Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÆÐIÐ í fangelsinu er ekki upp á marga fiska. Hér hreinsa fangar matartunnur. VANHELGUNIN er alger, hauskúpur á altari við hlið opinnar biblíu. Áþreifanlegnr hryllingnr Morgunblaðið/Þorkell HITINN, rakinn og þrengslin eru óskapleg í fangelsunum í Kigali og fjöldi fanga hefur örmagnast þar. MENNIRNIR sem sitja á bak við lás og slá í hinum fjölmörgu fangelsum í Rúanda eru sakaðir um skelfileg grimmdarverk. Þessir fangar í Kigali bera höfuðföt sem eru til marks um að þeir séu yfir samfanga sína settir. Þrátt fyrír að rúm tvö ár séu liðin frá fjöldamorðunum í Rúanda, blasir hryllingurinn enn við. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari heimsótti eitt fangelsanna þar sem stríðsglæpamenn eru hafðir í haldi og kom einnig í kirkju þar sem um 5.000 manns voru myrt í apríl 1994. HITINN og rakinn er óskaplegur í yfirfullu Gingongo-fangelsinu í Kigali, höfuðborg Rú- anda. Um 5.000 manns hefur ver- ið troðið inn í fangelsið, sem byggt er fyrir nokkur hundruð fanga. Þar bíða hútúar og tútsar þess að mál þeirra verði tekin fyrir, hvort held- ur er hjá yfirvöldum í Rúanda eða fyrir stríðsglæpadómstóli Samein- uðu þjóðanna. Mennirnir eru á öll- um aldri, þeir yngstu 14 ára ungl- ingspiltar. Allir eru þeir sakaðir um þátttöku í einu skelfilegasta þjóðarmorði sem framið hefur ver- ið, sumarið 1994 í Rúanda. Þrátt fyrir að rúm tvö ár séu liðin frá því að atburðir þessir áttu sér stað, getur enn að líta ummerkin eftir hryllinginn. Meðal annars í dóm- kirkju nærri Gitarama, þar sem um 5.000 manns voru myrt á einni viku, í og við kirkjuna. Dómkirkjan í Gitarama er um klukkustundarakstur frá Kigali. Ákveðið hefur verið að hrófla ekki við kirkjunni, heldur Iáta hana standa sem minnisvarða um hryll- inginn sem þar átti sér stað í apríl 1994. Þá myrtu hútúar um 5.000 tútsa; konur, menn og börn sem leitað höfðu skjóls í kirkjunni. Stóðu morðin yfir í viku, morðingj- amir murkuðu lífið úr fólkinu, pyntuðu og nauðguðu. Þegar komið er inn í kirkjuna verða menn áþreifanlega varir við hryllinginn sem þar átti sér stað. Dauf rotnunarlykt er enn í lofti og ekki verður þverfótað fyrir lík- amsleifum. Til að komast hjá því að stíga á líkin verður að feta sig eftir kirkjubekkjuhum. Fyrir utan kirkjuna eru borð þar sem haus- kúpum og líkamsleifum hefur verið komið fyrir. Spjótsoddar í höfuð- kúpunum segja allt sem segja þarf. Þrátt fyrir allt er viðmót fólks vingjamlegt. Það er elskulegt og kurteist og aðkomumaður skilur vart hvemig þessi þjóð hefur getað umtumast svo algerlega. Það Rú- anda sem blasir við sjónum er frið- sælt land og fallegt við fyrstu sýn en hryllingurinn er ekki langt und- an, ekki þarf að stíga nema nokk- ur skref til að standa augliti til auglitis við hann. Hiti og þrengsli Um 90.000 manns sitja í rúm- lega 200 yfirfullum fangelsum í Rúanda. Aðstæðurnar eru skelfi- legar og fjöldi fanga hefur ör- magnast í hitanum og þrengslun- um. í Gingongo, sem er eitt hið illræmdasta, eru um 5.000 manns í haldi við ömurlegar aðstæður. Stórir og miklir klefar sem hund- ruð manna er troðið inn í. Þegar ljósmyndarinn kemur á staðinn er spenna í lofti en úr henni dregur þegar fangamir hafa vanist að- komumanninum, sem má sætta sig við að í hann sé potað í sífellu. Fangarnir eru hútúar og tútsar en ekki verður vart mikillar spennu á milli þeirra. Þeir fangar sem lengst hafa setið á bak við lás og slá, hafa verið í fangelsi í hálft annað ár og enn að fy'ölga. Flestir halda mennirnir fram sakleysi sínu og starfsmenn alþjóðlegra hjálpar- stofnana segja ljóst að einhveijir þeirra segi satt og rétt frá. Full- víst er þó talið að flestir fanganna séu sekir um mikil grimmdarverk. Eiga þeir líklega fyrir höndum langa bið áður en mál þeirra verða tekin fyrir. Heometo, 25 ára, og Magbopo, 16 ára, eru fangar í Gingongo. Báðir halda sakleysi sínu fram, segja að vorið og sumarið 1994 hafi ríkt djöfullegt ástand í land- inu. Magbopo, sá yngri, segir vin sinn hafa framið morð, sakað sig um þau og flúið. Heometo segir ástandið hafa verið þannig að hann hafi haft um þrennt að velja; að drepa, vera drepinn eða leggjast út. Hann hafi tekið síðasta kost- inn, haldið til fjalla og dvalið þar í á fjórða mánuð, á meðan mesta bijálæðið gekk yfir. í júlí á síðasta ári var hann kall- aður til yfirheyrslu hjá lögreglunni og spurður hvar hann hefði haldið sig þegar þjóðarmorðið var framið , þar sem talið væri að hann hefði tekið þátt í þeim. Hann var fluttur í Gingongo þar sem hann hefur verið í rúmt ár. „Þið skiljið þetta ekki, það getur enginn skilið hvað gerðist, sem ekki upplifði það. Menn myrtu til þess að vera ekki drepnir sjálfir. Ég gat ekki tekið þátt í þessu og hélt til fjalla. Samt sit ég hér, sakaður um þátttöku í þjóðar- morði. Ég veit ekki hvernig þetta fer, ég er saklaus en það getur farið svo að ég og margir aðrir saklausir sem hér sitja, þurfum að líða fyrir glæpi annarra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.