Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
SVEINBJÖRN
SVEINBJÖRNSSON
i
+ Séra Sveinbjörn
S veinbj örnsson,
fyrrverandi próf-
astur í Hruna, var
fæddur á Yzta-
Skála undir Eyja-
fjöllum 9. desember
1916. Hann lést 22.
nóvember síðastlið-
inn, tæplega átt-
ræður að aldri. For-
eldrar hans voru
Sveinbjöm Jóns-
son, bóndi og kenn-
ari, f. 14. jan. 1882,
d. 13. júlí 1971 og
kona hans, Anna
Einarsdóttir húsfreyja, f. 29.
júní 1885, d. 20. nóv. 1943.
Hann var sjötti í röð tólf systk-
ina og eru nú fjögur þeirra á
lífi. Systkini Sveinbjörns vora:
Sigríður, f. 28. okt. 1908, d. 6.
maí 1986; Þórný, f. 2. sept.
1909, d. 4. mars 1995; Eyþór,
f. 8. okt. 1911, d. 23. sept. 1929;
Guðbjörg, f. 27. apríl 1913, d.
10. des. 1959; Jón Þorberg, f.
21. sept. 1915, d. 26. ág. 1991;
Siguijón, f. 24. nóv. 1918, d.
9. apríl 1965; Þóra Torfheiður,
f. 29. júní 1921, d. 10. febr.
1987; Asta, f. 5. ág. 1923; Garð-
ar, f. 14. maí 1925; Svava, f.
19. júlí 1926; Einar, f. 11. nóv.
1928.
Sveinbjöra kvæntist 8. des.
1951 Ölmu Ásbjamardóttur sem
fædd er 10. mars 1926. Foreldr-
ar hennar voru Ásbjöra Ó. Jóns-
son, málarameistari í Reykjavík,
og kona hans Petrína Guð-
mundsdóttir. Synir Ölmu og
Sveinbjöms eru: Sveinbjöm, f.
5. okt. 1952, lögmaður í Kópa-
vogi, kvæntur Rögnu Guð-
mundsdóttur bókasafnsfræð-
ingi og eiga þau þijú böra,
Sveinbjöm, Arndísi og Jón Rún-
ar; og Páll, f. 24. aprfl 1955,
húsasmíðameistari í Hafnar-
firði, kvæntur Erlu Ferdinands-
dóttur húsmóður og nema og
eiga þau fjögur börn, Ölmu,
Erau Helgu, Smára og Birgi.
Alma var ekkja
eftir Pál Magnús-
son flugmann og
gekk Sveinbjörn
tveimur böraum
þeirra í föður stað.
Þau eru: Herdís
Petrína, f. 10. nóv.
1947, skólaritari í
Reykjavík, gift
Braga Bjarnasyni
leigubílstjóra og
eiga þau fjögur
böra, Pál, Bjama,
Ölmu Birau og
Magnús Björn; og
Magnús, f. 2. ág.
1949, húsasmíðameistari I
Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu
Guðmundsdóttur aðstoðar-
skólameistara og eiga þau tvo
syni, Guðmund Pál og Guðjón.
Fyrir hjónaband átti Svein-
björn eina dóttur, Björgu, f. 21.
nóv. 1945, skrifstofumann í
Reylq'avík, sem gift var Jóni
Kristjánssyni og eru böra
þeirra Kristján Valur og Stein-
vör. Sveinbjöra átti tvö lang-
afabörn.
Sveinbjörn lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1939 og embættis-
prófi í guðfræði frá Háskóla
Islands 1943. Sveinbimi var
veittur Ilruni I Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu árið 1944.
Þar þjónaði hann allan sinn
prestsskap og stundaði búskap
jafnframt prestsstarfinu.
Sveinbjörn var skipaður próf-
astur í Árnesprófastsdæmi
1982. Hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir í árslok 1986.
Sveinbjörn sinnti aukaþjónustu
í Stóra-Núpsprestakalli um
tíma og var stundakennari við
barna- og unglingaskólann á
Flúðum frá 1945 og allt til
starfsloka.
Frá 1986 bjuggu Sveinbjörn
og Alma í Reykjavík.
Útför Sveinbjörns fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Nú verð ég að kveðja kæran vin,
tengdaföður minn, miklu fyrr en
mig óraði fyrir.
Við skyndilegt fráfall hans sækja
íhinningarnar að. Allar eru þær ljúf-
ar og jákvæðar, kryddaðar glettni
hans og frásagnargáfu.
