Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 45

Morgunblaðið - 29.11.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 45 N PETRA ÞORA JONSDOTTIR . i + Petra Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1923. Hún lést í St. Jós- efsspítala 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Run- ólfsdóttir og Jón Hjörleifsson. Frá fimm ára aldri ólst Petra upp hjá fósturforeldrum sínum, Guðrúnu Þórarinsdóttur og Ólafi Árnasyni. Eftirlifandi eiginmaður Petru er Pétur Auðunsson, f. 16. mars 1924. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Óla, f. 10. maí 1947, börn hennar eru Pétur Sigurðs- son og Elín Sigurð- ardóttir. 2) Þor- steinn Auðunn, f. 18. maí 1949, eigin- kona Ragnheiður Pálsdóttir, börn þeirra eru Emilía, Órvar, Aron og Auðunn Þór. 3) Hin- rik, f. 6. desember 1950, eiginkona Erla Margrét Mar- geirsdóttir. Börn Hinriks frá fyrra hjónabandi eru Hildur, Helgi og Gísli Pétur. Dætur Erlu Margrétar eru Rut og Rakel. Utför Petru verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ) 9 ,11 J i i i € I 4 4 I 4 4 (I 4 4 Það var sumar, það var sólskin og hlýtt úti þegar síminn hringdi. Það var hún mamma og hún sagði mér að þú værir dauðvona. Það getur ekki verið, þú varst alltaf svo hraust. Það haustaði og það dró af þér og veturinn kom snemma með allan sinn kulda. Aftur hringir síminn og nú segir mamma mér að þú sért farin. Það er sárt til þess að hugsa að sjá þig aldrei aftur en þú háðir þitt stríð og því er lokið. Þú barðist hetjulega í veikindum þínum og aldrei heyrðist þú kvarta. Þannig varst þú. Ég get þó ekki annað en glaðst þegar ég hugsa til baka um allar þær ljúfu minningar sem ég geymi um þig. Ég sé þig fyrir mér í ótal myndum. Upp úr stendur þó alltaf hlýjan og góðvild- in í okkar garð. Ég man þegar við fluttum í Hafnarfjörðinn, ég var átta ára og upp frá því varð heim- ili ykkar Péturs fastur punktur í lífí okkar. Alltaf var eitthvað að gerast í Hraunhvamminum. Fólk að koma í heimsókn, barnabörnin sóttu mikið til ykkar því fáa þekki ég eins bamelska og þig. Svo byggðuð þið ykkur reisuiegt hús í Hrauntungunni. Þegar ég eignaðist dóttur mína og þú og Ola heimsóttuð okkur og færðuð henni gjöf, hafðir þú stung- ið með sokkum sem þú pijónaðir svo henni yrði nú ekki kalt. í þess- ari fjölskyldu þekkja allir þessa barnasokka sem hjá okkur ganga undir nafninu Petrusokkar. Þegar hún varð eins árs og þú varst ný- lögst inn á spítalann, sendir þú henni kjól og húfu sem þú hafðir prjónað handa henni. Alltaf varst þú að hugsa til okkar. En nú ertu horfín okkur. Ekki grunaði mig að síðasti aðfangadagur yrði þinn síð- asti afmælisdagur. Það var að venju fullt hús af fólki og kræsingar á borðum. Það er mér í fersku minni þegar ég og Margrét dóttir mín kvöddum þig, þá sagðir þú við okk- ur orð sem ég mun geyma með mér alltaf, þau voru svo dæmigerð fyrir þig og góðmennsku þína. Kæra frænka mín, ég vil þakka þér fyrir samfylgdina. Eg er stolt og þakklát fyrir að hafa átt þig að. Góðmennska þín verður mér minn- isstæð. Kveðjustundin er okkur öll- um erfíð, þó sérstaklega Pétri, sem þú stóðst við hliðina á eins og klett- ur i rúm 50 ár og Ólu og Rögga sem varla viku frá þér í veikindum þínum. Ég kveð þig nú, kæra frænka, og votta Pétri, Ólu, Steina, Hinna og fjölskyldum þeirra og Margréti móður minni samúð okkar og við biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra og missi. Deyr fé, deyja ftændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Blessuð sé minning þín. Ásdís Hreinsdóttir og fjölskylda. Núna er þessari stuttu sjúkralegu ömmu okkar lokið. Hún fór fallega með bros á vör og núna líður henni aftur vel. Amma var jólabam, fædd á aðfangadag, og var það fastur lið- ur að koma við hjá ömmu og afa í eftirmiðdaginn, þiggja veitingar og skiptast á pökkunum. Og við systkin- in getum ekki annað en brosað þeg- ar við hugsum til allra stóru og flottu pakkanna sem við höfum fengið frá afa og ömmu í gegnum árin. Hún amma okkar var örlát og þegar við komum í heimsókn hljóm- aði alltaf sama setningin í eyrum okkar: „Sælar elskurnar, eruð þið búin að borða?“ Og svo dró hún fram kræsingar svo lystugar og góðar. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fýlgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Amma og afí ferðuðust alltaf mikið, fóru oft til Kanaríeyja með sundhópnum. Það var alltaf svo mikið sport þegar við vorum yngri að sleppa inn um hliðið á gömlu flugstöðinni í Keflavik til ömmu og afa, kyssa þau á kinn og dást að fallegu sólbrúnkunni um leið og maður hjálpaði þeim að versla nammi. Amma var pijónakona og pijón- aði listavel ails kyns peysur og sokka. Það var einmitt ein af lopa- peysunum hennar sem bjargaði hendi Helga þegar hann lenti í skíðaslysi sex ára gamall. Peysan var svo þétt pijónuð að tyftan náði ekki að sverfa höndina af. Ófáum stundum höfum við systk- inin eytt með henni ömmu að horfa á sjónvarpið, sitja og spjalla eða bara kúra í stórum og mjúkum örm- um hennar. Núna er hún farin. Líf- ið heldur áfram og við vitum að það eru margir sem taka á móti henni fýrir handan. Öll börnin hennar litlu sem eru dáin og svo hann Neró hundurinn hennar sem dó aðeins nokkrum vikum á undan henni. Það er líka svo gott til þess að hugsa að hún mun taka á móti okkur þegar við svo förum héðan. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur afrekað hér í þessu lífi. Við biðjum góðan Guð að blessa hann afa okkar og hjálpa honum að komast yfír sinn mikla missi. Við viljum enda þetta á fal- legu ljóði eftir Davíð Stefánsson sem við viljum helga henni ömmu okkar. Góða nótt. Sestu héma hjá méc, systir mín góð. í kvðld skulum við vera kyrrlát og hljóð. í kvðld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rðkkrinu í. VC66SPJRLDASRHKCPPNI ÍSLCNSKT Jfl TflKK Sýning á innsendum tillögum í veggspjaldasamkeppni íslenskt já takk og Fít í Perlunni 30. nóvember og 1. desember. Sýningin er opin frá 13:00-18:00. Mamma ætlar að sofna. mamma er svo þreytt, og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. Hildur, Helgi og Gísli Pétur. - kjarni málsins! --------------------------------------------i- 0 0 “ I ® 6 O bilattaeða «r götukortunt Vitatorg með innkeyrslu fráVitastíg og Skúlagötu Bílastæðasjóður flmö USSn Gulu linutuur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.