ið. Forstöðumaður fyrirtækisins er dr. Kári Stefánsson, læknir og prófessor við Harvardháskóla. Hann segir, að ísland sé einstaklega heppilegt til erfðarannsókna, þar sem landið hafi verið svo til einangrað í 1100 ár og þjóð- in því erfðafræðilega tiltölulega einstofna. Greinagóðar heimildir séu einnig til um ættir manna, enda ættfræði- áhugi íslendinga mikill. Markmið erfðarannsóknanna er að finna stökkbreytingu í erfðavísum, sem unnt verði síð- an að nota til að þróa aðferðir eða lyf til að koma í veg fyrir og lækna sjúkdóma, t.d. sykursýki, gigt og asma. Kári segir reiknað með, að fé til fyrirtækisins dugi í tvö til þrjú ár, en verið sé að leita samninga við ein tíu lyfjafyrirtæki um kaup þeirra á upplýsingum um rannsókn- arniðurstöður. Viðræður við þrjú þeirra séu komnar vel á veg. „Við þurfum að fá samning við eitt lyfjafyrirtæki til þess að ná því markmiði, að starfsmenn fyrirtækisins verði um eitt hundrað eftir eitt ár.“ Hann kveðst vonast til, að fyrirtækið gangi það vel að það verði starfrækt í landinu til frambúðar. Mikill fengur er að því fyrir land og þjóð, og íslenzk vísindi sérstaklega, að rannsóknarstofur fyrirtækisins verða starfræktar hér. Fjöldi ungra vísindamanna fær þar störf við hæfi, sem íslenzkt þjóðfélag hefur ekki getað boðið upp á. Þá er athyglisvert og ánægjulegt, að einka- framtakið kostar reksturinn en ekki skattgreiðendur. TÓNSMÍÐ ENDURHEIMT MERKUR VIÐBURÐUR í tónlistar- og menningarsögu íslendinga var sl. laugardag, en þá var flutt í fyrsta sinn „Óður Skálholts“, verk dr. Victors Urbancic fyrir blandaðan kór, þul og blásarasveit við verðlaunaljóð séra Sigurðar Einarssonar. Kantatan og ljóðið voru samin í tilefni Skálholtshátíðar 1956, sem haldin var til að minn- ast 900 ára afmælis biskupsstóls í Skálholti. Verk dr. Urbancic, sem tekur nær klukkustund í flutningi, var flutt í þetta eina sinn af Langholtskirkjukórnum og blásara- sveit undir stjórn Jóns Stefánssonar, en framsögn hafði Gunnar Eyjólfsson. Dóttir tónskáldsins fann „Óð Skálholts" sl. vor, en dr. Urbancic lézt vorið 1958, og hafði verkið því legið óhreyft í fjóra áratugi. Þetta leiðir hugann að nauðsyn þess að unnt verði að gefa út nótur íslenzkra tónskálda þannig að bæðj íslenzkir og erlendir tónlistarmenn hafi að þeim aðgang. Þá væri æskilegt, að hafin væri kerfisbundin útgáfa íslenzkra tónverka á geisladiskum. Með þeim hætti mætti koma í veg fyrir, að tónsmíðar íslenzkra tónskálda hyrfu í móðu gleymskunnar, tónlistararfi þjóðarinnar til tjóns. Dr. Victor Urbancic var einn af burðarásum íslenzks tónlistarlífs um tveggja áratuga skeið. Hann fæddist í Vínarborg árið 1903, en fluttist til íslands ásamt dr. Melitu konu sinni í ágúst 1938. Hann var kennari við Tónlistarskólann og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur og síðar Tónlistarfélagskórsins, sem vann ýmis þrekvirki í flutningi verka eftir Hándel, Mozart, Bach og fleiri jöfra tónlistarinnar. Hann var frumkvöðull í flutningi á óperett- um hér á landi og síðar óperum eftir að hann varð hljóm- sveitarstjóri Þjóðleikhússins 1952. Dr. Urbancic var einn þeirra manna, sem fleytti íslenzku tónlistarlífi áfram til þeirrar grósku sem þar ríkir nú. Hann þótti einstakur kennari og mikið ljúfmenni í umgengni. Fjölmörg tónverk liggja eftir dr. Urbancic, flest þeirra samin á íslandi. Fram- lag hans til íslenzks tónlistarlífs og menningar verður seint fullþakkað. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna breytt í lokað hlutafélag Læknir ákærður veffna fóstureyðingar sem áður hafði verið synjað SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna verður nú breytt í hlutafélag og við það breytast ýmsar áherzlur í rekstri fyrirtækisins. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna EIGNARHLUTFALL FÉLAGSMÁNNA Samkvæmt 13. gr. samþykkta SH Samkvæmt 13. gr. samþykkta SH Útgerðarfélag Akureyringa hf. 14,4740% Isfélag Vestmannaeyja hf. 9,5386% Grandi hf. 9,2037% Haraldur Böðvarsson hf. 6,9960% Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. 6,6981% íshúsfélag ísfirðinga hf. 6,6237% Siidarvinnslan hf. 6,1317% Þormóður rammi hf. 4,9962% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. 4,2349% Miðnes hf. 4,0960% Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal 3,8991% Frosti hf. 3,1926% Magnús Gamalíelsson hf. 2,8329% Hólanes hf. 2,6195% Sigurður Ágústsson ehf. 2,5152% Hraðfrystihús Hellissands hf. 2,0695% Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. 2,0533% Skjöldur hf. 1,4802% Jón Erlingsson hf. 1,2956% Fiskanes hf. 1,0324% Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. 0,9719% Soffanías Cecilsson 0,8104% Fiskiðja Raufarhafnar hf. 0,4750% Gunnvör hf. 0,3032% Fiskiðjan Dvergasteinn ht. 0,2724% Kristján Guðmundsson hf. 0,2477% Oddi hf. 0,2136% Þorbjörn hf. 0,1794% Fiskiðjan Freyja hf. 0,1405% ísfiskur hf. 0,1188% Saltver hf. 0,0830% Fiskv. Magnúsar Björgvinss. 0,0603% Straumnes hf. 0,0502% ísfold hf. 0,0363% Kambur hf. 0,0331% Sjávarréttir hf. 0,0190% Nokkuð víðtæk samstaða um breytta félagsformið FÉLAGSFUNDUR í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna tekur í dag afstöðu til þess hvort breyta eigi SH í hlutafélag. Samþykkt var á síðasta aðalfundi SH að skipa nefnd til að meta hvort rétt væri að breyta félagsforminu og hefur hún skilað áliti sínu til stjórnar, sem hefur samþykkt að leggja það til við félagsfundinn að félaginu verði breytt í hlutafélag. Til að samþykkt í þá átt öðlist gildi þarf aukinn meirihluta atkvæða, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er sá meirihluti fyrir hendi. Við breytinguna verður stjórn- armönnum fækkað úr 15 í 9 og verður stjórnarfor- maður kosinn beinni kosningu. Heimildir Morgun- blaðsins herma að Jón Ingvarsson, núverandi for- maður stjórnar SH, verði endurkjörinn. Engir skattar Þessi breyting á félagsformi SH á sér nokkurn aðdraganda og hafa tillögur í þessa átt ekki átt upp á pallborðið á aðalfundum undanfarinna ára. Núver- andi félagsform er nokkurs konar sölusamlag með tilheyrandi reglum um sköttun og fleiri slíka þætti. Eigendur félagsins, það er að segja meðlimir í sölu- samlaginu eru framleiðendur og eiga þeir hlut í samræmi við framleiðslu þeirra frá því þeir gerðust aðilar að SH. Hagnaður sá sem myndast í fyrirtæk- inu er ekki skattlagður hjá því heldur skiptist hann á milli eigenda þess og er greiddur út eða er áfram innan SH í svokölluðum séreignasjóði. Fyrirtækin fá síðan hagnaðinn greiddan út í hlutfalli við eign sína og gefa upp til skatts, en vegna