Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 45 HÉR er Viktor Aðalsteinsson við myndir sem teknar voru er hann kom úr síðustu flugferð sinni sem flugstjóri. • • Oryggisnefndin þrýstir stöðugt á nauðsynlega upp- byggingu flugvalla FLUGMENN hafa alltaf látið ör- yggismál til sín taka og segja má að öryggisnefnd FÍA hafi orðið til vegna þess að okkur fannst ekki lögð nógu mikil áhersla á öryggis- málin. Nefndin hefur stöðugt þrýst á að nauðsynleg uppbygging fari fram á flugvöllum landsins og á ég þá við að nægilegt fjármagn sé jafnan sett í kaup á flugleið- sögutækjum til að hægt sé að nota flugvellina þótt lágskýjað sé og öllum öryggisatriðum sé fullnægt, segir Viktor Aðalsteinsson fyrrum flugstjóri er hann er beðinn að rifja upp nokkur atriði úr starfsferli sín- um. Viktor hóf störf hjá Flugfélgi Islands vorið 1949 og fór síðustu ferðina 29. mars 1985. Hann var formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í átta ár og sat um skeið í trúnaðarráði félagsins. Þá sat hann einnig um árabil í flugráði. FÍA skipaði öryggisnefnd strax á fyrstu starfsárunum og var Jó- hannes R. Snorrason formaður hennar. Nefndin starfaði um skeið en síðar var ákveðið að skipa ör- yggisnefnd til frambúðar og tók fyrsta nefndin til starfa árið 1964. Asamt Viktori skipuðu hana þeir Bjarni Jensson og Ragnar Kvaran. -Eitt fyrsta verk okkar var að reyna að fá aukið fjármagn, heldur Viktor áfram -svo hægt væri að koma upp flugleiðsögutækjum við helstu flugvellina en á þessum árum var í/aun bara um sjónflug að ræða. Ákveðið hafði verið að vetja 30 milljónum til flugmála og þegar við ræddum málið við flug- málastjóra kom í ljós að fénu hafði öllu verið ráðstafað til viðgerða á flugvöllum en ekkert átti að fara í uppbyggingu. Þetta fannst okkur slæmt og fengum viðtal við Hannibal Valdimarsson sam- gönguráðherra sem benti á fjár- málaráðherra sem þá var Magnús Jónsson. Við formaður FÍA fórum til ráðherra og lögðum málið fyrir hann sem sýndi skilning á málefn- inu og kvaðst skyldu athuga vað hægt væri að gera varðandi auk- afjárveitingu. Morguninn eftir hef- ur Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri samband við mig og segir að búið sé að veita 10 milljón- um króna sérstaklega til flugör- yggismála og bað nefndina að vera með í ráðum við nýtingu ijárins. En svona var þessi barningur, það þurfti stöðugt að ýta og þrýsta og benda á hversu þýðingarmikið þetta væri og í þágu hagsmuna allra íslendinga að hugsa um að gera flugið eins öruggt og verða mátti. Öryggisnefndin hefur alltaf unnið faglega og fært gild rök fyrir tillögum sínum og haft stjórn FÍA sem bakhjarl. Enda held ég að flugmálayfirvöld taki mikið mark á nefndinni og líti á hana sem ráðgefandi í öryggismálum sem eru sífellt viðfangsefni í flug- inu, segir Viktor ennfremur. Viktor fékk áhuga á fluginu sem eyrarpúki á Akureyri þegar hann sá flugvél koma til bæjarins í fyrst sinn árið 1928 - hann man það ljóst og var nánar tiltekið 7. júní um klukkan 7.25 að kvöldi. -Það varð kveikjan. Ég lærði