Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 4
1 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER1996 Á. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þing’vellir Þrjár um- sóknir um stöðu prests og staðar- haldara ÞRÍR hafa sótt um stöðu staðar- haldara og prests á Þingvöllum, séra Heimir Steinsson, séra Pjetur Þ. Maack og Jörmundur Ingi Hansen, allsheijargoði. Líklega ráðið í starfíð á næstu dögum Umsóknarfrestur rann út sl. föstudag og að sögn Ragnhildar Benediktsdóttur skrifstofustjóra á Biskupsstofu verður líklega ráðið í starfið á næstu dögum. Forsætisráðuneytið veitir stöðu staðarhaldara en kirkju- málaráðherra skipar í stöðu prests að fengnum tillögum bisk- ups íslands. Herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands, er erlendis en er væntanlegur til landsins á miðvikudag. Morgunblaðið/Kristinn Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli síbrotamanna Þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað og árás Jólaljós í skammdegi SVARTASTA skammdegið nálg- ast óðum og heldur var drunga- legt um að litast á Laugaveginum í slyddunni í gær. En sem fyrr á þessum árstíma varpa jólaskreyt- ingarnar birtu á umhverfið og minna vegfarendur á hátíðarnar sem eru í nánd. Sjávarútvegsráðherra um hlutabréfa- sölu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins < t < < I Hefur ekki valdið \ óvissu eða röskun ‘ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fimm menn fyrir þjófn- aði og skipti verðmæti þýfisins milljónum króna. Tveir þeirra, Árni Ólafur Jónsson og Gunnar Sverrir Amarson, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi_ hvor. Auk þjófnaðar- brota var Árni Ólafur sakfelldur fyrir að hafa slegið mann í höfuðið með öxi og Gunnar Sverrir fyrir að leggja til lögreglumanns með skrúfjárnum. Ámi Ólafur hefur ekki verið sak- felldur hér á landi áður, en á ámn- um 1981-1993 var hann 16 sinnum dæmdur í Svíþjóð, aðallega fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot. Gunnar Sverrir hefur einnig hlotið 10 dóma í Svíþjóð, á ámnum 1982-1992, fyrir sömu sakir og Árni Ólafur. Félagar þeirra þrír hlutu 6, 12 og 18 mánaða dóma. Brotin vom flest framin í júní og júlí sl. Ámi Ólafur, sem er 37 ára, var sakfelldur fyrir að stela skartgrip- um fyrir 600 þúsund krónur og frí- merkjasafni fyrir 65 þúsund í inn- broti í Breiðholti, fyrir þjófnað á 15 þúsund kr., út af bankareikningi annars manns, fyrir aðild að inn- broti í Árbæ þar sem stolið var skartgripum, myntsafni, frímerkja- safni, sjónauka, geisladiskum, seðlaveski o.fl. að verðmæti 560 þúsund, fyrir aðild að innbroti í annað hús í Árbæjarhverfi og þjófn- að á hljómtækjum, áfengi o.fl. að verðmæti 161.500 kr., innbrot í hús í Grafarvogi og þjófnað á fatnaði, hljómtækjum, silfurborðbúnaði, er- lendum gjaldeyri, skartgripum o.fl. að verðmæti um 870 þúsund og fyrir að láta greipar sópa í verslun- inni Módelskartgripum. Verðmæti þýfisins þar var metið tæplega 7,5 milljónir króna. SIó með öxi I nokkrum tilvikum var Árni Ólafur sýknaður af ákæru um inn- brot og þjófnað, þar sem dómarinn taldi brot hans ekki sönnuð. Hann neitaði sakargiftum í nokkrum til- vikum og bar því jafnframt við að hann myndi ekkert eftir sér á þeim tíma sem um var rætt vegna vímu. Árni Ólafur var jafnframt sak- felldur fyrir að hafa slegið mann tvisvar í höfuðið með öxi, í húsi við Kleppsveg í júlí sl. Hans var leitað eftir árásina og fannst hann um kvöldið á geymslulofti fyrir ofan íbúðina. Maðurinn, sem fyrir árás- inni varð, hlaut tvö skurðsár vinstra megin á höfuð og brotnaði höfuð- kúpan undir. Gunnar Sverrir, sem er 32 ára, var sakfelldur fyrir aðild að þjófn- uðunum í Árbæ, Grafarvogi og í skartgripaversluninni. Að auki tók hann þátt í innbrotum í Hamra- skóla, þar sem tölvum, myndbands- tæki og myndavél var stolið, inn- broti í hús í Breiðholti þar sem skartgripum o.fl að verðmæti 316 þúsund kr. var stolið, stórþjófnaði í hús í