Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 35 um leg Hægt að vera utan ESB en taka upp evró Hann segist telja mögulegt að taka upp evró hér á landi án þess að ganga í Evrópusambandið, ekki sízt vegna þess hvað krónan sé lítill gjaldmiðill. Hægt sé að ákveða einhliða að taka upp evró í nokkrum skrefum. Það gæti gerzt þannig að fyrst yrði myntinni breytt, þannig að ein króna jafngilti einu evrói, síðan yrði gengisfestan bundin í stjóm- arskrá og loks yrðu sett lög um að evtó væri lögeyrir, inna mætti greiðslur af hendi í evróum og færa reikninga hvort sem menn vildu í evróum eða krónum. Forsenda fyrir þessu væri hins vegar að hægt yrði að halda sömu stöðugu efnahagsskilyrðum og innan EMU. „Þá vantar inn í dæmið hvort ESB myndi vilja semja við okkur um að veija okkur áföllum. Það myndi reyna á hvort við gætum náð samningum við Evrópska seðlabankann eða Evrópska seðlabanka- kerfíð um að veija gjaldmiðilinn. Þegar menn eiga aðild að gjaldmiðilssvæði er það hins vegar svo að ef eitt svæði verð- ur fyrir áföllum koma aðrir oft með ýmiss konar aðstoð, til dæmis í formi styrkja og framlaga. Við ættum ekki kost á slíku nema vera í Evrópusam- bandinu. Það er því hægt að taka upp evró án þess að vera í ESB, en það er áhættusamara," segir Vilhjálmur. EMU-aðild kallar á sveigjan- legri vinnumarkað Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segist telja nauðsynlegt að gera vandaða hagfræði- lega úttekt á áhrifum EMU á ísland. Einnig sé nauðsynlegt að hún fyalli um áhrifin á íslenzk atvinnulíf á breiðari grundvelli en sú úttekt, sem nú er hafin á vegum Seðlabankans. „Það er óneitanlega þannig að aðild að EMU kallar á sveigjanlegri vinnu- markað. Spumingin er til dæmis hvort okkar vinnumarkaður er nægilega sveigjanlegur," segir Sveinn. „Menn horfa gjaman til Bandaríkjanna, þar sem er miklu sveigjanlegri vinnumark- aður en líka minna atvinnuleysi en í Evrópu. Bandaríkin eru einn markaður með eina mynt. Menn flytja sig ekki svo mikið til innan þeirra eftir atvinnu- ástandi, heldur er launakerfið sveigjan- legt og menn taka á sig launalækkun ef illa árar. Við höfum alltaf leyst slíkan vanda með þv! að fella gengið. Lykil- spumingin er hvort íslenzka hagkerfið sé nógu agað til að vera í myntbanda- lagi.“ Sveinn segir að væntanleg gildistaka EMU sé nú það mál, sem samtök at- vinnulífsins í öðmm Evrópuríkjum séu uppteknust af. „Þetta er mál, sem við komumst ekki hjá að skoða og ræða. Það er því mjög gott að umræður um EMU era hafnar,“ segir hann. Breiðari hópur geri úttekt Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra við- skiptabanka, segir mikla þörf á skipu- legri upplýsingasöfnun og kortlagningu af hálfu Islendinga. Það sé jákvætt að Seðlabankinn sé byijaður á slíkri vinnu, en æskilegt væri að breiðari hópur tæki verkefnið að sér, til dæmis hags- munaaðilar og aðrir aðilar innan stjórn- kerfisins, auk Seðlabankans. „Næsta skref er að fara skipulega yfir þetta og velta vöngum yfir því hvað EMU muni þýða fyrir okkur. Eg er ekki tilbú- inn að tjá mig um málið með ákveðnum hætti fyrr en staðreyndimar liggja fyr- ir. Reyndar era enn ekki komin svör við öllum tæknilegum atriðum og þau koma ekki strax,“ segir Finnur. Hann segir að á meðal þess, sem þurfi að skoða, sé hugsanleg aðild ís- lenzkra banka að TARGET-kerfinu. Bankamir sjái fram á að þurfa að verzla með nýja mynt, en á móti fækki evr- ópsku