Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG ÍSLENSKRA ATVINNUFLUGMANNA 50 ÁRA FYRSTI formaður FÍA var Jóhannes R. Snorrason fyrrum yfir- flugstjóri hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum. A þessari mynd Péturs Johnson er Örn Johnson forstjóri að afhenda hon- um blómvönd þegar Jóhannes kom heim með nýja Boeing 727 þotu árið 1980. Brýnt að lögfesta reglur um vinnu- o g hvíldartíma ALLS eru um 320 félagar í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og af þeim hópi starfa 167 hjá Flug- leiðum. Aðrir stórir vinnu- staðir flugmanna ei íslandsflug, Flugfé- lag Norðurlands, Landhelgisgæslan og Atlanta en að- eins hluti flug- mannahóps þess fé- lags er innan FÍA og síðan eru nokkrir tug- ir flugmanna starfandi hjá smærri flugfélögum og flugskólum. Formaður FIA er Kristján Egilsson flugstjóri og varaformaður Tómas Dagur Helgason flugmaður, báðir hjá Flugleiðum. Hafa þeir komið upp nokkurri verkaskiptingu sín á miili og er varaformaðurinn fyrst spurð- ur hvað sé helst á könnu hans: - Ég hef séð mikið um sambandið við smærri félögin en það eru ein þrjú ár síðan FÍA gerði kjarasamninga fyrir þá félagsmenn sem starfa hjá flug- skólunum. Einnig hef ég haft með höndum samninga við Flugfélag Norðurlands og íslandsflug. Við höfum reynt að taka mið af sérstöðu, flugvélaflota og verkefnum hvers félags um sig þegar kjarasamning- ar eru annars vegar en að öðru leyti má segja að þeir byggi allir FORMAÐUR og varaformaður fljúga stundum saman á Boeing 757 þotum. Kristján Egilsson flugstjóri er til vinstri og Tómas Dagur Helgason flugmaður í hinu sætinu. MARGIR af yngstu flugmönnunum stunda kennslu fyrst á ferli sínum. Hér eru þeir Oddgeir Arnarson flugmaður hjá Flugtaki og Heimir Birgisson flugnemi staddir á Akureyri. FLUGMENN gera stundum ýmislegt annað en fljúga vélunum. Þórólfur Magnússon flugstjóri hjá íslandsflugi undirbýr flug með því að sópa snjónum af vélinni. á sama grunni, segir Tómas Dagur. Hver eru brýnustu málin hjá FÍA um þessar mundir? - Ofarlega á blaði er að yfirvöld lögfesti reglur um vinnu- og hvíld- artíma flugmanna, segja þeir for- maður og varaformaður einum rómi. - í dag hafa flugmenn þessi atriði í kjarasamningum og í raun er ekkert sem bannar þeim að fljúga nánast endalaust ef ekki væri kjarasamningur. Það eru komnar reglur um hámarksvinnu- og hvíldartíma ýmissa stétta en ekki flugmanna og við teljum mjög brýnt að fá þetta í lög eins og gert hefur verið í flestum löndum. Slík öryggisatriði eiga að vera lög- bundin. Annað sem við teljum brýnt að ná fram er að allir sem starfa við atvinnuflug verði í FÍA og að við getum þannig myndað enn sterkara félag um kjara- og öryggismál í flugi. Flugmenn_ líta gjarnan við á skrifstofu FÍA sem er opin allan daginn og þar starfa Linda Einars- dóttir og Björn Guðmundsson fyrr- um flugstjóri sem er vel heima í öllum kjara- og réttindamálum eftir áralangt starf að félagsmálum flug- manna. - Það er nauðsynlegt að menn geti hist hér, spjallað og leit- að frétta, því við hittumst ekki svo oft í vinnunni, segir Tómas Dagur - og það er ekki ónýtt fyrir mig að geta „flett upp“ í Birni hér á skrifstofunni og og ráðfæra sig við hann þegar leysa þarf málin því stundum kemur upp ágreiningur um