taprekstrar hefur yfirleitt ekki komið til þess að skattar hafa innheimzt af þessum upphæðum. Eftir að SH verður breytt í hlutafélag, verður það skattlagt eins og önnur hlutafélög, sjálfstæður lögaðili, og greiðir síðan arð til eigenda sinna í sam- ræmi við gildandi reglur um arðgreiðslur. Þarf ekki að leysa menn út Samkvæmt gamla félagsforminu hefur Sölumið- stöðin þurft að greiða út eignarhlut þeirra, sem ákveða að yfirgefa félagið og skiptist sá hlutur síð- an niður á hina eigendurna í hlutfalli við eignarhlut þeirra. Sú breyting varð reyndar á fyrir skömmu að eigendur gátu keypt hlut þeirra sem fóru út í hlutfalli við afurðasöluna, ekki eignarhlut, og þann- ig hafa einhver fyrirtæki getað aukið hlut sinn í SH. Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi verður Sölu- miðstöðin lokað hlutafélag. Eignarhlut fyrirtækj- anna verður breytt í hlutafé, og kjósi einhver að selja sinn hlut eiga aðrir félagsmenn forkaupsrétt á honum. Komi tilboð í hlut einhvers félagsmanns utan frá, eiga aðrir félagsmenn einnig forkaupsrétt á sama gengi, en nýti enginn sér þann rétt er heim- ilt að selja hlutabréfín aðila utan félagsins. Þá get- ur félagið einnig boðið út hlutafé, bæði innan félags- ins og utan. Skilaskylda afnumin Samkvæmt núgildandi félagsformi eru félagsmenn skyldugir til að selja allar afurðir sínar í gegn um SH, þó dæmi sé um annað í litlum mæli. Nú verður þessi skilaskylda afnumin, en stefnt er að því að hlutafélagið semji við hvem og einn framleiðanda um sölu afurðanna og verður þá lögð áherzla á að um sölu allra afurða verði að ræða. Þar keppir SH nú á nýjum vettvangi. Félagið þarf nú að sýna fram á að það geti skilað framleiðendum meiru fyrir afurðir þeirra en aðrir, eigi það að fá þær til sölu. Afstaða UA ríður baggamuninn Glíman um félagsformið hefur staðið í nokkur ár og hafa þar verið fremstir í flokki Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, Róbert Guðfinnsson, annar framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, og Sig- Félagsfundur í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna tekur í dag afstöðu til þess hvort breyta beri SH úr samvinnufélagi í hlutafélag. Hjörtur Gíslason segir allt benda til að sú breyting verði samþykkt. Nokkuð víðtæk samstaða hefur tekizt um breytinguna, sem þó ber keim af málamiðlun. urður Einarsson, framkvæmdastjóri ísfélags Vest- mannaeyja. Fleiri hafa nú slegizt í hópinn og segja má að víðtæk samstaða hafi náðst um þessa breyt- ingu. Miklu veldur að Jón Þórðarson, formaður stjórnar ÚA, er fylgjandi breytingunni, en fyrrum framkvæmdastjóri félagsjns, Gunnar Ragnars var henni andvígur ásamt Ólafi B. Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra Miðness í Sandgerði, og fleiri sterkum aðilum innan SH. Gamaldags og þunglamalegt Ýmsar ástæður liggja að baki því að menn vilja breyta félagsforminu. Ein er sú, að núverandi form þykir gamaldags og þunglamalegt. Flest stóru fyrir- tækin innan SH eru orðin hlutafélög. Því þykir það eðlilegt að SH fylgi breyttum tímum og breytist í hlutafélag. Með því móti verði auðveldara að afla fé til sérstakra verkefna með einföldu hlutafjárút- boði, í stað þess að leggja slíkar byrðar á herðar öllum félagsmönnum. í nýja forminu geta þeir verið með sem