svifflug, fór í fyrsta flugið árið 1942 og tók A, B og C próf. Síðan lærði ég hjá Flugskóla Akureyrar 1946, tók sóló- og einkaflugpróf fyrir norðan en sat námskeið til atvinnuprófs í Reykjavík og lauk því vorið 1949. Um áramótin hélt ég síðan til Bret- lands til að taka blindflugspróf. Síldarleit og áætlunarflug Viktor réðist til Flugfélags ís- lands og hafði aðsetur á Akureyri: -Við Aðalbjörn Kristbjarnarson flugstjóri flugum fyrst Grumman sem var bæði sjó- og landflugvél. Við vorum í síldarleit en flugum jafnframt áætlunarflug til Siglu- fjarðar, ísafjarðar og Austfjarða og lentum á sjónum. Það gat verið þröngt að lenda á Siglufirði í brælu þegar allir síldarbátarnir lági inni á firðinum en það tókst að þræða einhvern veginn á milli þeirra! Var auðveldara að lenda á sjó en landi? -Nei, það gat verið snúið. í stafa- logni sást yfirborðið mjög illa því þá sást bara í botninn og erfitt að meta hæðina við lendingu. En þá tókum við okkur bara nógu langa „braut“ og reyndum að svífa mjúk- lega niður. Ef sjórinn var ósléttur kom líka fyrir að lendingar urðu harðar. Viktor hætti sem fyrr segir í mars 1985, þá 63 ára og er spurð- ur hvort það hafi ekki verið erfitt að yfirgefa starfið í fullu fjöri: -Jú, það var erfitt en ég var búinn að undirbúa það svolítið því ég var farinn að innrétta báts- skrokk sem ég hafði keypt því eitt- hvað varð maður að gera. Ég þreif- aði reyndar líka fyrir mér á vinnu- markaðinum en það vill enginn ráða 63 ára gamlan mann í vinnu. En bátnum lauk ég og réri út á Faxaflóa og lagði upp hér í Hafnar- firði. Ég varð síðan að selja hann þegar mjöðmin tók að gefa sig og ég varð að fá nýjan lið. Fylgistu ennþá með í fluginu? -Já, svona eins og hægt er. Ég fæ fréttir frá FÍA og í gegnum syni mína tvo sem eru flugmenn hjá Flugleiðum - og svo lít ég allt- af upp í loft þegar ég heyri í flug- vél! STARFSMANNAHÓPAR KLÚBBAR OG KLÍKUR VINIR OG VANDAMENN Einstaklingar og hópar: Gleðjist áASKI fyrirþessijól! Létt andrúmsloft, Ijújfengir rétiir og safaríkar stéikur Allt gott í mat og drykk. - petta er málið í ár. Ahersla á ljúffengan og vel samsettan matseðil. éða 1 forrétt geturðu valið: SILDARPLATTI, 3 tegundir af úrvalssíld með hrauði í L^JrVrirtninkvniií tíaM6 L l_.í_L_l_L Ja ÍtiítJi J.LfL J»iJ J _í iJj Jri_i Ui.iJil ..L_i \ HREJNDYRAPATE sœlkerans með Waldorfsalati og bláherjahlaupi. Aðalréttur, stórsteikur að eigin vali: ^ fdderAkUt salv dtu, heimalagaöri kartaflum. í onsinnepssósu \ \ trönuherjasultu, sherryhœttri rjómasósu og sœtum eða Ijúffeng PÖRUSTEIK, svínaflesk með rauðkáli, Dij og sykurbrúnuðum kartöflum. eða Glóðarsteikt grænpiparmarinerað NAUTÁEILÉ, safaríkt og mjúkt, með -ektá B'ernaisesósu, ofnbökuðum kartöflum, spergilkáli og fylltri papriku Eftirréttur: RIS A'LA MANDE méð rjómakarameUusósu eða súkkulaðihjúpuð PIPARMINTUOSTATERTA, „After Eight“ með kirsuberjasósu. Þessi glœsilegi matséðill fyrir aðeins 1.8601 1 ’irkLLLlu. I ssg?.- Suðurlandsbraut 4 ÓSKASTAÐURINN FYRIR JÓLIN X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.