Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 57 BRÉF TIL BLAÐSINS Sé auga þitt heilt, þá er allur líkaminn í birtu Frá Ragnari Þór Péturssyni: ALLTAF verður maður jafn forviða þegar blessaðir öfgakristniboðarnir hefja upp raust sína. Oftar en ekki er málstaður þeirra litaður af barna- legri óskhyggju og öfgafullu of- sóknaræði. Ekki er óalgengt að rök- in hijómi eitthvað á þessa leið: „Bibl- ían hefur alltaf rétt fyrir sér og það er margsannað. Það er því mikil heimska að fylgja ekki orðum henn- ar.“ Sjaldnar eru tínd til haldbær rök. Af og til er sköpunarsögunni hampað og hún sögð sönn af þeirri einföldu ástæðu að ef tilviljun réði heimsmyndinni, þá væri heimurinn allt öðruvísi. Sumir ganga svo langt að segja, að það að heimurinn hafi orðið til fyrir tilviljun, sé álíka lík- legt og að api með ritvél geti skrif- að íslandsklukkuna, orðrétta. Vissulega gæti api aldrei skrifað íslandsklukkuna upp, nema nota til þess hermigáfu. Gætum við skrifað upp það sem ómálga barn myndi setja á blað án þess að nota sömu gáfu? Vissulega yrði pár þess glund- roðakennt rugl. Hvað er það þá sem skilur íslandsklukkuna að frá merk- ingarleysu barnsins? Jú, það er sú staðreynd að hún er skrifuð af manni, um menn, fyrir menn. Eða öllu heldur: Af íslenskumælandi manni á íslensku. Það eina sem forð- ar okkar heimi frá að vera merking- arlaus glundroði er sameiginleg vitneskja okkar og skilningur á hon- um. Við erum auðvitað börn okkar heims og teljum hann hámark full- komnunarinnar en það þýðir ekki að við værum ekki nákvæmlega sama sinnis þótt við hefðum þriðja fótlegginn, fjórar nasir, eða ef sól- irnar yfir okkur væru tvær. Alltaf munu verða til menn sem ekki þora að mæta lífinu eins og það er. Þeir forðast það að hugsa sjálfstætt eins og pláguna. Sumir dæla í sig veruleikafirrandi eiturlyfj- um, aðrir lifa metnaðarlausu og vits- munadauðhreinsuðu iífi. Enn aðrir gera bara það sem aðrir segja þeim að gera. Trúarbrögð eru í flestum tilfellum augljós dæmi um veruleikaflótta. Menn fylgja „Foringjanum" umyrðalaust að málum, sama hvort það stríðir gegn allri heilbrigði hugs- un eður ei. Afar vinsælt er að hengja sig í gamlar skruddur sem forfeður okkar voru svo hugulsamir að gefa okkur í arf. Ef þar stendur að sam- kynhneigð sé viðurstyggð, verði svo. Ef þar segir að við eigum að hjálpa og styðja ísraela, merkustu þjóð jarðar, verði svo. Mér er spurn hvort ísraelsvinir eins og síra Guðmundur Örn Ragnarsson hefðu heilir og óskiptir stutt „Guðs útvöldu þjóð“ sama hvaða óhæfuverk hún hefur staðið á bak við í gegnum tíðina. Hefðu þeir lagt blessun sína yfir dráp á arabasmábörnum á þeirri forsendu að um væri að ræða tilvon- andi fjandmenn „sona Guðs“? Hefðu þeir kallað morðið á Rabín nauðsyn- legt enda um að ræða mann sem sýndi nágrönnunum fullmikla lin- kind og síðast en ekki síst, hefðu þeir fylgt gyðingum að máli þegar þeir gerðu það að kappsmáli sínu að negla Jesú upp á staur? Gyðing- ar hljóta nefnilega að vera óbrigðul- ir í gjörðum og í beinu sambandi við Guð. Ef ekki, þá verð ég að við- urkenna að í gegnum söguna hafa þeir oft á tíðum komið mér fyrir sjónir sem bölvaðir hrottar. Á sama hátt hefur mér þótt Bibl- ían síður en svo sannfærandi lífs- ljós. Ekki ætla ég að gera það kven- hatur og þjóðernisrembu sem hún boðar að lífsskoðunum mínum. Mér fínnst ekkert athugavert við sam- kynhneigð eða hjónaskilnaði og ég held að ég muni ekki brenna í hel- víti fyrir það. Hafi einhvern tímann leynst guð- legur neisti í Biblíunni er fyrir löngu búið að kreista hann úr henni með sífelldum ritskoðunum og betrum- bótum. „Synir Guðs“ breyttust í „börn Guðs“. Sköpunarsagan var skrifuð í tveimur eintökum, hvor útgáfan í mótsögn við hina og sögu Krists