vilja, hinir sleppt því. Þá þótti mörgum það miður að þurfa að leysa út eignarhlut þeirra, sem hættu innan SH með tug- um milljóna króna. Vilji einhver hluthafi hætta við- skiptum við SH eftir að félagið er orðið hlutafélag, gerir hann það einfaldlega og annaðhvort heldur sínum hlut áfram eða selur. Félagið sjálft þarf ekk- ert að greiða út. Skilaskylda afurðanna var einnig mörgum þyrnir í augum. Það á helzt við rækjuframleiðendur, en til skamms tíma var fremur lítil áherzla lögð á sölu á pillaðri rækju hjá SH, en mikil breyting hefur reynd- ar orðið þar á. Nokkur dæmi voru um að rækjufram- leiðendur sætu uppi með miklar birgðir og smærri útflytjendur kæmu til þeirra og byðust til að selja einhvern hluta birgðanna á svipuðu eða jafnvel hærra verði, en SH var að selja á sama tíma. Þá þjónustu hafa framleiðendur ekki getað nýtt sér en munu hafa frjálsari hendur eftir breytinguna. Aukin umsvif á veraldarvísu Enn eitt sjónarmiðið er að nýta eigi krafta Sölu- miðstöðvarinnar betur á alþjóðlegum vettvangi. Ekki sé nægilegt að SH sé aðeins sölusamtök fram- leiðenda á Islandi og nokkurra erlendra fyrirtækja. Tekjumöguleikar fyrirtækisins sem slíks séu fullnýtt- ir og sjálfsagt sé að nýta styrk þess út á við til frekari tekjuöflunar. Sölumiðstöðin eigi í miklu rík- ari mæli að stunda viðskipti á veraldarvísu en gert hefur verið. Sumir hafa bent á að IS sé komið fram úr SH, á þessu sviði með samstarfinu við UTRF í Rússlandi, en SH hefði eflaust getað náð þeim samn- ingi eða einhveijum hliðstæðum, hefði vilji fyrir því verið fyrir hendi. Einnig benda menn á að þrátt fyrir erfiðleika í samskiptum við indverskan sam- starfsaðila í veiðum á túnfiski og fyrirhugaðri vinnslu, hefði verið nær að halda þeim veiðum áfram, en hætta þeim. Það þykir reyndar nokkuð gott dæmi um úrræðaleysi það, sem borið hefur á í stjórn- un fyrirtækisins. Óánægja með stjórnun Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur einnig gætt óánægju með stjórnun fyrirtækisins undanfarin misseri. Hún hefur þótt þunglamaleg og úrræðalítil. Þá mun oft á tíðum hafa gengið erfiðlega að ná í helztu stjórnendur fyrirtækisins á sumrin vegna mikillar fjarveru. Hvort þessi óánægja er undirrótin að því að ákveðnir aðilar innan SH hafa knúið fram breytinguna yfir í hlutafélag og ætli um leið að ná fram breytingum á stjórnun SH skal ósagt látið. Heimildir Morgunblaðsins herma að ekki verði látið til skarar skríða að svo stöddu. Samkomulag er um að formaður stjórnar verði kosinn í sérstakri kosningu og að Jón Ingvarsson verði fyrir valinu. Það bendir til þess að friður muni ríkja enn um sinn. Hin nýja stjórn mun síðan boða einhveijar breyting- ar, bæði á stefnu og áherzlum í starfseminni. Síðar kemur svo að því að meta hvort breytingar verði í forystusveit stjórnenda SH og hvort nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi að ári liðnu. Valdahlutföllin svipuð Þrátt fyrir að fækkað verði úr 15 í 9 í stjóm SH, munu valdahlutföllin tæpast raskast frá því, sem nú er. Stærstu eigendurnir verða öruggir með mann í stjórn. Líkleg skipan nýrrar stjórnar er því á þá leið að ÚA, ísfélag Vestmannaeyja, Grandi, Haraldur Böðvarsson, Hraðfrystihúsið Norðurtanginn eða ís- húsfélag ísfirðinga, Síldarvinnslan, Þormóður rammi