Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 1
H6SIÐURB/C/D STOFNAÐ 1913 277. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bretar andvíg- ir fjölmennum her til Zaire London, Bukavu. Reuter. BRESK yfirvöld sögðust í gær telja ástæðulaust að senda fjölmennan alþjóðaher til Austur-Zaire til að- stoðar flóttamönnum, þar sem mun færra flóttafólk væri á svæðinu en talið hefði verið. Sameinuðu þjóð- irnar telja að um 700.000 flótta- menn séu í Zaire en fulltrúar Breta sögðu fjöldann nær 200.000. Búist er við að hermenn frá um tuttugu löndum muni ganga til liðs við kanadíska hermenn í Zaire en fjöldinn verði á milli 1.000 og2.000 hermenn, en ekki 10.000 eins og upphaflega var rætt um. Harðir bardagar eru nú í Zaire og Búrúndí. Sagt var frá því í gær að 37 manns hefðu látið lífið í bar- dögum suður af Bujumbura, höfuð- borg Búrúndí. Þar voru á ferðinni skæruliðar hútúa sem vilja koma stjórn tútsa frá. I Zaire eru stjórnarhermenn á flótta undan skæruliðum í austur- hluta landsins, en þeir síðarnefndu kváðust í gær hafa náð á sitt vald borginni Kisangani. Áþreifanlegur /24 TUGÞUSUNDIR manna bíða nú réttarhalda í yfirfullum fangelsum í Rúanda, en menn- irnir eru sakaðir um að hafa tekið þátt í fjöTdamorðunum Fangar í Kigali þar í landi árið 1994, sem talið er að hafi kostað um eina millj- ón manna líflð. Ljósmyndari Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Morgunblaðsins heimsótti eitt fangelsanna í Kigali, höfuðborg Rúanda, þar sem um 5.000 manns, hútúar og tútsar, eru í haldi við skelfilegar aðstæður. Mótmæli í Belgrad Látum ekki hræðast Belgrad. Reuter. UM 50.000 manns efndu til mót- mæla gegn stjórn Slobodans Mil- osevic Serbíuforseta í Belgrad í gær, þrátt fyrir slæmt veður, snjó- komu og rok. Undanfarna daga hafa allt að 100.000 manns tekið þátt í aðgerðunum. Á sunnudag hótuðu stjórnvöld að beita valdi til að hindra fjöldasamkomur í borg- inni og forseti þingsins, samherji Milosevic, sagði „fasista" fara hamförum á götunum. Mótmæl- endur sögðust ekki láta hræða sig. Fjöldi óeirðalögreglumanna hafði komið sér fyrir á götunum en ekki var látið til skarar skríða í gær. Talsmenn mótmælenda sögðu þátttökuna í gær sýna að fólk léti ekki hræða sig og einn af leiðtogum þeirra, Vuk Drascovic, sagði að sérhverri ögrun yrði svarað með því að sitja sem fastast og syngja, beitt yrði frið- samlegum aðferðum í baráttunni gegn stjórnvöldum. Helsta krafan er að úrslit sveitarstjórnarkosn- inga, sem Milosevic lét ógilda eftir að stjórnarandstaðan sigraði í fjöl- mörgum borgum, þ.ám. Belgrad, yrðu látin gilda. Ivana Bojicic, blaðamaður hjá dagblaðinu Blitz í Belgrad, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tvær fylkingar lýðræðissinna, annars vegar stúdentar og hins vegar liðsmenn samtaka stjórnar- andstöðunnar, stæðu fyrir mót- mælunum. Bojicic sagði fólk staðráðið í að nota friðsamlegar aðferðir. Hún var spurð hvort hún óttaðist að beitt yrði ofbeldi gegn mótmælend- um. „Það gerum við í dag, fyrst núna í dag. Við erum ekki hrædd en á varðbergi," sagði Bojicic. ¦ Fátgætihleyptöllu/21 Morgunblaðið/Rúnar Þór 800 íslendingar studdu landsliðið ÞAÐ var líf og fjör á meðal um 800 íslendinga sem fylgdust með því er islenska landsliðið í handknattleik tryggði sér sæti í heimsmeistarakeppninni í Japan næsta vor með 24:22 sigri á Dön- um í Álaborg á sunnudag. Auk íslendinga, sem búsettir eru í Skandinavíu, komu á annað hund- rað manns með leiguflugi frá ís- landi til Álaborgar að morgni leik- dags og fóru til baka um kvöldið. íslenskir