Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 21 ERLEIMT Reuter PETRU Lucinschi, nýkjörinn forseti Moldavíu, á kjörstað. Lucinschi kjörinn forseti Moldavíu Áhersla á nánari tengsl við Rússland Chisinau. Reuter. Yfirmaður útvarpsstoðvarinnar B-92 í Belgrad Fát gæti hleypt öllu í bál og brand Reuter ÓEIRÐALÖGREGLUMENN í Belgrad sem sendir voru út á göturnar vegna mótmæla stjórnarandstæðinga. PETRU Lucinschi, fyrrverandi kommúnisti, sem nú kallar sig jafn- aðarmann, var kjörinn forseti Moldavíu um helgina. Bar hann sigurorð af Mircea Snegur, sem hefur verið forseti síðan þetta fyrr- verandi sovétlýðveldi fékk sjálf- stæði 1991. Leggur Lucinschi áherslu á nánari tengsl við Rúss- land og vill fara hægt í sakirnar í efnahagsumbótum. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum fékk Lucinschi, sem er 56 ára að aldri og forseti þingsins, 54% atkvæða í síðari umferð forseta- kosninganna en Snegur 46%. Kjör- sóknin var 72% en 67% í fyrri umferðinni 17. nóvember sl. Rússar hlynntir Lucinschi Lucinschi, sem var háttsettur í sovéska kommúnistaflokknum á sínum tíma, réðst mjög hart að Snegur í kosningabaráttunni, eink- um að því, sem hann kallaði „villi- mannlegan kapítalisma", áætlun- um Snegurs um einkavæðingu jarð- næðis í Moldavlu. Naut Lucinschi stuðnings flestra fjölmiðla í landinu og rússneski minnihlutinn, þriðj- ungur landsmanna, var hlynntur honum af ótta við yfirlýsingar Snegurs um nánari tengsl við Rúm- eníu. Moldavía var áður hluti af Rúmeníu en Stalín gerði landið að sovétlýðveldi 1940. í kosningabaráttunni lofaði Luc- inschi að sættast við rússneska minnihlutann, 700.000 manns, í Dnestr-héraði en hann lýsti yfir sjálfstæði 1990 eftir harða bar- daga. Óttaðist hann að lenda undir rúmneskri stjórn. Forseti þingsins í Dnestr-héraði fagnaði í gær sigri Lucinschis og sagði hann mundu auðvelda viðræður milli þjóðanna. Rússar Iána olíuna íbúar Moldavíu eru 4,3 milljónir og hafa lífskjörin versnað mikið síðan landið varð sjálfstætt 1991. Lucinschi leggur áherslu á, að hann sé hlynntur markaðsumbót- um en vill um leið, að þær verði á félagslegum forsendum. Dró hann dár að áætlunum Snegurs um að gera Moldava óháða Rúss- um og minnti á, að þeir myndu ekki fá olíuna upp á krít annars staðar frá. Moldavar skulda nú Rússum tæpa 40 milljarða fyrir olíuna en það er þriðjungur þjóðar- teknanna árlega. STJÓRNVÖLD í Serbíu ráða að mestu yfir fjölmiðlum í landinu. Þau hafa truflað útsendingar sjálf- stæðu útvarpsstöðvarinnar B-92 í nær viku, fyrst voru það aðeins fréttir sem voru truflaðar en síðar öll dagskráin. Rétt fyrir klukkan þijú eftir hádegi í gær að þarlend- um tíma var þessum aðgerðum hætt, að sögn Sasa Markovic út- varpsstjóra er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Við vitum ekki hver ástæðan er en við getum nú sent út hindr- unarlaust, hvort þetta verður svona eftir nokkrar mínútur veit ég ekki,“ sagði Markovic. „Allt getur gerst hér. Það er meiri spenna en verið hefur vegna yfir- lýsingar innanríkisráðherrans um að mannsöfnuður á götum úti í Belgrad verði ekki liðinn og gripið verði til aðgerða til að stöðva slíkt framferði. Það var líka birt mjög uggvænlegt viðtal við forseta þingsins. Hann sagði að hvarvetna á götunum virtust vera liðsmenn fasistarhreyfingar, fólk er mjög reitt vegna þessa. Enn sem komið er þá eru að- gerðirnar hér eingöngu vegna þess við viljum að úrslit seinni umferð- ar sveitarstjómakosninganna verði iátin gilda. Það er ekki verið að kreíjast þess að Milosevic [Serbíuforseti] segi raunverulega af sér, það væri óraunhæft." Hann sagði helstu kröfu stjóm- arandstæðinga vera að lýðræði yrði virt í sveitarstjórnakosning- unum. Almenningi hafi fundist að