og Hraðfrystihús Eskiljarðar fái menn í stjórn. Ný stjórn SH hf. mun hafa nýtt og breytt um- boð. Sölusmnbands- og samvinnuhugsunin verður að hverfa. í stað hennar leggst á herðar nýrra stjórn- enda að vinna fyrir hlutafélagið og setja hagsmuni þess framar eigin hagsmunum meðan þeir sinna störfum stjórnarmanna. Núverandi stjórn SH skipa: Jón Ingvarsson for- maður, Sigurður Einarsson varaformaður, Gunnar Ragnars ritari, Aðalsteinn Jónsson, Auðunn Karls- son, Brynjólfur Bjarnason, Finnbogi Jónsson, Gunn- ar Tómasson, Haraldur Sturlaugsson, Jóhannes G. Jónsson. Jón Páll Halldórsson, Olafur B. Ólafsson, Rakel Olsen, Róbert Guðfinnsson og Svavar B. Magnússon. Gunnar Ragnars og Jón Páll Halldórs- son eru hættir störfum hjá fyrirtækjum sínum og verða ekki í kjöri til stjórnar á ný. Breyttir tímar Ljóst er að breyttir tímar eru framundan hjá SH. Til þessa sátu fulltrúar framleiðenda í stjórn í mörg- um tilfellum til að tryggja beina hagsmuni fyrir- tækja sinna. Þegar upp kom spurning á borð við það hvort rétt væri að verja hundrað milljónum króna til einhvers verkefnis á veraldarvísu, var það nærtækast fyrir stjórnarmenn að leggja heldur til að þetta fé yrði áfram innan fyrirtækisins og kæmi síðar til útborgunar til eigendanna. Þannig var skammtímahagsmunum fyrirtækja þeirra bezt borg- ið, en útrásin stöðvuð. Sem stjórnarmenn í hlutafé- lagi verða þeir á hinn bóginn að miða við að há- marka hagnað hlutafélagsins svo hluthafar fái sem mestan arð af hlutafé sínu. Svo virðist sem félagsmenn séu þó í einhverjum vafa um ágæti þessarar breytingar. Þeir taka skref- ið ekki til fulls og stofna opið hlutafélag, sem færi beint inn á hlutabréfamarkaðinn. Þá er mikill fjöldi í stjórn, 9 alls, merki um að samræma þurfi mjörg sjónarmið og tími málamiðlana sé hvergi liðinn. Tíminn á eftir að skera úr um það hvernig hinu nýja hlutafélagi og stjórnendum þess vegnar. LÖGBROT EÐA LÍKN? Ríkissaksóknari hefur ákært lækni fyrir að framkvæma fóstureyðingu þrátt fyrir að sérstök úrskurðamefnd hefði áður staðfest synjun lækna á Landspítalanum á beiðni viðkomandi konu. Landlæknir segir lækna bera ábyrgð á verkum sínum og úrskurðar- nefndin hafi ekki óskorað vald til að synja um aðgerðir. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér forsögu málsins. ILÖGUM númer 25 frá 1975, sem heita Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyð- ingar og ófrjósemisaðgerðir, er kveðið á um hvenær heimila megi fóstureyðingar og hvenær slíkri ákvörðun beri að vísa til þriggja manna nefndar sem ætlað er að hafa eftirlit með framkvæmd lag- anna. Fóstureyðing er heimil af fé- lagslegum eða læknisfræðilegum ástæðum og í 10. grein laganna segir að fóstureyðingu skuli fram- kvæma eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku meðgöngu- tímans. Hana má aldrei framkvæma eftir 16. viku meðgöngu, nema ótví- ræðar, læknisfræðilegar ástæður séu fyrir hendi og þarf þá að leita undanþágu sérstakrar nefndar. í 13. grein laganna segir að sé konu synjað um aðgerð á sjúkrahúsi skuli henni og þeim, sem undir greinar- gerð riti [tveir læknar eða læknir og félagsráðgjafi], tilkynnt það strax skriflega. Geti konan þá tafar- laust leitað þeirra úrræða, sem kveðið sé á um í 28. grein, og er þeim, sem undir