Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 29.11.1996, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 57 BREF TIL BLAÐSIIMS Auðlindir og auðlindaskattar Frá Júlíusi Ingibergssyni: Auðlindaskattur ÞAÐ hefur mikið verið talað og skrifað um að útgerðir ættu að greiða skatt fyrir að fá að veiða fiskinn. Það hefur verið talað um 700 til 800 milljónir króna. Ég vil fara aðra leið. Stóru togskipin eiga ekki að fiska á nærmiðum, þar sem minni bátar eru: Landróðrabátar sem eru á línu, færabátar, netabátar, bátar 100 tonn að stærð sem eru á trolli og snurvoðarbátar. Þessir minni bátar eiga að hafa 50 sjómílna svæðið fyrir sig. Þetta vil ég sjá en ekki auðlindaskatt. Það er síðan margt sem þarf að laga í sambandi við kvótakerfið. Það er stýritæki á veiðarnar, en það hefur ábyggilega ekki verið mein- ingin að það ætti að leigja eða selja óveiddan fisk. Þetta verður að laga. Síld og loðna eru uppsjávarfisk- ar. Skip sem þessar tegundir veiða eiga að fá að vera hvar sem er að veiðum. Sjávarauðlindir Hvernig er umgengnin við auð- lindir hafsins? Það er mikið talað um að fiski sé hent í sjóinn. Ef þetta er satt verður „auðlindabank- inn“ senn gjaldþrota (það viljum við ekki). - Frystitogararnir, þar sem allur fiskur er unninn um borð, eru orðn- ir margir í eigu íslendinga. Það er gott að vissu marki. Þessi skip hafa vélar sem flaka fiskinn og skila góðri vöru, en þetta verklag bitnar á fiskimiðunum. Skýring: Það er öllu hent í sjóinn af fiskinum, flök- in ein hirt, það er 25% til 30% af fiskinum. Þetta er slæm nýting. Hausin, lyfrin, hrognin, beinagarð- urinn — þetta er dýr vara. Nú og meira fer í sjóinn, smáfiskurinn. Hvað verður um stóra fiskinn sem ekki passar í vélarnar? Af hveiju eru skipin stóru ekki útbúin til að nýta allan aflann? Þetta er mál sem verður að athuga og laga, ef ekki á illa að fara. JÚLÍUS INGIBERGSSON, Glaðheimum 12, Rvk. Vistaskipti og nám Frá Ragnheiði Magnúsdóttur: ÉG undirrituð fór út til Englands á vegum Vistaskipta og náms (Þórsgötu) á seinasta ári. Ég hafði ráðið mig í sex mánaða vinnu á hóteli í Bournemouth, eins og margir aðrir íslendingar hafa gert. Ég get bara ekki setið á mér lengur um að vara fólk við þess- ari skrifstofu sem er lítið annað en peningaplokkari. Ég fátækur námsmaðurinn borgaði rúmar 80.000 ísl. kr. fyrir utan farseðil- inn til þess að láta þræla mér út á hóteli. Ég tek fram að ég var ekki ein um það, margir íslensku krakkanna sem voru með mér í Bournemouth, á þessum tíma eru á sömu skoðun. Flest öll fengum við vistarverur í líkingu við skápa. En það var ekki það versta. Peningarnir fóru til umræddrar skrifstofu og ensku- skóla sem ég var skráð í tvisvar í viku, oftast gat ég bara mætt einu sinni í viku því að ég var látin vinna u.þ.b. 50 tíma á viku (í samningn- um stóð að 40 tímar væru hámark- ið) sem gengilbeina. Aldrei á ævinni hef ég upplifað eins mikla vinnu og þarna ... þó hef ég ýmislegt reynt. Launin voru 4.000 ísl. krónur á viku ... já, þið lásuð rétt. 4.000 ísl. kr. Við vorum tvær íslenskar stelp- ur á hótelinu og þegar vinkona mín var rekin eftir að hafa brotið einn bolla, fylltist mælirinn og ég sagði upp störfum eftir 3 mánuði. Við leituðum á náðir Vistaskipta og náms, en þar voru allar dyr lokaðar. Viðbrögðin voru: „Því gátuð þið ekki bara haldið þetta út.