Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MINNINGAR
Oxunog
Amrit Kalash
UPPGÖTVUN Lou-
is Pasteurs á örverum
átti stóran þátt í að
lengja meðalævi Vest-
urlandabúa um ein 25
ár frá síðustu alda-
mótum til dagsins í
dag. Sumir sérfræð-
t ingar á sviði oxunar
fullyrða að öflugar
varnir gegn oxun geti
lengt meðalævi um
tugi ára til viðbótar,
leitt til mun heilbrigð-
ara lífs og sé besti
kosturinn í baráttunni
við skæða sjúkdóma á
borð við krabbamein
og hjartasjúkdóma.
Þeir telja því að þekking á oxun
í líkamanum boði þáttaskil sem
líkja megi við byltingu Pasteurs.
Hvað er oxun?
Stakeindir eru efnahópur með
óparaða rafeind sem gerir þær
mjög óstöðugar og hvarfgjarnar
og því ganga þær í samband við
önnur efni og valda oxun fái þær
tækifæri til. Oxun veldur skemmd-
um á vefjum, frumum og jafnvel
sjálfum kjarnasýrunum. Oxun er
hliðarverkun af orkuframleiðslu
líkamans. Því fleiri hitaeiningum
sem við brennum miðað við lík-
amsþyngd því meiri verða
skemmdir af völdum oxunar og
koma þessar skemmdir fram sem
sjúkdómar og ellihrömun. Líkama
okkar má því að þessu leyti líkja
við bíl sem getur aðeins brennt
ákveðnu magni af bensíni þangað
til skemmdir af völdum núnings-
mótstöðu eða álags gera hann
ónothæfan. Sá vísindamaður sem
hefur hvað lengstan feril að baki
í rannsóknum á oxun og andoxun-
arefnum, Japaninn dr. Yuki Niwa,
telur að rekja megi í það minnsta
85% allra krónískra sjúkdóma og
öll einkenni ellihrörnunar til
skemmda af völdum oxunar og eru
flestir vísindamenn á sama máli.
Helstu atriði sem auka magn
stakeinda í líkamanum eru streita,
mengun í umhverfi okkar, tóbaks-
reykur, reyktur og grillaður mat-
ur, oxuð fita í kjöti og ostum,
geislun, unnin mat-
væli, áfengi og ýmis
kemísk lyf.
Oflug andoxun
Ayurveda er talin
elstu læknavísindi
mannkyns. Þessi
forna þekking hefur
nú verið endurvakin í
upprunalegri mynd af
Maharishi Mahesh
Yogi ásamt fremstu
læknum Ayurveda.
Einn þáttur Ayurveda
fjallar um jurtablönd-
Guðjón B. ur sem auka eiga al-
Krisljánsson mennt heilbrigði og
nefnist mikiivægasta
blandan Maharishi Amrit Kalash.
Þessi jurtablanda hefur verið tölu-
vert rannsökuð, m.a. með tilliti til
oxunar. Komið hefur í ljós að
Amrit Kalash er langöflugasta
vörn gegn oxun sem fundin hefur
verið og er eitt þúsund sinnum
öflugri en þekkt andoxunarefni á
borð við E og C vítamín þegar þau
Amrít Kalash, segir
Guðjón B. Kristjáns-
son, er langöflugasta
werzalhrr, glugga
SÓLBEKKIR b.
fyrirliggjandi vatn
SENDUM í PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
I Ármúla 29 • Reykjavlk • Simi 553 8640
vorn gegn oxun sem
fram hefur komið.
eru borin saman í alkóhóllausn
Einnig hefur komið í ljós að Am-
rit Kalash eykur mjög framleiðslu
líkamans á hvatanum SOD sem
er ein mikilvægasta vörn hans
gegn oxun.
Amrit gegn krabbameini
I rannsókn sem gerð var við
læknaháskóla Ohio-fylkis var
tveimur hópum af rottum gefíð
öflugt krabbameinsvaldandi efni
og fékk annar hópurinn Amrit en
hinn ekki. 14% hópsins sem fékk
Amrit greindist með bijóstkrabba-
mein á móti 60% í þeim hóp sem
ekki fékk Amrit. Nú var rottunum
í viðmiðunarhópnum sem höfðu
myndað krabbamein gefíð Amrit
og á þremur vikum minnkaði æxlið
eða hvarf alveg í meirihluta dýr-
anna. Önnur rannsókn mældi tvo
hópa tilraunadýra með húðkrabba-
mein og lifði 75% hópsins af sem
fékk Amrit á móti 31% viðmiðunar-
hóps sem ekki fékk Amrit. Fleiri
tegundir krabbameina hafa verið
rannsakaðar með tilliti til áhrifa
Amrits. í rannsókn sem gerð var
við University of Colorado voru
áhrif Amrits á krabbamein í tauga-
frumum athuguð. Þróun krabba-
meins á sér tvö skeið. í fyrra skeið-
inu skemmist kjarnasýran (DNA)
en í seinna skeiðinu vaxa frumum-
ar. Talið hefur verið að skemmdir
á kjamasýmnni væru varanlegar
og gætu ekki gengið til baka. Eftir-
farandi niðurstaða sýndi þó fram
á hið gagnstæða, þar sem 75%
krabbameinstaugafruma í tilrau-
naglösum sem blandað var með
Amrit breyttust aftur í heilbrigðar
framur.