greinargerð hafa ritað, skylt að aðstoða hana í því. 28. grein, sem þarna er vísað til, kveður á um að risi ágreiningur skuli málinu tafarlaust vísað til landlæknis og skuli hann tafarlaust leggja málið undir úrskurð nefndar sem skuli úrskurða innan viku. Landlæknir kærður Á Landspítala var konu synjað um fóstureyðingu á síðasta ári, nefndin staðfesti þá niðurstöðu en læknir á Vesturlandi tók engu að síður þá ákvörðun að framkvæma aðgerðina. Úrskurðarnefndin kærði landlækni sl. haust til embættis rík- issaksóknara vegna meintra ólög- legra afskipta hans af fóstureyðing- unni. Landlæknir birti fréttatilkynn- ingu vegna málsins i nóv- ember í fyrra þar sem sagði að hann hefði sam- kvæmt lögum ekkert um það að segja hvort fram- kvæma mætti fóstureyð- ingu sem um væri beðið og hann hefði aldrei skipt sér af ákvörðun um slíkt efni. Læknar bæru lögum samkvæmt ábyrgð á læknisverkum sínum. Niðurstaða málsins hvað land- lækni varðar urðu kunn í byijun nóvember á þessu ári þegar emb- ætti ríkissaksóknara tilkynnti að af ákæruvaldsins hálfu yrði ekki kraf- ist frekari aðgerða gegn landlækni. Hins vegar var gefin út ákæra á hendur lækninum sem framkvæmdi fóstureyðinguna. Lækninum er gefið að sök að hafa brotið gegn 2. málsgrein 216. greinar almennra hegningarlaga, þar sem segir m.a. að hver sá sem með samþykki móður deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. Jafnframt er í ákær- unni vísað til 1. töluliðs 31. greinar laga um fóstureyðingar þar sem segir að læknir, sem framkvæmir fóstureyðingu án þess að fullnægt sé skilyrðum laganna, skuli sæta varðhaldi eða fangelsi allt að tveim- ur árum, nema hærri refsing liggi við samkvæmt hegningarlögum. Ef ríkar málsbætur eru fyrir hendi má beita sektum. Loks vísar ákæran til 28. greinar laganna, sem kveður á um nefndarúrskurð, rísi ágrein- ingur um fóstureyðingu. Misjafnt hvort beiðnir fara fyrir nefnd Reynir Tómas Geirsson, yfir- læknir kvennadeildar Landspítal- ans, segir að sú vinnuregla hafi áður fyrr verið í gildi á spítalanum að beiðnum um fóstureyðingu hafi oftast verið vísað til úrskurðar- nefndarinnar ef liðið var nokkuð fram yfir 12. viku meðgöngutíma. Ekki hafi þetta þó alltaf verið gert enda væri slíkt ekki skylt nema lið- ið væri fram yfir 16. viku. „Á síð- ari árum hafa læknar oftar metið slíkar beiðnir sjálfir ef ekki er liðið langt fram yfir 12 vikur, félagsleg- ar aðstæður konunnar eru erfiðar eða læknisfræðileg rök styðja fóst- ureyðingu. Ef liðið er fram yfir 14. viku er tilhneigingin sú að vísa málinu til nefndarinnar," segir Reynir Tómas. „Slíkar ákvarðanir eru ávallt ræddar innan stofnunar- innar og oft haft samráð við úr- skurðarnefndina. í því tilviki, sem umræddur málarekstur nær til, tók viðkomandi læknir þá ákvörðun að vísa umsókninni til nefndarinnar." Aðspurður um mat sitt á mála- rekstrinum segir Reynir Tómas að hann vilji ekki tjá sig enda sé dóm- stóla að fjalla um málið nú. Hann segir að Landspítalinn muni halda sig við þær vinnureglur sem þar hafí þróast. Alþingi vildi ekki takmarka rétt lækna Ólafur Ólafsson landlæknir segir að þrátt fyrir að úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu lækna að synja um fóstureyðingu þurfi það ekki að hafa í för með sér sjálf- krafa að læknir á