Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 Kristján atskák- meistari Reykjavíkur IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir til vagnstgóra MIG LANGAR að þakka vagnstjóra á skiptistöðinni í Mjódd fyrir einstaklega góða þjónustu, sem náði reyndar langt út yfir hans vinnusvið. Ég bý á Sogavegi og ætlaði í afmæli til barna- barna minna sem búa í Breiðholti. Ég ætlaði að taka strætisvagn upp í Breiðholt og fór því með öðrum vagni upp í Mjódd. Þegar þangað var komið hafði ég misst af vagninum sem fór í Breiðholtið og ég hefði þurft að bíða í hálftíma eftir næsta vagni. Ég bar mig illa við vakt- mann sem þar var, sagði honum m.a. að strætis- vagnasamgöngur hefðu versnað mikið við breyt- inguna um daginn. Hann bað mig að hafa ekki áhyggjur af þessu, hann skyldi skutla mér upp í Breiðholt, sem hann og gerði á sínum einkabíl. Mig langar afskaplega mikið að þakka þessum góða manni fyrir þægilegheitin, sem ég held að hljóti að vera alveg einstök. Aslaug Þorfinnsdóttir Þið þekkið fold . . . MIKIÐ er núna rætt um að skipta um þjóðsönginn okkar og langar mig til að leggja þar orð í belg. Vil ég nefna þar ljóð Jónasar Hallgrímssonar er hann kveður: Þið þekkið fold með blíðri brá, og bláum tindi flalla, svanahljómi í silungsá og sælublómi valla. Bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla. Dijúpi hana blessun Drottins á um daga heimsins alla. Verðlaunaljóð Huldu er hún kvað 1944 fínnst mér mjög fallegt og orð í tíma töluð, en það er ekki alltaf hægt að þakka hve ísiand er langt frá heimsins víga- slóð og geym Drottinn okk- ar dýrðarland, er duna jarðarstríð. Svanlaug Daníelsdóttir Sjúklingar og biðlistar HVAÐ er alltaf verið að tala um margra mánaða biðlista fyrir ýmsar læknisaðgerðir. Fyrir nokkru gerði Anna Helgadóttir kvensjúk- dómalæknir aðgerð á mér á Akranesi. Ég beið aðeins í sex daga eftir þessari skurðaðgerð, sem tókst frámuna vel. A Akranes- spítala eru sérfræðingar góðir og erum við Reyk- víkingar ekki bundnir við margra mánaða biðlista- kerfi. Hjúkrunar- og starfslið spítalans sýndi ekki annað en hlýjar móttökur. Þá er stutt að fara þangað með Akraborginni. S. Jónasdóttir Kaupmaður og stórkaupmaður UNNUR Bendiktsdóttir hringdi og spurði hvenær kaupmaður hætti að vera kaupmaður og yrði stórkaupmaður. Þessi óvissa hefur valdið henni hugarangri um nokkra hríð. Tapað/fundið Óskilamunir í Aflagranda HLÍF af grilli og hlífðar- svunta af kerru eru í óskilum í Félags- og þjónustumiðstöðinni Afla- granda. Þessa má vitja í Aflagranda. Gleraugu töpuðust GRÁTT gleraugnahulstur sem í voru lesgleraugu tapaðist á Laugaveginum u.þ.b. viku. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-1787 eftir kl. 15. Gleraugu töpuðust BJÖRN Stefánsson tapaði gleraugunum sínum á svæðinu frá Grandavegi í norðri, að Frostaskjóli í suðri, frá KR-vellinum að Eiðisgranda. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-8931. Veski tapaðist GRÁTT seðlaveski tapaðist við Svörtu pönnuna í Tryggvagötu sl. fimmtudag. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-5388 eða 554-4247. Jónas. SKAK llmsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp í fjórðu og síðustu skákinni í einvígi sem fram fór í Rio og lauk um heigina. Gil- berto Milos (2.605), Brasiliu, hafði hvítt, en ung- verska stúlkan Júdit Polgar (2.665) var með svart og átti leik. 19. - Hxc3! 20. Bxc3 - Bxe4 21. Df2 - Rxh5 22. Bf4 - g3! (Vinn- ingsleikurinn. Svarti tekst nú að opna h-línuna.) 23. hxg3 - Rxf4! 24. Dxf4 - Hhl+ 25. Kf2 - Hh2+ 26. Ke3 - Bg5 (Vinnur hvítu drottninguna og skákina.) 