gjaldmiðlunum. „íslenzku bank- amir hafa helzt fylgzt með þessu máli í gegnum Evrópska bankasambandið, en þar hefur EMU verið mjög mikið til umræðu. Þaðan kemur vitneskja okkar og líka þrýstingurinn á að gera eitthvað," segir Finnur. Fullveldisfagnaður stúdenta 1. desember Stúdentar vilja að menntun njóti forgangs „FORGANGSROÐUN í þágu mennt- unar“ var yfirskrift fullveldisfagnað- ar stúdenta, sem haldinn var í Há- skólabíói sunnudaginn 1. desember. Dagskrá fullveldisdagsins hófst með guðsþjónustu í umsjá guðfræði- nema í Háskólakapellunni, að henni lokinni flutti Sigtryggur Magnason íslenskunemi minni Jóns Sigurðsson- ar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og þá hófst hátíðardagskráin í Há- skólabíói. Ávörp fluttu þau Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Dagur B. Eggertsson háskólanemi og Ragn- hildur Hjaltadóttir, formaður stjórn- ar Hollvinasamtaka Háskólans. Há- skólakórinn söng íslensk þjóðlög og Stúdentaleikhúsið flutti örleikrit. Aðstöðumunur kynslóðanna Yfirskrift ræðu Dags B. Eggerts- sonar var aðstöðumunur kynslóð- anna. Hann rakti í ítarlegu máli laga- breytingar sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir sem beint og óbeint hafa snert kjör námsmanna. „Kynslóða- bilið fær nýja og bitrari merkingu í hugum ungs fólks þegar fram koma áhrif fjölmargra umfangsmikilla kerfisbreytinga á lífsafkomu upp- rennandi kynslóða. Allt virðist hafa lagst á eitt í þessum efnum í lok níunda áratugarins og í upphafi hins tíunda. Þetta voru breytingar á hús- næðiskerfi, skattakerfi og ekki síst breytingar á námslánakerfinu." Dagur sagði að námslán og hús- næðislán sem ungt fólk tók fyrir 1976 hefðu brunnið upp í verðbólgu þessara ára. Upptaka staðgreiðslu- kerfis skatta hefði einnig haft áhrif á kjör námsmanna. Meðan skattar voru greiddir eftir á hefðu náms- menn ekki þurft að taka á sig fulla skattbyrði fyrr en fullum tveimur árum eftir að þeir hófu launavinnu. Við þetta bættist að endurgreiðslur námslána hófust fimm árum eftir að námi lauk 1967-1975 og þremur árum eftir námslok bæði fyrir þann tíma og milli 1976 og 1992. Nú hæfust endurgreiðslur tveimur árum eftir námslok. „Það er mikilvægt að stjórnvöld geri sér að fullu grein fyrir þeirri alvöru sem umræða um réttlæti milli kynslóða kallar á. Aðstöðumunur af því tagi sem hér hefur verið rakinn er ekki eina málið sem brennur á uppvaxandi kynslóð, unglingar eru blórabögglar fyrir lélegt uppeldi, aðstöðuleysi og úrræðaleysi skóla- kerfisins, atvinnuleysi virðist helst eiga að leysa með því að skerða rétt- Morgunblaðið/Kristinn HÁSKÓLAKÓRINN söng í Há- skólabíói á fullveldisdaginn. indi, kaup og kjör ungs fólks á vinnu- markaði og að auki verður varla séð að uppvaxandi kynslóð eigi nokkra möguleika á að hasla sér völl innan grundvallaratvinnuvegs þjóðarinnar, sjávarútvegs, nema sem launamenn hjá einhveijum þeirra sem úthlutað var kvóta við upptöku fiskveiði- stjórnunarkerfisins nema þeim tæm- ist arfur,“ sagði Dagur. Barátta stúdenta samofin fullveldisbaráttunni Sveinbjörn Björnsson háskólarekt- or sagði að saga háskólamenntunar hér á landi væri samofin baráttu fyrir fullveldi. Það færi því vel á því að stúdentar stæðu vörð um full- veldisdaginn og tengdu baráttu sína fyrir bættum hag minningu um full- veldisbaráttu þjóðarinnar. Sveinbjörn rakti nokkra áfanga í fullveldisbaráttunni og sagði: „Af þessum sögubrotum má ráða hve samofin saga háskólamenntunar hér á landi er fullveldisbaráttu þjóðarinn- ar. Svo mun enn verða um komandi aldir þótt ekki sé lengur við stjóm- völd í Danmörku að etja heldur al- þjóðlegan markað viðskipta og at- vinnuafls. Merkisberar í þeirri bar- áttu verða sem fyrr ungir námsmenn okkar. Við verðum að hlúa sem best að menntun þeirra, veita þeim tæki- færi til að starfa á landi eða á okkar vegum í öðrum löndum. Þá mun full- veldi okkar vel borgið.