Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir Á HJÚKRUNARHEIMILINU Eir t ? -\ • i var upptekin við að lita gifs þeg- er jólaundirbúningur í fullum I A I O J Ayi A1 11* ar ljósmyndara Morgunblaðsins gangi. Stefanía Guðmundsdóttir W vyiCvJ-vyllvllAJ. baraðgarði. íslensk hjúkrunarkona á sjúkrahúsi Rauða krossins í Juba í Suður-Súdan EGYPU LAND MIÐ- X / VS AFRÍKUlV Juba z ®- , 500 km, Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt gerist, segir Sigríður, enda blossa ein- hver átðk og deilur upp af og til í landinu. Alveg róleg „Rauði krossinn er að semja um lausn gíslanna, en það fer vel um þá að öllu leyti. Til að þrýsta á um lausn hið fyrsta lagði Rauði krossinn niður störf í Suður-Súd- an. Starfsmönnum Rauða kross- ins, eins og Áslaugu og sam- starfsmönnum hennar á sjúkra- húsinu, var ráðlagt að halda sig heima við.“ Áslaug Arnoldsdóttir hefur starfað á hjartadeild Landspítal- ans, en fór nú í fyrsta skipti til hjálparstarfa á vegum Rauða krossins. í gær kom í ljós að hún var farin frá Juba og komin til höfuðborgarinnar Khartoum. Hún hringdi í móður sína, Alexíu M. Gunnarsdóttur. „Áslaug fer á miðvikudag til Genfar og gerir alþjóðaskrifstofu Rauða krossins grein fyrir starfi sínu í Súdan,“ sagði Alexía í samtali við Morg- unblaðið. „Hún kemur svo fljót- lega heim. Áslaug var alveg ró- leg og ágætt í henni hljóðið." Sigríður Guðmundsdóttir sagði að starfsmenn Rauða krossins á sjúkrahúsinu hefðu verið tíu tals- ins, en nú væru aðeins tveir þeirra eftir í Juba. „Starfsmennirnir búa á sama svæði og fóru ekkert út fyrir það I nær þrjár vikur. Það amaði ekkert að þeim, þeir höfðu nægar vistir og vatn og gátu ver- ið í radíósambandi við umheim- inn. Hins vegar var þejm farið að hundleiðast þófið. Á þessu sjúkrahúsi störfuðu áður tveir aðrir íslendingar, Elísabet Hall- dórsdóttir, sem kom heim fyrir nokkru, og Ríkharður Pétursson, sem var í fríi þegar starfseminni í Juba var hætt. Hann hefur ver- ið í Nairobi í Kenýa og beðið átekta.“ Heim eftir 3 vikna bið vegna gíslatöku „ÁSLAUG er komin til höfuðborgar Súd- an, Khartoum, og kemur fljótlega heim. Það fór vel um hana og samstarfsmenn hennar og þau voru aldrei í hættu,“ sagði Sigríður Guðmunds- dóttir, skrifstofu- sljóri alþjóðaskrif- stofu Rauða kross ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Áslaug Arnoldsdótt- ir, hjúkrunarfræð- ingur og starfsmaður á sjúkrahúsi Rauða krossins í Súdan, hef- ur setið auðum hönd- ASLAUG Arnolds- dóttir hjúkrunar- fræðingur. um ásamt félögum sinum undan- farnar vikur, á meðan unnið hef- ur verið að þvi að fá súdanskan stríðsherra til að sleppa þremur starfsmönnum Rauða krossins. Þeim hefur verið haldið í gislingu í þrjár vikur. Að sögn Sigríðar vann alþjóða- ráð Rauða krossins að flutningi sjúklinga frá norðurhluta landsins til lítils þorps, Wulnruk, í Suður- Súdan, rétt hjá borg- inni Juba. í Juba hef- ur alþjóðaráðið rekið sjúkrahús og fór Ás- laug þangað til starfa fyrir um 5 mánuðum. „Tveir flugmenn, ann- ar frá Kanada og hinn frá Kenýa, og hjúkr- unarfræðingur frá Ástralíu voru tekin í gíslingu að undirlagi stríðsherrans Kerob- ino, sem áður barðist geg^n stjómvöldum í Súdan, en er nýlega genginn til liðs við þau. Kerobino ásakar Rauða krossinn um að flytja vopn og hermenn, en enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. í raun er hann að reyna að fá peninga, sem Rauði krossinn er ekki tálbú- inn til að greiða." Eftir- spurn eft- ir heróíni eykst GUÐBJÖRN Bjömsson læknir á Vogi telur að í kjölfar mikilll- ar amfetamínneyslu í fyrra og á þessu ári sé líklegt að eftir- spurn eftir heróíni sé að auk- ast. Þrír karlmenn og ein kona komu til meðferðar á Vogi í byijun nóvember í kjölfar he- róínneyslu hér á landi. Guð- björn segir það óvanalega mik- inn flölda, og flestir þeir sem hingað til hafa verið í meðferð á sjúkrahúsinu hafi verið í heró- ínneyslu erlendis. „Það þarf auðvitað að taka á öllum hlekkjum í þessari keðju, en það er kannski eðli- legast að byija á hinum fyrsta. Yfirleitt fer um helmingur þeirra sem byijar á reglulegri kannabisneyslu einnig yfir í amfetamín. Af reglulegum am- fetamínneytendum fer um helmingur yfir í að sprauta sig. Sá hópur virðist nú vera farinn að sækja í ópíumefnin." 416 millj- óna króna tilboði tekið í holræsa- lagnir STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti í gærmorgun að tillögu gatnamála- stjórans í Reykjavík að ganga að tilboði Sjólagna vegna kaupa á plaströrum í holræsalagnir á landi meðfram Eiðsgranda og Ánanaust- um og í útrásir frá nýju hreinsistöð- inni við Mýrargötu. Tilboð Sjólagna hljóðaði upp á 416,1 milljón króna, sem er 85% af kostnaðaráætlun. Hlutur Reykja- víkurborgar er 347,6 milljónir króna, en um er að ræða samstarfs- verkefni borgarinnar, Garðabæjar, Kópavogs og Seltjarnarness. Kópa- vogur og Garðabær komu jafnframt inn í útboðið sem sjálfstæðir aðilar vegna kaupa á plastlögnum tii eigin þarfa. Borgarráð tekur afstöðu til tilboðsins á fundi sínum í dag. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra verður aðal- útrásin 4,1 km áð lengd en einnig er um að ræða um 500 m yfirfallsút- rás sem flutt getur hreint frá- rennsli í aftakarigningum. Hann sagði að ef gengið yrði að tilboði Sjólagna verði hægt að byija að steypa sökkur á plaströrin um leið og tilboðið hefur endanlega verið samþykkt en lagnirnar verði síðan lagðar næsta sumar. ♦ ♦ ♦----- Bæjarstjóri Vesturbyggð- ar hættir GÍSLI Ólafsson, bæjarstjóri í Vest- urbyggð, hefur ákveðið að láta af störfum og mun hann tilkynna ákvörðun sína á bæjarráðsfundi í dag samkvæmt upplýsingum Jóns Guðmundssonar, formanns bæjar- ráðs. Jón vildi ekki tjá sig um ástæður afsagnarinnar þegar eftir því var leitað í gær. Gísli, sem er oddviti sjálfstæðis- manna í Vesturbyggð, hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð í tvö ár eða frá því Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu meiri- hluta. Meirihlutinn var myndaður eftir að upp úr samstarfi Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og óháðra slitnaði, en hann starfaði einungis í fjóra mánuði. Ekki náðist í Gísla Ólafsson í gær. Umsvif fisksölusamtaka erlendis Vaxtarbroddur í fullvinnslu afla Stjórnvöld skoða sérstaklega stöðu íslenzkrar garðyrkju Stefnt að lækkun raf- orkuverðs til garðyrkju EINN helzti vaxtarbroddur í íslenzk- um sjávarútvegi um þessar mundir er falinn í aukinni fullvinnslu afurða og að meira sé gert úr markaðs- starfi erlendis. Þessa skoðun lét Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra í ljósi er hann svaraði spurn- ingum sem beint var til hans í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um fjárfestingar sölusamtaka í sjáv- arútvegi erlendis. Málshefjandi, Hjálmar Árnason, lýsti áhyggjum af því, hvaða afleið- ingar fjárfestingar sölusamtaka ís- lenzkra sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis, sem áætlað er að nemi nú meira en íj'órum milljörðum króna, hafi á þróun fullvinnslu sjávaraf- urða hérlendis, og spurði hvort „krafturinn í uppbyggingu full- vinnslu eigi að vera hér heima eða erlendis". Útrásin Iyftistöng Sjávarútvegsráðherra sagði áhyggjur þingmannsins óþarfar og fullyrti, að „útrás“ íslenzku sjávar- útvegsfyrirtækjanna hefði verið mikil lyftistöng fyrir íslenzkan iðnað almennt. Fjárfestingin erlendis hefði frekað skilað sér I auknum verðmæt- um útflutningsafurða sjávarútvegs- ins. Undir þetta sjónarmið ráðherr- ans tóku þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna. Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, benti á að fjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækjum hérlendis næmu um tíu milljörðum króna á þessu ári. GUÐMUNDUR Bjarnason, land- búnaðarráðherra, mun á næstu dögum skipa nefnd, sem ætlað er að vinna að tillögum um leiðir til að lækka verð á raforku til garðyrkjuframleiðslu, en í nefnd- inni munu eiga sæti fulltrúar landbúnaðarráðuneytis, iðnaðar- ráðuneytis, RARIK og Lands- virkjunar. Þetta kom fram í and- svörum ráðherrans í utandag- skrárumræðu um stöðu garðyrkj- unnar á Alþingi í gær, sem Ingi- björg Sigmundsdóttir varaþing- maður hóf máls á. Nefndin mun að sögn Guð- mundar vinna m.a. að tillögum um breytt sölufyrirkomulag á raforku til garðyrkjunnar með það fyrir augum að samræma betur fram- boð og eftirspurn eftir raforku í greininni og að fara yfir aðra þætti sem leitt gætu til betri nýt- ingar orkunnar og orkuverðslækk- unar. Einnig er ’verið að vinna að endurskoðun svokallaðra sjóða- gjalda, sem hafa verið gagnrýnd mjög af talsmönnum garðyrkju- bænda. Sagði ráðherra vera uppi hugmyndir um að lækka sjóða- gjöld greinarinnar úr 2% í 1%. Ennfremur mun að sögn ráðherr- ans skipulag Garðyrkjuskólans vera í gagngerri endurskoðun í samráði m.a. við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og Hagráð garðyrkjunnar, og reglugerðar um starfsemi skólans að vænta. Lýstu nokkrir þingmenn sem þátt tóku í umræðunum, ánægju með þróun greinarinnar, sem nú veitir um 800 manns atvinnu. Málshefjandi, Ingibjörg Sig- mundsdóttir, kallaði greinina „græna stóriðju,“ sem um þessar mundir eyddi um 16 gígawatt- stundum raforku á ári, en með áætlaðri þróun hennar sé gert ráð fyrir að orkuþörfin aukist upp j um 30 gígawattstundir. Það skipti því öllu fyrir framtíð greinarinnar, að takast megi að lækka orkuverð til hennar. I b i 1 £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.