öðru sjúkrahúsi geti ekki gert aðgerðina. „í frum- varpi til laganna var ákvæði þar sem kveðið var á um að ef konu hefði verið synjað um fóstureyðingu væri ekki heimilt að gera aðgerðina á öðru sjúkrahúsi nema leyfi nefnd- arinnar kæmi til. Þetta ákvæði var hins vegar fellt út í meðförum þingsins og er ekki í núgildandi lög- um. Alþingi hefur því ekki viljað Ákvörðun nefndar bind- ur ekki lækna takmarka rétt lækna til að taka ákvörðun um læknisaðgerðir með þessum hætti en slíkar takmarkanir verða að styðjast við skýr laga- ákvæði.“ Ólafur segir að i núgildandi lög- um sé skýrt kveðið á um að fóstur- eyðingu megi ekki framkvæma eft- ir 16. viku meðgöngutímans nema að fengnu skriflegu' samþykki nefndarinnar. „í því tilviki, sem málareksturinn núna snýr að, var ekki um það að ræða að konan væri gengin fram yfir 16. viku og því ekki nefndarinnar að taka ákvörðun um fóstureyðingu, heldur er það ákvörðun viðkomandi lækn- is. Það væri að mínum dómi undar- legt ef þær konur, sem leita til nefndarinnar eftir synjun á sjúkra- húsi, þurfa að sæta neitun hennar, á sama tíma og nefndin hefur ekkert með ákvörð- un annarra lækna að gera sem eru samþykkir fóstureyðingu. Það eru engin rök fyrir að mis- muna fólki á þennan hátt eftir því hvert það leitar. Læknir, sem þarf að taka ákvörðun um fóstureyð- ingu, er ábyrgur fyrir ákvörðun sinni, þar á meðal synjun. Varla verður talið að þessi ábyrgð hafí verið frá lækni tekin við það að umrædd nefnd hafí áður staðfest synjun annars læknis.“ Landlæknir bendir í þessu sam- bandi á, að á átta ára tímabili, 1985-1992, hafi 97 fóstureyðingar verið framkvæmdar hér á landi, þar sem kona var á 13.-16. viku með- göngu. Þar af hafi rúmlega 43% verið heimilaðar af úrskurðarnefnd- inni, eða 42 fóstureyðingar. I öðrum tilvikum hafi ákvörðun um að leyfa fóstureyðingu verið tekin af lækn- um. Landlæknir segir að hans af- skipti af umræddu máli hafi á eng- an hátt verið óeðlileg. „Fólk leitar til mín daglega af ýmsum ástæðum og ég vísa því til lækna. Þetta mál er ekkert öðruvísi en fjöldi ann- arra.“ Ekki spurning um valdsvið Benedikt Ó. Sveinsson, læknir og formaður úrskurðarnefndarinnar, segir að með kæru sinni hafi nefnd- in alls ekki verið að leita staðfest- ingar á valdsviði sínu. „Nefndin tók þá ákvörðun í fyrra að kæra land- lækni vegna rökstudds gruns um brot á lögum um fóstureyðingar og á almennum hegningarlögum. Sú ákvörðun var tekin að höfðu samráði við heil- brigðisráðuneytið. Eftir að málið fór til ríkissak- sóknara er það nefndinni algjörlega óviðkomandi. Nefndin kærði ekki lækninn, heldur er það ákvörðun ríkissaksóknara að höfða mál á hendur honum. En ég vil að það sé ljóst að nefndin kærði ekki mann í embætti land- læknis til ríkissaksóknara og Rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna þess að hún vildi drottna yfir honum, heldur vegna þess að nefndin taldi hann brotlegan við lög. Þetta er ekki spurning um valdsvið." Benedikt segir að eðli málsins samkvæmt sé það mjög viðkvæmt og því hafi nefndarmenn ákveðið að tjá sig ekki frekar um það. Opinbert mál á hendur lækninum verður rekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Refsingin allt að fjögurra ára fangelsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.