“ Menntamál eru sjálfstæðismál Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor vék í ræðu sinni m.a. að Lánasjóði íslenskra námsmanna og sagði að það hefði verið rétt stefna, sem mörkuð var á sínum tíma, að veita námsmönnum námslán en ekki beina styrki eins og viða er gert. „Ég tel menntamálin vera brýn- ustu sjálfstæðismál þjóðarinnar um þessar mundir. Við erum að mörgu leyti á eftir öðrum þjóðum í þessum málaflokki miklu frekar en öðrum. Við þurfum að taka okkur tak og stórbæta menntakerfið allt frá grunnskóla til háskóla og frá kenn- aralaunum til námsaðstoðar. Ekki síst þurfum við að breyta grundvall- arviðhorfum _ okkar til náms og menntunar. Ég er ekki einn um að benda á að þetta muni skipta sköpum um efnahagslega afkomu okkar á tuttugustu og fyrstu öldinni," sagði Þorsteinn. Evrópusambandið, mannréttindi og fullveldi Meirí takmörkun fullveldis í EES- en ESB-aðild Allan Rosas, fínnskur lögfræðiprófessor og einn yfirmanna réttarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, var um helgina ræðumaður á opnum fundi Mannréttindaskrifstofu íslands um „Evrópu- ------------------—-——————-----?--------- sambandið, mannréttindi og fullveldi“. I samtali við Auðun Arnórsson segir Rosas m.a. að meiri tak- mörkun fullveldis felist í aðild að EES en ESB. IAÐILD að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) felst meiri tak- mörkun á fullveldi þess þjóðrík- is sem 1 hlut á en full aðild að Evrópusambandinu (ESB) hefur í för með sér, þar sem í síðarnefnda tilvik- inu eiga öll aðildarríkin jafnan þátt í hinni sameiginlegu ákvarðanatöku, en í hinu fyrra ekki. Þetta er álit Allans Rosas, sem meðal annars gegnir emb- ætti framkvæmdastjóra réttarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópu- sam- bandsins, en hann var um helgina aðalræðumaður á ojmum fundi Mann- réttindaskrifstofu Islands og aðildar- félaga hennar. Fundurinn var haldinn í tilefni af íslenzka fullveldisafmælinu, en stjórn Mannréttindaskrifstofunnar hyggst reyna að gera það að árvissum við- burði að efna í kring um 1. desember til slíkra funda um mannréttindi og skyjd málefni. Áður en Rosas réðst til embættis- verka fyrir Evrópusambandið árið 1995 var hann um fjórtán ára skeið lagaprófessor við Ábo Akademi. þ.e. gamla (sænska) háskólann í Ábo/ Turku í Finnlandi og framkvæmda- stjóri mannréttindastofnunar þess háskóla í tíu ár. Eftir hann hafa birzt á annað hundrað fræðirita og -greina, m.a. á sviði þjóðaréttar mannréttinda og stjórnskipunar- og stjórnsýslurétt- ar, svo nokkuð sé nefnt. Hann er því meðal helztu sérfræðinga Norður- landa á þessum sviðum. Blaðamaður Morgunblaðsins ósk- aði eftir mati Rosas á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og á samrýmanleika hans við stjórnar- skrár íslands og hinna EFTA-ríkj- anna, sem gerðust aðilar að EES á sínum tíma, þ.e. hvort hann teldi fullveldisframsal hafa átt sér stað með EES-aðildinni. Rosas tók fram, að hann hefði heyrt að bæði