Fyrstu samverustundirnar voru í
Hruna, þeim tignarlega kirkjustað,
sem Sveinbjörn og Alma sátu með
svo mikilli reisn í áratugi. Svein-
bjöm unni þeim stað mjög mikið.
Eg held hann hafi verið stoltur af
að vera prestur þar og ekki var
hann síður stoltur af sóknarbörnum
sínum og sveitungum, honum fannst
Hreppamenn vera höfðingjar í sjón
og raun. Hann mat mikils samstarf-
ið við sóknarbörnin, söngfólkið sitt
og ekki hvað síst við organistana.
Sveinbjöm var mikili náttúruunn-
ndi, hann dásamaði oft fegurð
agsins, gróðurinn og íslenska nátt-
úru. Hann bytjaði daginn í Hruna
á að fara út á tröppur og gá til
veðurs, athuga hvort Jarlhetturnar
og Langjökull sæjust, hvar hrossin
væm og hrafnamir. Eftir að til
Reykjavíkur kom tók Esjan við
þessu hlutverki Jarlhettanna. Hann
fylgdist af áhuga með skaflinum í
Esjunni löngu áður en hann varð
fréttaefni. I sumarbústaðnum á
Flúðum var Sveinbjörn óþreytandi
við að hlúa að gróðrinum, vökva
plöntumar og gefa hröfnunum, vin-
-- um sínum. í heimsóknum til okkar
í Álftalandið byijaði hann alltaf á
að fara í garðinn og athuga gróður-
inn.
Sveinbjörr, var skemmtilegur
maður og hafði fjölbreytt áhuga-
mál. Hann vildi helst ekki missa af
ensku knattspyrnunni í sjónvarpinu,
hann var í spilaklúbbi með gömlum
—^ekólabræðrum og vinum, hann
grúskaði í Njálu og var með rök-
studdar kenningar um höfund henn-
ar sem ég vona að einhvers staðar
finnist skriflegar í skrifborðinu hans
og hann hafði lokið við handrit að
bók um ýmsar endurminningar sín-
ar.
Sem prestur fannst mér sr. Svein-
björn vera umburðarlyndur og bjart-
sýnn, kenning hans var alltaf já-
kvæð og full aðdáunar á sköpun-
arverki Guðs. í erilsömu prestsstarf-
inu naut hann dyggrar aðstoðar
konu sinnar sem fylgdi honum alltaf
þegar hún gat og studdi hann með
ráðum og dáð. Einnig var Guðjón
Bjamason hans stoð og stytta við
búskapinn þegar preststörfin köll-
uðu. Umhyggja þeirra hvors fyrir
öðrum var mikil.
Sveinbjörn var hrifínn af glæsi-
ieika, stórhug og framkvæmdum.
Oft var hann að velta fyrir sér virkj-
ununum á háiendinu, þvílík stórvirki
þær væru og Ráðhúsið og Perlan
voru mikil borgarprýði í hans aug-
um. Hann hreifst einnig mjög af
góðri tónlist, sérstaklega fögrum
söng.
Mest af öllu dáði hann þó hana
Ölmu, konuna sína, hún var honum
allt í öllu. Þau dekruðu hvort við
annað, ferðuðust tvö ein um landið
þvert og endilangt og síðustu árin
voru sumarbústaðaferðirnar þeirra
líf og yndi. Stundum var farið þaðan
í skemmtilega og fræðandi bíltúra.
Síðasti bíltúrinn okkar Magnúsar
með þeim var farinn nú í ágúst.
Byijað var í beijamó í Þjórsárdal,
síðan ekið að Tröllkonuhlaupi í
Þjórsá. Ekkert vatn var í ánni og
mátti ganga þurrum fótum út í
hólmann. Þetta þótti okkur mikið
undur. Ferðin endaði svo austur í
Odda á Rangárvöllum. Oft hafði
Sveinbjörn talað um það að hann
þyrfti að fara þangað til að kanna
MINNINGAR
staðhætti og afstöðu ýmissa kenni-
leita með hliðsjón af frásögnum
Njálu. Þama grandskoðaði hann
umhverfið og bað okkur að taka
myndir af fjallahringnum. Hann var
alltaf að hugsa um höfund Njálu
og leitandi að stoðum undir kenn-
ingar sínar. Mikið ósköp er ég glöð
yfír því núna að ekki dróst lengur
að fara þessa ferð.