Fossvogi, þar sem hvarf myndbandsupptökuvél, hátalarar, myndavélar, verkfæri, fjallgöngu- og útivistarbúnaður o.fl. að verð- mæti um 850 þúsund. Þá tók hann þátt í innbroti í hús í austurborg- inni og stal silfurborðbúnaði, hljóm- tækjum og fl. að verðmæti 2,1 millj- ón, auk 600 bandaríkjadala, 100-200 sterlingspunda og 2.000 sænskra króna. Hann braust einn inn í hús þar sem hann stal fjölda skartgripa o.fl. að verðmæti um 290 þúsund kr. og í öðru innbroti tók hann einnig skartgripi og m.a. handunnið persneskt silfurkaffi- steli. Verðmæti þýfísins var áætlað 2,9 milljónir króna. Loks braust hann, í félagi við annan, inn í skart- gripaverslun í Álfheimum og létu þeir greipar sópa. Þá var Gunnar Sverrir dæmdur fyrir að hafa veitt mótspyrnu við handtöku í janúar sl. Lögreglumenn höfðu rakið fótspor hans og félaga hans í snjónum, en þegar handtaka átti Gunnar Sverri veittist hann að lögreglumanninum og lagði til hans nokkrum sinnum með skrúfjárni, eða skrúfjárnum. Lögreglumannin- um varð ekki meint af og talið var ósannað að Gunnar Sverrir hefði hótað honum lífláti, eins og ákært var fyrir. Þrír félagar mannanna, sem eru 25, 33 og 37 ára, voru ýmist dæmd- ir fyrir þátttöku í þjófnaðarbrotum þeirra eða fyrir þjófnaði sem þeir frömdu á eigin spýtur. Þannig brut- ust tveir þeirra t.d. inn á vinnustofu listmálara og stálu 22 málverkum. ÁRNI Johnsen gagnrýndi í umræð- um utan dagskrár á Alþingi í gær þann „hringlandahátt" sem sýndur hefði verið í sambandi við sölu á hlutabréfum Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins í fískvinnslufyrirtækjum, en þessi meinti hringlandaháttur hefði skapað mikla tortryggni í garð Þró- unarsjóðs. Þingmaðurinna kvað þennan hátt ekki síður vera til þess fallinn að vekja upp öryggisleysi meðal fiskverkafólks í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum. Ráðherra sagði að ákvarðanir stjórnar Þróunarsjóðsins varðandi sölu hlutabréfa til stjórnarmanna í umræddum fyrirtækjum, Meitlinum og Vinnslustöðinni, hefðu ekki vald- ið neinni óvissu eða röskun gagn- hlutabréfanna. Þeir hefðu fengið til- skilinn frest til að taka ákvörðun um kaup, sem þeir hefðu hins vegar margir ákveðið að nýta sér ekki. * Með hinum lögfræðilega úrskurði | um að stjórnarmenn fyrirtækjanna teldust ekki starfsmenn þeirra í skilningi laganna væri þetta mál útkljáð. Opið í dag. 10-18:30 Sumar verslanir opnar lengur KRINGMN Ji‘d morgni til kvölds Stefnumörkun í heilbrigðismálum Sveitarfélögin yfir- taki heiisugæzluna I I I INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í umræðum um stefnumörkun í heilbrigðismálum á Alþingi í gær, að hún gæti vel séð það gerast eftir 5-6 ár, að rekstur heilsugæzlustöðva færðist yfir til sveitarfélaganna, en hún teldi þau ekki vera í stakk búin til þess nú. Jó’nanna Sigurðardóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu um nýja stefnumörkun í heilbrigðismálum, sem þingflokkur jafnaðarmanna flytur, þar sem meðal annars er lagt til að sveitarfélögin yfirtaki rekstur heilsugæzlunnar. Heilbrigðisráðherra sagði tillög- una vera gott innlegg í þá undirbún- ingsvinnu sem fari nú fram í ráðu- neytinu, sem miðar að endurskoðun heilbrigðisáætlunar. Lýsti ráðherra þeirri stefnu sinni, að um þá endur- skoðun takist þverpólitísk sátt. Ráð- herra upplýsti ennfremur, að undir stjórn Landlæknis væri nú verið að vinna að forgangsröðun verkefna í heilbrigðismálum. Biðlistar sjúkrahúsanna I. s Einnig sagði ráðherrann, að skil- greina þurfi biðlista sjúkrahúsanna betur en gert er nú og hafnaði jafn- framt hugmyndum um að settar yrðu lagareglur um hámarksbiðtíma eftir læknisaðgerðum, eins og Jó- hanna Sigurðardóttir lagði til í fram- sögu sinni. Jóhanna dró í efa, að nokkur sparnaður væri af því fyrir ríkið, að láta hina löngu biðlista við- gangast og lýsti eftir aðgerðum rík- isstjórnarinnar til að bregðast við þessu vandamáli. s I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.