hér á landi og í Noregi hefði allhart verið deilt um samrýmanleika EES-samningsins við stjórnar- skrána, en hann teldi sig ekki vera nógu vel upplýstan um þær deilur til að geta tekið ákveðna afstöðu í málinu eða dæmt um hvort eða hve mikið framsal á fullveldi hefði átt sér stað í hvoru tilviki. En hann sagð- ist almennt geta fullyrt, að í aðild að EES fælist meiri takmörkun á fullveldi en með fullri aðild að ESB, ALLAN Rosas á opnum fundi Mannréttindaskrifstofu Is- lands á laugardaginn. og m.a. af þeirri ástæðu hefði hann verið fylgjandi inngöngu Finnlands í ESB. „Það er hins vegar einfalt fyrir mig að svara þessari spurningu frá finnskum sjónarhóli," sagði Rosas. „Öfugt við hér á íslandi var ekkert um þetta atriði deilt í Finnlandi. Finnska stjórnarskráin er sérstök að því leyti, að hún leyfir að gerðar séu „undantekningar" frá stjórnar- skránni án þess að henni sjálfri sé breytt. Þessar „undantekningar“ þurfa að vera samþykktar á sam- bærilegan hátt og stjórnlög, en lítið eitt auðveldara er að gera þessar breytingar ef um alþjóðlegan samn- ing er að ræða - eins og tilfellið var bæði með EES- og ESB-aðildar- samningana. Til að lögleiða þá þurfti aðeins 2/3 meirihluta á þingi.“ í þessu sambandi vísaði Rosas einnig til Danmerkur. í dönsku stjórnarskránni er ákvæði, sem sér- staklega kveður á um að stjórnvöld megi að uppfylltum skilyrðum fram- selja vald til alþjóðlegra stofnana, en með þessu ákvæði hafa samning- ar Danmerkur við ESB hingað til verið lögleiddir. Nú er tekizt á um það fyrir dómstólum í Danmörku, hvort ríkisstjórninni hafi verið heim- ilt samkvæmt stjórnarskránni að skrifa undir Maastricht-sáttmálann. Þeir sem efast um það gera því skóna, að umrætt ákvæði stjórnar- skrárinnar eigi ekki lengur við, þeg- ar um svo víðtækar skuldbindingar ríkisins er að ræða, eins og gert var með undirritun Maastricht-sáttmál- ans. Af þessu er ljóst, að öllum Norður- landaþjóðunum, hverri á sinn hátt, er umhugað um varðveizlu fullveldis- ins í samrunaferli Evrópu. Ekki sambandsríki í erindi sínu lét Rosas m.a. þau orð falla, að hann hefði ekki trú á því að Evrópusambandið ætti í fyrir- sjáanlegri framtíð eftir að þróast í sambandsríki. Hann leggur áherzlu á, að ESB sé „pólitísk stofnun af mjög sérstakri gerð,“ en það sé ekki og stefni heldur ekki í að verða að ríki í eiginlegri merkingu þess orðs. Yfirleitt er, að hans mati, ekki viðeig- andi að reyna að nota gömul hugtök eins og ríkjasamband, sambandsríki eða þ.u.l. um Evrópusambandið; það sé fyrirbæri sem sé búið eiginleikum sem ekki falli að neinum þessara hefðbundnu heita. Á vissum, afmörk- uðum sviðum hafi það öðlazt eigin- leika, sem hingað til einungis ríki hafa haft - dæmi um þetta sé það vald sem framkvæmdastjórnin hefur á sviði stjórnvaldsaðgerða á sviði markaðssamkeppni - á öðrum svið- um eigi það hins vegar langt í land, s.s. í utanríkis- og varnarmálum. í þessu sambandi segist Rosas einnig trúa því staðfastlega, að á sama tíma og hið sjálfstæða þjóðríki muni halda áfram að vera grundvall- areining heimssamfélagsins, aukist einnig mikilvægi alþjóðlegra sam'- starfsstofnana eins og WTO og SÞ. Svæðisbundin ríkjabandalög á borð við ESB, sem nú þegar eru tekin að mótast víða um hinn sífellt samofn- ari heim, muni hafa mikilvægu tengi- hlutverki að gegna á milli grunnein- inganna; ríkjanna og alþjóðastofnan- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.