Ég þakka tengdaföður mínum
allar skemmtilegu samverustund-
irnar og umhyggjusemi hans við
mig og mína frá fyrstu tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Það er með sorg í hjarta sem
mig langar til að kveðja tengdaföð-
ur minn, Sveinbjöm Sveinbjörnsson,
með fáum orðum. Fyrir tæpum tutt-
ugu ámm hitti ég þau hjónin Ölmu
og Sveinbjörn fyrst í Hmna. Fyrir
Vestfirðinginn, sem hafði alist upp
með fjöllin yfír sér alla tíð, var þetta
eins og að koma í annan heim, í
víðáttuna í Hreppunum, á þennan
sögufræga stað og í þessa fallegu
sveit þar sem Sveinbjörn lifði allan
sinn starfsaldur. Hann réðst að
Hruna nýútskrifaður guðfræðingur
árið 1944 og gegndi þar prestþjón-
ustu í 42 ár eða þar til hann lét af
störfum og þau hjónin fluttu í bæinn
árið 1986.
Það var einstaklega gott að koma
í Hrana og dvelja þar. Þar naut
Sveinbjörn sín, í sveitinni sem hann
unni svo mjög, með fólkinu sem
honum þótti vænt um og sem þótti
vænt um hann. Þar sá maður vel
hvílíkur mannvinur séra Sveinbjöm
var, hann bar virðingu fyrir lífinu,
bæði mönnum og dýmm. Heimilið
var stórt og þar var gestkvæmt eins
og oft var á prestsetmm til sveita
og var gestrisnin slík að ekkert var
of gott fyrir gestina.
Sveinbjöm var mikill bóndi og
sveitamaður í sér, dýravinur mikill
og ól hann til dæmis hrafna í Hmna
sem fylgdu honum síðan yfír í bú-
staðinn í Ásabyggðinni. Sveitin tog-
aði mjög í hann eftir að þau Alma
fluttu i bæinn og mörgum stundum
undu þau sér í fjölskyldubústaðnum
á Flúðum. Umhverfið þar ber greini-
leg merki um ræktunaráhuga Svein-
bjöms enda hafði hann yndi af
gróðri og ræktun.
Hin síðari ár undi Sveinbjörn sér
nokkuð við skriftir og var hann að
mestu leyti búinn að rita endurminn-
ingar sínar sem Alma setti inn á
tölvu eftir upplestri hans. I þeim
kemur glöggt fram ást hans á nátt-
úrunni og öllu því sem fagurt er í
lífinu og má segja að þær séu óður
til náttúrunnar og almættisins.
Stuttu fyrir andlátið sagði Svein-
björn mér að hann hefði dreymt
draum á þann veg að hann var að
hlaða vegg en einn stein vantaði í
hleðsluna. Drauminn túlkaði hann
þannig að hann ætti eftir að skrifa
síðasta kaflann í bókina og kom
kallið áður en hann náði að ljúka
honum. Umhyggja hans fyrir sínum
nánustu var mikil og hændust
bamabömin mjög að honum enda
var hann einstaklega barngóður.
Það er með þakklæti í huga sem
ég kveð tengdaföður minn, þakk-
læti fyrir alla umhyggjuna sem hann
sýndi okkur og börnum okkar alla
tíð. Bömin okkar sóttu mikið í afa
sinn og hafði hann óþijótandi áhuga
á því sem þau höfðu fyrir stafni.
Milli Svenna okkar og afa hans var
mjög sterkt samband enda þeir al-
nafnar og tengdust ósýnilegum
böndum. Eins árs gamall fékk
Svenni folald að gjöf frá afa sínum
og ömmu og varð það folald til að
kveikja áhugann á hestamennsk-
unni hjá okkur öllum og tengdi þetta
áhugamál þá nafnana þrjá saman.
Sveinbjörn hafði mikinn áhuga á
að fylgjast með hestamennskunni
hjá okkur hér í borginni enda hesta-
maður. Hann hafði sínar skoðanir á
því sem þeir nafnar hans vom að
gera í þessum máium og var hann
þeim ekki alltaf sammála um gæði
hrossa þeirra. Það er erfitt fyrir
bömin mín þijú að sjá á eftir báðum
öfum sínum á sama árinu en það
hefur verið mikill styrkur að eiga
Sveinbjörn að í gleði og sorg og
fyrir það langar mig að þakka,
bæði fyrir mig og mína fjölskyldu
vestur í Bolungarvík.
