Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reglugerð um sleppibúnað gúmbjörgunarbáta Gildistökunni ekki frestað í þriðja sinn FRETTIR Biskup íslands undirritar Porvoo-samninginn í Westminster Abbey í KÓR Westminster Abbey sátu á fimmtudag, fremri röð f.v., höfuðbiskuparnir Gunnar Weman frá Sví- þjóð, John Wikström frá Finnlandi og Andrea Aarflot frá Noregi. Aftari röð, f.v., Tore Furberg, varafor- maður Porvoo-samkomulagsins, Jonas Kalvanas, biskup Litháens, og herra Ólafur Skúlason, biskup íslands. Afar hátíðleg og eftirminnileg guðsþjónusta VIÐ hátíðaguðsþjónustu í West- minster Abbey í London á fimmtudag var undirritaður samningur lúthersku kirkjunnar á Norðurlöndum, Eystrasalts- ríkjanna og ensku biskupakirkj- unnar um gagnkvæma virðingu fyrir vígslum, sakramentum og helgisiðum kirknanna. Samning- urinn dregur nafn sitt af borg- inni Porvoo á Finnlandi en þar var fyrst stigið skrefið í átt að samkomulagi fyrir þremur árum. „Porvoo-samningurinn brúar bilið sem myndaðist á 16. öld á milli lúthersku kirkjunnar og ensku biskupakirkjunnar," sagði herra Ólafur Skúlason, biskup Islands, í samtali við Morgunblað- ið en hann undirritaði samkomu- lagið fyrir hönd íslensku þjóð- kirkjunnar. Höfuðbiskupar landanna sem aðild eiga að samningnum sátu á fimmtudag kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar en að því loknu var hátíðaguðsþjónusta í Westminster Abbey að viðstaddri Elísabetu II Bretadrottningu og Filipusi prinsi. Að auki voru þar m.a. flestir biskupar Bretlands- eyja en fulltrúar Islands voru auk biskups, kirkjuráðsmennirnir sr. Hreinn Hjartarson og Helgi Hjálmsson. Erkibiskupinn í Turku predikaði „Fáir kunna betur en Englend- ingar að selja á svið svo hátíðlega og eftirminnilega guðsþjónustu," sagði biskup. „ Þarna voru kór- arnir í sérstökum klæðum og prestar voru skrautklæddir. Höf- uðbiskuparnir, sem þátt eiga að samkomulaginu, tóku þátt í flutn- ingi messunnar en erkibiskupinn í Turku í Finnlandi predikaði." Á föstudag hélt sendiherra íslands í Bretlandi, Benedikt Ásgeirsson, kvöldverðarboð til heiðurs full- trúum aðildarlandanna. Ólafur Skúlason vonast til að aðildarríkjum samningsins eigi eftir að fjðlga en Danir og Lettar eru enn sem komið er ekki aðil- ar. „Þegar eru hafnar viðræður við þýsku kirkjurnar og fulltrúar Bandaríkjanna voru viðstaddir hátíðahöldin sem vonandi verður til að auka samstöðu milli kirkju- deilda þar í Iandi.“ HALLDÓR Blöndal, samgönguráð- herra, segir ekki eiga að þurfa að koma til frekari frestunar á gildis- töku ákvæða í reglugerð um sjálf- virkan sleppibúnað gúmbjörgunar- báta í fiskiskipum, sem tvívegis hefur verið frestað frá því þessi ákvæði áttu upprunaiega að ganga í gildi um síðustu áramót. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrir- spurn Árna Johnsens um þetta efni á Alþingi í gær. Ráðherra sagðist eiga von á skýrslu frá starfshópi þeim sem unnið hefur að skoðun þessa máls á vegum samgönguráðuneytisins í næstu viku. Ráðherra sagði reglu- gerð þá um öryggisbúnað í fiskiskip- um, sem hér um ræðir, hafi verið í gildi, þó fallið hafi verið frá því að gera afdráttarlausa kröfu um að öll skip hafi nefndan sleppibúnað um borð. „Ég geri mér vonir um það, án þess að geta fullyrt, að ekki þurfi að koma til frestunar á gildi- stökunni enn hinn 1. janúar næst- komandi," sagði ráðherrann. Ámi sagði að frá því gildistökunni hafi verið frestað síðast hafí lítið gerzt; búnaður af þessu tagi sé til á lager, en pantanir hafi engar verið. Það standi því á útvegsmenn að AMMONÍAKSGUFA barst með út- blæstri úr olíukatli frá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi síðdegis í gær. Vindáttin bar lyktina af lekan- um yfir til Reykjavíkur og athugull starfsmaður í Sundahöfn lét Iög- fylgja því sem til sé ætlazt. „Þó hygg ég, að samgönguráðherra þurfi enn að veita ákveðinn umþóttunartíma til að knýja á um að þessi búnaður komist um borð í skipaflota lands- manna, því það tekur tíma að fram- leiða hann ... og ekki eðlilegt að framleiðandi gangi til slíks nema hann hafi tryggingu /yrir því að varan sé keypt," sagði Ámi Johnsen. Fundir á Austurlandi Rætt um sam- göngur eftir Skeiðarárhlaup SAMGÖNGUMÁL á Austurlandi í kjölfar Skeiðarárhlaups verða við- fangsefni tveggja funda sem Hall- dór Blöndal samgönguráðherra efn- ir til í dag. Frummælendur, auk ráðherra, verða Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur og Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri. Fyrri fundurinn verður haldinn að Hofgarði í Öræfum kl. 16 en sá síðari kl. 20:30 á Hótel Höfn. reglu vita. Engin þörf reyndist þó á aðstoð hennar. Rafmagnsketill verksmiðjunnar var bilaður og því var notast við olíuketilinn en ræs- ingu hans fylgir lítilsháttar ammon- íakslykt. Ammoníaksleki í Aburðarverksmiðjunni Alþjóðadagur fatlaðra Átak Reykja- víkurborgar í ferlimálum fatlaðra Morgunblaðið/Kristinn FLAI hefur verið settur á gangstéttir við helstu umferðargötur borgarinnar til að auðvelda fötluðum og hjólreiðamönnum að komast leiðar sinnar. Rauðir kantsteinar marka gangstéttar- brúnina og auðvelda þeir sjónskertum að' komast um. ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra er í dag. Af því tilefni vill Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík vekja athygli á átaki, sem gert hefur verið í Reykja- vík síðastliðin ár til að auðvelda fötl- uðum að komast um en um leið er bent á að víða er pottur brotinn hjá borgarstofnunum, þar á meðal í grunnskólum borgarinnar. „Við erum að kynna ferlimál í Reykjavík," sagði Sigurrós M. Sig- urjónsdóttir formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík. „Reykja- víkurborg hefur tekið myndarlega á þessu vandamáli. Árið 1995 var stofnuð ferlinefnd innan Sjálfsbjarg- ar til að fylgja þessu eftir og það er Sjálfsbjörg í Reykjavík sem upp- haflega hrindir átakinu í fram- kvæmd. Við sóttum um styrk til at- vinnumálanefndar Reykjavíkurborg- ar um nýsköpunar- verkefni og réð- um verkfræðing, sem fékk sér til aðstoðar tvo menn og gengu þeir um borgina og könnuðu gangstíga, gangstéttir og fláa á þeim.“ í samvinnu við embætti gatna- málastjóra hafa upplýsingarnar um halla á gangstéttum verið kortlagð- ar og þeim komið inn á tölvur emb- ættisins. Auðveldar það mjög alla vinnu við lagfæringar á eldri götum og við gerð nýrra. Á þessu ári voru veittar 10 millj. til verkefnisins hjá Reykjavíkurborg og á næsta ári verða veittar 15 millj. til verkefnis- ins. Greið Ieið frá Hátúni Að sögn Sigurðar Skarphéðinsson- ar gatnamálastjóra, var í fyrra í fyrsta sinn veitt sérstök fjárveiting til að bæta aðgengi fatlaðra á göngu- leiðum í borginni. „Þessu var skipt upp þannig að 10 milljónir voru sér- staklega ætlaðar til að bæta aðgengi fatlaðra og 5 milljónir til að bæta aðstöðu hjólreiðamanna," sagði hann. „Þegar farið var að skoða málið kom í ljós að þessir tveir ólíku hópar falla í sama flokk, þar sem þessar aðgerðir nýtast þeim báðum. Hefur verið gengið kerfisbundið á tilteknar leiðir í borginni, sem fyrst og fremst miðast við að skapa hjól- reiðaása í gegnum hana þvera og endilanga og að opna út frá þeim stöðum, þar sem fatlaðir eru á ferð eins og við Hátún. Er nú greið leið frá Hátúni niður í Laugardal, í Eiliða- árdal og niður í Miðbæ.“ Sagði Sigurður að jafnframt hafi verið settir upp bekkir meðfram gönguleiðunum auk þess sem reynt væri að taka meira tillit til fatlaðra heldur en gert hefur verið til þessa. „Við vinnum á hægt og bítandi með því að gera þetta svona. Það er ekki nóg að eyrnamerkja sérstaklega fjár- veitingar til verkefnisins heldur hafa ákvæði um fláa verið sett inn í öll útboðsverk þannig að allar nýjar gangstéttir eru með niðurtekt fyrir fatlaða," sagði hann. „Við höfum einnig verið í samvinnu við blinda og sjónskerta við að þróa þessar niðurtektir og eru þær litskrúð- ugri en áður. Er það gert til að sjón- skertir eigi betur með að greina þær. Á þeim er brún, sem blindir með hvíta stafinn geta tekið stefnuna eft- ir yfír götuna en gæta verður þess að brúnin verði ekki of há þannig að hún ergi fólk í hjólastólum. Það ligg- ur mikil vinna að baki, sem unnin hefur verið í skemmtilegu samstarfi við Sjálfsbjörg og Blindrafélagið." Aðgengi að stofnunum „Þetta er í fyrsta sinn sem hlustað er á það sem við höfum verið að tala um í mörg ár. Við höfum einnig verið að kynna þetta átak í ná- grannasveitarfélögunum eins og í Garðabæ og Mosfellsbæ þannig að þetta smákemur," sagði Sigurrós. „Nú hefur verið ákveðið að laga aðgengi fatlaðra á og að stofnunum borgarinnar og hefur verið veitt til þess 15 milljónum á næsta ári. Ferli- nefndin sendi spumingalista til allra borgarstofnana, þar sem spurt var um aðgengi, innkomu í hús, salemi, tröpp- ur, handrið, bílastæði og hvort þau væru merkt fótluðum. Nefndin fékk mjög góð svör og hafa þau verið flokk- uð í forgangsröð, A, B, C og D. A eru stofnanir sem brýnast er að lag- færa og þar eru meðal annars grunn- skólamir. Þeir em mjög slæmir og það jafnvel skólar sem em nýbyggðir. Við létum kanna hvað margir fatl- aðir nemendur væm í skólunum og kom í ljós að þeir eru tveir eða þrír í skólum, sem eru í A-fiokki og var reynt að grípa til einhverra ráðstaf- ana þar. Þetta sýnir að fatlað fólk getur ekki farið í alla gi-unnskóla og framhaldsskólar em sennilega litlu betri eins og tildæmis Menntaskólinn í Reykjavík. Ég hugsa að fatlaður maður komist þar lítið um,“ sagði Sigurrós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.