sigrinum hafi verið rænt frá hon- um og óánægja væri með afskipta- leysi umheimsins. „Enginn vill hjálpa okkur og það eina sem við getum er að fara út á göturnar. Astæðan er ekki að neyðin sé svo mikil hér í Belgrad. Það er neyðin sem rekur fólk af stað t.d. í Nis og fleiri borgum Serbíu þar sem lífskjörin eru langtum verri en í Belgrad." Mirkovic var spurður hvort stefna Milosevic í Bosníu og þáttur hans í átökunum þar undanfarin ár væri gagnrýnd. „Nei það talar enginn um það lengur, hvorki Bosníu né Kosovo. Það sem fólk hefur talað um síðustu vikurnar er skelfilegt stjórnarfar hans í þessu landi undanfarin níu ár og afleiðingar þess. Lífskjörin eru mun verri en fyrir hrun Júgóslav- íu. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur haft sig á brott frá landinu, efnahagurinn og framleiðslufyrir- tækin em í niðurníðslu. Þetta er öllum ljóst, þess vegna taka svona margir þátt í mótmælunum." -Hvernig myndi stjórnarand- staðan taka á efnahagsmálunum ef hún næði völdum? Yrði reynt að koma á einhvers konar mark- aðsbúskap? „Já ég held að áhrif vinstri- aflanna í Júgóslavíu, ekki síst eig- inkonu Milosevic, Mim Markovic, myndu dvína en þau em mikil núna. Ég geri ekki ráð fyrir að stjórnarandstaðan myndu breyta efnahagskerfínu í einu vetfangi. Einokunarfyrirtækin, em í reynd undir stjórn ráðherranna, helstu atvinnufyrirtækin í hveiju héraði.“ „Konungur torganna" í skuggann Markovic var spurður álits á Vuk Drascovic sem verið hefur þekktasti leiðtogi stjórnarandstöð- unnar síðustu árin, hvort hann væri mikill þjóðernissinni. „Nú en hvað heldurðu um Mil- osevic, er hann þjóðemissinni? Hvað er hann eiginlega? Hann er hagsýnn þjóðernissinni, maður sem snýst gegn þjóðernisstefnu ef hann telur það koma sér að gagni. Mótmælin núna hafa valdið því að nýr leiðtogi stjómarand- stæðinga er kominn fram á sjónar- sviðið, Zoran Djindjic. Vuk var „Konungur torganna" en það er hann ekki lengur. Hann hefur per- sónutöfra, hann er rithöfundur en ekki nógu snjall leiðtogi fyrir stj órn arandstöðuna. Djindjic er ungur, aðeins 43 ára. Hann studdi í nokkur ár [Radovan] Karadzic og Bosníu- Serbana, Drascovic gagnrýndi reyndar Bosníu-Serba. En þú verð- ur að skilja að enginn fær nokk- urt fylgi hér án þess að styðja Serbana í Bosníu og Króatíu. Þjóð- emisstefnan er ekki jafn öflug og hún var fyrir þrem eða fjórum árum en samt mjög sterk. Ég er dálítið smeykur um að ríki heims svíki okkur, láti kaldan raunveruleikann ráða gerðum sín- um þegar fjallað er um Milosevic. Hann er lykilmaður í friðarsamn- ingunum í Bosníu og þess vegna verða þau að láta þessi mál okkar afskiptalaus. Það getur verið að þannig megi koma í veg fyrir átök í Bosníu en niðurstaðan gæti orðið mjög ótryggt ástand hér í Serbíu. Hér gæti allt farið I bál og brand ef Milosevic gripi í fáti til harka- legra aðgerða.“ Ovanalega hlýttí Moskvu Moskvu. Reuter. MILDASTI vetur í mannaminnum hefur verið í Moskvu en um þetta leyti eru íbúarnir vanastir því að ösla snjóinn í kálfa. Getur varla heitið, að komið hafi fjúk úr lofti. Rússneski veðurfræðingar sjá ekki fyrir nein veðrabrigði þessa vikuna en Mark Naischuller, yfir- maður rannsóknadeildar veðurstof- unnar, segir, að í nóvember hafí hitastigið verið 5,5 gráðum hærra en í meðalári. Kveðst hann ekki búast við snjókomu að ráði fyrr en um miðjan þennan mánuð. Síðustu 117 árin eða síðan mæl- ingar hófust hefur aldrei lagst síð- ar að með snjóum í Moskvu en 1. desember en meðalhitinn í nóvem- ber var 3 gráður en er jafnaðarlega mínus 2,5 gráður. í gær, 2. des- ember, var hitinn enn í þremur gráðum en meðalhitastigið í þess- um mánuði er annars mínus 7,8 gráður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.