Megi algóður guð styrkja Ölmu
og fjölskylduna alla.
Blessuð sé minning Sveinbjörns
Sveinbjömssonar.
Ragna Guðmundsdóttir.
Elsku afí. Nú ertu farinn, farinn
frá okkur til hans sem þú skrifaðir
um dagana fyrir messur. Við kom-
um til með að sakna ferðanna sem
oft vom farnar inn á skrifstofu til
þín, að athuga hvort ekki væri
nammi í skúffunni stóm með
skrýtna lyklinum. Við minnumst
þess að þú kipptir þér ekki upp við
það þó yngstu fjölskyldumeðlimimir
kæmu til þín að altarinu í miðri
messu til að vita hvað afí væri að
gera. Við fengum að fara með þér
hvert sem þú fórst og það var sér-
staklega vinsælt að fara í ökutúr á
gamla traktornum. Alltaf var hægt
að leita til þín með aðstoð við lær-
dóminn, þá sérstaklega í þýsku og
ritgerðasmíð og fylgdist þú vel með
hvernig okkur gekk í prófunum.
Gaman var að sitja með þér fyrir
framan sjónvarpið á laugardögum
og horfa á íþróttirnar. Á þeim hafð-
ir þú mikinn áhuga og slóst eftir-
minnilega á lærið á hápunktum
leiksins. Þú varst mikill dýravinur
og sérstakt þótti okkur að þú skyld-
ir geyma matarleifar handa hröfn-
unum, vinum þínum, sem undan-
tekningarlaust þáðu það sem þú
hafðir fram að færa.
Nú ertu farinn, svo óvænt fyrir
okkur sem héldu að hann afi, þessi
hrausti maður, myndi aldrei deyja.
Við þökkum þér fyrir árin sem
við áttum með þér og ömmu í Hruna
og árin tíu í Stóragerði. Megi góður
Guð geyma þig og gefa ömmu styrk
á þessum tímamótum. Okkur langar
að kveðja þig með einni af bænunum
sem þið amma kennduð okkur í
sveitasælunni í Hruna.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
sipaður Jesús mæti.
(Ók. höf.)
Barnabörn og
barnabarnabörn.
Hlýtt handtak í tröppunum heima
í Hruna fyrir tuttugu og fimm árum.
Þannig man ég Sveinbjörn fyrst,
glaðan og kvikan. Hann tók mér
strax vel, strák að vestan, sem hann
vissi ekkert annað um en að ég var
skólabróðir sonar hans.
Kynni mín af Sveinbirni voru mér
afar dýrmæt. í honum kynntist ég
manni, sem var allt öðruvísi en allir
sem ég þekkti. Sveinbjörn var prest-
ur, bóndi, vinur. Hann bar í sér
rótgróna virðingu fyrir íslenskri
sveitamenningu, fyrir sveitafólki.
Hann var heill _og sannur i því
sem hann gerði. Ég sé hann fyrir
mér standa í svartri hempu vera að
kistuleggja unga konu sem hefur
dáið frá manni og þremur ungum
börnum og segja þau orð, sem gefa
fólki þor til að ganga út í lífið án
þess að halda að öllu sé lokið. Hann
var einlægur trúmaður, sem lifði trú
sína.
Ég man Sveinbjörn standa úti á
velli heima í Hruna vera að slátra
hrossum og með okkur ungu mönn-
unum vinnur_ hann þau verk, sem
vinna þarf. Á eftir matur inni og
staup af sjenever, síðan gengið út.
Hann sýndi ungu piltunum kirkjuna,
sagði sögu hennar, hringdi klukkum
til að lofa okkur að heyra hljóm
þeirra. Þessi klukknahringing á
dimmu kvöldi á fornu höfuðbóli í
íslenskri sveit er mér eilíf bending
um göngu mannsins, kynslóðanna,
í trú á Guð, sem er ekki allt annars
staðar heldur mitt á meðal okkar.
Þjóðkirkja verður sönn ef prestar
hennar eru eins og Sveinbjörn var,
starfa með og fyrir söfnuð sinn.
Sveinbjörn sat Hruna með reisn
alla sína prestsskapartíð. Hann tók
við jörðinni árið 1944 og þegar hann
lét af embætti eftir 42 ár hafði
hann stórlega bætt hana.