Amrit gegn blóðklumpun
I annarri rannsókn sem gerð
var við Ohio-læknaháskólann voru
áhrif Amrits skoðuð á þá fjóra
höfuðþætti sem valda blóðsega-
myndun (klumpun blóðflaga í
blóðinu) og kom í ljós áberandi
minni blóðsegamyndun í öllum
fjórum tilfellum Ymis blóðþynn-
ingarlyf eru notuð til að hindra
blóðsegamyndun, t.d. aspirín og
er það ráðlagt sjúklingum sem
hafa fengið hjartaáfall. Aukaverk-
anir aspiríns eru kunnar, þ. á m.
magablæðing og hefur lyfið einnig
verið tengt hættu á heilablóðfalli.
Þá er vitað að aspirin hefur aðeins
áhrif á þijá orsakavalda blóðsega-
myndunar. Engin rannsókn fram
að þessu hafði fundið einstakt efni,
án aukaverkana, sem gæti unnið
gegn öllum fjórum þáttum blóð-
segamyndunar.
Þá var blóðfita, oxun og blóð-
segamyndun mæld í tveim hópum
dýra sem báðir fengu fíturíkt fæði
en annar hópurinn fékk jafnframt
Amrit. Eftir sjö vikur mældust
dýrin sem höfðu fengið Amrit með
33% minni blóðfítu en viðmiðunar-
dýrin, um 60% minna magn oxaðr-
ar fitu í blóðinu og blóðsegamynd-
un af völdum collagens var 46%
minni og af völdum ADP var hún
82% minni. Amrit hafði minnkað
til muna alla þá áhættuþætti
hjartasjúkdóma sem rannsakaðir
vora.
Jurtir til lækninga
Um 22 kg af jurtum fer í að
búa til eitt kg af tilbúnu Amrit.
Framleiðslan fer í gegn um 250
stig frá því að plönturnar eru
skornar, þangað til blandan er
tilbúin. í efnagreiningu á Amrit
Kalash kemur í ljós mjög flókin
efnablanda og er markmiðið með
svo flókinni samsetningu að fram-
kalla öflug samvirkniáhrif (syn-
ergy) allra þeirra þátta sem Am-
rit samanstendur af. Þær 40 rann-
sóknir sem liggja nú fyrir um
áhrif Amrit Kalash vitna um afar
háþróaða þekkingu hinnar fornu
Veda-menningar á framleiðslu
jurtalyfja sem gæti opnað nýja
möguleika í forvörnum og lækn-
ingum.
Höfundur er MA í Veda-fræðum.
ÓLAFÍA
FINNBOGADÓTTIR
+ Ólafía Finn-
bogadóttir var
fædd á Fjarðar-
horni í Hrútafirði
29. ágúst 1900. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga 19.
nóvember siðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Finn-
bogi Jakobsson og
Sigríður Ólafsdótt-
ir. Ólafía átti tvær
systur, þær Herdísi,
gifta Gísla Magnús-
syni, verslunar-
manni á Akureyri,
og Guðrúnu, gifta Halldóri 01-
afssyni, bónda í Fögrubrekku,
og þijár uppeldissystur, þær
Signýju Stefánsdóttur, gifta
Þórði Jóhannssyni, smið á Akur-
eyri, Guðrúnu Blöndal, gifta
Flóvent Albertssyni, bifreiðar-
stjóra á Sauðárkróki, og Mar-
gréti Stefánsdóttur. Eftirlifandi
eru þær Signý og Guðrún.
Árið 1920 giftist Ólafía Jóni
Valgeiri Jóhannssyni, bónda og
landpósti á Bálkastöðum í
Hrútafírði, d. 1941. Þau eignuð-
ust tvö börn. Þau eru 1) Jó-
hanna Sigurlaug, f. 1922, gift
Elsku amma hefur kvatt þennan
heim eftir rúmlega 96 ára vist hér.
Hún var ein af þessum nægjusömu
og yfírveguðu manneskjum sem bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Alltaf
var hún glöð og kunni að gleðjast
með öðrum þótt lífshlaup hennar
væri enginn dans á rósum og margt
hefði á daga hennar drifið.