27. Kxe4 - Bxf4 28. gxf4 - Hh3 29. Rxe6 - Kxe6 og Milos féll á tíma í þess- ari vonlausu stöðu. Þessi glæsilega sóknar- skák tryggði Júditi sigur í einvíginu, 2'U-Vh. HOGNIIIREKKVISI SVARTUR leikur og vinnur. „Fyndið?7Jvab ersvonA- fync//ð?" Víkveiji skrifar... SKAK IVlcnningarmiðstöðln Gcrðubcrg ATSKÁKMÓT Taflfélagið Hellir hélt Atskákmót Reykjavíkur 1996 30. nóv. og 1. des. Kristján Eðvarðsson sigraði eftir harða keppni. KRISTJÁN hafði betur í keppni við unga og bráðefnilega skákmenn og Andra Áss Grétarsson, sem hef- ur verið afar sigursæll á atskákmót- um. Það varð Andra, sem er for- maður Hellis, að falli, að hann féll á tíma gegn varaformanninum, Gunnari Björnssyni, er hann var að máta með hróki og kóng gegn stökum kóngi. Hellir hélt mótið að þessu sinni, en Taflfélag Reykjavíkur kom þessu móti á stað með glæsibrag á sínum tíma. Fyrst voru úr- slitin sýnd í sjónvarpi og tvö ár í röð fengu i sigurvegararnir rétt til að tefla sjónvarp- seinvígi, fyrst við Timman og síðan Anand. Á meðan forystukreppan í TR leysist ekki, má búast við þvi að verkefni Hellis haldi áfram að aukast. Hellir stendur fyrir einu reglulegu kvöld- æfmgunum í Reykja- vík. Þær fara fram á mánudagskvöldum kl. 20 í Gerðubergi. Hellir er um þessar mundir að tryggja sér húsnæði sem liggur nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Mót í TR á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum eru ekki lengur við lýði en þær æfingar voru á meðal föstu punktanna í skáklífí borgarinnar um áratugaskeið. Úrslit á Atskákmóti Reykjavíkur: 1. Kristján Eðvarðsson 6 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 5 V« v. 3. Andri Áss Grétarsson 5 v. 4. Gunnar Björnsson 4 'h v. 5. -8. Davíð Kjartansson, Bergsteinn Einarsson, Bragi Þorfinnsson og Gunnar Örn Haraldsson 4 v. -í$ 9.-10. Gunnar Gunnarsson og Jón Þór Jóhannsson 3 'h v. Helgarskákmót TR Eftir nokkurt hlé á helgarmótun- um hefur Taflfélag Reykjavíkur nú tekið upp þráðinn að nýju og stend- ur fyrir einu slíku um næstu helgi, 6. -8. desember. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad kerfi. Fyrstu þtjár verða með 30 mínútna um- hugsunartíma, en í hinum fjórum fyrst ein og hálf klukkustund á 30 leiki og síðan hálftími til að ljúka skákinni. Mótið hefst á föstudags- kvöldið og þá er teflt frá 19.30- 22.30. Á laugardag er teflt frá 10-14 og 17-21 og á sunnudag -* frá 10.30-14.30 og 17-21. Verðlaun eru kr. 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Þátttökugjöld eru kr. 1.500 fyrir félagsmenn í TR sem eru 16 ára og eldri (kr. 2.300 fyrir aðra) og kr. 1.000 fyrir félagsmenn TR sem eru 15 ára og yngri (1.500 fyrir aðra). Mótið er öllum opið. Netskákkeppni félaga Laugardaginn 7. desember teflir Hellir við næststerkasta skákfélag Dana á alnetinu. Það er Skolemes Skakklub í Árósum. Tefld verður tvöföld umferð með hálftíma um- hugsunartíma á skákina. Teflt verð- ur á 10-15 borðum og er þess að vænta að stórmeistarar verði á fyrsta borði hjá báðum. Taflið hefst um kl. 14 og lýkur u.þ.b. kl. 17. Þeir félagsmenn Hellis sem hafa hug á að tefia eiga að senda tölvupóst til Halldórs Grétars Einarssonar. Nánari upplýsingar eru á íslensku skáksíðunni á alnetinu. Slóðin er: http://www.vks.is/skak/hellir/hessk96.html Svartabragð á bankamanninn Benedikt Kristjánsson frá Bol- ungarvík hefur fylgst með flestum meiri háttar skákmótum í Reykjavík frá seinni heimsstyijöldinni. Bene- dikt lærði að tefla á tíunda ári heima í Bolungarvík. Hann er af „Bótvinn- ik-kynslóðinni“ sem er áreiðanlega sú harðasta sem fram hefur komið á öldinni, enda