Það var alltaf gott að hitta Svein-
björn. Mér var alltaf létt í sinni
þegar ég kom af hans fundi. Það
fylgdi honum einhver hressilegur
andblær, einhver tær ferskleiki, sem
svo undur fáir hafa til að bera.
Ég flyt fjölskyldu Sveinbjamar
mínar bestur kveðjur með þökk fyr-
ir ágæt kynni. Sveinbirni bið ég
Guðs blessunar.
Agnar H. Gunnarsson,
Miklabæ.
Ég vil í fáum orðum minnast eins
elsta og besta vinar míns, séra
Sveinbjöms Sveinbjömssonar. Hann
var fæddur að Ysta-Skála undir
Eyjafjöllum 9. desember 1916. For-
eldrar hans vora Sveinbjörn Jóns-
son, bóndi þar og kona hans Sigríð-
ur Anna Einarsdóttir.
Kynni okkar hófust fyrir um 60
áram er við byijuðum nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Þótt Svein-
björn væri nokkmm árum eldri en
ég tókst með okkur mjög góður vin-
skapur sem varað hefur allar götur
síðan. Á þessum ámm bjuggum við
Sveinbjöm nálægt hvor öðmm,
hann á Bámgötu en ég á Ránar-
götu. Það voru því ófá sporin sem
við áttum saman í og úr skóla öll
árin í menntaskóla. Við lukum stúd-
entsprófí frá stærðfræðideild vorið
1939. Eftir það skildi leiðir um tíma.
Sveinbjörn hóf nám í guðfræðideild
Háskóla íslands en ég hélt til náms
í Bandaríkjunum eftir að hafa lokið
fyrrihlutaprófí í lyfjafræði við Lyfja-
fræðingaskóla íslands. Sveinbjörn
lauk námi 1943 og fékk veitingu
fyrir Hmnaprestakalli í Árnessýslu
16. júní 1944 og var vígður 18.
sama mánaðar. I Hmna stundaði
Sveinbjöm búskap jafnframt prest-
starfínu auk þess sem hann var
stundakennari við barna- og ungl-
ingaskólann á Flúðum allt til þess
tíma er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1986.
Er Sveinbjörn fluttist til Reykja-
víkur tókst með okkur enn meiri
vinátta en nokkru sinni fyrr er hann
gerðist félagi í spilaklúbbi sem ég
hef verið í yfír 50 ár. Við hittumst
vikulega hver hjá öðmm og spiluð-
um. Það em því ekki ófáar stundir
sem ég hef notið gestrisni Svein-
björns og konu hans Ölmu. Þær
ánægjustundir sem ég hef átt á
heimili þeirra hjóna þakka ég.
Með Sveinbirni er genginn ein-
hver vandaðasti maður sem ég hef
kynnst, drenglundaður og traustur
í hvívetna.
Ég votta minni ágætu vinkonu
Ölmu og fjölskyldu hennar mína
dýpstu samúð. _
Ivar Daníelsson.
„Öllu er afmörkuð stund og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma. Að fæðast hefur sinn
tíma og að deyja hefur sinn tíma.“
(Predikarinn 3:1,2)
Stundin sem séra Sveinbirni í
Hruna var mörkuð er liðin. Okkur
vini hans setur hljóða því að í and-
varaleysi okkar og önnum hvers-
dagsins varði okkur ekki að klukk-
an glymdi honum svo skjótt. Þó að
hartnær áttatíu ár séu nokkur ald-
ur jafnvel á okkar tímum þykir mér
sem séra Sveinbjörn sé genginn
fyrir aldur fram. Hann átti enn
ríkulegt að gefa úr þeim sjóði sem
hann deildi samferðamönnum sín-
um úr af miklu örlæti, sjóði glað-
værðar, hlýju og einlægni.
í uppvexti mínum austur í
Hreppum hygg ég að það hafi ver-
ið oftar en ekki þegar þau Hruna-
hjón áttu leið hjá að þau sveigðu
heim afleggjarann að Skarði. Þar
á bæ var oft gestkvæmt og flestum
fagnað vel af húsráðendum, en
varla nokkrum sem þeim hjónum
frá Hruna. Eftir að skuggar heilsu-
brests settust að föður mínum var
ævinlega sem fundir við þennan
glaðværa og hjartahlýja kollega og
nágrannaprest sviptu burt öllum
skýjum og sól skein í hug hans og
hjarta. Stutt heimsókn að Hruna
virtist heldur ekki síðri en langdval-