áhorfendur settu mikinn svip á miðbæ Álaborgar fyrir og eftir leikinn en síðast en ekki síst hvöttu þeir íslenska liðið til dáða alla viðureignina og höfðu í fullu tré við frændur sína þótt þeir væru rúmlega tvöfalt fleiri. Höf ðu leikmenn og þjálfari danska liðsins á orði eftir leikinn að áhorfend- urnir hefðu verið einstakir og skipt verulegu máli, einkum á lo- kakaflanum þegar íslenska liðið seig framúr. Að leikslokum steig þessi mikli fjöldi Islendinga mik- inn sigurdans með leikmönnum og þjálfara á fjölum íþróttahússins. ¦ Sigur Íslands/Cl Leiðtogafundur OSE í Lissabon Rússar herða andstöðu gegn stækkun NATO Lissabon. Reuter. RÚSSAR lýstu yfir mikilli andstöðu við áætlanir um stækkun Atlants- hafsbandalagsins, NATO, á leið- togafundi ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, sem hófst í Lissabon í Portúgal í gær. Ástand- ið í Hvíta-Rússlandi kom einnig til umræðu og skoruðu fulltrúar vest- rænna ríkja á Alexander Lúkash- enko, forseta landsins, að fara eftir lýðræðislegum leikreglum. Víktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í ræðu sinni, að verið væri að búa til nýjar átakalínur á meginlandi Evrópu ef NATO héldi fast við áætlanir um að veita Austur-Evrópuríkjunum aðild. Sagði hann, að það myndi síðan leiða til vaxandi spennu og versnandi ástands um allan heim. Óttast neitunarvald Rússa „Við Rússar höfum ekkert neit- unarvald gagnvart stækkun NATO og enginn getur heldur beitt neitun- arvaldi gegn því, að við tryggjum okkar öryggishagsmuni," sagði Tsjernomyrdín og lagði áherslu á, að efla þyrfti ÖSE til að tryggja öryggi í Evrópu. Fékk það ekki mikinn hljómgrunn enda óttast mörg ríki, að það myndi færa Rúss- um neitunarvald gagnvart mikil- vægum öryggishagsmunum þeirra. Þetta mál, hugsanleg stækkun NATO í austur, var auk ástandsins í Bosníu helsta deilumálið á ÖSE- fundinum í Búdapest fyrir tveimur árum en Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, lögðu á það áherslu í gær, að bandalagið ógnaði engum og vildi samvinnu við Rússa. Gore sagði síðar á blaðamanna- fundi, að þrátt fyrir andstöðu Rússa yrði staðið við áætlanir um NATO- fund á næsta ári en þá á að ákveða hvaða ríkjum verður veitt aðild. Á fundinum í gær náðist sam- komulag um að framlengja og breyta samningnum um samdrátt í hefðbundnum herafla í Evrópu og munu hefjast viðræður um það í Vín í janúar. Hafa Rússar beitt sér mjög fyrir endurskoðun þessa samnings, sem þeir segja, að sé ekki lengur í takt við raunveruleik- ann. Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Serbíu setti sinn svip á fundinn í gær og fulltrúar vestrænna ríkja skoruðu á Lúkashenko að fara að leikreglum lýðræðisins. Svar hans var að styðja Rússa í andstöðunni við NATO, vísa því á bug, að nokk- uð væri aðfinnsluvert við stjórnar- hætti sína og segja vestrænum leið- togum að skipta sér ekki af því, sem þeim kæmi ekki við. í lokayfirlýsingu fundarins verð- ur greint frá áætlunum um evrópsk öryggismál á næstu öld og aðferðir til að tryggja friðinn í Bosníu. Carl Bildt, sáttasemjari í málefnum Bosníu, skoraði á Slobodan Mil- osevic, forseta Serbíu, að hefja strax lýðræðislegar umbætur í land- inu og láta af hótunum um að beita valdi gegn mótmælendum í Belgrad og annars staðar í landinu. Vestræn ríki hafa ekki hvatt Milosevic bein- um orðum til að hverfa frá níu ára harðstjórn en haft var eftir banda- rískum embættismanni, að enginn friður yrði á Balkanskaga fyrr en Serbía yrði opið og lýðfijálst ríki. Olga innan NATO/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.