lítið spillt af dekri. Benedikt var sendur til sjós 1924, þá 14 ára gamall. Hann kom í land 1945 og vann hjá Eimskip til 1982. Lengst af bjó hann í Hlíðahverfi, en nú er þessi mikli heiðursmaður orð- inn 86 ára og dvelur á Elliheimilinu Grund. Benedikt fylgist ávallt grannt með skákfréttum. Hann gaukaði nýlega einni lauf- léttri að skákþættinum. Benedikt tefldi í Taflfélagi alþýðu og skákin er úr keppni þess við bankamenn. Hann kallar bragðið sem hann beit- ir „svartabragð". Ekki þarf að taka fram að sá ónefndi bankamaður sem stýrði hvítu mönnunum var gersam- lega dolfallinn eftir meðferðina: Hvítt: NN bankamaður Svart: Benedikt Kristjánsson „Svartabragð" 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4 - Rd4?! Það er óæskilegt að leika sama manninum tvívegis í byijun tafls. En með þessu leggur svartur gildru. 4. c3 er nú rétta svarið. 4. Rxe5? - Dg5! 5. Rxf7? - Dxg2 6. Hfl - Dxe4+ 7. Be2 - Rf3 mát! Margeir Pétursson FYRIR rúmri viku birtist frétt hér í blaðinu um að fjölda- morðingi á eyjunni Tasmaníu við Ástralíu hefði verið dæmdur í fangelsi til æviloka. í lok fréttar- innar sagði: „Sálfræðingurinn Ian Sale, sem starfaði fyrir saksóknar- ann í þessu máli telur, að Bryant þjáist af sjaldgæfri en ólæknandi skapgerðarbrenglun, sem kölluð er Ásperger-heilkennin. Eru ein- kennin ekki ósvipuð og hjá ein- hverfu fólki.“ Sumir lesendur Morgunblaðsins hafa skilið þessa frétt á þann veg, að sjúkdómurinn sé að einhveiju leyti ástæða fyrir fjöldamorðunum, sem þessi maður framdi. Þótt ein- staklingur, sem haldinn er þessum sjúkdómi, geri sig sekan um slíkt ódæði er auðvitað fráleitt að halda því fram að tengsl séu á milli sjúk- dómsins og morðanna. Og þar að auki særandi fyrir það fólk, sem á böm eða aðra nákomna, sem eru haldnir Asperger-heilkenni. Ástæða er til að biðja þá, sem hér eiga hlut að máli velvirðingar á því, að svo óheppilega var kom- izt að orði í fyrrnefndri frétt. xxx IJANÚAR sl. birtist hér í blað- inu ítarleg umfjöllun um þenn- an sjúkdóm. Þar er m.a. að finna lýsingu Páls Magnússonar sál- fræðings á Asperger-heilkenni. Páll Magnússon sagði hinn 28. janúar sl.: „Asperger-heilkennið er skylt einhverfu og flokkast undir gagntækar þroskatruflanir. Það lýsir sér fyrst og fremst í skertri hæfni á félagslega sviðinu, skertri hæfni til að aðlaga félags- lega hegðun sína aðstæðum hveiju sinni. Þessu fylgja líka gjarnan ákveðin sérkennilegheit í máli, sérstaklega skortir á get- una til að nota tungumálið sem tæki til félagslegra samskipta. Venjulega fylgir líka sérkennileg og áráttukennd hegðun. Oft hefur þetta fólk dálítið óvenjuleg og yfirþyrmandi áhugamál á ein- hveijum sérkennilegum sviðum, kann kannski utan að allar tímaá- ætlanir samgöngutækja eða eitt- hvað þess háttar. Meðferð við Asperger-heil- kenninu er í rauninni sama eðlis og við öðrum þroskatruflunum. Kenna þarf fólki það, sem það hefur ekki getað tileinkað sér vegna skerðingar í þroska. Það þarf að kenna fólkinu ákveðna tækni í samskiptum, sem aðrir læra sjálfkrafa í uppvextinum af samskiptum við aðra.“ XXX IMÁLI Páls Magnússonar kom fram, að hér hafa 20-30 manns verið greindir með Asper- ger-heilkennið. Talið er að sjúk- dómurinn geti fundist hjá a.m.k. þremur af hveijum þúsund fædd- um eðlilega greindum börnum. Meirihluti allra með Asperger-heil- kenni hefur eðlilega greind eða greind yfir meðallagi. Drengir með þennan sjúkdóm eru 5-10 sinnum fleiri en stúlkur. Brúðhjón Allur tioröbiínaöur Glæsilcij ojafdvara Briíðdrfijdna lislar VERSL UNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.