“ Við vorum s.s. á götunni en redduðum okkur með því að fá okkur „mannsæmandi" vinnu! Ég vildi koma þessari reynslu- sögu á framfæri til fólks til að vara það við að kaupa köttinn í sekknum, sem víti til varnaðar, og hvetja aðra, sem lentu í svipuðu, til að láta í sér heyra! RAGNHEIÐUR M AGNÚ SDÓTTIR, Njarðarholti 8, Mosfellsbæ. í VESTMANNAEYJUM lagði lögreglan áherslu á að ökumenn og farþegar í bílum notuðu bílbeltin. Þeim sem ekki voru með beltin spennt var boðið að fara í veltu í veltibíl BFÖ og Umferð- arráðs. Eru ungir ökumenn með „rétt“ viðhorf til umferðarinnar? Frá Einari Guðmundssyni: UNGIR ökumenn sem sóttu nám- skeið á vegum Sjóvá-Almennra trygginga h.f. í Vestmannaeyjum og í Reykjavík í október tóku sam- an nokkra punkta um hvað þeir hafa lært af því fara á námskeið hjá Sjóvá-Almennum. Ekið aftan á Mörg okkar lentu í að aka aftan á bíl því það er ein algengasta orsök árekstra í okkar aldurshópi. Við teljum að með því að aka á skikkanlegum hraða, hafa nóg bil milli bíla og hafa hugann við aksturinn, getum við forðast að lenda í slíku. Þá hjálpar það til að fylgjast með bílunum framar í röð- inni og að forðast það að aka þreyttur. Við verðum einnig að forðast að gera eitthvað annað meðan við keyrum en að aka. Ef við höfum bílbeltin spennt og höf- uðpúðana rétt stillta drögum við úr hættu á slysi við aftanákeyrslur. Bakkaðá Mörg okkar voru óheppin þegar þau voru að bakka. Slík óhöpp eru næstalgengasta tjónsorsökin hjá 17-20 ára. Við viljum benda ykkur á nokkur atriði sem geta hjálpað ykkur við að bakka á öruggan hátt. Hafið spegla rétt stillta, notið þá og lítið vel í kringum bílinn áður en þið bakkið. Ekki sakar að líta tvisvar í kring um sig. Bakkið hægt en örugglega. Þannig sýnið þið varkárni og öryggi. Munið að hafa rúður alltaf hreinar. Ef okkur grunar að aðrir ökumenn hafi ekki séð til okkar gæti verið gott að nota flautuna. Gefum öðrum tæki- færi til að bakka - kannski verður okkur þá líka sýnd tillitssemi. Forgangur - Útafakstur Nokkur okkar lentu í að keyra útaf eða í árekstri á gatnamótum. Við viljum benda ykkur á eftirfar- andi atriði: Stillið hraðanum í hóf. Fylgist vel með umferðinni í kring- um ykkur og ekki síst umferðar- merkjunum. Og munið að fara eft- ir þeim líka. Til þess eru þau. Akið alltaf í samræmi við aðstæð- ur. Munið að hafa dekkin í lagi og verið vakandi í umferðinni. Við fórum flatt á því að aka of hratt í hálku. Varið ykkur sérstaklega við slíkar aðstæður. Bíllinn þarf lengri vegalengd til að stöðvast og erfiðara er að beygja honum. Til Vestmanneyinga Að lokum viljum við sem vorum í Vestmannaeyjum vekja athygli á lítilli notkun stefnuljósa í Vest- mannaeyjum og hvetja ökumenn til að nota þau, til öryggis fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur. Þá viljum við biðja ökumenn um að nota ekki götur bæjarins til fundar- halda. Þar er átt við að menn stoppi ekki bíla á götum úti til að spjalla saman. Þá þurfa menn að gæta sín betur á gatnamótum og sýna gangandi vegfarendum tillitssemi. Hópurinn í Reykjavík vill hvetja ykkur til að hafa rétt viðhorf til annarra vegfarenda í umferðinni. Munum að við erum „hinir“ í aug- um þeirra. Sýnum því hinum tillits- semi við aksturinn. Kveðja frá hópi 21 í Vestmanna- eyjum og hópi 22 í Reykjavík SJÓVÁ - ALMENNAR, EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis Kínverskt veitingahús Nýbýlavegi 20, Kópavogi, Sími 554 5022, fax 554 2333 Takið með heim: 5 rétta máltíð kr. 1.100 2ja rétta máltíð kr. 790 Borðað á staðnum: 5 rétta máltíð kr. 1.250 Veisluþjónusta Frí heimsending JRKKRFÚT SEIY1 TEKIÐ ER EFTIR! jnhKnroTJRKK nrOT-jnKKHFOT JHKKnFOT-JRKK nFÖT-JHKKnFÖT JHKKHFOT-JHKK RFOT-JRKKnFOT JHKKHFÖT-JHKK RFÖT-JHKKnFQT JHKKRFOT-JHKK RFOT-JHKKHFOT JHKKHFOT-JHKK RFOT * JHKKHFOT JHKKHFOT-JRKK ^emantaMúóið Handsmíðuð 14kt hálsmen með perlum 'fnihært oerð. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 EX'CELL 2 m sokkabuxurnar komnar, nýjasta undrið gegn appelsínuhúð. 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkab östud. 29. nóv. og lau£ai®0. nóv. kl. 13:00 .17:1 Lyfja Lágmúla 5 ■ Sími 533 23 00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.