Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 2

Morgunblaðið - 03.12.1996, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir Á HJÚKRUNARHEIMILINU Eir t ? -\ • i var upptekin við að lita gifs þeg- er jólaundirbúningur í fullum I A I O J Ayi A1 11* ar ljósmyndara Morgunblaðsins gangi. Stefanía Guðmundsdóttir W vyiCvJ-vyllvllAJ. baraðgarði. íslensk hjúkrunarkona á sjúkrahúsi Rauða krossins í Juba í Suður-Súdan EGYPU LAND MIÐ- X / VS AFRÍKUlV Juba z ®- , 500 km, Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt gerist, segir Sigríður, enda blossa ein- hver átðk og deilur upp af og til í landinu. Alveg róleg „Rauði krossinn er að semja um lausn gíslanna, en það fer vel um þá að öllu leyti. Til að þrýsta á um lausn hið fyrsta lagði Rauði krossinn niður störf í Suður-Súd- an. Starfsmönnum Rauða kross- ins, eins og Áslaugu og sam- starfsmönnum hennar á sjúkra- húsinu, var ráðlagt að halda sig heima við.“ Áslaug Arnoldsdóttir hefur starfað á hjartadeild Landspítal- ans, en fór nú í fyrsta skipti til hjálparstarfa á vegum Rauða krossins. í gær kom í ljós að hún var farin frá Juba og komin til höfuðborgarinnar Khartoum. Hún hringdi í móður sína, Alexíu M. Gunnarsdóttur. „Áslaug fer á miðvikudag til Genfar og gerir alþjóðaskrifstofu Rauða krossins grein fyrir starfi sínu í Súdan,“ sagði Alexía í samtali við Morg- unblaðið. „Hún kemur svo fljót- lega heim. Áslaug var alveg ró- leg og ágætt í henni hljóðið." Sigríður Guðmundsdóttir sagði að starfsmenn Rauða krossins á sjúkrahúsinu hefðu verið tíu tals- ins, en nú væru aðeins tveir þeirra eftir í Juba. „Starfsmennirnir búa á sama svæði og fóru ekkert út fyrir það I nær þrjár vikur. Það amaði ekkert að þeim, þeir höfðu nægar vistir og vatn og gátu ver- ið í radíósambandi við umheim- inn. Hins vegar var þejm farið að hundleiðast þófið. Á þessu sjúkrahúsi störfuðu áður tveir aðrir íslendingar, Elísabet Hall- dórsdóttir, sem kom heim fyrir nokkru, og Ríkharður Pétursson, sem var í fríi þegar starfseminni í Juba var hætt. Hann hefur ver- ið í Nairobi í Kenýa og beðið átekta.“ Heim eftir 3 vikna bið vegna gíslatöku „ÁSLAUG er komin til höfuðborgar Súd- an, Khartoum, og kemur fljótlega heim. Það fór vel um hana og samstarfsmenn hennar og þau voru aldrei í hættu,“ sagði Sigríður Guðmunds- dóttir, skrifstofu- sljóri alþjóðaskrif- stofu Rauða kross ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Áslaug Arnoldsdótt- ir, hjúkrunarfræð- ingur og starfsmaður á sjúkrahúsi Rauða krossins í Súdan, hef- ur setið auðum hönd- ASLAUG Arnolds- dóttir hjúkrunar- fræðingur. um ásamt félögum sinum undan- farnar vikur, á meðan unnið hef- ur verið að þvi að fá súdanskan stríðsherra til að sleppa þremur starfsmönnum Rauða krossins. Þeim hefur verið haldið í gislingu í þrjár vikur. Að sögn Sigríðar vann alþjóða- ráð Rauða krossins að flutningi sjúklinga frá norðurhluta landsins til lítils þorps, Wulnruk, í Suður- Súdan, rétt hjá borg- inni Juba. í Juba hef- ur alþjóðaráðið rekið sjúkrahús og fór Ás- laug þangað til starfa fyrir um 5 mánuðum. „Tveir flugmenn, ann- ar frá Kanada og hinn frá Kenýa, og hjúkr- unarfræðingur frá Ástralíu voru tekin í gíslingu að undirlagi stríðsherrans Kerob- ino, sem áður barðist geg^n stjómvöldum í Súdan, en er nýlega genginn til liðs við þau. Kerobino ásakar Rauða krossinn um að flytja vopn og hermenn, en enginn fótur er fyrir þessum ásökunum. í raun er hann að reyna að fá peninga, sem Rauði krossinn er ekki tálbú- inn til að greiða." Eftir- spurn eft- ir heróíni eykst GUÐBJÖRN Bjömsson læknir á Vogi telur að í kjölfar mikilll- ar amfetamínneyslu í fyrra og á þessu ári sé líklegt að eftir- spurn eftir heróíni sé að auk- ast. Þrír karlmenn og ein kona komu til meðferðar á Vogi í byijun nóvember í kjölfar he- róínneyslu hér á landi. Guð- björn segir það óvanalega mik- inn flölda, og flestir þeir sem hingað til hafa verið í meðferð á sjúkrahúsinu hafi verið í heró- ínneyslu erlendis. „Það þarf auðvitað að taka á öllum hlekkjum í þessari keðju, en það er kannski eðli- legast að byija á hinum fyrsta. Yfirleitt fer um helmingur þeirra sem byijar á reglulegri kannabisneyslu einnig yfir í amfetamín. Af reglulegum am- fetamínneytendum fer um helmingur yfir í að sprauta sig. Sá hópur virðist nú vera farinn að sækja í ópíumefnin." 416 millj- óna króna tilboði tekið í holræsa- lagnir STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti í gærmorgun að tillögu gatnamála- stjórans í Reykjavík að ganga að tilboði Sjólagna vegna kaupa á plaströrum í holræsalagnir á landi meðfram Eiðsgranda og Ánanaust- um og í útrásir frá nýju hreinsistöð- inni við Mýrargötu. Tilboð Sjólagna hljóðaði upp á 416,1 milljón króna, sem er 85% af kostnaðaráætlun. Hlutur Reykja- víkurborgar er 347,6 milljónir króna, en um er að ræða samstarfs- verkefni borgarinnar, Garðabæjar, Kópavogs og Seltjarnarness. Kópa- vogur og Garðabær komu jafnframt inn í útboðið sem sjálfstæðir aðilar vegna kaupa á plastlögnum tii eigin þarfa. Borgarráð tekur afstöðu til tilboðsins á fundi sínum í dag. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra verður aðal- útrásin 4,1 km áð lengd en einnig er um að ræða um 500 m yfirfallsút- rás sem flutt getur hreint frá- rennsli í aftakarigningum. Hann sagði að ef gengið yrði að tilboði Sjólagna verði hægt að byija að steypa sökkur á plaströrin um leið og tilboðið hefur endanlega verið samþykkt en lagnirnar verði síðan lagðar næsta sumar. ♦ ♦ ♦----- Bæjarstjóri Vesturbyggð- ar hættir GÍSLI Ólafsson, bæjarstjóri í Vest- urbyggð, hefur ákveðið að láta af störfum og mun hann tilkynna ákvörðun sína á bæjarráðsfundi í dag samkvæmt upplýsingum Jóns Guðmundssonar, formanns bæjar- ráðs. Jón vildi ekki tjá sig um ástæður afsagnarinnar þegar eftir því var leitað í gær. Gísli, sem er oddviti sjálfstæðis- manna í Vesturbyggð, hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð í tvö ár eða frá því Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu meiri- hluta. Meirihlutinn var myndaður eftir að upp úr samstarfi Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og óháðra slitnaði, en hann starfaði einungis í fjóra mánuði. Ekki náðist í Gísla Ólafsson í gær. Umsvif fisksölusamtaka erlendis Vaxtarbroddur í fullvinnslu afla Stjórnvöld skoða sérstaklega stöðu íslenzkrar garðyrkju Stefnt að lækkun raf- orkuverðs til garðyrkju EINN helzti vaxtarbroddur í íslenzk- um sjávarútvegi um þessar mundir er falinn í aukinni fullvinnslu afurða og að meira sé gert úr markaðs- starfi erlendis. Þessa skoðun lét Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra í ljósi er hann svaraði spurn- ingum sem beint var til hans í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um fjárfestingar sölusamtaka í sjáv- arútvegi erlendis. Málshefjandi, Hjálmar Árnason, lýsti áhyggjum af því, hvaða afleið- ingar fjárfestingar sölusamtaka ís- lenzkra sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis, sem áætlað er að nemi nú meira en íj'órum milljörðum króna, hafi á þróun fullvinnslu sjávaraf- urða hérlendis, og spurði hvort „krafturinn í uppbyggingu full- vinnslu eigi að vera hér heima eða erlendis". Útrásin Iyftistöng Sjávarútvegsráðherra sagði áhyggjur þingmannsins óþarfar og fullyrti, að „útrás“ íslenzku sjávar- útvegsfyrirtækjanna hefði verið mikil lyftistöng fyrir íslenzkan iðnað almennt. Fjárfestingin erlendis hefði frekað skilað sér I auknum verðmæt- um útflutningsafurða sjávarútvegs- ins. Undir þetta sjónarmið ráðherr- ans tóku þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna. Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, benti á að fjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækjum hérlendis næmu um tíu milljörðum króna á þessu ári. GUÐMUNDUR Bjarnason, land- búnaðarráðherra, mun á næstu dögum skipa nefnd, sem ætlað er að vinna að tillögum um leiðir til að lækka verð á raforku til garðyrkjuframleiðslu, en í nefnd- inni munu eiga sæti fulltrúar landbúnaðarráðuneytis, iðnaðar- ráðuneytis, RARIK og Lands- virkjunar. Þetta kom fram í and- svörum ráðherrans í utandag- skrárumræðu um stöðu garðyrkj- unnar á Alþingi í gær, sem Ingi- björg Sigmundsdóttir varaþing- maður hóf máls á. Nefndin mun að sögn Guð- mundar vinna m.a. að tillögum um breytt sölufyrirkomulag á raforku til garðyrkjunnar með það fyrir augum að samræma betur fram- boð og eftirspurn eftir raforku í greininni og að fara yfir aðra þætti sem leitt gætu til betri nýt- ingar orkunnar og orkuverðslækk- unar. Einnig er ’verið að vinna að endurskoðun svokallaðra sjóða- gjalda, sem hafa verið gagnrýnd mjög af talsmönnum garðyrkju- bænda. Sagði ráðherra vera uppi hugmyndir um að lækka sjóða- gjöld greinarinnar úr 2% í 1%. Ennfremur mun að sögn ráðherr- ans skipulag Garðyrkjuskólans vera í gagngerri endurskoðun í samráði m.a. við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins og Hagráð garðyrkjunnar, og reglugerðar um starfsemi skólans að vænta. Lýstu nokkrir þingmenn sem þátt tóku í umræðunum, ánægju með þróun greinarinnar, sem nú veitir um 800 manns atvinnu. Málshefjandi, Ingibjörg Sig- mundsdóttir, kallaði greinina „græna stóriðju,“ sem um þessar mundir eyddi um 16 gígawatt- stundum raforku á ári, en með áætlaðri þróun hennar sé gert ráð fyrir að orkuþörfin aukist upp j um 30 gígawattstundir. Það skipti því öllu fyrir framtíð greinarinnar, að takast megi að lækka orkuverð til hennar. I b i 1 £

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.