túlkun kjarasamninga. FÍA hefur hélt afmælishátíð sína fyrir nokkru og var tilkynnt þar að Björn Guðmundssyni fyrrum flug- stjóri hefði verið kjörinn heiðursfé- lagi. Áður höfðu verið kjörnir heið- ursfélagar þeir Sigurður Jónsson, handhafi fyrsta atvinnuflugmanns- skírteinisins og þeir sem sátu í fyrstu stjórn félagsins, Jóhannes R. Snorrason sem var formaður, Smári Karlsson gjaldkeri og Alfreð heitinn Elíasson sem var ritari. Þá hefur einnig verið gefið út sérstakt afmælisrit. Þá var opið hús nú fyr- ir helgina og bárust félaginu fjöl- margar heillaóskir og gjafir frá samstarfsfélögunum. Ný tækni - stærri vélar - sami grunnur PÉTUR Arnarson flugsljóri og Geirþrúður Alfreðsdóttir flugmaður. FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna er fimmtíu ára um þessar mundir en félagið var stofnað 3. desember 1946 í byggingu við Naut- hólsvík í Skeijafirði sem hét Hótel Winston. Á stofnfundinum gerðust 22 flugmenn félagar og átta bætt- ust skömmu síðar í hópinn sem einn- ig teljast til stofnenda. í dag eru félagsmenn kringum 320 og starfa hjá mörgum flugrekendum en lið- lega helmingurinn er hjá Flugleiðum eða tæplega 170 flugmenn. Nokkrir úr hópi stofnenda eru fallnir frá og -allir eru þeir hættir atvinnuflugi vegna aldurs en nokkrir þeirra halda sér enn við efnið með því að stunda einkaflug. Segja má að þrátt fyrir ótal breyt- ingar og tækniþróun sem tengist starfi flugmanna hafí gjörbreyst á þessum fímmtíu árum sé grunnur- inn hinn sami: - Flugmaður verður alltaf að hafa öryggið að leiðarljósi og þrátt fyrir betri vélar, betri flug- ieiðsögutæki og öruggara blindflug kemur fyrir að ekki er hægt að lenda á áfangastað vegna veðurs. En _ handtökin eru þau sömu við alla stjórn vélarinnar - flugeðlisfræðin breytist ekki - en vélarnar eru stærri, hraðinn meiri, flóknara eftir- lit með að allt starfí rétt, meiri umferð og strangari reglur um ýmislegt sem lýtur að sjálfu fluginu og flugmönnum sjálfum en auðvitað eru líka ýmisleg þægindi og sjálf- virkni sem eldri flugmennirnir ' bjuggu ekki við fyrstu árin. Þá má til dæmis nefna að flugmenn verða að fara í hæfnispróf tvisvar á ári og er starfsöryggið því í raun ekki nema hálft ár í senn. Reynslan Þetta kemur fram í spjalli við þau Pétur Arnarson flugstjóra og Geir- þrúði Alfreðsdóttur flugmann en þau fljúga bæði á Boeing 737 hjá Flugleiðum. Þau ná að stinga orði að blaðamanni milli þess sem þau hafa reglulega samband við hin ýmsu flugstjómarsvæði á leiðinni milli Kaupmannahafnar og Kefla- víkur á dögunum, fylgjast með að allt starfi rétt og eðlilega. Flugmenn skipta með sér verkum eftir ákveðnu kerfi, í stórum dráttum þannig að annar flýgur og hinn sér um sam- skiptin við jörð og síðan skipta þeir oft um hlutverk á bakaleiðinni eða næsta fluglegg. Pétur hefur verið tengdur flugi frá blautu barnsbeini og stefndi strax á flugnámið: - Ég var í sum- arvinnu við nánast allt sem tengist Reykjavíkurflugvelli, sópaði brautir, var í flugvallarslökkviliðinu og að- stoðarmaður í flugturninum. Flugn- áminu lauk ég árið 1980. Fyrstu tvö árin starfaði ég við kennslu hjá Flugtaki en hef síðan verið hjá Flug- leiðum, segir Pétur. Hann byijaði í innanlandsfluginu en fór eftir tvö ár á DC-8 þotu. - Þar náði ég að fljúga með