varð að skrifa aftur og aft- ur, með æ fleiri útúrdúrum og skreytingum, til að allir guðspjalla- mennimir fengju nú sitt. Afdrifarík- asta breytingin var þó sú að á einu bretti var meirihluti hennar gerður næsta ógildur með því að krækja aftan á hana Nýja testamentið (sem væntanlega verður klippt burt með nánara sambandi við Israel). Sé einhver sannfærður um að kristin ofsatrú sé það eina rétta er enginn þess umkominn að agnúast út í það. Auðveldi það einhverjum lífið að svamia um í eigin fáfræðier það hans mál og einskis annars, en um leið og viðkomandi fer að agnú- ast út í aðra er annað uppi á ten- ingnum. Reynið að fylgja andanum í boð- skap Krists frekar en bókstafnum. Kristur boðar umburðarlyndi og manngæsku, ekki móðursýkislegan hræðsluáróður. Hann ógilti margt af því sem Guð átti að hafa sett í lög og mildaði. Það gildir einu hvort Jesús var guðlegur eður ei, kenning- ar hans eru í meginatriðum þess verðar að fylgja þeim, en, þið eignist bara fjandmenn með því að básúna stöðugt að venjulegt fólk sé villuráf- andi og heimskt og beri, sökum van- trúar, ábyrgð á öllum heimsins hör- mungum og siysum. Slíkur er boð- skapur þröngsýnismanna einna. Sé ykkur ófært að virða annað fólk og skoðanir þess og þið teljið ykkur nauðbeygð til að ata þannig fólk auri sem ykkur er ósammála eru ráð mín einföld: Þið þurfið á því sama að halda og íslamskir ofsa- trúarmenn, japanskir trúarhryðju- verkamenn og ýmis annar óþjóða- lýður, þið þurfið að læra að hugsa. Api getur afritað íslandsklukk- una en aðeins hugsandi maður er fær um að semja hana. RAGNAR ÞÓR PÉTURSSON leiðbeinandi Eyrarhúsum, Tálknafirði. Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 c0ft Gifslllutir Málið sjálf Mikið úrval af jólavörum og öðrum skrautmunum GÍfSVÖmr, Funaliöfðal7, síma 587 8555. Póstsendum Aukinn lyfjakostnaður Frá Vilhelm H. Lúðvíkssyni: í DV 25. nóv. skrifar Magnús Sig- urðsson um aukna lyfjanotkun í kjölfar auglýsingaflóðs lyfjabúða. Að slepptum óhóflega sterkum orð- um (þjófnaður, ósvífnir aðilar) er hægt að taka undir skoðanir hans um afieiðingar auglýsingaherferðar apóteka, (sem aftur er afleiðing nýrra lyfsölulaga og misskilins frels- is). Því miður hafa viðvörunarorð apótekara í mörg ár, í þessa veru, verið talin til eiginhagsmuna þeirra, sem „vilja sitja einir að kökunni". Sérhagsmunir þessara aðila vega þó ekki þyngra en svo, að þeir (apó- tekararnir allir) eru þegar búnir að veita Tryggingastofnun ríkisins 100 milljónir kr. í afslátt af lyfja- reikningum þessa árs, að því til- skildu, að TR skipti þessu (85 millj. hluta) hlutfallslega jafnt milli allra apóteka, sem eru í viðsk. við TR sept.-des. ’96. TR hefur þó haft uppi tilburði til að hygla sérstak- lega síðustu apótekunum, sem komu inn á markaðinn, þrátt fyrir nauðsyn jafnrar samkeppnisað- stöðu apóteka að þessu leyti. Auðvitað valda gylliboðin og allt að 100% afsláttur af lyfjaverði gíf- urlega aukinni sölu á lyfjum. Ótrú- legt var að sjá hvemig Hagkaups- Bónusveldið gat pantað „lyfjaverðs- kannanir", þegar auglýsingarisan- um þóknaðist um leið og það hóf sína afsláttarhrinu og áður en venju- bundnum apótekum gafst ráðrúm til að bregðast við. Var almenningur ef til vill blekktur? Ég held, að % afslátturinn „allt að 100%“ afsláttur hafi ekki þýtt meira en u.