Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 19 NEYTENDUR Verslanir Bónuss hyggjast selja viðskiptavinum leikföng í desember Neita Bónusi um sölu Legokubba Nýtt Morgunblaðið/Rax Matar- körfur til jólagjafa VEISLUÞJÓNUSTAN Bonne Femme býður einstaklingum og fyrirtækjum að kaupa sérstakar matarkörfur til jólagjafa og til að gefa við önnur tækifæri. í körfunni eru til dæmis ýmsar tegundir af paté, hunangs- eða koníakslax og sérstök súrmjólkursósa. Karfan kostar 2.500 krónur. ------♦ ♦ ♦----- Gott að vita • AFGANGS eggjahvítur er tilvalið að nota til að gera marengs, sem hægt er að geyma í frysti nokkuð lengi. Einnig er hægt að bæta 1 heilu eggi út í 4-5 eggjahvítur og gera ágæta omilettu. Egg og eggja- hvítur eru hrærð vel saman og kryddað, t.d. með rifnum parmesan- osti, salti og pipar, nokkrum söxuð- um myntublöðum eða svolitlu af saxaðri steinselju. Omilettan er síð- an steikt á pönnu. • SKIPTAR skoðanir eru á því hvort mjólk, sem notuð er í jafning, á að vera köld eða heit þegar henni er blandað saman við smjörbollu, en lykilatriði er að hræra vel í meðan smjörbolla og mjólk samlag- ast. Það tekur lengri tíma ef kaldri mjólk er hrært saman við, en sé mjólkin of heit er hætt við að kekk- ir myndist. Því má gera ráð fyrir að hinn gullni meðalvegur sé heilla- vænlegastur og því sé best að hafa mjólkina volga. • EF soð er mjög feitt er gott að setja það í ísskáp í um klukku- stund. Þá harðnar fitan og auðvelt er að veiða hana upp með spaða. • STEIK fær skemmtilegan keim ef heill laukur, sem ekki er afhýdd- ur, er settur í ofnskúffu, eða á botn í eldfasta mótinu eða pottinum. Negulnagla og lárviðarlaufi er stungið i laukinn og þurru hvítvíni eða nokkrum edikdropum hellt yfir. • SMJÖRSTEIKTAR gulrætur eru gott meðlæti. Þær eru skornar í strimla, snöggsoðnar og síðan steiktar upp úr smjöri. Þær verða enn betri ef nokkrum dropum af hlyn-sírópi eða svolitlum sykri er bætt út í smjörið. KÖRFUR kirsuberjatréð v e stur'götu 4 BÓNUS hefur að undanförnu reynt að kaupa ýmsar tegundir af Legókubbum af Reykjalundi til að selja fyrir jólin í Bónus en Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus segist fá þau svör að Reykjalundur sé að vernda leikfangasala og vilji ekki eiga sölusamskipti við Bónus. Reglur frá Lego í Danmörku „Við erum samningsbundnir sölufyrirtækinu Lego Danmark og það eru starfsreglur sem heildsölu- fyrirtæki þeirra fá um heim allan sem kveða m.a. á um að eingöngu megi selja leikfangaverslunum eða verslunum með leikfangadeildir Legokubba“, segir Páll Sturluson sölustjóri á Reykjalundi. „í öðru lagi megum við eingöngu selja verslunum sem selja leikföng allt árið um kring. Þetta þýðir áð við megum ekki selja í Bónus en þar eru einungis seld leikföng í desem- ber.“ - Hvernig stendur á því að Bónus getur keypt Legokubba frá Danmörku? „Þeir geta keypt af lager hjá stórum sölufyrirtækjum í Dan- mörku sem kaupa mikið magn fyrir verslanir sínar og á þann hátt komist yfir Legokubba", seg- ir hann. „Við ætlum ekki að láta stoppa okkur á þennan hátt og erum að vinna í að ná í Legokubba frá Danmörku. Við erum þegar komnir með tvær til þijár tegundir sem eru á 30-50% lægra verði en í leikfanga- verslunum hérlendis.“ Jón Ásgeir segist til dæmis vera með í sölu Duplo kubbabox sem eru á 1.490 hjá Bónus en kosta annarsstaðar um þijú þúsund krónur. Hann segir að von sé á meira magni fyrir jólin. „Við seljum ekki mikið af leikföngum á öðrum árs- tíma enda lang mesta salan fyrir jólin“, segir hann. Allianz_____________ eftirlaunasparnaður Hefur þú eitthvað að hlakka til í ellinni, eins og Páll? Páll hóf eftirlaunasparnaö hjá Allianz 30 ára gamall og hyggst leggja til hlíöar 10.000 kr. á mánurii. Auk þeirrar ávöxtunar sem hann á í vændum er hann, meri þessu sparnaðarformí, líftryggriur fyrir 5.242.860 kr. viri upphaf samnings. Þegar Páll verður 62 ára á hann von á 11.565.270 krónum í skattfrjálsri eingreiðslu, sem er áætluó ávöxtun framtíriar. Ef hann kýs hins vegar ari ávaxta upþhæðina lengur, á hann von á.. 12.566.700 kr. 63 ára eða 13.645.170 kr. 64 ára eða 14.806.710 kr. 65 ára eða 16.057.665 kr. 66 ára eða 17.404.875 kr. 67 ára Hafðu samband og kannaðu hvernig dæmið gæti litið út hjá þér. Allianz Síðumúla 32, sími 588 3060 Dæmi þetta rniðast við að aldur tryggingartaka er 30 ár við upphaf söfnunar og reiknað er með að hann greiði 10.000 kr. á manuði Reiknað er eftir verðskrá Allianz L2M Abruftarif 5 ár. Cengi marksins miðast við 1 DM = 45 kr. Ofangreindar tölur byggjast á útreikningum framtiðarávöxtunar hjá Allianz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.