nokkrum af elstu flug- stjórunum sem var mikill og góður skóli. Þeir búa yfir mikilli reynslu en það er einmitt hún sem skiptir svo miklu máli í fluginu - að meta aðstæður rétt hveiju sinni. Á það reynir ekki síst í innanlandsfluginu sem er líka góður skóli. Veðrið Geirþrúður hefur einnig verið tengd fluginu frá blautu barnsbeini, byijaði sem sendill hjá fyrirtækinu, starfaði í Keflavík og Reykjavík, var flugfreyja, starfaði um tíma með flugvirkjunum en hún lauk bæði íþróttakennaraprófi og prófi í véla- verkfræði áður en hún réðist til Flugleiða árið 1989. Hún er spurð hvað sé erfíðast við starfið: - Það er trúlega veðráttan sem er erfið- ust, til dæmis aðflug í slæmu veðri. Það kemur meira að segja stundum fyrir að við getum ekki lent vegna veðurs og verðum að snúa til vara- flugvallar. Það gerist reyndar oftar í innanlandsfiuginu en kemur fyrir í millilandafluginu líka. _ Þá getur varaflugvöllurinn verið á íslandi eða í útlöndum. Það er auðvitað alltaf mjög leiðinlegt að snúa frá en ör- yggiskröfum er að sjálfsögðu alltaf fylgt út í ystu æsar. Og Pétur fær sömu spurningu: - Aðfiugið er erfiðast, ekki síst við leiðinleg skilyrði. Þá er álagið mest og þá þurfa öll skilningarvit að vera í lagi því það er margt sem fylgjast þarf með. Og ég tek undir þetta með að þurfa að hætta við - þar spilar margt inní en öryggið er þó alltaf í fyrsta sæti. Og ég hef ekki orðið var við að menn efist um dóm- greind flugmanna í þessum efnum þótt allir séu vitanlega vonsviknir yfir því að komast ekki leiðar sinnar. Geislun Skýjabreiðan þynnist örlítið og brátt kemur suðurströndin í ljós undir skafheiðum himni með jöklum, söndum, ám, vegum og bæjum. En tækniþróunin hefur líka boðið heim nýjum vandamálum og nú er verið að safna nýrri þekkingu um áhrif útgeislunar í geimnum á þá sem ferðast með flugvélum. Geirþrúður hefur kynnt sér það mál sérstak- lega: - Þessi geislun er svipuð og sú sem til dæmis starfsmenn kjarn- orkuvera verða fyrir. Á síðustu tveimur árum hafa ýmsar rannsókn- ir farið fram á þessum efnum og er ljóst að flugmenn sem fljúga um 900 tíma árlega verða fyrir umtals- vert meiri geislun en til dæmis starfsmenn í kjarnorkuveri. íslensk- ir flugmenn fljúga heldur færri tíma en mest á norðlægum slóðum en einmitt við pólana er minni vernd fyrir þessari geislun. Áhrif geislunar geta bæði verið frumudauði og stökkbreytingar í frumum sem kall- að getur fram krabbamein og þetta er sérstaklega viðkvæmt fyrir konur í hópi flugmanna og auðvitað flug- freyjur líka þegar þær ganga með börn. Geirþrúður segir umræður um þessi mál á byrjunarstigi hjá sam- tökum flugmanna en til að draga úr þessum áhrifum er t.d. hugsan- legt að dreifa sem mest á flug- mannahópinn þeim ferðum sem liggja um mestu geislasvæðin, þ.e. nærri heimskautunum. Ferðin er senn á enda og flugið lækkað fyrr en ella þar sem útsýnið beinlínis krefst þess að landið sé skoðað úr minni hæð. - Það er kannski ekki alitaf svona fallegt útsýni, segir Pétur - en það er allt- af gaman að mæta i vinnuna, stund- um snemma, stundum síðdegis, stundum að næturlagi - þetta er ekki níu-til-fimm vinna. Og Geir- þrúður tekur undir það: - Þetta er góður og skemmtilegur vinnustaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.