þ.b. 12% afslátt í heild, þegar nánar var kannað. Mér skilst að 100% afslátt- ur hafi verið af mjög dýrum lyfjum, sem TR greiddi að mestu, svo raun- afsláttur hafí verið mjög lágur. Enginn % afsl. var af óniðurgreidd- um lyfjum frá TR sem eru ófá. Það sem þar á milli var með um 20% meðaltalsafslátt af hluta sjúklings og margbreytt um afsl. á dag svo ekki væri hægt að hanka þá á ákveðinni tölu. Jafnvel leiddust menn í að bjóða í lyfseðla eins og á sígaunamarkaði væri. Ég skora á alla lyfsöluleyfishafa að sýna hóf í þessu. Ólæti á hæfileikakeppni Frá Rögnu Engilbertsdóttur: GÓÐAN dag, kæru landar. Ef þið haldið að ykkar muni bíða skemmti- legt umræðuefni í grein svona til tilbreytingar er það tómur misskiln- ingur: Á ári hverju er haldin hæfileika- keppni grunnskólanna og er ekkert nema gott um það að segja en í ár var hegðun sumra áhorfenda skóla þeirra til skammar. Skólarnir fjöl- menna á svona staði og búast við skemmtilegri keppni en nú var raun- in önnur. Eg kom í Laugardalshöl- lina fimmtudaginn 21. nóvember ásamt mínum skóla. í fyrstu voru allir svona létt tjúllaðir og biðu spenntir eftir sínum skóla og styttu biðina með alls konar stuðningshróp- um, sem skapaði ákveðna stemmn- ingu í hópnum. Þegar líða fór á keppnina fóru nemendur i Hagaskóla að haga sér mjög barnalega og leiðinlega með köllum inn í atriði annarra. Þó svo að fólki finnist ekki öll atriðin skemmtileg er nú lágmark að sýna smá tillitssemi í garð annarra. Ekki hætti gagnrýni nemenda Hagaskóla og nú var komið að mín- um skóla en þá kom sko gusan. Allt varð vitlaust og vorum við sök- Magnús Sigurðsson skrifar líka um þá, sem nota lyf til að maka krókinn að tjaldabaki. Vafalaust er þar um ókunnugleika að ræða, því lyfjaverð, hluti sjúklings í því og ákvarðanir allar þar um, eru teknar af ráðherraskipaðri nefnd (lyfjaverðsnefnd), sem ekki telur sér skylt að tryggja afkomu apó- teka! Éinnig er mjög óvænt að sjá fullyrt, að „meirihluti lyija sé óþarfi“. Líti þar hver og einn í eig- in barm. Vinsamlegast takið tillit til, að flestir apótekarar a.m.k. þeir sem ég þekki gegnum árin eru fagmenn og -konur fyrst og fremst, sem vilja vinna sem þátttakendur í heilbrigð- iskerfinu og þykir mjög miður í hvaða átt fjármagnsveldið og hungraðir peningahyggjumenn virðast ætla að draga apóteksrekst- ur í. Ég vona, að heilbrigðisyfirvöld stemmi stigu við þessum auglýsing- um og gylliboðum áður en þjóðin bíður skaða af og geri heiðarlega tilraun til að stjórna þessum mál- um. Þakka ég Magnúsi fyrir að hefja máls á þessu en bið hann að vera kurteisari í orðavali næst. VILHELM H. LÚÐVÍKSSON, lyfsali og formaður FÍL. uð um að vera þjófar, hrópin heyrð- ust yfir allan salinn „stolið, stolið". Þetta þykir okkur Árbæingum mjög leiðinleg framkoma við okkur og stelpurnar sem höfðu lagt hart að sér við undirbúning atriðsins. Þegar keppnin var búin var haldið áfram og nú var fólki ýtt niður stiga og sumir fengu jafnvel hrákuslettur á sig. Ekki má gleyma plastflöskunum sem grýtt var í okkur á keppninni sjálfri og er vert að taka það íram að flöskurnar voru ekki tómar, sum- ar með vökva en aðrar með grjónum. Hvað haldið þið að sé gaman að halda svona keppni ef fólk getur ekki hagað sér betur en þetta, því á heildina litið höguðu hinir gestir keppninnar sér mjög vel. Ekki þarf nema smá hluta svo út af beri og keppnin yrði kannski tekin úr umferð. Að lokum finnst mér að krakkar sem vita sekt sína og taka hana til sín ættu að læra smá mannleg sam- skipti sem kallast í daglegu tali mannasiðir. RAGNA ENGILBERTSDÓTTIR, formaður nemendaráðs Árbæjarskóla. oÚtihurðir ®gluggar Smíðum útiburðir, bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, fóg ogfleira. Vélavinnum efni. • BÍLDSHÖFÐA 18 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 567 8100 • FAX 567 9080 NilfisK Silver Jubilee jKftifl '§mx iiiiiswr"' Afmælisútgáfa í takmörkuðu upplagi, aðeins 100 stk. í boði 5.000,-króna afmælisafsláttur /rdmx Nilfisk Silver HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SfMI 652 4420 MODEL I LÚXUS- ÚTFÆRSLU, FRAMLEIDD í TILEFNI 90 ÁRA AFMÆLIS NILFISK Nilfisk Silver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.