Allan sinn búskap bjó hún á
Bálkastöðum, úti í húsi, eins og við
sögðum, og varð þess aðnjótandi
að hafa bæði börn sín hjá sér þar
til foreldrar okkar brugðu búi og
fluttu suður í Hveragerði 1982.
Amma gat því fylgst með barna-
börnunum frá degi til dags, vaxa
úr grasi og verða fullorðin. Og þess
naut hún reglulega vel.
Amma var sérstaklega umburð-
arlynd kona og Ijúf við okkur krakk-
ana. Oft var hávaði og læti og ekki
allir sáttir en þá var hún alltaf til
staðar, hlustaði vel og vandlega á
klögumálin og sagði svo ,já“ og
þar með leystist öll misklíð enda
yfírleitt ekki þörf á frekari dómsúr-
skurði.
Amma hafði gott minni og fylgd-
ist vel með afkomendunum alveg
til síðasta dags og spurði alltaf
frétta þegar einhver kom í heim-
sókn eða heimilisfólkið hafði brugð-
ið sér bæjarleið. Og þegar sum
langömmubörnin fóru til dvalar er-
lendis lagði hún ríkt á við þau að
skrifa sér og segja sér fréttir af
vera sinni í öðrum löndum.
Þótt sjónin væri orðin döpur síð-
ustu árin þekkti hún okkur á rödd-
Gunnari Ágústi
Haraldssyni og eiga
þau þijá syni. Þeir
eru Öli Jón, kvænt-
ur Ósk G. Bergþórs-
dóttur og eiga þau
þijá syni; Arnar Ei-
ríkur, sambýliskona
hans er Þóra Krist-
insdóttir og eiga
þau þijár dætur;
Eyjólfur Valur,
sambýliskona hans
er Steinunn María
Óskarsdóttir og
eiga þau þijár dæt-
ur og einn son. 2)
Eiríkur, f. 1924, kvæntur Sigríði
Gyðu Magnúsdóttur og eiga þau
tvær dætur og tvo syni. Þau eru
Bryndís, gift Halldóri R. Hall-
dórsyni, þau eiga þijár dætur
og eitt barnabarn; Ólafía Jóna,
gift Hjalta G. Lúðvíkssyni, þau
eiga þijár dætur; Jón, kvæntur
Hólmfríði Kristjánsdóttur, þau
eiga tvo syni og eina dóttur;
Magnús, kvæntur Unni Fann-
eyju Bjarnadóttur, þau eiga
dóttur og son.
Utför Ólafíu verður gerð frá
Staðarkirkju í Hrútafirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
inni um leið og við komum í dyrn-
ar, hvort sem við höfðum gert boð
á undan okkur eða ekki. Þegar
amma var ung fór hún til Akur-
eyrar og dvaldi hjá Herdísi systur
sinni. Þar lærði hún að spila á org-
el hjá Sigurgeir Jónssyni. Oft stytti
hún sér stundir við orgelið og í tíu
ár spilaði hún í Staðarkirkju þótt
hún af hógværð sinni talaði lítið
um það og sagði oft að það hefði
mátt betur gera.
Það er gaman að minnast þess
hve oft var sungið og spilað þegar
gesti bar að garði, sérstaklega um
réttirnar, en þá var sungið langt
fram eftir kvöldi. Síðast spilaði
amma opinberlega á orgelið þegar
nafna hennar gifti sig 1976. Þegar
hún svo vissi að til stóð að afkom-
endurnir ijölmenntu í 95 ára afmæl-
ið hennar spurði hún strax hvort
við myndum ekki syngja eitthvað
fyrir hana.
Amma var frændrækin og hélt
góðu sambandi við skyldfólk sitt
hvort heldur var í Reykjavík eða á
Akureyri. Enda komu allir við hjá
henni á ferðum sínum milli Norður-
og Suðurlands. Kynntumst við þess
vegna frændfólkinu töluvert.
Við systkinin viljum þakka þér
samfylgdina og allar góðar leiðbein-
ingar sem þú gafst okkur.
Starfsfólki Sjúkrahússins á
Hvammstanga færum við bestu
þakkir fyrir góða umönnun síðustu
árin.
Bryndís, Ólafía Jóna,
Jón og Magnús.
♦ ♦
NJOTTU ÞESS AÐ SPILA ÞROSKANDI SPIL VIÐ FJOLSKYLDUNA
BRJALAÐA VÖLUNDARHUSIÐ
Hér getur allt mögulegt gerst.
Betra aö hafa augun hjá sér.
MEISTARI VOLUNDARHUSSINS:
Kapphlaup um galdragripi í
síbreytilegu völundarhúsi.
VOLUNDARHUS JUNIOR:
Þetta er upplagt fyrir börn á
öllum aldri. 5-105 ára.